þriðjudagur, mars 09, 2004
Heyrði í henni Fanney sem var með mér í mannfræðinni á msn í morgun! Mjög skemmtilegt. En hún er nú stödd úti í Kína að vinna hjá utanríkisráðuneytinu - fékk sem sagt starfsþjálfunarstöðu og verður í starfsþjálfun þar næstu 6 mánuði. Alveg skemmtileg reynsla get ég ímyndað mér. Og ennþá meira spes af því gellan er ólétt! Bomm í Bejing! Alveg magnað. Á að eiga 10 dögum eftir mér. Mér finnst ekkert smá hugrakkt af henni að fara samt þarna út þrátt fyrir óléttuna. Vera ekkert að hætta við eða beila á þessu. Bara massa þetta! Mér finnst það frábært hjá henni. Hún hlýtur að finna eitthvað gott sjúkrahús þarna einhvers staðar. Var reyndar ekki búin að finna neitt enn, en það kemur.
Það er eitt að vera ólétt í fyrsta sinn, en í fyrsta sinn úti í Kína! Bara kúl.
Hún ætlar að eiga barnið úti og koma svo heim í september. Það verður gaman að vita af annarri nýrri mömmu á sama tíma og ég, en hún er sú eina sem ég veit um hingað til.
Er þó enn að halda í vonina að ein hér ónefnd í vinnunni fari nú að tilkynna eina bumbu eða svo... það væri svo gaman að vera samfó fleirum! Koma so stelpur!
Berjast.
Það er eitt að vera ólétt í fyrsta sinn, en í fyrsta sinn úti í Kína! Bara kúl.
Hún ætlar að eiga barnið úti og koma svo heim í september. Það verður gaman að vita af annarri nýrri mömmu á sama tíma og ég, en hún er sú eina sem ég veit um hingað til.
Er þó enn að halda í vonina að ein hér ónefnd í vinnunni fari nú að tilkynna eina bumbu eða svo... það væri svo gaman að vera samfó fleirum! Koma so stelpur!
Berjast.
Comments:
Skrifa ummæli