<$BlogRSDUrl$>

fimmtudagur, nóvember 30, 2006

Brjálæðislega ég 

Barce var bara brjálað gaman og var elsku Beta sem þar býr auðvitað toppurinn á ferðinni. Kiss og knús og djamm og brjál. Önnur highlights voru þessi dæmigerðu túristaatraksjón sem og þau fjölmörgu tjillstopp í Estrella bjór og tapas hér og þar um borgina. Margaríturnar voru sterkari en heima og aðeins ódýrari líka og við fórum á eitt brjálað djammmmm. Sjoppingið var ekki svo allsvakalegt því veðrið var bara of gott til að nenna að hanga inní búðunum. Jólaskrautið úti á götu var alveg kjánalegt í 20 stiga hitanum og sólinni ahh... Svo var ég líka doldið brjálæðislega kjánaleg þegar ég uppgötvaði eitt kvöldið að ég hafði verið rænd öllum péningunum mínum. Brjálaður bömmer, en ég var samt ekkert svo brjáluð. Meira í sjokki. En ég var þó ekki barin í klessu og myndavélin og síminn voru á sínum stað.

Ég lifi sem sagt brjáluðu lífi eins og er. Barca eða Barce með e-i, eins og ég kýs að kalla hana, var ekki eingöngu brjáluð heldur einnig vinnan á þessum frítímapunkti í lífi mínu, get ekki sagt að ég hafi valið rétta tímann fyrir brjálað tjill eins og ég er að gera. En ég er samt ekkert með neinn brjálæðislegan móral því það er bara of gaman að vera til. Sérstaklega í ljósi þeirrar brjáluðu staðreyndar að ég er á leið til Kuben á morgun og verð alla helgina. Ok, ég er ekki búin að pakka upp úr töskunni frá því úr síðasta ferðalagi, hún stendur óhreyfð á gólfinu fyrir utan smá gat sem ég opnaði til að ná í pakkann með indjánabúningnum fyrir Veru. Hún fílaði hann. Og ég er að eyða tíma í að blogga. Já, var komin með fráhvarfseinkenni. En brjálæðið náði nú samt hámarki þegar ég bókaði 2 nætur á 5 stjörnu hóteli í Köben í dag... shit hvað vísa á eftir að dýrka mig brjálæðislega þegar reikningurinn kemur. Og allar jólagjafirnar eru eftir.
Herregud.
Og bara brjálæðislega skál í botn og restin í hárið eins og danskerne siger.


Barcelónabeibsin


Kærustuparamynd af mér og Sóleyju í Gaudígarðinum

fimmtudagur, nóvember 23, 2006

Vera 2,4 ára 

Vera verður 2,4 ára 25. nóvember nk. og því afmæli núna þar sem mamman verður í útlöndum þá.

Veran dafnar vel. Syngur næstum því nýtt lag á hverjum degi sem hún lærir á leikskólanum, er mjög ánægð á Hjalla, er dundari og leikur sér mikið í mömmuleik. Hún kann orðið ótrúlegustu orð og malar allan daginn svo að segja og er orðin mjög skýr og auðvitað alltaf jafn skemmtileg og dugleg. Hún leiðrétti mig um daginn og sagði Kanínuna NAGA gulrótina en ekki borða hana og býr til orð yfir hluti ef hana vantar þau sbr. renniþota fyrir snjóþotu og "rakið" fyrir sköfuna sem við notum í sturtunni. Hún segir mér fréttir af leikskólanum eftir daginn, t.d. í dag fékk ég að vita að Steinnunn vinkona hennar var með hlaupabólu og að Bryndís leikskólakennarinn hennar væri að fara til útlanda. Hún rifjar einnig reglulega upp alls konar hluti og man ótrúlega mikið, t.d. "Vera einu sinni klemma puttann", "Einu sinni Vera ýta Úlfhildi", "Einu sinni Vera meiddi sig nénu, en núna allt búið". Eins benti hún pabba sínum pent á það um daginn hvað hann væri með fínt typpi þegar þau skelltu sér saman í sturtu. Pabbinn vissi það nú svo sem en varð kjaftstopp. Við Vera kyssumst og knúsumst oft á dag og hún er algjör mömmustelpa þótt henni finnist fátt skemmtilegra en að fara í pössun. Myndirnar sýna dundarann, íþróttastelpuna og knúsarann Veru sem ég fæ ekki nóg af.


Blom til mommunnar fyrir ad vera svona aedisleg og frabaer


Dukka svaefd - jolin nalgast augljoslega...


Kanina svaefd!


