þriðjudagur, mars 30, 2004
Hann afi minn
Ég á einn afa.
Afi Skarpi.
Og hann er svo sannarlega skarpur þótt nafnið sé að sjálfsögðu til komið af því hann heitir Skarphéðinn. Þetta er lítill mjór karl, sköllóttur að mestu með smá fölrauðleita brodda hér og þar - en með stórt nafn. Skarphéðinn Össurarson. Enda að vestan, úr Dýrafirðinum. Stoltur karl.
Þetta er hann Kolaportaafi minn. Sem er 87 ára gamall. Hann fæddist fyrir vestan og gekk sko ekki á sauðskinnsskóm, heldur roðskóm úr Steinbítsroði þegar hann var yngri. Sauðskinnsskórnir voru víst ekki nógu sterkir. Dugðu ekki neitt svo roðskór voru málið. Þegar ég heyrði hann eitt sinn segja mér þetta rann það allt í einu upp fyrir mér hvað afi væri nú rosalega gamall. Og þetta var bara fyrir rúmum þremur árum sem við ræddum þetta. Hann var alltaf svo hress og heilsuhraustur svo mér datt ekki í hug að hann væri svona rosalega gamall. Gat bara ekki verið. Hann var svo hress. Þrátt fyrir að hafa reykt 2 pakka á dag frá 12 ára aldri og fundist sopinn ágætur var hann alltaf heilsuhraustur og sprækur. Tók reyndar góð hóstaköst inn á milli sem gátu verið svo svakaleg að ég hélt að lungun á honum myndu allt í einu bara poppa út um munninn á honum. En það gerðist aldrei. Setti svo bara rettuna aftur í munnvikið og hélt áfram að smöga og vinna.
Kolaportaafi segi ég. Já, ég kynntist afa mínum eiginlega ekki almennilega fyrr en ég fór að vinna með honum í Kolaportinu. Afi verkaði lax og silung og reykti og pakkaði og seldi í Kolaportinu í mörg mörg ár. Fyrirtækið hans hét Depla sem er víst gamalt orð yfir lax. Ekki hund. Það vissi afi. Hann var svo mælskur. Áður en hann missti málið fyrir um 2 árum þegar hann fékk fyrsta heilablóðfallið. Hann talaði í gullmolum; "frú mín góð", "ungfrú", þið vitið, svona ekta herramannstal frá því í gamla daga. Svona talaði hann við alla niðri í Koló. Ég vann með afa í Koló um helgar í mörg ár. Stóð með honum í básnum hjá Deplu að afgreiða reyktan lax og silung og vestfirskan eðalharðfisk. Og saltað hrossakjöt og hrossabjúgu og fleira lostæti að margra mati. Og ég kynntist honum á skemmtilegan hátt í Koló sem ég hefði annars aldrei gert. Hann hló að húmornum í mér og fannst ég voða sniðug. En við gátum líka rifist því bæði höfum við víst þessa vestfirsku þrjósku í okkur. En það varði aldrei lengi.
Ég heimsótti afa í gær. Á spítalann. Hann á ekki marga daga eftir. Afi Skarpi fékk annað heilablóðfall og er að deyja. Það tekur víst bara nokkra daga segja þeir. Ég vona að hann fái að fara fljótt. Þetta var svona ofursúperkarl sem ætti að fá að fara fljótt.
Það var erfitt að sjá hann í gær. Svo ólíkan sér og í djúpum svefni. Ég vona að hann fái að deyja sem fyrst. Þetta passar ekki við hann að vera svona. En hjartað hans slær samt enn svo sterkt svo þetta gæti tekið nokkra daga.
Elsku afi Skarpi. Takk fyrir allar góðar stundir. Ég er svo ánægð að hafa fengið að eiga Kolóið með þér og kynnst þér þannig. Hjartað þitt mun enn slá í hjarta mér.
Það fá ekki allar afastelpur það tækifæri.
Afi Skarpi.
Og hann er svo sannarlega skarpur þótt nafnið sé að sjálfsögðu til komið af því hann heitir Skarphéðinn. Þetta er lítill mjór karl, sköllóttur að mestu með smá fölrauðleita brodda hér og þar - en með stórt nafn. Skarphéðinn Össurarson. Enda að vestan, úr Dýrafirðinum. Stoltur karl.
Þetta er hann Kolaportaafi minn. Sem er 87 ára gamall. Hann fæddist fyrir vestan og gekk sko ekki á sauðskinnsskóm, heldur roðskóm úr Steinbítsroði þegar hann var yngri. Sauðskinnsskórnir voru víst ekki nógu sterkir. Dugðu ekki neitt svo roðskór voru málið. Þegar ég heyrði hann eitt sinn segja mér þetta rann það allt í einu upp fyrir mér hvað afi væri nú rosalega gamall. Og þetta var bara fyrir rúmum þremur árum sem við ræddum þetta. Hann var alltaf svo hress og heilsuhraustur svo mér datt ekki í hug að hann væri svona rosalega gamall. Gat bara ekki verið. Hann var svo hress. Þrátt fyrir að hafa reykt 2 pakka á dag frá 12 ára aldri og fundist sopinn ágætur var hann alltaf heilsuhraustur og sprækur. Tók reyndar góð hóstaköst inn á milli sem gátu verið svo svakaleg að ég hélt að lungun á honum myndu allt í einu bara poppa út um munninn á honum. En það gerðist aldrei. Setti svo bara rettuna aftur í munnvikið og hélt áfram að smöga og vinna.
Kolaportaafi segi ég. Já, ég kynntist afa mínum eiginlega ekki almennilega fyrr en ég fór að vinna með honum í Kolaportinu. Afi verkaði lax og silung og reykti og pakkaði og seldi í Kolaportinu í mörg mörg ár. Fyrirtækið hans hét Depla sem er víst gamalt orð yfir lax. Ekki hund. Það vissi afi. Hann var svo mælskur. Áður en hann missti málið fyrir um 2 árum þegar hann fékk fyrsta heilablóðfallið. Hann talaði í gullmolum; "frú mín góð", "ungfrú", þið vitið, svona ekta herramannstal frá því í gamla daga. Svona talaði hann við alla niðri í Koló. Ég vann með afa í Koló um helgar í mörg ár. Stóð með honum í básnum hjá Deplu að afgreiða reyktan lax og silung og vestfirskan eðalharðfisk. Og saltað hrossakjöt og hrossabjúgu og fleira lostæti að margra mati. Og ég kynntist honum á skemmtilegan hátt í Koló sem ég hefði annars aldrei gert. Hann hló að húmornum í mér og fannst ég voða sniðug. En við gátum líka rifist því bæði höfum við víst þessa vestfirsku þrjósku í okkur. En það varði aldrei lengi.
Ég heimsótti afa í gær. Á spítalann. Hann á ekki marga daga eftir. Afi Skarpi fékk annað heilablóðfall og er að deyja. Það tekur víst bara nokkra daga segja þeir. Ég vona að hann fái að fara fljótt. Þetta var svona ofursúperkarl sem ætti að fá að fara fljótt.
Það var erfitt að sjá hann í gær. Svo ólíkan sér og í djúpum svefni. Ég vona að hann fái að deyja sem fyrst. Þetta passar ekki við hann að vera svona. En hjartað hans slær samt enn svo sterkt svo þetta gæti tekið nokkra daga.
Elsku afi Skarpi. Takk fyrir allar góðar stundir. Ég er svo ánægð að hafa fengið að eiga Kolóið með þér og kynnst þér þannig. Hjartað þitt mun enn slá í hjarta mér.
Það fá ekki allar afastelpur það tækifæri.
mánudagur, mars 29, 2004
Dýravinurinn ég
Vinur minn spurði mig um daginn hvort ég væri dýravinur. Ég neitaði því og hélt góða ræðu um hvað ég þoldi ekki ketti og fljúgandi páfagauka og eitthvað þvíumlíkt. Og þá átti hann auðvitað kött. Æi. Það var svoldið óþægilegt moment. Ég meina, ég hata ekkert þann kött. Bara ketti sem eru óþolandi og þessi hlýtur að vera ok…. Frekar glatað hjá mér. Og líka lenti ég í því um daginn að þykjast fíla ketti ágætlega þar sem viðmælandi minn á 2 ketti. En fór þess í stað að tala um hvað svona óþörf gæludýr sem er ekki hægt að kenna neitt væru leiðinleg og useless. Eins og t.d. Finkur. Fannst þetta alveg brilliant dæmi hjá mér. Nema hvað, stelpan sem ég var að tala við átti fullt af finkum í búri…. Úff. Gat hún ekki bara átt páfakauk? Varð eins og kjáni.
En ég sem sagt hef hingað til ekki talist til dýravina. Sturtaði eina gæludýrinu mínu um ævina niður í klósettið þegar ég fékk leið á honum. Það var gúbbífiskur. Oh, hann var svo leiðinlegur greyið. Svo ég leyfði honum að fara til Guðs. En þá var hann líka búinn að éta konuna sína og nokkur börn. Svo eiginlega átti hann ekki skilað að lifa. Alla vega ekki með mér.
Dýravinur eða ekki dýravinur. Það er spurningin. Dýr eru jú vissulega krúttleg. Kisur og voffar og svoleiðis. En ég bara fíla þau samt ekki svo vel. Ekki nema ööörfá dýr sem ég þekki vel. T.d. Stelpu, voffann hans Axels bróður. Hún er bara sæt. En ég verð eiginlega að viðurkenna að ég er hálfhrædd við dýr. Eiginlega öll dýr. Og þá meina ég öll. Ég meika ekki húsflugur og þori sko aldrei í lífinu að koma við orm. Þeir eru stórhættulegir!
Ég fór að hugsa þetta um daginn þegar mér varð ljóst að ég er með hluta af öllum mögulegum dýrategundum inni í stofu hjá mér. En þar er að finna selskinn, kýrhúð, kanínuskinn og lambagæru.
Svo eiginlega er ég smá dýravinur. Það er bara eftir því hvernig maður lítur á það J Kannski ég segi bara já næst þegar einhver spyr mig. Það væri alla vega ekki algjört plat.
En ég sem sagt hef hingað til ekki talist til dýravina. Sturtaði eina gæludýrinu mínu um ævina niður í klósettið þegar ég fékk leið á honum. Það var gúbbífiskur. Oh, hann var svo leiðinlegur greyið. Svo ég leyfði honum að fara til Guðs. En þá var hann líka búinn að éta konuna sína og nokkur börn. Svo eiginlega átti hann ekki skilað að lifa. Alla vega ekki með mér.
Dýravinur eða ekki dýravinur. Það er spurningin. Dýr eru jú vissulega krúttleg. Kisur og voffar og svoleiðis. En ég bara fíla þau samt ekki svo vel. Ekki nema ööörfá dýr sem ég þekki vel. T.d. Stelpu, voffann hans Axels bróður. Hún er bara sæt. En ég verð eiginlega að viðurkenna að ég er hálfhrædd við dýr. Eiginlega öll dýr. Og þá meina ég öll. Ég meika ekki húsflugur og þori sko aldrei í lífinu að koma við orm. Þeir eru stórhættulegir!
Ég fór að hugsa þetta um daginn þegar mér varð ljóst að ég er með hluta af öllum mögulegum dýrategundum inni í stofu hjá mér. En þar er að finna selskinn, kýrhúð, kanínuskinn og lambagæru.
Svo eiginlega er ég smá dýravinur. Það er bara eftir því hvernig maður lítur á það J Kannski ég segi bara já næst þegar einhver spyr mig. Það væri alla vega ekki algjört plat.
sunnudagur, mars 28, 2004
Silvur krossari
Eins og ég er búin að hugsa margt og mikið um kerru og vagnapælingar undanfarið og ákveða eitt og annað í þeim efnum þá fór skipulagið aðeins út um þúfur í gær.
