sunnudagur, mars 07, 2004
Prjónakonan ég
Er byrjuð að prjóna fyrstu barnapeysuna. Gera ekki allar verðandi mömmur það annars? Segi svona.
Allar kvenkyns verur í fjölskyldunni minni eru svo myndarlegar að ég hreinlega varð að taka upp prjónana. Og það gengur ágætlega enda valdi ég ábyggilega auðveldustu garðaprjónuppskrift sem til er. En hvað með það - þetta verður fyrsta heimaprjónaða barnapeysan, hvernig sem hún á eftir að heppnast! Hef áður prjónað 2 peysur á sjálfa mig með aðstoð ömmu Sillu en svona barnaprjón er allt öðruvísi. Mínar peysur voru úr svaka grófu garni með risa prjónum og það gekk mjög hratt. En þessi barnapeysa er svo fíngerð og lítil og reynir á þolinmæðina. Sem er gott fyrir Erluna.
Er svo meira að segja búin að finna aðra uppskrift sem ég ætla að reyna við eftir að þessi er tilbúin.
Ég hef samt bara svo lítinn tíma eitthvað þessa dagana til að prjóna. Þetta á að vera svona verkefni sem maður grípur í af og til, en mér tekst afar sjaldan að taka í prjónana. Það hefur bara verið pökkuð dagskrá undanfarna virka daga og það lítur eins út með næstu viku:
Mánudagskvöld: Vinna Gallup
Þriðjudagskvöld: Gallup Saumó - hei - get nú tekið prjónana með mér þangað...
Miðvikudagskvöld: Kóræfing
Fimmtudagskvöld: Námskeið hjá Rauða Krossinum
Föstudagskvöld......ekkert planað enn - vei!
Nei, auðvitað er frábært að hafa slatta að gera, en finnst samt smá óþægilegt að vita af svona pakkaðri dagskrá og hafa lítinn tíma til að slaka á.
Næsta helgi verður svo tileinkuð risinu á Hverfisgötu 6, en við ætlum að hvítta risið, þ.e. panelinn í loftinu. Svo það er bara hard work framundan! Og prjónið potast inn þess á milli :)
Annars var smá matarboð hér á Hverfisgötunni í gærkvöldi. Hilmar frændi minn sem býr í Sviss er á landinu og hann eiginlega bauð sér sjálfur í mat - svona eins og hann gerir alltaf þegar hann mætir á klakann. Svo við nýttum bara tækifærið og buðum Kollu og Aroni og Beggu líka og það var mjög gaman. Og svaka góður matur þótt ég segi sjálf frá!
En hei - er að fara að prjóna og ætla svo að skella mér í klassarann. Ciao í bili.
Allar kvenkyns verur í fjölskyldunni minni eru svo myndarlegar að ég hreinlega varð að taka upp prjónana. Og það gengur ágætlega enda valdi ég ábyggilega auðveldustu garðaprjónuppskrift sem til er. En hvað með það - þetta verður fyrsta heimaprjónaða barnapeysan, hvernig sem hún á eftir að heppnast! Hef áður prjónað 2 peysur á sjálfa mig með aðstoð ömmu Sillu en svona barnaprjón er allt öðruvísi. Mínar peysur voru úr svaka grófu garni með risa prjónum og það gekk mjög hratt. En þessi barnapeysa er svo fíngerð og lítil og reynir á þolinmæðina. Sem er gott fyrir Erluna.
Er svo meira að segja búin að finna aðra uppskrift sem ég ætla að reyna við eftir að þessi er tilbúin.
Ég hef samt bara svo lítinn tíma eitthvað þessa dagana til að prjóna. Þetta á að vera svona verkefni sem maður grípur í af og til, en mér tekst afar sjaldan að taka í prjónana. Það hefur bara verið pökkuð dagskrá undanfarna virka daga og það lítur eins út með næstu viku:
Mánudagskvöld: Vinna Gallup
Þriðjudagskvöld: Gallup Saumó - hei - get nú tekið prjónana með mér þangað...
Miðvikudagskvöld: Kóræfing
Fimmtudagskvöld: Námskeið hjá Rauða Krossinum
Föstudagskvöld......ekkert planað enn - vei!
Nei, auðvitað er frábært að hafa slatta að gera, en finnst samt smá óþægilegt að vita af svona pakkaðri dagskrá og hafa lítinn tíma til að slaka á.
Næsta helgi verður svo tileinkuð risinu á Hverfisgötu 6, en við ætlum að hvítta risið, þ.e. panelinn í loftinu. Svo það er bara hard work framundan! Og prjónið potast inn þess á milli :)
Annars var smá matarboð hér á Hverfisgötunni í gærkvöldi. Hilmar frændi minn sem býr í Sviss er á landinu og hann eiginlega bauð sér sjálfur í mat - svona eins og hann gerir alltaf þegar hann mætir á klakann. Svo við nýttum bara tækifærið og buðum Kollu og Aroni og Beggu líka og það var mjög gaman. Og svaka góður matur þótt ég segi sjálf frá!
En hei - er að fara að prjóna og ætla svo að skella mér í klassarann. Ciao í bili.
Comments:
Skrifa ummæli