<$BlogRSDUrl$>

mánudagur, mars 22, 2004

Aloha Akureyri 

Þá er maður kominn aftur frá Akureyri. Árshátíðin tókst með ágætum, fór vel fram fyrir utan ansi dularfullan norðlenskan húmor í veislustjóranum. Æjæjæj... hann var eitthvað með svo glataða brandara. Tók bara einhverja brandara sem hafa verið að ganga á netinu og bætti inn nöfnum stjórnenda IMG. Og svo áttu allir að hlæja... ekki alveg að gera sig. En annars var maturinn skítsæmilegur og hótel KEA hið besta gistihús. Þetta var í alvörunni í fyrsta sinn sem ég var að gista á hóteli á Íslandi. Hingað til hefur það bara verið tjald, sumarbústaður eða bændagistin. Svo ég naut þess í botn að vera á hóteli. Notaði mörg handklæði eftir sturtuna og pantaði mér morgunmat í rúmið. Alveg að gera sig!

Nú, það var að sjálfsögðu tjúttað fram á nótt. Daddi diskó sá um stuðið á dansgólfinu og var mér snúið í nokkra hringi af hinum ýmsustu IMG - herramönnum sem vildu taka snúninginn með mér. Karlmenn voru ansi spes við mig þetta kvöld verð ég að segja, extra sætir og ég held að það hafi að lágmarki 20-30 karlkyns IMG-arar klappað mér á kúluna um leið og þeir mjálmuðu sætir til hamingju! Verða voða softí og krúttlegir allt í einu! Ha, ha.

Ég segi stolt frá því að ég var með þeim sem voru lengst að á djamminu, sjálf barnshafandi kellan. Fór í rúmið um kl. 8 um morguninn eftir að hafa farið í eftirpartý uppi á hótelherbergi og tekið morgunmat þegar hann byrjaði kl. 7. Svaka notalegt. Ákvað fyrst ég var ekkert þreytt að bara taka þetta með trompi. Nota tækifærið á meðan það gefst. Á meðan ég get ennþá hreyft mig og er til í tuskið!

Ég sá sem sagt ekki mikið af Akureyri sjálfri í þessari ferð en what the fuck, hef oft komið þangað. Svo var líka skítaveður og engin sól eins og þeir ljúga alltaf að manni!

En ég gæti ekki verið ánægðari með þessa ferð. Heppnaðist svona líka svakalega vel að öllu leyti. En að sjálfsögðu get ég ekki upplýst allar kjaftasögurnar hér á netinu... :)

Svo þegar ég kom heim var Viggi hetja búinn að pússa parketið í stofunni. Og vá, þvílíkur léttir. Það heppnaðist alveg ágætlega og gula slykjan er loks farin. Jei. Þetta er ekki fullkomið en það er allt betra en það sem var. Svo Viggi fékk extra mörg prik fyrir þetta frábæra framtak :)

Comments: Skrifa ummæli

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

eXTReMe Tracker