Yfir seríósskálinni rak ég augun í auglýsingu í fréttablaðinu sem sagði Silver Cross barnavagn til sölu. Hmm... ætti ég að hringja - hugsaði ég með mér... ég sem var búin að ákveða allt annað. En af einskærri forvitni um ástand vagnsins og lit (ætlaði sko ekkert að kaupa... hm...) hringdi ég í konuna og svo heppilega vildi til að hún bjó bara hér í næstu götu. Svo ég skrapp yfir og kíkti á vagninn. Tók nú Viggann með svona in case ef hann væri svaka fínn og þyrftum að kaupa hann og taka hann heim. Og í stuttu máli varð ég ástfangin af vagninum. Hann er æði. Svo við splæstum í hann. Þetta er s.s. Silver Cross krossaravagn, 13 ára gamall, vínrauður og fínn :) Og svo var hann líka ódýr. Og við erum svo ánægð með hann. Ef þetta verður strákur þá verður hann bara kúl í rauðum vagni takk fyrir. Hann verður hvort eð er rauðhærður! Ha, ha.
Ég og Elva tókum vagninn í prufukeyrslu í dag í illri færð, snjór var á vegum og svona góð torfæra til að keyra krossarann. Og hann stóð sig svakalega vel. Og Úlfur litli sem var í honum leið hvergi betur. Reyndar aðeins meira hoss og læti en í eðalkerrunni hans með loftdekkjunum og dempurunum og ég veit ekki hvað - en hann lofar samt góðu. Er auðvitað þyngri og erfiðari í keyrslu en þessir nýju vagnar en vá hvað hann er kúl. Maður brennir þá bara meiru eftir fæðinguna!
Þetta er eiginlega mest svona mont- vagn. Pæju-mömmu vagn. Oh... hvað ég fíla hann :) Elska bara gamla hluti og þar með þessa hönnun. Hefur haldist eins í mörg ár.
Þá er bara að finna góða multi-use kerru í USA sem hægt er að koma í bílinn, því þegar krossarinn er kominn í kaggann kemst fátt annað til.... ekki einu sinni krakkinn! Ja, eða bara kaupa nýjan bíl. Viggi væri nú ekki lítið ánægður með að "þurfa" að kaupa eitt stykki jeppa undir gripinn!
Annars er það að frétta að við fórum í gærkvöldi á Eldað með Elvis í boði Rauða Krossins, þ.e. Eldað með Elvis grúppan bauð sjálfboðaliðum í Rauða Krossinum á sýningu. Og það er skemmst frá því að segja að ég varð fyrir virkilegum vonbrigðum. Æj, hvað þetta var nú leiðinlegt og slappt eitthvað. Ég sem hélt að Steinn Ármann yrði svaka hress í gervi Elviss í leikritinu, djókandi og látandi mann fá holl hlátursköst... ó nei, hann leikur lamaðan og meðvitundarlaus kall í hjólastól sem gerir ekkert allan tímann!! Og stekkur svo af og til á fætur þegar áhorfendur eru að sofna úr leiðindum og tekur eitthvað falskt Elvis lag. Æi, alveg leiðinlegt verð ég að segja. Mæli ekki með því.
En svo ég endi á jákvæðu nótunum þá óska ég henni Rún mannfræðivinkonu minni til hamingju með styrkinn sem hún fékk til að fara í framhaldsnám í Berkley í N.Y.!! Vel af sér vikið stelpa. Við erum svo miklir snillingar þessir mannfræðingar :)
Ó, je.
Yfir seríósskálinni rak ég augun í auglýsingu í fréttablaðinu sem sagði Silver Cross barnavagn til sölu. Hmm... ætti ég að hringja - hugsaði ég með mér... ég sem var búin að ákveða allt annað. En af einskærri forvitni um ástand vagnsins og lit (ætlaði sko ekkert að kaupa... hm...) hringdi ég í konuna og svo heppilega vildi til að hún bjó bara hér í næstu götu. Svo ég skrapp yfir og kíkti á vagninn. Tók nú Viggann með svona in case ef hann væri svaka fínn og þyrftum að kaupa hann og taka hann heim. Og í stuttu máli varð ég ástfangin af vagninum. Hann er æði. Svo við splæstum í hann. Þetta er s.s. Silver Cross krossaravagn, 13 ára gamall, vínrauður og fínn :) Og svo var hann líka ódýr. Og við erum svo ánægð með hann. Ef þetta verður strákur þá verður hann bara kúl í rauðum vagni takk fyrir. Hann verður hvort eð er rauðhærður! Ha, ha.
Ég og Elva tókum vagninn í prufukeyrslu í dag í illri færð, snjór var á vegum og svona góð torfæra til að keyra krossarann. Og hann stóð sig svakalega vel. Og Úlfur litli sem var í honum leið hvergi betur. Reyndar aðeins meira hoss og læti en í eðalkerrunni hans með loftdekkjunum og dempurunum og ég veit ekki hvað - en hann lofar samt góðu. Er auðvitað þyngri og erfiðari í keyrslu en þessir nýju vagnar en vá hvað hann er kúl. Maður brennir þá bara meiru eftir fæðinguna!
Þetta er eiginlega mest svona mont- vagn. Pæju-mömmu vagn. Oh... hvað ég fíla hann :) Elska bara gamla hluti og þar með þessa hönnun. Hefur haldist eins í mörg ár.
Þá er bara að finna góða multi-use kerru í USA sem hægt er að koma í bílinn, því þegar krossarinn er kominn í kaggann kemst fátt annað til.... ekki einu sinni krakkinn! Ja, eða bara kaupa nýjan bíl. Viggi væri nú ekki lítið ánægður með að "þurfa" að kaupa eitt stykki jeppa undir gripinn!
Annars er það að frétta að við fórum í gærkvöldi á Eldað með Elvis í boði Rauða Krossins, þ.e. Eldað með Elvis grúppan bauð sjálfboðaliðum í Rauða Krossinum á sýningu. Og það er skemmst frá því að segja að ég varð fyrir virkilegum vonbrigðum. Æj, hvað þetta var nú leiðinlegt og slappt eitthvað. Ég sem hélt að Steinn Ármann yrði svaka hress í gervi Elviss í leikritinu, djókandi og látandi mann fá holl hlátursköst... ó nei, hann leikur lamaðan og meðvitundarlaus kall í hjólastól sem gerir ekkert allan tímann!! Og stekkur svo af og til á fætur þegar áhorfendur eru að sofna úr leiðindum og tekur eitthvað falskt Elvis lag. Æi, alveg leiðinlegt verð ég að segja. Mæli ekki með því.
En svo ég endi á jákvæðu nótunum þá óska ég henni Rún mannfræðivinkonu minni til hamingju með styrkinn sem hún fékk til að fara í framhaldsnám í Berkley í N.Y.!! Vel af sér vikið stelpa. Við erum svo miklir snillingar þessir mannfræðingar :)
Ó, je.
laugardagur, mars 27, 2004
sutt stop
Keyrði ömmu gömlu út á flugvöll áðan en hún er á leiðinni til Bandaríkjanna til Hrannar frænku sem þar býr. Mamma var líka að fara með henni en hún kom með flugi frá Amsterdam og við náðum að hittast rétt svo í einhverjar 20 mínútur á kaffiteríunni uppi á flugstöð. Það var stutt stopp en nóg til að við gátum aðeins hist og hún gat klappað kúlunni og náði að gefa mér útlenskan gæðaman: Hráskinku, parmesan ost og súkkulaði :) Very nice.
Mér finnst alveg skrýtið að ég sé að verða mamma, en ég verð að segja að mér finnst eiginlega jafn skrýtið að mamma mín sé um leið að verða amma! Hún er svo ung og sæt og spræk. En hún er svaka ánægð með þennan titil. Er nú þegar farin að skrifa "amma" undir emailin sín til mín! Úúúúú...spúkí...!
Mér finnst alveg skrýtið að ég sé að verða mamma, en ég verð að segja að mér finnst eiginlega jafn skrýtið að mamma mín sé um leið að verða amma! Hún er svo ung og sæt og spræk. En hún er svaka ánægð með þennan titil. Er nú þegar farin að skrifa "amma" undir emailin sín til mín! Úúúúú...spúkí...!
fimmtudagur, mars 25, 2004
Kítl í mallanum
Ég get svarið það að ég fann eitthvað í maganum á mér rétt áðan! Alveg for sure. Þetta voru alla vega ekki túrverkir eða vindgangur svo mikið er víst! Krílið lét bæra á sér í fyrsta sinn. Til hamingju :) Þetta var svona eins og einhver væri að reyna að komast út, bara nettar hreyfingar. Svolítið eins og að vera með fjörfisk í mallanum. Alveg spes.
Það hefur greinilega bara fyrst láta taka myndir af sér (sónarinn í gær) og svo láta finna fyrir sér. Með skipulagið á hreinu!
Það hefur greinilega bara fyrst láta taka myndir af sér (sónarinn í gær) og svo láta finna fyrir sér. Með skipulagið á hreinu!
miðvikudagur, mars 24, 2004
Áttundi áttundi
Oh, það er svo gaman á kóræfingum. Reynir bæði á bjartsýnina í manni og þolinmæðina. Jú, og æfir raddböndin líka um leið. Er svo gefandi og gaman finnst mér. Ég var sem sagt að koma af kóræfingu og við vorum að byrja á einu algjöru hlussuverki eftir einhvern Haydn gæja... sorrý, er alls ekki sterk að mér í tónfræðinni! En hann samdi þetta líka voðalega fallega verk sem heitir Sköpunin og telur alls hvorki færri né fleiri en 217 blaðsíður í þykkri bók! Lítur vel út og mér líst bara vel á þetta en það er stefnt að því að flytja verkið með fleiri kórum á Mývatni í byrjun júní. Ég þangað.
Nú, annað fréttnæmt er kannski helst: Bumbufréttir. Það var aðeins kíkt á krakkann í dag en við fórum í sónar. Og það var voða gaman og ansi merkilegt. Krakkinn er orðinn meira en helmingi stærri en þegar við fórum síðast, enda er ég núna komin nákvæmlega 20 vikur og 3 daga (en þá bara 11 vikur og 2 daga). Og það virtist allt vera í lagi :) Þetta voru þvílíkar fimleikaæfingar sem við fengum að sjá hjá krílinu en það var í stuði. Ekki sofandi eins og mest allan tímann síðast! Og svo stefnir það að koma í heiminn 08.08. - mjög flott dagsetning... ætla sko að reyna að hitta á hana! Ekki það að maður ráði því neitt víst hmm... Það er fyndið frá því að segja að hún Elva vinkona var einmitt sett á nákvæmlega sama degi með hann Úlf krútt í fyrra. Og svo átti hún 12. ágúst. Við gerum svona flest (ja, alla vega ansi margt) eins svo það kæmi mér ekki á óvart ef barnið kæmi 12. ágúst. Og héti svo Úlfar eða Ylfa. Nei, djók... aðeins of langt gengið kannski! Ha, ha.
Svo við erum bara öll í góðum fíling. Ég verð að segja að tengingin við bumbuna styrktist aðeins eftir þennan sónar. En kúlan er enn mjög lítil og nett og sést alls ekki mikið. Það er t.d. enn fullt af fólki í vinnunni sem hefur ekki hugmynd um þetta. Og mér finnst svo fínt að þetta sé svona lítið. Er ekkert fyrir manni og maður getur gert allt án þess að þurfa að hugsa alltaf "oh, ég er ólétt..." eða eitthvað álíka. Ég finn ennþá ekki neinar hreyfingar (held alla vega ekki...) en ég fékk að vita að það stafar helst af því legið og barnið liggur djúpt ofan í grindinni og líka af því fylgjan er framan á. Svoleiðis er það nú.
Jæja, ætla að fara að lesa nafnabókina og reyna að finna einhver nöfn sem mér finnast falleg. Las eitthvað í bókinni um daginn og komst að því að mér finnst alveg svakalega fá nöfn falleg... eiginlega allt bara ljótt. Alla vega var ekkert þá sem mér finnst passa á þennan krakka. Kemur í ljós!
Hvernig líst ykkur annars á stúlkunöfnin Kapítóla, Ásla, Rósinkara og Rögn?
Eða drengjanöfnin Knörr, Yrkill, Sveinungi og Kaprasíus?
Jah, ég bara spyr?!
