sunnudagur, mars 14, 2004
Fuglinn í hreiðrinu
Ég elska húsið mitt hér á Hverfisgötunni. Svo kósí og vinalegt og sætt eitthvað. Og svo er líka svo góður andi hér. Heima er best. Í Hafnarfirði.
Þótt græna húsið á Hverfisgötunni sé voða krúttí þá má alltaf bæta um betur. Ég tók upp pensilinn í gær laugardag og eyddi öllum deginum í að mála risið. Já, geri aðrir betur. Strauk hverri panilfjöl vel og vandlega upp og niður með penslinum. Og varð reyndar algjörlega handlama á eftir. En hvað um það. Hverfisgatan er miklu fínni núna :)
Ok, fyrir þá sem ekki vita, þá bý ég í gömlu einbýlishúsi nr. 6 við Hverfisgötu í Hafnarfirði. Höfum búið hér í eitt og hálft ár. Húsið er timburhús á steyptum grunni og telur því samtals 4 hæðir með risinu! Já, stigarnir halda manni sko í formi skal ég segja ykkur! Á neðstu hæðinni er þvottahús og geymsla og þar býr líka hann Finnbogi - fíni leigjandinn okkar - í um 35 fm íbúð. Svo koma 2 hæðir þar sem við búum á og svo risið alveg efst. Risið er mjög lágt, um 2 metrar þar sem það er hæðst, en voða kósí. Þar erum við með klessusófann okkar góða (bæði sófinn lítur út eins og klessa og svo líka maður sjálfur í honum) og sjónvarpið. Þarna er s.s. afdrep okkar á kvöldin þegar sjónvarpsdagskráin á mann. Og það er alveg hrikalega kósí. Í burtu frá öllu - eins og maður sé hreinlega kominn upp í sumarbústað! Ha, ha. Eða svo gott sem. En alla vega þá var risið málað - eða hvíttað og það er allt annað. Reyndar hjálpaði Vigginn til í dag svo ég á nú ekki alveg ein heiðurinn að þessu... Þetta var hörkuvinna. En vel þess virði.
Það er alltaf eitthvað svo skemmtilegt að gera svona fyrir sjálfan sig og hýbýlið.
Ég reyndar er með extra mikið af hugmyndum um framkvæmdir fram í ágúst þessa dagana... heitir víst "hreiðurgerð" barnshafandi kvenna samkvæmt fræðunum!! Já, maður er víst að búa sér til almennilegt hreiður áður en unginn kemur! Bara fyndið. Reyndar get ég verið svo aktíf að það hlýtur að vera að ég sé í hreiðurgerð all year round!
Það gæti passað - Erlan, fuglinn, í hreiðrinu á Hverfisgötunni :)
Þótt græna húsið á Hverfisgötunni sé voða krúttí þá má alltaf bæta um betur. Ég tók upp pensilinn í gær laugardag og eyddi öllum deginum í að mála risið. Já, geri aðrir betur. Strauk hverri panilfjöl vel og vandlega upp og niður með penslinum. Og varð reyndar algjörlega handlama á eftir. En hvað um það. Hverfisgatan er miklu fínni núna :)
Ok, fyrir þá sem ekki vita, þá bý ég í gömlu einbýlishúsi nr. 6 við Hverfisgötu í Hafnarfirði. Höfum búið hér í eitt og hálft ár. Húsið er timburhús á steyptum grunni og telur því samtals 4 hæðir með risinu! Já, stigarnir halda manni sko í formi skal ég segja ykkur! Á neðstu hæðinni er þvottahús og geymsla og þar býr líka hann Finnbogi - fíni leigjandinn okkar - í um 35 fm íbúð. Svo koma 2 hæðir þar sem við búum á og svo risið alveg efst. Risið er mjög lágt, um 2 metrar þar sem það er hæðst, en voða kósí. Þar erum við með klessusófann okkar góða (bæði sófinn lítur út eins og klessa og svo líka maður sjálfur í honum) og sjónvarpið. Þarna er s.s. afdrep okkar á kvöldin þegar sjónvarpsdagskráin á mann. Og það er alveg hrikalega kósí. Í burtu frá öllu - eins og maður sé hreinlega kominn upp í sumarbústað! Ha, ha. Eða svo gott sem. En alla vega þá var risið málað - eða hvíttað og það er allt annað. Reyndar hjálpaði Vigginn til í dag svo ég á nú ekki alveg ein heiðurinn að þessu... Þetta var hörkuvinna. En vel þess virði.
Það er alltaf eitthvað svo skemmtilegt að gera svona fyrir sjálfan sig og hýbýlið.
Ég reyndar er með extra mikið af hugmyndum um framkvæmdir fram í ágúst þessa dagana... heitir víst "hreiðurgerð" barnshafandi kvenna samkvæmt fræðunum!! Já, maður er víst að búa sér til almennilegt hreiður áður en unginn kemur! Bara fyndið. Reyndar get ég verið svo aktíf að það hlýtur að vera að ég sé í hreiðurgerð all year round!
Það gæti passað - Erlan, fuglinn, í hreiðrinu á Hverfisgötunni :)
Comments:
Skrifa ummæli