fimmtudagur, mars 04, 2004
World Class er klassastaður
Hæjó allir sem ég þekki og þekki ekki.
Ég hef svo sem ekki mikið að segja í dag. Ekkert að frétta þannig. En skyldurækni mín við vinkonurnar erlendis rekur mig að tölvunni :) I love you guys!
Það er kannski helst í fréttum að ég er byrjuð aftur að æfa í World Class eftir 2 vikna pásu, en kortið mitt rann út. Fyrst fannst mér fínt að taka pásu en það varði aðeins í nokkra daga. Þá byrjaði ég að sofa illa og fá þenna þvílíka hausverk í tíma og ótíma. Ég sem fæ mjög sjaldan hausverk. Og var virkilega þreytt og hélt bara að nú væri sko óléttan þvílíkt að kikka inn. En ó nei. Ég komst að því að það var bara æfingaleysið sem var að hrjá mig. Ég byrjaði aftur í WC í gær og þvílíkur munur. Svaf eins og steinn í nótt og hausverkurinn sem var orðinn bara stöðugur alveg farinn. Yndislegt. Það er eins og líkaminn væri bara með fráhvarfseinkenni frá hreyfingunni eða eitthvað álíka.
Nýja World Class - eða Laugar - sem ég fæ mig ekki til að segja, er eitthvað svo lummó - er bara æðislegt. Svo stórt og rúmgott, alltaf pláss í öllum tækjum og gott loft og allar sjónvarpsstöðvarnar í boði. Svo eru þeir með æðislegan mat allan daginn á boðstólum. Bara ljúft. Eitthvað annað en WC sem var í Fellsmúlanum. Þar var bara táfýla og svitastybba og ógeð. Svo getur maður skellt sér í sund eða pottinn á eftir æfingu sem er yndislegt. Já, ég sé ekki eftir peningnum sem fer í kortið þarna.
Svo ég ætla að halda áfram að æfa eins lengi og ég hef þrek og kraft til. Kortið mitt dugar út júní svo það ætti að passa mér fínt en þá er rúmur mánuður í að blessað barnið fæðist :)
Ég hef svo sem ekki mikið að segja í dag. Ekkert að frétta þannig. En skyldurækni mín við vinkonurnar erlendis rekur mig að tölvunni :) I love you guys!
Það er kannski helst í fréttum að ég er byrjuð aftur að æfa í World Class eftir 2 vikna pásu, en kortið mitt rann út. Fyrst fannst mér fínt að taka pásu en það varði aðeins í nokkra daga. Þá byrjaði ég að sofa illa og fá þenna þvílíka hausverk í tíma og ótíma. Ég sem fæ mjög sjaldan hausverk. Og var virkilega þreytt og hélt bara að nú væri sko óléttan þvílíkt að kikka inn. En ó nei. Ég komst að því að það var bara æfingaleysið sem var að hrjá mig. Ég byrjaði aftur í WC í gær og þvílíkur munur. Svaf eins og steinn í nótt og hausverkurinn sem var orðinn bara stöðugur alveg farinn. Yndislegt. Það er eins og líkaminn væri bara með fráhvarfseinkenni frá hreyfingunni eða eitthvað álíka.
Nýja World Class - eða Laugar - sem ég fæ mig ekki til að segja, er eitthvað svo lummó - er bara æðislegt. Svo stórt og rúmgott, alltaf pláss í öllum tækjum og gott loft og allar sjónvarpsstöðvarnar í boði. Svo eru þeir með æðislegan mat allan daginn á boðstólum. Bara ljúft. Eitthvað annað en WC sem var í Fellsmúlanum. Þar var bara táfýla og svitastybba og ógeð. Svo getur maður skellt sér í sund eða pottinn á eftir æfingu sem er yndislegt. Já, ég sé ekki eftir peningnum sem fer í kortið þarna.
Svo ég ætla að halda áfram að æfa eins lengi og ég hef þrek og kraft til. Kortið mitt dugar út júní svo það ætti að passa mér fínt en þá er rúmur mánuður í að blessað barnið fæðist :)
Comments:
Skrifa ummæli