Nú, annað fréttnæmt er kannski helst: Bumbufréttir. Það var aðeins kíkt á krakkann í dag en við fórum í sónar. Og það var voða gaman og ansi merkilegt. Krakkinn er orðinn meira en helmingi stærri en þegar við fórum síðast, enda er ég núna komin nákvæmlega 20 vikur og 3 daga (en þá bara 11 vikur og 2 daga). Og það virtist allt vera í lagi :) Þetta voru þvílíkar fimleikaæfingar sem við fengum að sjá hjá krílinu en það var í stuði. Ekki sofandi eins og mest allan tímann síðast! Og svo stefnir það að koma í heiminn 08.08. - mjög flott dagsetning... ætla sko að reyna að hitta á hana! Ekki það að maður ráði því neitt víst hmm... Það er fyndið frá því að segja að hún Elva vinkona var einmitt sett á nákvæmlega sama degi með hann Úlf krútt í fyrra. Og svo átti hún 12. ágúst. Við gerum svona flest (ja, alla vega ansi margt) eins svo það kæmi mér ekki á óvart ef barnið kæmi 12. ágúst. Og héti svo Úlfar eða Ylfa. Nei, djók... aðeins of langt gengið kannski! Ha, ha.
Svo við erum bara öll í góðum fíling. Ég verð að segja að tengingin við bumbuna styrktist aðeins eftir þennan sónar. En kúlan er enn mjög lítil og nett og sést alls ekki mikið. Það er t.d. enn fullt af fólki í vinnunni sem hefur ekki hugmynd um þetta. Og mér finnst svo fínt að þetta sé svona lítið. Er ekkert fyrir manni og maður getur gert allt án þess að þurfa að hugsa alltaf "oh, ég er ólétt..." eða eitthvað álíka. Ég finn ennþá ekki neinar hreyfingar (held alla vega ekki...) en ég fékk að vita að það stafar helst af því legið og barnið liggur djúpt ofan í grindinni og líka af því fylgjan er framan á. Svoleiðis er það nú.
Jæja, ætla að fara að lesa nafnabókina og reyna að finna einhver nöfn sem mér finnast falleg. Las eitthvað í bókinni um daginn og komst að því að mér finnst alveg svakalega fá nöfn falleg... eiginlega allt bara ljótt. Alla vega var ekkert þá sem mér finnst passa á þennan krakka. Kemur í ljós!
Hvernig líst ykkur annars á stúlkunöfnin Kapítóla, Ásla, Rósinkara og Rögn?
Eða drengjanöfnin Knörr, Yrkill, Sveinungi og Kaprasíus?
Jah, ég bara spyr?!
þriðjudagur, mars 23, 2004
Þá er búið að flytja aftur inn í stofu eftir að gólfið var pússað. Og þvílíkur munur. Allt annað líf! Stofan er bara svakalega fín núna. Þetta verður allt orðið svo fínt í sumar, en það eru þó nokkur smávægileg verkefni á dagskránni ennþá hér í húsinu.
Nú, það er frekar lítið að frétta, ég blogga bara að skyldurækni í kvöld vinkvennanna vegna sem búsettar eru erlendis. I love you gæs og miss you. Annars hef ég eitthvað lítið hitt vinkonurnar sem búsettar eru hérlendis undanfarið. Það er búið að vera eitthvað svo mikið að gera. Öll kvöld barasta pökkuð af dagskrá. En það hlýtur að fara að koma að því. Við ætlum að reyna að koma aftur á fót svona SEX kvöldum, á fimmtudagskvöldum yfir Sex and the City. Þetta er svona þáttur sem maður á hreinlega að horfa á með vinkonum sínum og hlæja og gráta saman.
Ég stefni á að fara á Eldað með Elvis um helgina með Rauða Krossinum og Fjölsmiðjukrökkum. Hef heyrt að það sé skemmtilegt. Finnst alltaf svo gaman að fara í leikhús.
Well, bullið verður ekki lengra í kvöld. Veriði sæl.
Nú, það er frekar lítið að frétta, ég blogga bara að skyldurækni í kvöld vinkvennanna vegna sem búsettar eru erlendis. I love you gæs og miss you. Annars hef ég eitthvað lítið hitt vinkonurnar sem búsettar eru hérlendis undanfarið. Það er búið að vera eitthvað svo mikið að gera. Öll kvöld barasta pökkuð af dagskrá. En það hlýtur að fara að koma að því. Við ætlum að reyna að koma aftur á fót svona SEX kvöldum, á fimmtudagskvöldum yfir Sex and the City. Þetta er svona þáttur sem maður á hreinlega að horfa á með vinkonum sínum og hlæja og gráta saman.
Ég stefni á að fara á Eldað með Elvis um helgina með Rauða Krossinum og Fjölsmiðjukrökkum. Hef heyrt að það sé skemmtilegt. Finnst alltaf svo gaman að fara í leikhús.
Well, bullið verður ekki lengra í kvöld. Veriði sæl.
mánudagur, mars 22, 2004
Aloha Akureyri
Þá er maður kominn aftur frá Akureyri. Árshátíðin tókst með ágætum, fór vel fram fyrir utan ansi dularfullan norðlenskan húmor í veislustjóranum. Æjæjæj... hann var eitthvað með svo glataða brandara. Tók bara einhverja brandara sem hafa verið að ganga á netinu og bætti inn nöfnum stjórnenda IMG. Og svo áttu allir að hlæja... ekki alveg að gera sig. En annars var maturinn skítsæmilegur og hótel KEA hið besta gistihús. Þetta var í alvörunni í fyrsta sinn sem ég var að gista á hóteli á Íslandi. Hingað til hefur það bara verið tjald, sumarbústaður eða bændagistin. Svo ég naut þess í botn að vera á hóteli. Notaði mörg handklæði eftir sturtuna og pantaði mér morgunmat í rúmið. Alveg að gera sig!
Nú, það var að sjálfsögðu tjúttað fram á nótt. Daddi diskó sá um stuðið á dansgólfinu og var mér snúið í nokkra hringi af hinum ýmsustu IMG - herramönnum sem vildu taka snúninginn með mér. Karlmenn voru ansi spes við mig þetta kvöld verð ég að segja, extra sætir og ég held að það hafi að lágmarki 20-30 karlkyns IMG-arar klappað mér á kúluna um leið og þeir mjálmuðu sætir til hamingju! Verða voða softí og krúttlegir allt í einu! Ha, ha.
Ég segi stolt frá því að ég var með þeim sem voru lengst að á djamminu, sjálf barnshafandi kellan. Fór í rúmið um kl. 8 um morguninn eftir að hafa farið í eftirpartý uppi á hótelherbergi og tekið morgunmat þegar hann byrjaði kl. 7. Svaka notalegt. Ákvað fyrst ég var ekkert þreytt að bara taka þetta með trompi. Nota tækifærið á meðan það gefst. Á meðan ég get ennþá hreyft mig og er til í tuskið!
Ég sá sem sagt ekki mikið af Akureyri sjálfri í þessari ferð en what the fuck, hef oft komið þangað. Svo var líka skítaveður og engin sól eins og þeir ljúga alltaf að manni!
En ég gæti ekki verið ánægðari með þessa ferð. Heppnaðist svona líka svakalega vel að öllu leyti. En að sjálfsögðu get ég ekki upplýst allar kjaftasögurnar hér á netinu... :)
Svo þegar ég kom heim var Viggi hetja búinn að pússa parketið í stofunni. Og vá, þvílíkur léttir. Það heppnaðist alveg ágætlega og gula slykjan er loks farin. Jei. Þetta er ekki fullkomið en það er allt betra en það sem var. Svo Viggi fékk extra mörg prik fyrir þetta frábæra framtak :)
Nú, það var að sjálfsögðu tjúttað fram á nótt. Daddi diskó sá um stuðið á dansgólfinu og var mér snúið í nokkra hringi af hinum ýmsustu IMG - herramönnum sem vildu taka snúninginn með mér. Karlmenn voru ansi spes við mig þetta kvöld verð ég að segja, extra sætir og ég held að það hafi að lágmarki 20-30 karlkyns IMG-arar klappað mér á kúluna um leið og þeir mjálmuðu sætir til hamingju! Verða voða softí og krúttlegir allt í einu! Ha, ha.
Ég segi stolt frá því að ég var með þeim sem voru lengst að á djamminu, sjálf barnshafandi kellan. Fór í rúmið um kl. 8 um morguninn eftir að hafa farið í eftirpartý uppi á hótelherbergi og tekið morgunmat þegar hann byrjaði kl. 7. Svaka notalegt. Ákvað fyrst ég var ekkert þreytt að bara taka þetta með trompi. Nota tækifærið á meðan það gefst. Á meðan ég get ennþá hreyft mig og er til í tuskið!
Ég sá sem sagt ekki mikið af Akureyri sjálfri í þessari ferð en what the fuck, hef oft komið þangað. Svo var líka skítaveður og engin sól eins og þeir ljúga alltaf að manni!
En ég gæti ekki verið ánægðari með þessa ferð. Heppnaðist svona líka svakalega vel að öllu leyti. En að sjálfsögðu get ég ekki upplýst allar kjaftasögurnar hér á netinu... :)
Svo þegar ég kom heim var Viggi hetja búinn að pússa parketið í stofunni. Og vá, þvílíkur léttir. Það heppnaðist alveg ágætlega og gula slykjan er loks farin. Jei. Þetta er ekki fullkomið en það er allt betra en það sem var. Svo Viggi fékk extra mörg prik fyrir þetta frábæra framtak :)
fimmtudagur, mars 18, 2004
Djö er stundum leiðinlegt að vera einn heima. Kallinn alltaf að vinna núna á kvöldin. Og sjónvarpið er ekkert skemmtilegt - þ.e. ekki fyrr en kl. 22:20 þegar kemur að Carrie og sexí píunum í N.Y. Djö ætla ég að vera svona kúl gella þegar ég er í N.Y. Skal!
Ég er svo ánægð með hann Vigga samt. Hann er svo frábær og duglegur. Issi elska ætlar meira að segja að vera svo æðislega duglegur að pússa parketið í stofunni hjá okkur á meðan ég tjútta á Akureyri með IMG-urum. Alveg frábært. Svo kem ég bara heim á sunnudaginn og ***sling *** nýtt æðislegt stofugólf takk fyrir :) Oh, get ekki beðið eftir að losna við þessa ljótu gulu slykju á parketinu, sem er svo rispað og margbónað og ljótt að það hálfa væri nóg (=hreiðurgerðin sko!)
En tókuð þið annars eftir því kæru vinir og lesendur nær og fjær - að mér tókst sko að skrifa nokkur stutt blogg þar sem ég minntist ekki einu orði á kúluna!! Veiiiiiii - til hamingju! Takk.
Ég er svo ánægð með hann Vigga samt. Hann er svo frábær og duglegur. Issi elska ætlar meira að segja að vera svo æðislega duglegur að pússa parketið í stofunni hjá okkur á meðan ég tjútta á Akureyri með IMG-urum. Alveg frábært. Svo kem ég bara heim á sunnudaginn og ***sling *** nýtt æðislegt stofugólf takk fyrir :) Oh, get ekki beðið eftir að losna við þessa ljótu gulu slykju á parketinu, sem er svo rispað og margbónað og ljótt að það hálfa væri nóg (=hreiðurgerðin sko!)
En tókuð þið annars eftir því kæru vinir og lesendur nær og fjær - að mér tókst sko að skrifa nokkur stutt blogg þar sem ég minntist ekki einu orði á kúluna!! Veiiiiiii - til hamingju! Takk.
Alsherjar sjæning
Þá er maður búinn að fara í allsherjar sjæningu fyrir árshátíðina. Fór á T&G (ekki tonic og gin heldur Tony&Guy) í gær í hairdoo og það var æði. Oh, það er svo gott að fara í klippingu. Mér var hreinlega orðið verulega illt í hárinu það var svo langt síðan ég hafði farið. Ég er þessi týpa sem fer á svona 3 mánaða fresti. Tími hreinlega - og þarf ekki (er með svo svakalega gott hár segja þær!) að fara oftar. Ok, væri alveg til í það en þetta eru þvílík útgjöld svo ég læt þetta duga. Þá er líka svo rosalega gaman þegar maður fer. Ég er alla vega orðin partlí ljóska. Er með ljósa lokka út um allt í hárinu, svona undir, og ég er þvílíkt að fíla það. Settist bara í stólinn hjá henni Sigrúnu minni á T&G og sagðist langa í sumarlega breytingu og að mig langaði að vera töffari. Og voila - það rættist. Er þvílíkt sumarlegur töffari núna.
Fór svo í litun og plokkun á augabrúnunum hjá henni Birtu í Júníform og það er alltaf jafn æðislegt. Maður verður þessi þvílíka skvísa eftir að hafa farið í doo hjá henni.