Thad er yfirleitt mikid ad gera hja Veru i mommuleik


Vera buin ad koma ser vel fyrir oni tuskudyrakorfunni


Svona dundar daman ser oft lengi vel, klaeda i, klaeda ur...


"Mamma, eg gera fimleika"


Skipt a kaninu


Kanina laeknud


Fraendsyskinin - Audun Gauti og Vera- eru alltaf saman i ithrottaskolanum a laugardogum - her eru tau inni i tjaldi


Leikid med tjaldid


tjaldid i ithrottaskolanum er vaegast sagt vinsaelt


Vera i tarzanleik


A brettinu


og troda!


Thrjar Linur?


Mamma hjalpa m�r!


Vera ad "raka" i sturtu med "rakinu"


Vera ad leira, en hun byr reglulega til nyjan leir a leikskolanum og kemur med heim


Fjolskyldan

Diez cervezas por favor y mucho vino blanco - gracias! 

Það var æðislegt að opna ímeilið í morgun, en þar blasti við mér frábært tilboð til Barcelona á næstum engan péning. Ég byrjaði á því að öskra af gleði, fékk fullt af fiðrildum í magann, öskraði aftur og hringdi svo í vinkonu mína sem ég vissi að var að gera nákvæmlega það sama hinu megin á línunni. Svo öskruðum við aðeins saman og þegar við náðum að róa okkur ákváðum við að vera skynsamlegar og taka ekki tilboðinu. Sannfærðum hvora aðra um að þetta væri auðvitað bara vitleysa þar sem við vorum báðar búnar að fjárfesta í annarri útlandaferð síðar í mánuðinum og það skyldi nú duga. Péningarnir yxu ekki á trjánum og það væri brjálað að gera í vinnunni. Nei var það heillin. Svo skelltum við pennt á. Ég róaði mig smá og dró andann djúpt í svekkkasti, því markmiðið okkar vinkvennanna var alltaf að heimsækja aðra vinkonu sem tók upp á því að flytja langt í burtu frá okkur til Barcelona snemma hausts.

Það liðu ekki meira en 3 mínútur eftir að ákvörðunin skynsamlega var tekin þegar vinkonan hringi aftur og í þetta sinn ennþá æstari og sagði að við værum að fara. Bara yrðum. Og ég sagði auðvitað jahá og svo skríktum við aðeins meira. Það var bara ekki annað hægt! Hittumst svo í hádegismat og gátum varla borðað af spenningi. Djamm í Barcelona sem ég hef aldrei komið til, heimsókn til æðislegrar vinkonu sem við söknum svo mikið, frí gisting, cerveza á 3 evrur, tapas, Gaudí, 20 stiga hiti og sól...aaahhhh sí sí.

Hasta la vista baby.

þriðjudagur, nóvember 21, 2006

Köllun kvöldsins 

Sko! Köllun minni um fleiri tónleika var svarað í dag! Af fyrrverandi vinnufélaga sem lætur sér augljóslega annt um mig og tónlistarsmekk minn og upplifun. Ég fékk fullt af lögum með Joanna Newsom í pósthólfið mitt og er að hlusta núna. Vissi sko ekkert hver fröken Jóhanna var áður en þannig á þetta einmitt að vera. Mata mig takk. Og ég fíla þetta bara vel við fyrstu hlustun. Rólegt og þægilegt en samt ævintýralegt og öðruvísi. Harpan hennar náttúrulega yfirnáttúrulega flott. Sko rýnina! Ég ætti kannski að leggja fyrir mig. En ég hef sem sagt ákveðið að fíla hana í tætlur enda eru víst áform um að hún komi til landsins og haldi aðra tónleika sem mér skal takast að muna að kaupa miða á.

Annars fór kvöldið í kvöld í að svara annarri mikilvægri köllun. Snjóbrettakölluninni. Við hittumst nokkur í höllinni til að skipuleggja vetrarfrí í Alpana í febrúar. Ég eldaði grjónagraut oní liðið í stórum potti og stemmningin var í hámarki (sérstaklega þegar Vera var að lumbra á litlu krökkunum áts!) Stefnan er tekin með 10 manna hópi, barnlaus að sjálfsögðu, á Les Arcs í frönsku Ölpunum. Þið vitið Chalet með saunu og arineldi, frönsku rauðvíni og ostum og auðvitað púðursnjó aldarinnar og off piste brekkum dauðans. Ég þarf að kaupa mér nýja brettaskó, mínir eru orðnir akkúrat 10 ára...

