þriðjudagur, mars 30, 2004
Hann afi minn
Ég á einn afa.
Afi Skarpi.
Og hann er svo sannarlega skarpur þótt nafnið sé að sjálfsögðu til komið af því hann heitir Skarphéðinn. Þetta er lítill mjór karl, sköllóttur að mestu með smá fölrauðleita brodda hér og þar - en með stórt nafn. Skarphéðinn Össurarson. Enda að vestan, úr Dýrafirðinum. Stoltur karl.
Þetta er hann Kolaportaafi minn. Sem er 87 ára gamall. Hann fæddist fyrir vestan og gekk sko ekki á sauðskinnsskóm, heldur roðskóm úr Steinbítsroði þegar hann var yngri. Sauðskinnsskórnir voru víst ekki nógu sterkir. Dugðu ekki neitt svo roðskór voru málið. Þegar ég heyrði hann eitt sinn segja mér þetta rann það allt í einu upp fyrir mér hvað afi væri nú rosalega gamall. Og þetta var bara fyrir rúmum þremur árum sem við ræddum þetta. Hann var alltaf svo hress og heilsuhraustur svo mér datt ekki í hug að hann væri svona rosalega gamall. Gat bara ekki verið. Hann var svo hress. Þrátt fyrir að hafa reykt 2 pakka á dag frá 12 ára aldri og fundist sopinn ágætur var hann alltaf heilsuhraustur og sprækur. Tók reyndar góð hóstaköst inn á milli sem gátu verið svo svakaleg að ég hélt að lungun á honum myndu allt í einu bara poppa út um munninn á honum. En það gerðist aldrei. Setti svo bara rettuna aftur í munnvikið og hélt áfram að smöga og vinna.
Kolaportaafi segi ég. Já, ég kynntist afa mínum eiginlega ekki almennilega fyrr en ég fór að vinna með honum í Kolaportinu. Afi verkaði lax og silung og reykti og pakkaði og seldi í Kolaportinu í mörg mörg ár. Fyrirtækið hans hét Depla sem er víst gamalt orð yfir lax. Ekki hund. Það vissi afi. Hann var svo mælskur. Áður en hann missti málið fyrir um 2 árum þegar hann fékk fyrsta heilablóðfallið. Hann talaði í gullmolum; "frú mín góð", "ungfrú", þið vitið, svona ekta herramannstal frá því í gamla daga. Svona talaði hann við alla niðri í Koló. Ég vann með afa í Koló um helgar í mörg ár. Stóð með honum í básnum hjá Deplu að afgreiða reyktan lax og silung og vestfirskan eðalharðfisk. Og saltað hrossakjöt og hrossabjúgu og fleira lostæti að margra mati. Og ég kynntist honum á skemmtilegan hátt í Koló sem ég hefði annars aldrei gert. Hann hló að húmornum í mér og fannst ég voða sniðug. En við gátum líka rifist því bæði höfum við víst þessa vestfirsku þrjósku í okkur. En það varði aldrei lengi.
Ég heimsótti afa í gær. Á spítalann. Hann á ekki marga daga eftir. Afi Skarpi fékk annað heilablóðfall og er að deyja. Það tekur víst bara nokkra daga segja þeir. Ég vona að hann fái að fara fljótt. Þetta var svona ofursúperkarl sem ætti að fá að fara fljótt.
Það var erfitt að sjá hann í gær. Svo ólíkan sér og í djúpum svefni. Ég vona að hann fái að deyja sem fyrst. Þetta passar ekki við hann að vera svona. En hjartað hans slær samt enn svo sterkt svo þetta gæti tekið nokkra daga.
Elsku afi Skarpi. Takk fyrir allar góðar stundir. Ég er svo ánægð að hafa fengið að eiga Kolóið með þér og kynnst þér þannig. Hjartað þitt mun enn slá í hjarta mér.
Það fá ekki allar afastelpur það tækifæri.