Svo er það bara brúnkukrem og Akureyri here I come....
Fór svo í litun og plokkun á augabrúnunum hjá henni Birtu í Júníform og það er alltaf jafn æðislegt. Maður verður þessi þvílíka skvísa eftir að hafa farið í doo hjá henni.
Svo er það bara brúnkukrem og Akureyri here I come....
þriðjudagur, mars 16, 2004
Aloha
Ég verð að segja að ég er orðin ansi spennt yfir árshátíðinni okkar IMG-ara sem verður haldin næstu helgi. Hún verður á Akureyri og ber nafnið Aloha Akureyri. Þemað er s.s. Hawaii með tilheyrandi múnderingum. Það var tekin smá upphitun hér í vinnunni fyrir helgina og hún Helga Braga mætti á svæðið til að kenna okkur húladans. Hún er alveg fyndin. Var í svaka húlapilsi og brjóstahaldara, bara eins og hún væri á Hawaii, nema hún var á Laugaveginum. Í góðum fíling. Það var mikið hlegið.
Ég er bara þokkalega spennt yfir þessari árshátíð og stolt af mér að ætla að mæta makalaus, ólétt og flughrædd, en við tökum flugið norður. Og ég er bara þokkalega spennt þrátt fyrir að þurfa að vera edrú og haga mér vel....En oh, hvað mig langar samt að detta bara ærlega íða. Í alvöru. Hvítvín og rauðvín er svo gooooott...... garg. Og svo er bara svo gaman að vera full og vitlaus svona af og til. En það má víst ekki. Maður verður jú að hugsa um fleiri en sjálfan sig núna. Læra það Erla mín! En ég ætla nú samt að taka snúninginn við Dadda diskó og húla húla dans að Hawaiiískum sið.
Það er samt eitt við það að vera edrú. Maður má ekki fíbblast. Ef maður fíbblast edrú þá er maður pleinlí bara fíbbl. En ef maður hins vegar fíbblast drukkinn þá er maður sko súkkulaðikleina og má allt. Má vera fíbbl af því þetta var bara áfengið eða eitthvað! Svo ég ætla svona að reyna að gera mig ekki að fíbbli þessa árshátíðina :)
Ég er bara þokkalega spennt yfir þessari árshátíð og stolt af mér að ætla að mæta makalaus, ólétt og flughrædd, en við tökum flugið norður. Og ég er bara þokkalega spennt þrátt fyrir að þurfa að vera edrú og haga mér vel....En oh, hvað mig langar samt að detta bara ærlega íða. Í alvöru. Hvítvín og rauðvín er svo gooooott...... garg. Og svo er bara svo gaman að vera full og vitlaus svona af og til. En það má víst ekki. Maður verður jú að hugsa um fleiri en sjálfan sig núna. Læra það Erla mín! En ég ætla nú samt að taka snúninginn við Dadda diskó og húla húla dans að Hawaiiískum sið.
Það er samt eitt við það að vera edrú. Maður má ekki fíbblast. Ef maður fíbblast edrú þá er maður pleinlí bara fíbbl. En ef maður hins vegar fíbblast drukkinn þá er maður sko súkkulaðikleina og má allt. Má vera fíbbl af því þetta var bara áfengið eða eitthvað! Svo ég ætla svona að reyna að gera mig ekki að fíbbli þessa árshátíðina :)
Kínverskt karókí á Kleppsveginum
Pabbi býr á Kleppsveginum. Fyrir ofan hann býr kínversk fjölskylda sem er víst alltaf í stuði. Þó helst í stuði fyrir karókí! Já, það er víst enginn friður á Kleppsveginum um helgar því þar dunar karókístemmingin dátt! Allir í stuði frá Kína. Þetta byrjar víst á föstudagseftirmiðdegi um sex leytið þegar hinir ýmsustu kínverjar fara að streyma að í partýið. Gestirnir eru iðulega hlaðnir grænmeti og öðru góðgæti sem er svo eldað á kínverskan máta með tilheyrandi lykt um stigagang hússins. Svo þurfa gestirnir oft að hringja bjöllunni hjá pabba og þeim þar sem kínverjarnir fyrir ofan heyra ekki í henni fyrir karókísöng!
Fyrst fannst pabba þetta voða fyndið. Kínverskt karókí ómandi á fullum krafti. Þið getið rétt ímyndað ykkur. En svo hætti þetta víst að vera fyndið þegar þetta varð að vana um hverja helgi! Pæliði í því að vera með karókípartý heima hjá sér á hverju föstudagskvöldi!! Já, svona er nú sín hver menningin misjöfn þótt í sama landi sé!
Fyrst fannst pabba þetta voða fyndið. Kínverskt karókí ómandi á fullum krafti. Þið getið rétt ímyndað ykkur. En svo hætti þetta víst að vera fyndið þegar þetta varð að vana um hverja helgi! Pæliði í því að vera með karókípartý heima hjá sér á hverju föstudagskvöldi!! Já, svona er nú sín hver menningin misjöfn þótt í sama landi sé!
mánudagur, mars 15, 2004
Rýni rýni rýni...
Úff púff. Var að klára að vinna. Var með 2 rýnihópa í kvöld, og eins og það er nú skemmtilegt að kjafta við ókunnugt fólk í 2 tíma um ákveðið málefni er það líka drulluerfitt. Tekur þokkalega á og maður er alveg búinn eftir það. En þetta er samt alltaf jafn spennandi. Að sjá hugmyndir og niðurstöður fæðast. Þetta starf á þokkalega við forvitna eins og mig...."hvað meinarðu?", "ha, hvað segirðu?", "Hvernig þá?", "Af hverju?", "Geturðu lýst því betur fyrir mér?".... spurningaflóð dauðans. En í alvöru þá tekst manni þannig að rýna ofan í kjölinn á málefninu. Til dæmis er eeeeeeeekkert mál að tala um ja segjum bara "ómerkilega" vöru eins og þvottaefni eða smjör í 2 tíma. Hvað þá þjónustu eða ímynd ákveðins fyrirtækis.
En ég er á heimleið. Langaði bara að segja ykkur að ef ykkur langar að horfa á vídeó þá mæli ég með City of God. Brasilísk mynd sem allir verða að sjá.
Ciao.
En ég er á heimleið. Langaði bara að segja ykkur að ef ykkur langar að horfa á vídeó þá mæli ég með City of God. Brasilísk mynd sem allir verða að sjá.
Ciao.
Bleikir barbískór
Gerði mér dagamun og skrapp í Smáralindina í gær á milli þess sem ég málaði aðra umferðina í risinu. Mig „vantaði“ svo rosalega skó fyrir árshátíð IMG sem er næstu helgi. Ég vissi nákvæmlega hvað mig langaði í - BLEIKA SKÓ - í stíl við kjólinn sem ég ætla í (jóla/áramótakjóllinn). Og ég fann skónna í fyrstu búðinni sem ég fór í, Bianco.
Ég er með eitthvað bleikt fetish núna. Ætli það sé tákn um eitthvað? Elva Ruth var með hrikalegt grænt fetish þegar hún var ólétt, ætlaði að mála eldhúsinnréttinguna hjá sér græna og stigann líka og ég veit ekki hvað og hvað. Svo eignaðist hún strák. Skildi svo ekkert í sér með þetta græna dæmi út um allt á meðgöngunni...! Ha, ha. Hver veit.
En bleikir barbískór eru málið í dag.
Ég er með eitthvað bleikt fetish núna. Ætli það sé tákn um eitthvað? Elva Ruth var með hrikalegt grænt fetish þegar hún var ólétt, ætlaði að mála eldhúsinnréttinguna hjá sér græna og stigann líka og ég veit ekki hvað og hvað. Svo eignaðist hún strák. Skildi svo ekkert í sér með þetta græna dæmi út um allt á meðgöngunni...! Ha, ha. Hver veit.
En bleikir barbískór eru málið í dag.
sunnudagur, mars 14, 2004
Fuglinn í hreiðrinu
Ég elska húsið mitt hér á Hverfisgötunni. Svo kósí og vinalegt og sætt eitthvað. Og svo er líka svo góður andi hér. Heima er best. Í Hafnarfirði.
Þótt græna húsið á Hverfisgötunni sé voða krúttí þá má alltaf bæta um betur. Ég tók upp pensilinn í gær laugardag og eyddi öllum deginum í að mála risið. Já, geri aðrir betur. Strauk hverri panilfjöl vel og vandlega upp og niður með penslinum. Og varð reyndar algjörlega handlama á eftir. En hvað um það. Hverfisgatan er miklu fínni núna :)
Ok, fyrir þá sem ekki vita, þá bý ég í gömlu einbýlishúsi nr. 6 við Hverfisgötu í Hafnarfirði. Höfum búið hér í eitt og hálft ár. Húsið er timburhús á steyptum grunni og telur því samtals 4 hæðir með risinu! Já, stigarnir halda manni sko í formi skal ég segja ykkur! Á neðstu hæðinni er þvottahús og geymsla og þar býr líka hann Finnbogi - fíni leigjandinn okkar - í um 35 fm íbúð. Svo koma 2 hæðir þar sem við búum á og svo risið alveg efst. Risið er mjög lágt, um 2 metrar þar sem það er hæðst, en voða kósí. Þar erum við með klessusófann okkar góða (bæði sófinn lítur út eins og klessa og svo líka maður sjálfur í honum) og sjónvarpið. Þarna er s.s. afdrep okkar á kvöldin þegar sjónvarpsdagskráin á mann. Og það er alveg hrikalega kósí. Í burtu frá öllu - eins og maður sé hreinlega kominn upp í sumarbústað! Ha, ha. Eða svo gott sem. En alla vega þá var risið málað - eða hvíttað og það er allt annað. Reyndar hjálpaði Vigginn til í dag svo ég á nú ekki alveg ein heiðurinn að þessu... Þetta var hörkuvinna. En vel þess virði.
Það er alltaf eitthvað svo skemmtilegt að gera svona fyrir sjálfan sig og hýbýlið.
Ég reyndar er með extra mikið af hugmyndum um framkvæmdir fram í ágúst þessa dagana... heitir víst "hreiðurgerð" barnshafandi kvenna samkvæmt fræðunum!! Já, maður er víst að búa sér til almennilegt hreiður áður en unginn kemur! Bara fyndið. Reyndar get ég verið svo aktíf að það hlýtur að vera að ég sé í hreiðurgerð all year round!
Það gæti passað - Erlan, fuglinn, í hreiðrinu á Hverfisgötunni :)
Þótt græna húsið á Hverfisgötunni sé voða krúttí þá má alltaf bæta um betur. Ég tók upp pensilinn í gær laugardag og eyddi öllum deginum í að mála risið. Já, geri aðrir betur. Strauk hverri panilfjöl vel og vandlega upp og niður með penslinum. Og varð reyndar algjörlega handlama á eftir. En hvað um það. Hverfisgatan er miklu fínni núna :)
Ok, fyrir þá sem ekki vita, þá bý ég í gömlu einbýlishúsi nr. 6 við Hverfisgötu í Hafnarfirði. Höfum búið hér í eitt og hálft ár. Húsið er timburhús á steyptum grunni og telur því samtals 4 hæðir með risinu! Já, stigarnir halda manni sko í formi skal ég segja ykkur! Á neðstu hæðinni er þvottahús og geymsla og þar býr líka hann Finnbogi - fíni leigjandinn okkar - í um 35 fm íbúð. Svo koma 2 hæðir þar sem við búum á og svo risið alveg efst. Risið er mjög lágt, um 2 metrar þar sem það er hæðst, en voða kósí. Þar erum við með klessusófann okkar góða (bæði sófinn lítur út eins og klessa og svo líka maður sjálfur í honum) og sjónvarpið. Þarna er s.s. afdrep okkar á kvöldin þegar sjónvarpsdagskráin á mann. Og það er alveg hrikalega kósí. Í burtu frá öllu - eins og maður sé hreinlega kominn upp í sumarbústað! Ha, ha. Eða svo gott sem. En alla vega þá var risið málað - eða hvíttað og það er allt annað. Reyndar hjálpaði Vigginn til í dag svo ég á nú ekki alveg ein heiðurinn að þessu... Þetta var hörkuvinna. En vel þess virði.
