<$BlogRSDUrl$>

laugardagur, mars 27, 2004

sutt stop 

Keyrði ömmu gömlu út á flugvöll áðan en hún er á leiðinni til Bandaríkjanna til Hrannar frænku sem þar býr. Mamma var líka að fara með henni en hún kom með flugi frá Amsterdam og við náðum að hittast rétt svo í einhverjar 20 mínútur á kaffiteríunni uppi á flugstöð. Það var stutt stopp en nóg til að við gátum aðeins hist og hún gat klappað kúlunni og náði að gefa mér útlenskan gæðaman: Hráskinku, parmesan ost og súkkulaði :) Very nice.

Mér finnst alveg skrýtið að ég sé að verða mamma, en ég verð að segja að mér finnst eiginlega jafn skrýtið að mamma mín sé um leið að verða amma! Hún er svo ung og sæt og spræk. En hún er svaka ánægð með þennan titil. Er nú þegar farin að skrifa "amma" undir emailin sín til mín! Úúúúú...spúkí...!

Comments: Skrifa ummæli

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

eXTReMe Tracker