<$BlogRSDUrl$>

þriðjudagur, mars 16, 2004

Kínverskt karókí á Kleppsveginum 

Pabbi býr á Kleppsveginum. Fyrir ofan hann býr kínversk fjölskylda sem er víst alltaf í stuði. Þó helst í stuði fyrir karókí! Já, það er víst enginn friður á Kleppsveginum um helgar því þar dunar karókístemmingin dátt! Allir í stuði frá Kína. Þetta byrjar víst á föstudagseftirmiðdegi um sex leytið þegar hinir ýmsustu kínverjar fara að streyma að í partýið. Gestirnir eru iðulega hlaðnir grænmeti og öðru góðgæti sem er svo eldað á kínverskan máta með tilheyrandi lykt um stigagang hússins. Svo þurfa gestirnir oft að hringja bjöllunni hjá pabba og þeim þar sem kínverjarnir fyrir ofan heyra ekki í henni fyrir karókísöng!

Fyrst fannst pabba þetta voða fyndið. Kínverskt karókí ómandi á fullum krafti. Þið getið rétt ímyndað ykkur. En svo hætti þetta víst að vera fyndið þegar þetta varð að vana um hverja helgi! Pæliði í því að vera með karókípartý heima hjá sér á hverju föstudagskvöldi!! Já, svona er nú sín hver menningin misjöfn þótt í sama landi sé!

Comments: Skrifa ummæli

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

eXTReMe Tracker