Það er alltaf eitthvað svo skemmtilegt að gera svona fyrir sjálfan sig og hýbýlið.
Ég reyndar er með extra mikið af hugmyndum um framkvæmdir fram í ágúst þessa dagana... heitir víst "hreiðurgerð" barnshafandi kvenna samkvæmt fræðunum!! Já, maður er víst að búa sér til almennilegt hreiður áður en unginn kemur! Bara fyndið. Reyndar get ég verið svo aktíf að það hlýtur að vera að ég sé í hreiðurgerð all year round!
Það gæti passað - Erlan, fuglinn, í hreiðrinu á Hverfisgötunni :)
föstudagur, mars 12, 2004
Kerrupælingar
Ég er að komast að því að kerrur - jú og vagnar - eru algjör hausverkur. Hvað á maður eiginlega að velja úr þeirri flóru sem hér er? Úff. Púff.
Fyrir þær sem eru að verða mömmur í fyrst sinn er þetta virkileg pæling. Á að vera með eitthvað unit sem er all in one - eða á maður að vera með vagn og svo létta kerru? Arg, hvað er til ráða?
Ég er búin að tala við nokkrar mömmur og spyrja þær álits og hef fengið nokkuð greinargóð svör. Takk fyrir það. Ómetanlegt. Án ykkar væri ég að hringsnúast með þetta ennþá meira en ég already er... eða eitthvað.
Ástæðan fyrir því að við erum að pæla í þessum kerrum svona snemma er auðvitað sú að USA förin okkar nálgast. Og það væri nú ekki leiðinlegt að geta keypt einhverja svaka græju þarna úti á góðu verði. Það er nebblega ansi góðu seðill sem fer í allt þetta barnadót hér heima. Svo býr mútta náttlega úti í Deutschland og Vilborg og Rúnar í Hollandi - og þar er mikið af þessum flottu og góðu merkjum framleitt. Mamma er einmitt að skoða á fullu fyrir okkur þarna úti hjá sér.
Alla vega. Ég er með hinar og þessar kröfurnar á það hvernig kerran á að vera og það er nú bara easier said than done að finna slíka græju. Er soldið að reyna að finna svona all in one unit. Til að þurfa ekki að vera með marga vagna og kerrur og ég veit ekki hvað. Bara nenni því ekki og hef ekki pláss fyrir það.
Því er niðurstaðan eiginlega orðin sú að fá lánaðan "svalavagn" sem myndi þjóna því hlutverki að barnið geti sofið úti í honum og líka að móðirin geti tekið röltið innanbæjar með barnið fyrstu mánuðina. S.s. á meðan barnið er lítið. Sá vagn getur bara staðið úti í hvernig veðri sem er. Nenni ekki að geyma hann inni í stofu!
Svo er pælingin að létt og handhæg kerra með hinum þessum frábæra fídusnum taki við. Og verði kerra fyrir barnið næstu 4-5 árin takk. Og ég er nú barasta búin að finna svoleiðis græju úti í Hollandi - heitir Quinny (www.guinny.com fyrir áhugasama...!) og týpan annað hvort fashion eða freestyle comfort.
Eða einhverja slíka græju. Kröfurnar eru jú að það verði að vera hægt að leggja bakið niður, að fótaskemillinn sé færanlegur, að kerran sé úr áli og létt, að hægt sé að setja hana saman í einu handtaki (ég ætla nebblega að vera svona mamma sem er mikið á ferðinni sko - alla vega grunar mig að ég verði þannig ef ég þekki mig rétt - og þá er þetta mikið atriði), með 3 hjólum með lofti fyrir torfærur Íslands og útilegur og ferðalög (drífur mun betur en 4 hjóla) og með handbremsu. Já, þvílíkar kröfur en réttmætar að reynslu annarra mæðra sem ég hef rætt við! Svo á meðan barnið er lítið er hægt að smella maxi-cosi bílstól á kerruna t.d. ef maður er að rölta í kringlunni eða úti í góðu veðri.
Þessar pælingar eru alla vega það sem er efst á baugi þessa dagana hjá mér! Svaka spennó!
Fyrir þær sem eru að verða mömmur í fyrst sinn er þetta virkileg pæling. Á að vera með eitthvað unit sem er all in one - eða á maður að vera með vagn og svo létta kerru? Arg, hvað er til ráða?
Ég er búin að tala við nokkrar mömmur og spyrja þær álits og hef fengið nokkuð greinargóð svör. Takk fyrir það. Ómetanlegt. Án ykkar væri ég að hringsnúast með þetta ennþá meira en ég already er... eða eitthvað.
Ástæðan fyrir því að við erum að pæla í þessum kerrum svona snemma er auðvitað sú að USA förin okkar nálgast. Og það væri nú ekki leiðinlegt að geta keypt einhverja svaka græju þarna úti á góðu verði. Það er nebblega ansi góðu seðill sem fer í allt þetta barnadót hér heima. Svo býr mútta náttlega úti í Deutschland og Vilborg og Rúnar í Hollandi - og þar er mikið af þessum flottu og góðu merkjum framleitt. Mamma er einmitt að skoða á fullu fyrir okkur þarna úti hjá sér.
Alla vega. Ég er með hinar og þessar kröfurnar á það hvernig kerran á að vera og það er nú bara easier said than done að finna slíka græju. Er soldið að reyna að finna svona all in one unit. Til að þurfa ekki að vera með marga vagna og kerrur og ég veit ekki hvað. Bara nenni því ekki og hef ekki pláss fyrir það.
Því er niðurstaðan eiginlega orðin sú að fá lánaðan "svalavagn" sem myndi þjóna því hlutverki að barnið geti sofið úti í honum og líka að móðirin geti tekið röltið innanbæjar með barnið fyrstu mánuðina. S.s. á meðan barnið er lítið. Sá vagn getur bara staðið úti í hvernig veðri sem er. Nenni ekki að geyma hann inni í stofu!
Svo er pælingin að létt og handhæg kerra með hinum þessum frábæra fídusnum taki við. Og verði kerra fyrir barnið næstu 4-5 árin takk. Og ég er nú barasta búin að finna svoleiðis græju úti í Hollandi - heitir Quinny (www.guinny.com fyrir áhugasama...!) og týpan annað hvort fashion eða freestyle comfort.
Eða einhverja slíka græju. Kröfurnar eru jú að það verði að vera hægt að leggja bakið niður, að fótaskemillinn sé færanlegur, að kerran sé úr áli og létt, að hægt sé að setja hana saman í einu handtaki (ég ætla nebblega að vera svona mamma sem er mikið á ferðinni sko - alla vega grunar mig að ég verði þannig ef ég þekki mig rétt - og þá er þetta mikið atriði), með 3 hjólum með lofti fyrir torfærur Íslands og útilegur og ferðalög (drífur mun betur en 4 hjóla) og með handbremsu. Já, þvílíkar kröfur en réttmætar að reynslu annarra mæðra sem ég hef rætt við! Svo á meðan barnið er lítið er hægt að smella maxi-cosi bílstól á kerruna t.d. ef maður er að rölta í kringlunni eða úti í góðu veðri.
Þessar pælingar eru alla vega það sem er efst á baugi þessa dagana hjá mér! Svaka spennó!
fimmtudagur, mars 11, 2004
Ebay
Verð að segja að www.ebay.com er alveg magnað fyrirbæri. Fyrir þá sem ekki vita er þetta amrísk uppboðssíða sem selur allan fjandann. Allt frá bókum og upp í bíla. Og allt þar á milli. Maður getur alveg týnd sér í marga klukkutíma að skoða úrvalið þarna. Og svo er allt svo svaka ódýrt maður. Og það er bæði hægt að kaupa notað og nýtt dót.
Við gerðumst svo djörf að bjóða í eina North Face úlpu. Ný dúnúlpa sem einhver var að selja. Þetta var hörkuspennandi uppboð síðustu mínúturnar en maður þurfti að sitja við tölvuna og bjóða í á móti einhverjum sem var að reyna að vinna hana af okkur. Ótrúlega spennandi og skemmtilegt. Og við "unnum" úlpuna. Þ.e. keyptum hana. Greiddum hana og létum senda til frænku minnar í New York. Ætluðum svona að sjá hvort úlpan myndi nú ekki skila sér, fannst við vera að taka dálitla áhættu og svona. En viti menn - úlpan var mætt til frænku strax daginn eftir! Alveg súper fast diliverí.
Bara svona fyrir þá sem langar að vita þá kostar svona úlpa 22.000 kall hér heima í Útilífi en við fengum hana á tæplega 8000 kall með sendingarkostnaði. Munar heilum helling.
Svo núna erum við orðinn ennþá sjúkari í þessa frábæru síðu og erum farin að skoða digital myndavélar á ótrúlegu verði og meira útivistarstöff. Það er spurning hvað maður á að ganga langt í þessu. T.d. varðandi myndavélarnar. Þær eru nýjar, en svo er alltaf spurning með ábyrgð og annað.
En Ebay úlpan bíður okkar (Vigga) bara í N.Y. - Við erum að koma elskan!
Og svo er bara að splæsa í annað stykki handa mér - og jú auðvitað bumbulíusi.
Við gerðumst svo djörf að bjóða í eina North Face úlpu. Ný dúnúlpa sem einhver var að selja. Þetta var hörkuspennandi uppboð síðustu mínúturnar en maður þurfti að sitja við tölvuna og bjóða í á móti einhverjum sem var að reyna að vinna hana af okkur. Ótrúlega spennandi og skemmtilegt. Og við "unnum" úlpuna. Þ.e. keyptum hana. Greiddum hana og létum senda til frænku minnar í New York. Ætluðum svona að sjá hvort úlpan myndi nú ekki skila sér, fannst við vera að taka dálitla áhættu og svona. En viti menn - úlpan var mætt til frænku strax daginn eftir! Alveg súper fast diliverí.
Bara svona fyrir þá sem langar að vita þá kostar svona úlpa 22.000 kall hér heima í Útilífi en við fengum hana á tæplega 8000 kall með sendingarkostnaði. Munar heilum helling.
Svo núna erum við orðinn ennþá sjúkari í þessa frábæru síðu og erum farin að skoða digital myndavélar á ótrúlegu verði og meira útivistarstöff. Það er spurning hvað maður á að ganga langt í þessu. T.d. varðandi myndavélarnar. Þær eru nýjar, en svo er alltaf spurning með ábyrgð og annað.
En Ebay úlpan bíður okkar (Vigga) bara í N.Y. - Við erum að koma elskan!
Og svo er bara að splæsa í annað stykki handa mér - og jú auðvitað bumbulíusi.
miðvikudagur, mars 10, 2004
Vinablogg
Hef nú bætt við fleiri bloggsíðum, sem ég veit um og les sjálf, hér til hliðar á síðuna fyrir þá sem eru bloggþyrstir. Ég meina, stundum hefur maður bara ekkert annað að gera en að lesa annarra manna krapp. Og það getur verið svakalega skemmtilegt. Sérstaklega þegar maður er kominn með leið á verkefninu í vinnunni og búinn að kíkja á mbl.is hundrað sinnum. Svo ég mæli með skemmtilegu bloggi vina minna :)
Héðan af Hverfisgötunni er annars bara allt í blóma. Bumban hlýtur að vera að dafna ágætlega en hún er samt ekkert að flýta sér að vaxa neitt. Þetta er ábyggilega pen stúlka eins og mamma sín. Já, PEN. Ekki það að ég viti kynið á krílinu. Gæti líka verið penn drengur eins og pabbi sinn. Já, PENN.
Reyndar sagði mamma mér að ég hafi nú verið allt annað en pen þegar ég var lítil. Það má segja að ég hafi verið góð fitubolla allt til 10 ára aldurs. Ég s.s. fæddist bara medium 16 merkur og 50 cm (og samanrekin og tjöbbí) og dafnaði svo svona líka vel að ég varð svaka bolla. Bolla - meaning að mamma þurfti að klippa upp í skálmarnar á öllum nærbuxum sem ég átti til að koma þeim yfir lærin á mér! Og ekki bara það, heldur biðja systur sína sem býr í USA að versla föt á greyið litla fitubollurauðhausinn í búð þar úti sem seldi föt fyrir extra fat kids. Já, það er sko allt til í Ameríku. Sem betur fer fyrir mig segi ég nú bara!
