mánudagur, mars 15, 2004
Rýni rýni rýni...
Úff púff. Var að klára að vinna. Var með 2 rýnihópa í kvöld, og eins og það er nú skemmtilegt að kjafta við ókunnugt fólk í 2 tíma um ákveðið málefni er það líka drulluerfitt. Tekur þokkalega á og maður er alveg búinn eftir það. En þetta er samt alltaf jafn spennandi. Að sjá hugmyndir og niðurstöður fæðast. Þetta starf á þokkalega við forvitna eins og mig...."hvað meinarðu?", "ha, hvað segirðu?", "Hvernig þá?", "Af hverju?", "Geturðu lýst því betur fyrir mér?".... spurningaflóð dauðans. En í alvöru þá tekst manni þannig að rýna ofan í kjölinn á málefninu. Til dæmis er eeeeeeeekkert mál að tala um ja segjum bara "ómerkilega" vöru eins og þvottaefni eða smjör í 2 tíma. Hvað þá þjónustu eða ímynd ákveðins fyrirtækis.
En ég er á heimleið. Langaði bara að segja ykkur að ef ykkur langar að horfa á vídeó þá mæli ég með City of God. Brasilísk mynd sem allir verða að sjá.
Ciao.
En ég er á heimleið. Langaði bara að segja ykkur að ef ykkur langar að horfa á vídeó þá mæli ég með City of God. Brasilísk mynd sem allir verða að sjá.
Ciao.
Comments:
Skrifa ummæli