Já, byrjum á byrjuninni. Ég byrjaði fyrst á brettinu þegar ég var að vinna í Arosa í Sviss veturinn 1997. Síðan hefur maður verið misduglegur að stunda sportið, aðallega vegna snjóleysis, en þó hef ég heimsótt Alpana nokkrum sinnum síðan Arosa. Og ekki má gleyma Akureyri sem á góðum degi jafnast alveg á við útlönd, Sigló, Skálafell og Bláfjöllin blágráu. Ég er nokkuð brött á brettinu og elska hraðann, leikinn og frelsið sem fylgir íþróttinni þótt ég muni aldrei kunna að taka þrísixtí. Enda það varla markmiðið úr þessu hjá þrítugri kjéddlingunni. Náttúrufílingurinn í sportinu er svo mikill og það að sigla niður Alpana er engu líkt.

Já, tónleikar og alparnir kalla á mig...HÁTT!

mánudagur, nóvember 20, 2006

Ég er keppnis 

Ég vil að það skráist á veraldarvefinn hér með að ég hljóp 6,5 km í hádeginu í dag. Á 38 mínútum. Gerir ca 10.3 km/klst meðalhraða. Í laugum. Á bretti. Í stuði. Þetta er heilum kílómeter lengra en síðasta met. Ég er ekki frá því að Bose headsettið hafi komið mér langleiðina, þvílíkur hljómur (er ég nokkuð að auglýsa því er Nýherji nokkuð umboðsaðili Bose á Íslandi?). Og svo telur það án efa líka að ég drakk ekki nema hálfan bjór alla helgina, en þetta hlaup í dag var með eindæmum létt og nett. Mindsettið var næstum því komið á það að taka bara tíu kílómetrana. Og af því mér datt það í hug í dag hef ég sett mér það markmið að hlaupa 10 km einhvern tímann áður en árið 2007 rennur upp. Gott að hafa það vel skráð á vefnum líka - þetta er sem sagt ekki bara montblogg heldur líka áskorunar- og keppnisblogg.

Ég giska að það muni lenda á mánudegi að ná markmiðinu en þeir virðast vera einstaklega hlaupavænir fyrir mig um þessar mundir. Reyndar held ég að þetta svakalega (já, mér finnst það svakalegt!) markmið mitt krefjist þess að ég drekki lítið sem ekkert áfengi næstu helgar... sem eiginlega gengur ekki upp. Ég er mikið bókuð helgarnar fram að áramótum, svona eins og vera ber í andlegu jólastuði og undirbúningi og öl og alls kyns glögg mun án efa koma þar við sögu. En líkaminn skal með í jólastuðið, þ.e. 10 kílómetrana, hvað sem það kostar (= glætan að ég sleppi jólaölinu fyrir þetta). Ég sá að það er svona hjartastuðtæki í anddyrinu á Laugum svo ég er hvergi bangin (fokk, hvað er ég búin að koma mér út í?).
En ég sagði ykkur að ég væri keppnis.

sunnudagur, nóvember 19, 2006

Sunnudagssveiflan 

Eftir uppsveiflu föstudagskvöldins á tónleikunum kom ágæt niðursveifla á laugardaginn, því það var svokallaður "taka-til-í-helvítis-geymslunni-dagur". Daman var sett í pössun og allt því það var svo svakalega komið að því að taka til í helv... geymslunni að það hálfa væri nóg. Ég var hætt að komast í þvottavélina og maður átti á hættu á að fá kassa eða verkfæri í hausinn hvenær sem er niðri í geymslu við það saklausa athæfi að setja í þvottavél. Og ég bara ákvað að vilja ekki lengur búa með drasli og í lífshættulegum aðstæðum og því var þetta massað á laugardaginn. Vera fór þess í stað með ömmu Gunnu á röltið sem er alltaf sport.

Uppsveiflan og sælan eftir niðursveiflutiltektina var þó þess virði en það er eins og þungu fargi sé af mér létt. Ég bý í húsi með fínni geymslu ahhhh. Call me crazy en ég er með nett tiltektaræði. Ég vil hafa fínt í kringum mig og sem minnstan skít takk fyrir. Þegar ég veit af skúffum og skápum sem eru í ruglinu og þarf að taka til í þá hlakka ég næstum því til verkefnins því það verður aldrei allt alveg hreint og fínt nema skúffur og skápar séu það líka sko. Og hvað þá heil geymsla jiminneini. En ekki misskilja mig, ég hef hvorki þrifið ofninn né ísskápinn eftir að ég flutti inn og þið ættuð að sjá hnífapara-skæra-röra-drasl-skúffu dauðans í eldhúsinu og skenkinn í stofunni (nei glætan, það má enginn nema ÉG!). Geymsluverkefnið óx mér í augum í tæpt ár eða síðan ég flutti í höllina. Og þegar fólk kíkti á slotið og spurði um neðri hæðina reyndi ég lymskulega að eyða því umræðuefni út... en núna skal ég bjóða öllum þeim sem kíkja í heimsókn stolt niður í geymslu. Áhugavert.