Já, svo var ég soldið svona búttuð þar til ég tók upp á því að fara að æfa sund um 9 ára aldur, og þá hreinlega rann allt af mér. Og ég varð algjör pinni. Þar til ég svo hætti aftur að æfa um 16 ára aldurinn. Þá svona byrjaði eitthvað að vaxa á mann. Og vá hvað ég man hvað mér fannst gaman að fá rass! Ég var svo grönn að rassinn pokaði alltaf í LEVI´S 501 buxunum sem var náttlega bara glatað. En þegar ég hætti fór rassinn svona smátt og smátt að fylla upp í buxurnar... oh, hvað ég var glöð! En svo fór þetta eitthvað aðeins úr böndunum og rassinn fór aðeins til hliðar líka og eitthvað... en hvað um það. Betra rass en ekki rass :)
Ég verð alla vega að segja að ég verð voða hissa ef úr bumbunni verður ekki lítill rauðhaus með bollukinnar!
Sorrý - í dag eru bara bumbufréttir. Það er nebblega ekkert að frétta!! Get sagt ykkur people sem búið í útlöndum að hér er rok og rigning og ekkert spennó í gangi. Bara svona til að hugga ykkur. Eruð ekki að missa af neinu eins og er. Það er bara nóg að gera í vinnunni og ég vinn að meðaltali 2 kvöld í viku, með rýnihópa. Sem mér finnst annars alltof mikið, því fyrir utan það fer ég alltaf í kór einu sinni í viku og hin kvöldin er yfirleitt eitthvað á dagskrá. En það verður víst að klára þessa törn. Ég reyndar ætla ekki á kóræfingu í kvöld, er með hausverk og svaka þreytt eitthvað. Hlýtur að vera veðrið. Og jú, jú, auðvitað óléttan! Má ekki gleyma því (hvernig er það hægt - blaðra ekki um neitt annað hér eins og er!)
Svo kemur brátt góð pása, en þá eins og þið ábyggilega vitið sting ég af til USA í sjoppingbrjálæðið í N.Y. og sólina í Californiu. Amminamm.
Ef einhver out there hefur hugmyndir um hvað sé algjört möst í N.Y. - láta mig vita takk. Er að safna kommentum :)
Héðan af Hverfisgötunni er annars bara allt í blóma. Bumban hlýtur að vera að dafna ágætlega en hún er samt ekkert að flýta sér að vaxa neitt. Þetta er ábyggilega pen stúlka eins og mamma sín. Já, PEN. Ekki það að ég viti kynið á krílinu. Gæti líka verið penn drengur eins og pabbi sinn. Já, PENN.
Reyndar sagði mamma mér að ég hafi nú verið allt annað en pen þegar ég var lítil. Það má segja að ég hafi verið góð fitubolla allt til 10 ára aldurs. Ég s.s. fæddist bara medium 16 merkur og 50 cm (og samanrekin og tjöbbí) og dafnaði svo svona líka vel að ég varð svaka bolla. Bolla - meaning að mamma þurfti að klippa upp í skálmarnar á öllum nærbuxum sem ég átti til að koma þeim yfir lærin á mér! Og ekki bara það, heldur biðja systur sína sem býr í USA að versla föt á greyið litla fitubollurauðhausinn í búð þar úti sem seldi föt fyrir extra fat kids. Já, það er sko allt til í Ameríku. Sem betur fer fyrir mig segi ég nú bara!
Já, svo var ég soldið svona búttuð þar til ég tók upp á því að fara að æfa sund um 9 ára aldur, og þá hreinlega rann allt af mér. Og ég varð algjör pinni. Þar til ég svo hætti aftur að æfa um 16 ára aldurinn. Þá svona byrjaði eitthvað að vaxa á mann. Og vá hvað ég man hvað mér fannst gaman að fá rass! Ég var svo grönn að rassinn pokaði alltaf í LEVI´S 501 buxunum sem var náttlega bara glatað. En þegar ég hætti fór rassinn svona smátt og smátt að fylla upp í buxurnar... oh, hvað ég var glöð! En svo fór þetta eitthvað aðeins úr böndunum og rassinn fór aðeins til hliðar líka og eitthvað... en hvað um það. Betra rass en ekki rass :)
Ég verð alla vega að segja að ég verð voða hissa ef úr bumbunni verður ekki lítill rauðhaus með bollukinnar!
Sorrý - í dag eru bara bumbufréttir. Það er nebblega ekkert að frétta!! Get sagt ykkur people sem búið í útlöndum að hér er rok og rigning og ekkert spennó í gangi. Bara svona til að hugga ykkur. Eruð ekki að missa af neinu eins og er. Það er bara nóg að gera í vinnunni og ég vinn að meðaltali 2 kvöld í viku, með rýnihópa. Sem mér finnst annars alltof mikið, því fyrir utan það fer ég alltaf í kór einu sinni í viku og hin kvöldin er yfirleitt eitthvað á dagskrá. En það verður víst að klára þessa törn. Ég reyndar ætla ekki á kóræfingu í kvöld, er með hausverk og svaka þreytt eitthvað. Hlýtur að vera veðrið. Og jú, jú, auðvitað óléttan! Má ekki gleyma því (hvernig er það hægt - blaðra ekki um neitt annað hér eins og er!)
Svo kemur brátt góð pása, en þá eins og þið ábyggilega vitið sting ég af til USA í sjoppingbrjálæðið í N.Y. og sólina í Californiu. Amminamm.
Ef einhver out there hefur hugmyndir um hvað sé algjört möst í N.Y. - láta mig vita takk. Er að safna kommentum :)
þriðjudagur, mars 09, 2004
Heyrði í henni Fanney sem var með mér í mannfræðinni á msn í morgun! Mjög skemmtilegt. En hún er nú stödd úti í Kína að vinna hjá utanríkisráðuneytinu - fékk sem sagt starfsþjálfunarstöðu og verður í starfsþjálfun þar næstu 6 mánuði. Alveg skemmtileg reynsla get ég ímyndað mér. Og ennþá meira spes af því gellan er ólétt! Bomm í Bejing! Alveg magnað. Á að eiga 10 dögum eftir mér. Mér finnst ekkert smá hugrakkt af henni að fara samt þarna út þrátt fyrir óléttuna. Vera ekkert að hætta við eða beila á þessu. Bara massa þetta! Mér finnst það frábært hjá henni. Hún hlýtur að finna eitthvað gott sjúkrahús þarna einhvers staðar. Var reyndar ekki búin að finna neitt enn, en það kemur.
Það er eitt að vera ólétt í fyrsta sinn, en í fyrsta sinn úti í Kína! Bara kúl.
Hún ætlar að eiga barnið úti og koma svo heim í september. Það verður gaman að vita af annarri nýrri mömmu á sama tíma og ég, en hún er sú eina sem ég veit um hingað til.
Er þó enn að halda í vonina að ein hér ónefnd í vinnunni fari nú að tilkynna eina bumbu eða svo... það væri svo gaman að vera samfó fleirum! Koma so stelpur!
Berjast.
Það er eitt að vera ólétt í fyrsta sinn, en í fyrsta sinn úti í Kína! Bara kúl.
Hún ætlar að eiga barnið úti og koma svo heim í september. Það verður gaman að vita af annarri nýrri mömmu á sama tíma og ég, en hún er sú eina sem ég veit um hingað til.
Er þó enn að halda í vonina að ein hér ónefnd í vinnunni fari nú að tilkynna eina bumbu eða svo... það væri svo gaman að vera samfó fleirum! Koma so stelpur!
Berjast.
sunnudagur, mars 07, 2004
Prjónakonan ég
Er byrjuð að prjóna fyrstu barnapeysuna. Gera ekki allar verðandi mömmur það annars? Segi svona.
Allar kvenkyns verur í fjölskyldunni minni eru svo myndarlegar að ég hreinlega varð að taka upp prjónana. Og það gengur ágætlega enda valdi ég ábyggilega auðveldustu garðaprjónuppskrift sem til er. En hvað með það - þetta verður fyrsta heimaprjónaða barnapeysan, hvernig sem hún á eftir að heppnast! Hef áður prjónað 2 peysur á sjálfa mig með aðstoð ömmu Sillu en svona barnaprjón er allt öðruvísi. Mínar peysur voru úr svaka grófu garni með risa prjónum og það gekk mjög hratt. En þessi barnapeysa er svo fíngerð og lítil og reynir á þolinmæðina. Sem er gott fyrir Erluna.
Er svo meira að segja búin að finna aðra uppskrift sem ég ætla að reyna við eftir að þessi er tilbúin.
Ég hef samt bara svo lítinn tíma eitthvað þessa dagana til að prjóna. Þetta á að vera svona verkefni sem maður grípur í af og til, en mér tekst afar sjaldan að taka í prjónana. Það hefur bara verið pökkuð dagskrá undanfarna virka daga og það lítur eins út með næstu viku:
Mánudagskvöld: Vinna Gallup
Þriðjudagskvöld: Gallup Saumó - hei - get nú tekið prjónana með mér þangað...
Miðvikudagskvöld: Kóræfing
Fimmtudagskvöld: Námskeið hjá Rauða Krossinum
Föstudagskvöld......ekkert planað enn - vei!
Nei, auðvitað er frábært að hafa slatta að gera, en finnst samt smá óþægilegt að vita af svona pakkaðri dagskrá og hafa lítinn tíma til að slaka á.
Næsta helgi verður svo tileinkuð risinu á Hverfisgötu 6, en við ætlum að hvítta risið, þ.e. panelinn í loftinu. Svo það er bara hard work framundan! Og prjónið potast inn þess á milli :)
Annars var smá matarboð hér á Hverfisgötunni í gærkvöldi. Hilmar frændi minn sem býr í Sviss er á landinu og hann eiginlega bauð sér sjálfur í mat - svona eins og hann gerir alltaf þegar hann mætir á klakann. Svo við nýttum bara tækifærið og buðum Kollu og Aroni og Beggu líka og það var mjög gaman. Og svaka góður matur þótt ég segi sjálf frá!
En hei - er að fara að prjóna og ætla svo að skella mér í klassarann. Ciao í bili.
Allar kvenkyns verur í fjölskyldunni minni eru svo myndarlegar að ég hreinlega varð að taka upp prjónana. Og það gengur ágætlega enda valdi ég ábyggilega auðveldustu garðaprjónuppskrift sem til er. En hvað með það - þetta verður fyrsta heimaprjónaða barnapeysan, hvernig sem hún á eftir að heppnast! Hef áður prjónað 2 peysur á sjálfa mig með aðstoð ömmu Sillu en svona barnaprjón er allt öðruvísi. Mínar peysur voru úr svaka grófu garni með risa prjónum og það gekk mjög hratt. En þessi barnapeysa er svo fíngerð og lítil og reynir á þolinmæðina. Sem er gott fyrir Erluna.
Er svo meira að segja búin að finna aðra uppskrift sem ég ætla að reyna við eftir að þessi er tilbúin.
Ég hef samt bara svo lítinn tíma eitthvað þessa dagana til að prjóna. Þetta á að vera svona verkefni sem maður grípur í af og til, en mér tekst afar sjaldan að taka í prjónana. Það hefur bara verið pökkuð dagskrá undanfarna virka daga og það lítur eins út með næstu viku:
Mánudagskvöld: Vinna Gallup
Þriðjudagskvöld: Gallup Saumó - hei - get nú tekið prjónana með mér þangað...
Miðvikudagskvöld: Kóræfing
Fimmtudagskvöld: Námskeið hjá Rauða Krossinum
Föstudagskvöld......ekkert planað enn - vei!
Nei, auðvitað er frábært að hafa slatta að gera, en finnst samt smá óþægilegt að vita af svona pakkaðri dagskrá og hafa lítinn tíma til að slaka á.
Næsta helgi verður svo tileinkuð risinu á Hverfisgötu 6, en við ætlum að hvítta risið, þ.e. panelinn í loftinu. Svo það er bara hard work framundan! Og prjónið potast inn þess á milli :)
Annars var smá matarboð hér á Hverfisgötunni í gærkvöldi. Hilmar frændi minn sem býr í Sviss er á landinu og hann eiginlega bauð sér sjálfur í mat - svona eins og hann gerir alltaf þegar hann mætir á klakann. Svo við nýttum bara tækifærið og buðum Kollu og Aroni og Beggu líka og það var mjög gaman. Og svaka góður matur þótt ég segi sjálf frá!
