<$BlogRSDUrl$>

þriðjudagur, mars 23, 2004

Þá er búið að flytja aftur inn í stofu eftir að gólfið var pússað. Og þvílíkur munur. Allt annað líf! Stofan er bara svakalega fín núna. Þetta verður allt orðið svo fínt í sumar, en það eru þó nokkur smávægileg verkefni á dagskránni ennþá hér í húsinu.

Nú, það er frekar lítið að frétta, ég blogga bara að skyldurækni í kvöld vinkvennanna vegna sem búsettar eru erlendis. I love you gæs og miss you. Annars hef ég eitthvað lítið hitt vinkonurnar sem búsettar eru hérlendis undanfarið. Það er búið að vera eitthvað svo mikið að gera. Öll kvöld barasta pökkuð af dagskrá. En það hlýtur að fara að koma að því. Við ætlum að reyna að koma aftur á fót svona SEX kvöldum, á fimmtudagskvöldum yfir Sex and the City. Þetta er svona þáttur sem maður á hreinlega að horfa á með vinkonum sínum og hlæja og gráta saman.

Ég stefni á að fara á Eldað með Elvis um helgina með Rauða Krossinum og Fjölsmiðjukrökkum. Hef heyrt að það sé skemmtilegt. Finnst alltaf svo gaman að fara í leikhús.

Well, bullið verður ekki lengra í kvöld. Veriði sæl.

Comments: Skrifa ummæli

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

eXTReMe Tracker