Afi Skarpi.
Og hann er svo sannarlega skarpur þótt nafnið sé að sjálfsögðu til komið af því hann heitir Skarphéðinn. Þetta er lítill mjór karl, sköllóttur að mestu með smá fölrauðleita brodda hér og þar - en með stórt nafn. Skarphéðinn Össurarson. Enda að vestan, úr Dýrafirðinum. Stoltur karl.
Þetta er hann Kolaportaafi minn. Sem er 87 ára gamall. Hann fæddist fyrir vestan og gekk sko ekki á sauðskinnsskóm, heldur roðskóm úr Steinbítsroði þegar hann var yngri. Sauðskinnsskórnir voru víst ekki nógu sterkir. Dugðu ekki neitt svo roðskór voru málið. Þegar ég heyrði hann eitt sinn segja mér þetta rann það allt í einu upp fyrir mér hvað afi væri nú rosalega gamall. Og þetta var bara fyrir rúmum þremur árum sem við ræddum þetta. Hann var alltaf svo hress og heilsuhraustur svo mér datt ekki í hug að hann væri svona rosalega gamall. Gat bara ekki verið. Hann var svo hress. Þrátt fyrir að hafa reykt 2 pakka á dag frá 12 ára aldri og fundist sopinn ágætur var hann alltaf heilsuhraustur og sprækur. Tók reyndar góð hóstaköst inn á milli sem gátu verið svo svakaleg að ég hélt að lungun á honum myndu allt í einu bara poppa út um munninn á honum. En það gerðist aldrei. Setti svo bara rettuna aftur í munnvikið og hélt áfram að smöga og vinna.
Kolaportaafi segi ég. Já, ég kynntist afa mínum eiginlega ekki almennilega fyrr en ég fór að vinna með honum í Kolaportinu. Afi verkaði lax og silung og reykti og pakkaði og seldi í Kolaportinu í mörg mörg ár. Fyrirtækið hans hét Depla sem er víst gamalt orð yfir lax. Ekki hund. Það vissi afi. Hann var svo mælskur. Áður en hann missti málið fyrir um 2 árum þegar hann fékk fyrsta heilablóðfallið. Hann talaði í gullmolum; "frú mín góð", "ungfrú", þið vitið, svona ekta herramannstal frá því í gamla daga. Svona talaði hann við alla niðri í Koló. Ég vann með afa í Koló um helgar í mörg ár. Stóð með honum í básnum hjá Deplu að afgreiða reyktan lax og silung og vestfirskan eðalharðfisk. Og saltað hrossakjöt og hrossabjúgu og fleira lostæti að margra mati. Og ég kynntist honum á skemmtilegan hátt í Koló sem ég hefði annars aldrei gert. Hann hló að húmornum í mér og fannst ég voða sniðug. En við gátum líka rifist því bæði höfum við víst þessa vestfirsku þrjósku í okkur. En það varði aldrei lengi.
Ég heimsótti afa í gær. Á spítalann. Hann á ekki marga daga eftir. Afi Skarpi fékk annað heilablóðfall og er að deyja. Það tekur víst bara nokkra daga segja þeir. Ég vona að hann fái að fara fljótt. Þetta var svona ofursúperkarl sem ætti að fá að fara fljótt.
Það var erfitt að sjá hann í gær. Svo ólíkan sér og í djúpum svefni. Ég vona að hann fái að deyja sem fyrst. Þetta passar ekki við hann að vera svona. En hjartað hans slær samt enn svo sterkt svo þetta gæti tekið nokkra daga.
Elsku afi Skarpi. Takk fyrir allar góðar stundir. Ég er svo ánægð að hafa fengið að eiga Kolóið með þér og kynnst þér þannig. Hjartað þitt mun enn slá í hjarta mér.
Það fá ekki allar afastelpur það tækifæri.
Comments:
Skrifa ummæli