En hei - er að fara að prjóna og ætla svo að skella mér í klassarann. Ciao í bili.
laugardagur, mars 06, 2004
Að heimskast upp...
Ein samstarfskona mín sagði mér í kjölfarið á þeirri umræðu sem ég setti hér á bloggið um minnisleysi á meðgöngu, að rannsóknir sýna að heilinn á konum minnkar eftir að þær hafa fætt barn!! Æji maður. Á maður bara eftir að heimskast upp eða hvað? Nei, segi svona. En pæliði í því! Þetta er alveg ótrúlegt. Samkvæmt Dagnýju Zöega ljósmóður á doktor.is (sjá svar hennar við fyrirspurn minni hér fyrir neðan) verða konur gáfaðri á meðgöngu en vanalega en hún gleymdi að taka það fram að þær verði svo heimskari þegar barnið er fætt!
Veit það ekki. Getur verið að lögmál náttúrunnar taki bara völdin og láti heilastöðvar nýbakaðrar móður snúast fyrst og fremst um umönnun á barninu en ekki um neitt óþarfa krapp eins og vinnuna eða skólann? Þetta er annars alveg stórmerkilegt finnst mér. Heilinn bara hreinlega skreppur saman! Það hljóta einhverjar ómerkilegar ónothæfar dyr hans að lokast. Maður þarf nú þegar á öllu sínu að halda í dag og hvað gerist þá þegar heilabúið tekur hreinlega upp á því að minnka?! Ég hef bara ekki efni á því að heimskast upp! Og stækkar hann svo aftur?
Mér finnst þetta magnað. Ha, ha :)
Veit það ekki. Getur verið að lögmál náttúrunnar taki bara völdin og láti heilastöðvar nýbakaðrar móður snúast fyrst og fremst um umönnun á barninu en ekki um neitt óþarfa krapp eins og vinnuna eða skólann? Þetta er annars alveg stórmerkilegt finnst mér. Heilinn bara hreinlega skreppur saman! Það hljóta einhverjar ómerkilegar ónothæfar dyr hans að lokast. Maður þarf nú þegar á öllu sínu að halda í dag og hvað gerist þá þegar heilabúið tekur hreinlega upp á því að minnka?! Ég hef bara ekki efni á því að heimskast upp! Og stækkar hann svo aftur?
Mér finnst þetta magnað. Ha, ha :)
fimmtudagur, mars 04, 2004
World Class er klassastaður
Hæjó allir sem ég þekki og þekki ekki.
Ég hef svo sem ekki mikið að segja í dag. Ekkert að frétta þannig. En skyldurækni mín við vinkonurnar erlendis rekur mig að tölvunni :) I love you guys!
Það er kannski helst í fréttum að ég er byrjuð aftur að æfa í World Class eftir 2 vikna pásu, en kortið mitt rann út. Fyrst fannst mér fínt að taka pásu en það varði aðeins í nokkra daga. Þá byrjaði ég að sofa illa og fá þenna þvílíka hausverk í tíma og ótíma. Ég sem fæ mjög sjaldan hausverk. Og var virkilega þreytt og hélt bara að nú væri sko óléttan þvílíkt að kikka inn. En ó nei. Ég komst að því að það var bara æfingaleysið sem var að hrjá mig. Ég byrjaði aftur í WC í gær og þvílíkur munur. Svaf eins og steinn í nótt og hausverkurinn sem var orðinn bara stöðugur alveg farinn. Yndislegt. Það er eins og líkaminn væri bara með fráhvarfseinkenni frá hreyfingunni eða eitthvað álíka.
Nýja World Class - eða Laugar - sem ég fæ mig ekki til að segja, er eitthvað svo lummó - er bara æðislegt. Svo stórt og rúmgott, alltaf pláss í öllum tækjum og gott loft og allar sjónvarpsstöðvarnar í boði. Svo eru þeir með æðislegan mat allan daginn á boðstólum. Bara ljúft. Eitthvað annað en WC sem var í Fellsmúlanum. Þar var bara táfýla og svitastybba og ógeð. Svo getur maður skellt sér í sund eða pottinn á eftir æfingu sem er yndislegt. Já, ég sé ekki eftir peningnum sem fer í kortið þarna.
Svo ég ætla að halda áfram að æfa eins lengi og ég hef þrek og kraft til. Kortið mitt dugar út júní svo það ætti að passa mér fínt en þá er rúmur mánuður í að blessað barnið fæðist :)
Ég hef svo sem ekki mikið að segja í dag. Ekkert að frétta þannig. En skyldurækni mín við vinkonurnar erlendis rekur mig að tölvunni :) I love you guys!
Það er kannski helst í fréttum að ég er byrjuð aftur að æfa í World Class eftir 2 vikna pásu, en kortið mitt rann út. Fyrst fannst mér fínt að taka pásu en það varði aðeins í nokkra daga. Þá byrjaði ég að sofa illa og fá þenna þvílíka hausverk í tíma og ótíma. Ég sem fæ mjög sjaldan hausverk. Og var virkilega þreytt og hélt bara að nú væri sko óléttan þvílíkt að kikka inn. En ó nei. Ég komst að því að það var bara æfingaleysið sem var að hrjá mig. Ég byrjaði aftur í WC í gær og þvílíkur munur. Svaf eins og steinn í nótt og hausverkurinn sem var orðinn bara stöðugur alveg farinn. Yndislegt. Það er eins og líkaminn væri bara með fráhvarfseinkenni frá hreyfingunni eða eitthvað álíka.
Nýja World Class - eða Laugar - sem ég fæ mig ekki til að segja, er eitthvað svo lummó - er bara æðislegt. Svo stórt og rúmgott, alltaf pláss í öllum tækjum og gott loft og allar sjónvarpsstöðvarnar í boði. Svo eru þeir með æðislegan mat allan daginn á boðstólum. Bara ljúft. Eitthvað annað en WC sem var í Fellsmúlanum. Þar var bara táfýla og svitastybba og ógeð. Svo getur maður skellt sér í sund eða pottinn á eftir æfingu sem er yndislegt. Já, ég sé ekki eftir peningnum sem fer í kortið þarna.
Svo ég ætla að halda áfram að æfa eins lengi og ég hef þrek og kraft til. Kortið mitt dugar út júní svo það ætti að passa mér fínt en þá er rúmur mánuður í að blessað barnið fæðist :)
miðvikudagur, mars 03, 2004
"Vanfæra" skellibjallan ég
Ætli það væri ekki rétt að segja að ég væri frekar spontanious pía. Skellibjalla heyrði ég einhvern segja að ég væri. Ég veit. Ég er bara þannig. Og fólk heldur yfirleitt að ég gleymi að hugsa áður en ég tala - en í alvöru - það yfirleitt ekki satt! Ég er eiginlega alltaf búin að hugsa það sem ég ætla að segja. Ég bara ætlaði að segja það samt. Ef þið skiljð mig!
En ég lenti soldið í því síðustu helgi í útskriftarpartýinu hennar Beggu. Þar sátu tveir drengir og röbbuðu við okkur um lífið og tilveruna. Annar þeirra minnti mig svo sterklega á einhvern sem ég hafði séð áður eða þekkti. Hver var þetta? Hmmm... ég hugsaði og hugsaði en mundi það ekki. Minnið ekki alveg að gera sig þessa dagana (óléttan sko). Jú, svo laust því niður í hausinn á mér! Þessi gæi líktist þvílíkt pólfaranum Haraldi Erni. Hetju Íslendinga og allra fjallafara. Svo ég sagði það við hann, svaka ánægð með minnið á mér: "Dísös hvað þú ert líkur Haraldi Erni Everest gæja"! Og hann svaraði: "Ég er hann". Ha, ha. Þetta var bara fyndið. Þetta var hann! Brandari kvöldsins. Samt voru þeir sko ekki aaaalveg eins. Það vantaði á hann alskeggið og klakann í skeggið og dúnúlpuna og íslenska fánann... En jæja. Ég var í partýi með pólfaranum, ligga ligga lái.
Já, annars er skammtímaminnið á mér ekki alveg upp á fulle fem þessa dagana. Ég hreinlega veit ekki af hverju. Er kannski að tala um eitthvað voða mikilvægt...missi þráðinn og man ekkert hvað ég var að ræða. Þarf að setja allt - og þá meina ég allt - í reminderinn á gemsanum mínum. Setti meira að segja "hengja upp þvott" í reminderinn um daginn og "kaupa í matinn". Alveg klikkað. Ég hef heyrt að margar óléttar konur verði eitthvað utan við sig á meðgöngu og að skammtímaminnið sé ekki upp á marga fiska en ég hélt nú ekki að þetta ætti við mig! Ó, nei! Ég er með súperminni! Límheila eins og Viggi kallar það. Not anymore.
Ég sendi fyrirspurn um þetta problem á www.doktor.is "Ég hef heyrt að óléttar konur finni fyrir því á meðgöngu að skammtímaminnið hjá þeim verði verra en áður (þegar þær eru ekki óléttar). Er eitthvað til í því og hvað er það sem veldur?" - og fékk eftirfarandi svar:
"Þetta er oft sagt og þar með verið að gera lítið úr konum. Hið rétta er að konur verða gáfaðri við barneignir og á meðgöngu verða tengingar innan heilans öflugri en á öðrum tímum. Það sem líklega veldur því að konur virðast gleymnari er að þær eru mjög uppteknar af meðgöngunni og minniháttar atriði vilja því oft verða útundan. Svo getur þreyta spilað inn í - sé manneskja þreytt (hvort sem er ólétt eða ekki) þá bregst skammtímaminnið frekar."
Kveðja,
Dagný Zoega, ljósmóðir
Mér finnst þetta alveg skrýtið svar! Eins og gellan sé í geðveikri vörn fyrir óléttar konur. Mér fannst þetta eitthvað svo skringilegt svar..."verið að gera lítið úr konum"...hmm... ég veit það ekki. Læknar og alvitringar out there (Kolla vinkona!) - er einhver líffræðileg skýring á þessu? Ég get ekki sagt að ég hafi verið utan við mig út af þessari óléttu þar sem ég hef iðulegt gleymt því að ég væri ólétt og verulega lítið fundið fyrir þessu. Svo eitthvað annað hlýtur það að vera. Eða þá að ég sé bara að heimskast upp!
Talandi um að vera ólétt. Í fréttunum um daginn var talað um "vanfæra" konu. Gvuð. Ég fék alveg áfallið. Þetta er eins og að vera hreinlega vanhæf, eða ófær um eitthvað. Hrikalegt orð að mínu mati. Vanfær um hvað? Samþykki þetta ekki. Reyndar finnst mér ófrísk og ólétt líka eitthvað ekki góð orð, eins og maður sé lasinn eða of feit. Þunguð - of háfleygt. Bomm...neee. Einhverjar upástungur?
Þangað til ég finn eitthvað betra held ég að ég verði bara með "barn í mallanum".
En ég lenti soldið í því síðustu helgi í útskriftarpartýinu hennar Beggu. Þar sátu tveir drengir og röbbuðu við okkur um lífið og tilveruna. Annar þeirra minnti mig svo sterklega á einhvern sem ég hafði séð áður eða þekkti. Hver var þetta? Hmmm... ég hugsaði og hugsaði en mundi það ekki. Minnið ekki alveg að gera sig þessa dagana (óléttan sko). Jú, svo laust því niður í hausinn á mér! Þessi gæi líktist þvílíkt pólfaranum Haraldi Erni. Hetju Íslendinga og allra fjallafara. Svo ég sagði það við hann, svaka ánægð með minnið á mér: "Dísös hvað þú ert líkur Haraldi Erni Everest gæja"! Og hann svaraði: "Ég er hann". Ha, ha. Þetta var bara fyndið. Þetta var hann! Brandari kvöldsins. Samt voru þeir sko ekki aaaalveg eins. Það vantaði á hann alskeggið og klakann í skeggið og dúnúlpuna og íslenska fánann... En jæja. Ég var í partýi með pólfaranum, ligga ligga lái.
