mánudagur, mars 15, 2004
Bleikir barbískór
Gerði mér dagamun og skrapp í Smáralindina í gær á milli þess sem ég málaði aðra umferðina í risinu. Mig „vantaði“ svo rosalega skó fyrir árshátíð IMG sem er næstu helgi. Ég vissi nákvæmlega hvað mig langaði í - BLEIKA SKÓ - í stíl við kjólinn sem ég ætla í (jóla/áramótakjóllinn). Og ég fann skónna í fyrstu búðinni sem ég fór í, Bianco.
Ég er með eitthvað bleikt fetish núna. Ætli það sé tákn um eitthvað? Elva Ruth var með hrikalegt grænt fetish þegar hún var ólétt, ætlaði að mála eldhúsinnréttinguna hjá sér græna og stigann líka og ég veit ekki hvað og hvað. Svo eignaðist hún strák. Skildi svo ekkert í sér með þetta græna dæmi út um allt á meðgöngunni...! Ha, ha. Hver veit.
En bleikir barbískór eru málið í dag.
Ég er með eitthvað bleikt fetish núna. Ætli það sé tákn um eitthvað? Elva Ruth var með hrikalegt grænt fetish þegar hún var ólétt, ætlaði að mála eldhúsinnréttinguna hjá sér græna og stigann líka og ég veit ekki hvað og hvað. Svo eignaðist hún strák. Skildi svo ekkert í sér með þetta græna dæmi út um allt á meðgöngunni...! Ha, ha. Hver veit.
En bleikir barbískór eru málið í dag.
Comments:
Skrifa ummæli