<$BlogRSDUrl$>

föstudagur, mars 12, 2004

Kerrupælingar 

Ég er að komast að því að kerrur - jú og vagnar - eru algjör hausverkur. Hvað á maður eiginlega að velja úr þeirri flóru sem hér er? Úff. Púff.
Fyrir þær sem eru að verða mömmur í fyrst sinn er þetta virkileg pæling. Á að vera með eitthvað unit sem er all in one - eða á maður að vera með vagn og svo létta kerru? Arg, hvað er til ráða?

Ég er búin að tala við nokkrar mömmur og spyrja þær álits og hef fengið nokkuð greinargóð svör. Takk fyrir það. Ómetanlegt. Án ykkar væri ég að hringsnúast með þetta ennþá meira en ég already er... eða eitthvað.

Ástæðan fyrir því að við erum að pæla í þessum kerrum svona snemma er auðvitað sú að USA förin okkar nálgast. Og það væri nú ekki leiðinlegt að geta keypt einhverja svaka græju þarna úti á góðu verði. Það er nebblega ansi góðu seðill sem fer í allt þetta barnadót hér heima. Svo býr mútta náttlega úti í Deutschland og Vilborg og Rúnar í Hollandi - og þar er mikið af þessum flottu og góðu merkjum framleitt. Mamma er einmitt að skoða á fullu fyrir okkur þarna úti hjá sér.

Alla vega. Ég er með hinar og þessar kröfurnar á það hvernig kerran á að vera og það er nú bara easier said than done að finna slíka græju. Er soldið að reyna að finna svona all in one unit. Til að þurfa ekki að vera með marga vagna og kerrur og ég veit ekki hvað. Bara nenni því ekki og hef ekki pláss fyrir það.

Því er niðurstaðan eiginlega orðin sú að fá lánaðan "svalavagn" sem myndi þjóna því hlutverki að barnið geti sofið úti í honum og líka að móðirin geti tekið röltið innanbæjar með barnið fyrstu mánuðina. S.s. á meðan barnið er lítið. Sá vagn getur bara staðið úti í hvernig veðri sem er. Nenni ekki að geyma hann inni í stofu!
Svo er pælingin að létt og handhæg kerra með hinum þessum frábæra fídusnum taki við. Og verði kerra fyrir barnið næstu 4-5 árin takk. Og ég er nú barasta búin að finna svoleiðis græju úti í Hollandi - heitir Quinny (www.guinny.com fyrir áhugasama...!) og týpan annað hvort fashion eða freestyle comfort.

Eða einhverja slíka græju. Kröfurnar eru jú að það verði að vera hægt að leggja bakið niður, að fótaskemillinn sé færanlegur, að kerran sé úr áli og létt, að hægt sé að setja hana saman í einu handtaki (ég ætla nebblega að vera svona mamma sem er mikið á ferðinni sko - alla vega grunar mig að ég verði þannig ef ég þekki mig rétt - og þá er þetta mikið atriði), með 3 hjólum með lofti fyrir torfærur Íslands og útilegur og ferðalög (drífur mun betur en 4 hjóla) og með handbremsu. Já, þvílíkar kröfur en réttmætar að reynslu annarra mæðra sem ég hef rætt við! Svo á meðan barnið er lítið er hægt að smella maxi-cosi bílstól á kerruna t.d. ef maður er að rölta í kringlunni eða úti í góðu veðri.

Þessar pælingar eru alla vega það sem er efst á baugi þessa dagana hjá mér! Svaka spennó!

Comments: Skrifa ummæli

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

eXTReMe Tracker