Já, annars er skammtímaminnið á mér ekki alveg upp á fulle fem þessa dagana. Ég hreinlega veit ekki af hverju. Er kannski að tala um eitthvað voða mikilvægt...missi þráðinn og man ekkert hvað ég var að ræða. Þarf að setja allt - og þá meina ég allt - í reminderinn á gemsanum mínum. Setti meira að segja "hengja upp þvott" í reminderinn um daginn og "kaupa í matinn". Alveg klikkað. Ég hef heyrt að margar óléttar konur verði eitthvað utan við sig á meðgöngu og að skammtímaminnið sé ekki upp á marga fiska en ég hélt nú ekki að þetta ætti við mig! Ó, nei! Ég er með súperminni! Límheila eins og Viggi kallar það. Not anymore.
Ég sendi fyrirspurn um þetta problem á www.doktor.is "Ég hef heyrt að óléttar konur finni fyrir því á meðgöngu að skammtímaminnið hjá þeim verði verra en áður (þegar þær eru ekki óléttar). Er eitthvað til í því og hvað er það sem veldur?" - og fékk eftirfarandi svar:
"Þetta er oft sagt og þar með verið að gera lítið úr konum. Hið rétta er að konur verða gáfaðri við barneignir og á meðgöngu verða tengingar innan heilans öflugri en á öðrum tímum. Það sem líklega veldur því að konur virðast gleymnari er að þær eru mjög uppteknar af meðgöngunni og minniháttar atriði vilja því oft verða útundan. Svo getur þreyta spilað inn í - sé manneskja þreytt (hvort sem er ólétt eða ekki) þá bregst skammtímaminnið frekar."
Kveðja,
Dagný Zoega, ljósmóðir
Mér finnst þetta alveg skrýtið svar! Eins og gellan sé í geðveikri vörn fyrir óléttar konur. Mér fannst þetta eitthvað svo skringilegt svar..."verið að gera lítið úr konum"...hmm... ég veit það ekki. Læknar og alvitringar out there (Kolla vinkona!) - er einhver líffræðileg skýring á þessu? Ég get ekki sagt að ég hafi verið utan við mig út af þessari óléttu þar sem ég hef iðulegt gleymt því að ég væri ólétt og verulega lítið fundið fyrir þessu. Svo eitthvað annað hlýtur það að vera. Eða þá að ég sé bara að heimskast upp!
Talandi um að vera ólétt. Í fréttunum um daginn var talað um "vanfæra" konu. Gvuð. Ég fék alveg áfallið. Þetta er eins og að vera hreinlega vanhæf, eða ófær um eitthvað. Hrikalegt orð að mínu mati. Vanfær um hvað? Samþykki þetta ekki. Reyndar finnst mér ófrísk og ólétt líka eitthvað ekki góð orð, eins og maður sé lasinn eða of feit. Þunguð - of háfleygt. Bomm...neee. Einhverjar upástungur?
Þangað til ég finn eitthvað betra held ég að ég verði bara með "barn í mallanum".
þriðjudagur, mars 02, 2004
Krílið fyrirferðamikla
Ég á nokkrar vinkonur sem búa úti í löndum, fjarri vinum og vandamönnum. Þær segjast kíkja nokkrum sinnum á dag á bloggið mitt til að athuga hvort Erla sé búin að röfla eitthvað meira í dag en í gær. Svo ég ætla að reyna að vera duglegri að skrifa baaaaaaara fyrir þær! Ekki að ég hafi nú svo sem mikið að segja. Þetta blogg er tileinkað þeim :)
Óléttan gengur vel. Er búin með 17 vikur og komst að því í morgun að ég er komin með smá kúlu. Þrjóskaðist í vinnuna í þrengstu gallabuxunum mínum og sá fljótt eftir því! Var með hneppt frá og rennt niður allan daginn - frekar smekklegt. Ég hef sem sagt officially lagt þessum gallabuxum í bili. Ég á einar aðrar sem eru aðeins víðari í mittið sem ég ætla að nota aðeins lengur á meðan þær meiða mig ekki. Annars var ég að spá í að redda mér bara e-s konar teygju/stroffi og græja á gallabuxurnar þannig að ég geti notað þær með kúluna. Og fleiri buxur sem ég á. Ég hlýt að geta föndrað það. Ætla að reyna að splæsa ekki í nein óléttuföt þar til úti í USA í apríl.
Annars er ég fyrst núna að finna fyrir smá óléttuþreytu og einhverjum strange einkennum. Er oft með hausverk og dugi rétt daginn. Þarf að læra inn á þetta og venjast því að vera ekki alltaf á spani. Easier said than done! Fékk líka kastið á Vigga um helgina. Hann var svo leiðinlegur og bla bla veit ekki hvað og hvað. Var ekkert sérlega skemmtileg. Fattaði það eftir á sko. Og ég grenjaði yfir Nicolai og Julie á sunnudagskvöldið ...hmm... þetta kríli er rétt 12 cm og 115 grömm og farið að ráða öllu strax! Já, ég þarf að venjast því líka.
Annars verð ég að segja ykkur frá einu mögnuðu. Eða mér finnst það. Þannig er að Hilli vinur Vigga var að tala við vinkonu mömmu sinnar á msn, en Hilli býr úti í USA. Þau eru bara að spjalla um daginn og veginn og veðrið eins og gengur og gerist þegar vinkona mömmu hans, sem heitir Gerða, segir Hilla að "rauðhærða stelpan sem var að vinna í Kolaportinu" = ég, sé ólétt. Og þetta var á ca. 10. viku þegar við höfðum aðeins sagt fjölskyldu og nánustu vinum frá þessu. Hilli sagðist ekkert hafa heyrt um það en skyldi tékka. Gerða sagði þetta fullvíst þar sem hún hefði áður fengið svona óléttuskilaboð og þau hefðu aldrei klikkað! Og jú, hún Gerða skyggna hafði svo sannarlega rétt fyrir sér. Þessu bara laust niður í hausinn á henni allt í einu.
Ég þekki þessa konu lítið eitt, en hún var alltaf að vinna niðri í Koló þegar ég var að vinna þar með afa Skarpa. Og hún sagðist alltaf vera skyggn. Og geta spáð. Hún var með mömmu í skóla þegar þær voru yngri og mamma sagði hana alltaf vera að spá fyrir fólki, bæði þegar þær voru yngri og enn í dag. Ég trúði því svona rétt mátulega. Veit ekki af hverju. Og svo koma þessi skilaboð frá henni! Alveg magnað.
Mér varð svo um að ég hringdi í Gerðu til að ræða hvernig þetta kom til og annað. Fannst þetta í meira lagi forvitnilegt atvik. Ég meina, við erum að tala um mig og litla lífið inni í mér! Hvað veit hún um það? Hún sagðist kunna að taka við svona skilaboðum að handan og hún hafi bara allt í einu fengið þessi skilaboð. Basta. Og það hafi verið gleði og bjart í kringum þetta allt. En þetta væri greinilega kríli sem vildi láta vita af sér! Fyrr má nú vera. Og ég sem hélt að ég væri fyrirferðamikil og athyglissjúk! Gott að krílið fái nú eitthvað frá mömmu sinni. Ó, já. HERE I COME :)
Jóna kellan hans pabba dreymdi þessa óléttu líka mörgum sinnum áður en ég sagði þeim frá þessu. Svo þau sögðust bæði hafa vitað þetta áður en við sögðum þeim frá þessu. Já, krílið er að koma sér að. Það er alveg ljóst!
Annars er það að frétta fyrir utan kúlufréttir að það er kominn nýr leigjandi í kjallarann hjá okkur. Það hringdu milljón manns en ég valdi einstæðan 25 ára gamlan nörd. Fíla það. Geta varla verið læti í honum eða vesen. Þetta er strákur sem kennir efnafræði uppi í Háskóla og spilar á básúnu eða eitthvað álíka. Og jú, syngur í kór - með mér! Ok, ég er kórnörd. Líst alla vega vel á hann. Er saaaallarólegur. Vona bara að hann æfi sig á hljóðfærið uppi í tónlistarskóla...
Óléttan gengur vel. Er búin með 17 vikur og komst að því í morgun að ég er komin með smá kúlu. Þrjóskaðist í vinnuna í þrengstu gallabuxunum mínum og sá fljótt eftir því! Var með hneppt frá og rennt niður allan daginn - frekar smekklegt. Ég hef sem sagt officially lagt þessum gallabuxum í bili. Ég á einar aðrar sem eru aðeins víðari í mittið sem ég ætla að nota aðeins lengur á meðan þær meiða mig ekki. Annars var ég að spá í að redda mér bara e-s konar teygju/stroffi og græja á gallabuxurnar þannig að ég geti notað þær með kúluna. Og fleiri buxur sem ég á. Ég hlýt að geta föndrað það. Ætla að reyna að splæsa ekki í nein óléttuföt þar til úti í USA í apríl.
Annars er ég fyrst núna að finna fyrir smá óléttuþreytu og einhverjum strange einkennum. Er oft með hausverk og dugi rétt daginn. Þarf að læra inn á þetta og venjast því að vera ekki alltaf á spani. Easier said than done! Fékk líka kastið á Vigga um helgina. Hann var svo leiðinlegur og bla bla veit ekki hvað og hvað. Var ekkert sérlega skemmtileg. Fattaði það eftir á sko. Og ég grenjaði yfir Nicolai og Julie á sunnudagskvöldið ...hmm... þetta kríli er rétt 12 cm og 115 grömm og farið að ráða öllu strax! Já, ég þarf að venjast því líka.
Annars verð ég að segja ykkur frá einu mögnuðu. Eða mér finnst það. Þannig er að Hilli vinur Vigga var að tala við vinkonu mömmu sinnar á msn, en Hilli býr úti í USA. Þau eru bara að spjalla um daginn og veginn og veðrið eins og gengur og gerist þegar vinkona mömmu hans, sem heitir Gerða, segir Hilla að "rauðhærða stelpan sem var að vinna í Kolaportinu" = ég, sé ólétt. Og þetta var á ca. 10. viku þegar við höfðum aðeins sagt fjölskyldu og nánustu vinum frá þessu. Hilli sagðist ekkert hafa heyrt um það en skyldi tékka. Gerða sagði þetta fullvíst þar sem hún hefði áður fengið svona óléttuskilaboð og þau hefðu aldrei klikkað! Og jú, hún Gerða skyggna hafði svo sannarlega rétt fyrir sér. Þessu bara laust niður í hausinn á henni allt í einu.
Ég þekki þessa konu lítið eitt, en hún var alltaf að vinna niðri í Koló þegar ég var að vinna þar með afa Skarpa. Og hún sagðist alltaf vera skyggn. Og geta spáð. Hún var með mömmu í skóla þegar þær voru yngri og mamma sagði hana alltaf vera að spá fyrir fólki, bæði þegar þær voru yngri og enn í dag. Ég trúði því svona rétt mátulega. Veit ekki af hverju. Og svo koma þessi skilaboð frá henni! Alveg magnað.
Mér varð svo um að ég hringdi í Gerðu til að ræða hvernig þetta kom til og annað. Fannst þetta í meira lagi forvitnilegt atvik. Ég meina, við erum að tala um mig og litla lífið inni í mér! Hvað veit hún um það? Hún sagðist kunna að taka við svona skilaboðum að handan og hún hafi bara allt í einu fengið þessi skilaboð. Basta. Og það hafi verið gleði og bjart í kringum þetta allt. En þetta væri greinilega kríli sem vildi láta vita af sér! Fyrr má nú vera. Og ég sem hélt að ég væri fyrirferðamikil og athyglissjúk! Gott að krílið fái nú eitthvað frá mömmu sinni. Ó, já. HERE I COME :)
Jóna kellan hans pabba dreymdi þessa óléttu líka mörgum sinnum áður en ég sagði þeim frá þessu. Svo þau sögðust bæði hafa vitað þetta áður en við sögðum þeim frá þessu. Já, krílið er að koma sér að. Það er alveg ljóst!
Annars er það að frétta fyrir utan kúlufréttir að það er kominn nýr leigjandi í kjallarann hjá okkur. Það hringdu milljón manns en ég valdi einstæðan 25 ára gamlan nörd. Fíla það. Geta varla verið læti í honum eða vesen. Þetta er strákur sem kennir efnafræði uppi í Háskóla og spilar á básúnu eða eitthvað álíka. Og jú, syngur í kór - með mér! Ok, ég er kórnörd. Líst alla vega vel á hann. Er saaaallarólegur. Vona bara að hann æfi sig á hljóðfærið uppi í tónlistarskóla...