<$BlogRSDUrl$>

þriðjudagur, mars 16, 2004

Aloha 

Ég verð að segja að ég er orðin ansi spennt yfir árshátíðinni okkar IMG-ara sem verður haldin næstu helgi. Hún verður á Akureyri og ber nafnið Aloha Akureyri. Þemað er s.s. Hawaii með tilheyrandi múnderingum. Það var tekin smá upphitun hér í vinnunni fyrir helgina og hún Helga Braga mætti á svæðið til að kenna okkur húladans. Hún er alveg fyndin. Var í svaka húlapilsi og brjóstahaldara, bara eins og hún væri á Hawaii, nema hún var á Laugaveginum. Í góðum fíling. Það var mikið hlegið.

Ég er bara þokkalega spennt yfir þessari árshátíð og stolt af mér að ætla að mæta makalaus, ólétt og flughrædd, en við tökum flugið norður. Og ég er bara þokkalega spennt þrátt fyrir að þurfa að vera edrú og haga mér vel....En oh, hvað mig langar samt að detta bara ærlega íða. Í alvöru. Hvítvín og rauðvín er svo gooooott...... garg. Og svo er bara svo gaman að vera full og vitlaus svona af og til. En það má víst ekki. Maður verður jú að hugsa um fleiri en sjálfan sig núna. Læra það Erla mín! En ég ætla nú samt að taka snúninginn við Dadda diskó og húla húla dans að Hawaiiískum sið.

Það er samt eitt við það að vera edrú. Maður má ekki fíbblast. Ef maður fíbblast edrú þá er maður pleinlí bara fíbbl. En ef maður hins vegar fíbblast drukkinn þá er maður sko súkkulaðikleina og má allt. Má vera fíbbl af því þetta var bara áfengið eða eitthvað! Svo ég ætla svona að reyna að gera mig ekki að fíbbli þessa árshátíðina :)

Comments: Skrifa ummæli

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

eXTReMe Tracker