miðvikudagur, mars 10, 2004
Vinablogg
Hef nú bætt við fleiri bloggsíðum, sem ég veit um og les sjálf, hér til hliðar á síðuna fyrir þá sem eru bloggþyrstir. Ég meina, stundum hefur maður bara ekkert annað að gera en að lesa annarra manna krapp. Og það getur verið svakalega skemmtilegt. Sérstaklega þegar maður er kominn með leið á verkefninu í vinnunni og búinn að kíkja á mbl.is hundrað sinnum. Svo ég mæli með skemmtilegu bloggi vina minna :)
Héðan af Hverfisgötunni er annars bara allt í blóma. Bumban hlýtur að vera að dafna ágætlega en hún er samt ekkert að flýta sér að vaxa neitt. Þetta er ábyggilega pen stúlka eins og mamma sín. Já, PEN. Ekki það að ég viti kynið á krílinu. Gæti líka verið penn drengur eins og pabbi sinn. Já, PENN.
Reyndar sagði mamma mér að ég hafi nú verið allt annað en pen þegar ég var lítil. Það má segja að ég hafi verið góð fitubolla allt til 10 ára aldurs. Ég s.s. fæddist bara medium 16 merkur og 50 cm (og samanrekin og tjöbbí) og dafnaði svo svona líka vel að ég varð svaka bolla. Bolla - meaning að mamma þurfti að klippa upp í skálmarnar á öllum nærbuxum sem ég átti til að koma þeim yfir lærin á mér! Og ekki bara það, heldur biðja systur sína sem býr í USA að versla föt á greyið litla fitubollurauðhausinn í búð þar úti sem seldi föt fyrir extra fat kids. Já, það er sko allt til í Ameríku. Sem betur fer fyrir mig segi ég nú bara!
Já, svo var ég soldið svona búttuð þar til ég tók upp á því að fara að æfa sund um 9 ára aldur, og þá hreinlega rann allt af mér. Og ég varð algjör pinni. Þar til ég svo hætti aftur að æfa um 16 ára aldurinn. Þá svona byrjaði eitthvað að vaxa á mann. Og vá hvað ég man hvað mér fannst gaman að fá rass! Ég var svo grönn að rassinn pokaði alltaf í LEVI´S 501 buxunum sem var náttlega bara glatað. En þegar ég hætti fór rassinn svona smátt og smátt að fylla upp í buxurnar... oh, hvað ég var glöð! En svo fór þetta eitthvað aðeins úr böndunum og rassinn fór aðeins til hliðar líka og eitthvað... en hvað um það. Betra rass en ekki rass :)
Ég verð alla vega að segja að ég verð voða hissa ef úr bumbunni verður ekki lítill rauðhaus með bollukinnar!
Sorrý - í dag eru bara bumbufréttir. Það er nebblega ekkert að frétta!! Get sagt ykkur people sem búið í útlöndum að hér er rok og rigning og ekkert spennó í gangi. Bara svona til að hugga ykkur. Eruð ekki að missa af neinu eins og er. Það er bara nóg að gera í vinnunni og ég vinn að meðaltali 2 kvöld í viku, með rýnihópa. Sem mér finnst annars alltof mikið, því fyrir utan það fer ég alltaf í kór einu sinni í viku og hin kvöldin er yfirleitt eitthvað á dagskrá. En það verður víst að klára þessa törn. Ég reyndar ætla ekki á kóræfingu í kvöld, er með hausverk og svaka þreytt eitthvað. Hlýtur að vera veðrið. Og jú, jú, auðvitað óléttan! Má ekki gleyma því (hvernig er það hægt - blaðra ekki um neitt annað hér eins og er!)
Svo kemur brátt góð pása, en þá eins og þið ábyggilega vitið sting ég af til USA í sjoppingbrjálæðið í N.Y. og sólina í Californiu. Amminamm.
Ef einhver out there hefur hugmyndir um hvað sé algjört möst í N.Y. - láta mig vita takk. Er að safna kommentum :)
Héðan af Hverfisgötunni er annars bara allt í blóma. Bumban hlýtur að vera að dafna ágætlega en hún er samt ekkert að flýta sér að vaxa neitt. Þetta er ábyggilega pen stúlka eins og mamma sín. Já, PEN. Ekki það að ég viti kynið á krílinu. Gæti líka verið penn drengur eins og pabbi sinn. Já, PENN.
Reyndar sagði mamma mér að ég hafi nú verið allt annað en pen þegar ég var lítil. Það má segja að ég hafi verið góð fitubolla allt til 10 ára aldurs. Ég s.s. fæddist bara medium 16 merkur og 50 cm (og samanrekin og tjöbbí) og dafnaði svo svona líka vel að ég varð svaka bolla. Bolla - meaning að mamma þurfti að klippa upp í skálmarnar á öllum nærbuxum sem ég átti til að koma þeim yfir lærin á mér! Og ekki bara það, heldur biðja systur sína sem býr í USA að versla föt á greyið litla fitubollurauðhausinn í búð þar úti sem seldi föt fyrir extra fat kids. Já, það er sko allt til í Ameríku. Sem betur fer fyrir mig segi ég nú bara!
Já, svo var ég soldið svona búttuð þar til ég tók upp á því að fara að æfa sund um 9 ára aldur, og þá hreinlega rann allt af mér. Og ég varð algjör pinni. Þar til ég svo hætti aftur að æfa um 16 ára aldurinn. Þá svona byrjaði eitthvað að vaxa á mann. Og vá hvað ég man hvað mér fannst gaman að fá rass! Ég var svo grönn að rassinn pokaði alltaf í LEVI´S 501 buxunum sem var náttlega bara glatað. En þegar ég hætti fór rassinn svona smátt og smátt að fylla upp í buxurnar... oh, hvað ég var glöð! En svo fór þetta eitthvað aðeins úr böndunum og rassinn fór aðeins til hliðar líka og eitthvað... en hvað um það. Betra rass en ekki rass :)
Ég verð alla vega að segja að ég verð voða hissa ef úr bumbunni verður ekki lítill rauðhaus með bollukinnar!
Sorrý - í dag eru bara bumbufréttir. Það er nebblega ekkert að frétta!! Get sagt ykkur people sem búið í útlöndum að hér er rok og rigning og ekkert spennó í gangi. Bara svona til að hugga ykkur. Eruð ekki að missa af neinu eins og er. Það er bara nóg að gera í vinnunni og ég vinn að meðaltali 2 kvöld í viku, með rýnihópa. Sem mér finnst annars alltof mikið, því fyrir utan það fer ég alltaf í kór einu sinni í viku og hin kvöldin er yfirleitt eitthvað á dagskrá. En það verður víst að klára þessa törn. Ég reyndar ætla ekki á kóræfingu í kvöld, er með hausverk og svaka þreytt eitthvað. Hlýtur að vera veðrið. Og jú, jú, auðvitað óléttan! Má ekki gleyma því (hvernig er það hægt - blaðra ekki um neitt annað hér eins og er!)
Svo kemur brátt góð pása, en þá eins og þið ábyggilega vitið sting ég af til USA í sjoppingbrjálæðið í N.Y. og sólina í Californiu. Amminamm.
Ef einhver out there hefur hugmyndir um hvað sé algjört möst í N.Y. - láta mig vita takk. Er að safna kommentum :)
Comments:
Skrifa ummæli