Að taka til í geymslu er svolítil sálartiltekt um leið. Svona svokölluð sálarsveifla (=upp og niður og allt í kross!) Ég fann gamla barbídótið mitt og hlakkaði til að gefa veru það þegar að því kemur. Ég skyggndist þarna nokkur ár aftur í tímann í líf mitt en ég sá m.a. eldgamlar vel skreyttar ljóðabækur og fleiri yngri ljóðabækur frá gelgjuskeiðinu og fjölluðu öll ljóðin mín um harm heimsins og vandamál og viðbjóð. Ég var greinilega djúpur unglingur - aðeins í ruglinu. Ég fann einnig gömul sendibréf frá vinkonum og gömlum kærustum (ha, á Erla gamlan kærasta?!!! hahahahah) úrklippur, skólablöð, svo ekki sé minnst á verðlaunapeningaskjöldinn minn sem ég man að ég dundaði mér dagana langa við að næla vel straujuð böndin á dýrgripunum á bláan verðlaunaskjöld. Og svo auðvitað dót frá látnum ömmum og öfum. Riddarasögurnar hans afa Skarpa, hekluðu dúkana hennar ömmu Völu og myndir og dúka frá ömmu Sillu. Meira að segja eldgamlar Vikur frá afa Axel, en fyrir þá sem ekki vita var afi Axel mikill frumkvöðull og stofnaði m.a. tímaritið Vikuna á sínum tíma.

Ég fékk samt hendi-áráttu aldarinnar í tiltektinni og henti tveimur sendibílum af drazli og dóti sem ég er hætt að sjá tilgang með. Ég passaði samt að henda ekki hluta af sálinni minni og geymdi allar skrýtnu minningarnar oní kassa á góðum stað.

Snjórinn frískaði svo heldur betur upp á sálartetrið í dag og er hægt að tala um megasnjóuppsveiflu þar. Vera fílaði snjóinn, næstum því jafn vel og mamman en auk þess að búa til engla út um allan garð fékk hún fiðring í tærnar að komast á snjóbretti, en það eru einmitt plön um eina slíka útlandaferð í vetur.

Hér eru nokkrar snjóugar myndir fyrir gesti og gangandi til að enda þessa sveiflu vel upp.


Tvær soldið hressar með snjóinn (samt er eins og mamman sé aðeins hressari hehe - enda með maskara út um allt andlit)


Snjokossar eru aedislegir


"Mamma, eg getiggi labbad!"


Viiiii snjor!


Vera engill


Vera testadi stigasledann hennar Bjarkar i risastoru brekkunni uti i gardi og filadi vel


Oskar voffi


Gledileg jol... vedja ad jolin verdi samt raud eins og vanalega - enda rautt edalkul litur og audvitad alltaf i tisku!


Vid "gleymdum" ad taka dotid okkar inn fyrir veturinn...


Snjostelpur - Bjork og Vera


Vefa svaf vaert uti i snjonum eftir leikinn, en daman sefur uti heima um helgar og rett passar med herkjum i kerruna sina - en thad er omogulegt med ollu ad leggja hana inni heima hja ser a daginn, thott hun sofi inni a leikskolanum


Amma Gunna og Vera i godri sveiflu

Tónleikanördinn ég 

Ég fer ekki svo oft á tónleika. Ég er ekki músíkgúru dauðans sem þefa uppi alla tónleika og veit allt um marga tónlistina. Hangi ekki í Skífunni eða á netinu að tékka á tónlist. Tónlistarsmekkurinn er breiður en ekki brennandi. Ég þefa ekki auðveldlega uppi nýja tónlist og hún kemur ekki til mín sjálfkrafa, nema í gegnum marga vinina sem ég reyni að smitast reglulega af. Tékka á hinu og þessu. Ég vil sem sagt vera mötuð takk. Bring it on. Kannski er það líka vegna frumkvæðisskortsins míns tónlistarlega séð sem ég fatta ekki að fara á tónleika sem eru í vændum. Það fer oft framhjá mér þegar listamenn leggja leið sína hingað og ég er oft of sein að næla mér í miða þegar hvötin kemur vanalega allt í einu daginn áður - þegar allir eru að tala um að þeir séu að fara á tónleika. Ég fer samt af og til, næ að smitast af vinum og félögum í tæka tíð, umfjöllunum í blöðunum og kaupi mér miða. Og elska það í hvert sinn sem ég fer. Og hugsa alltaf með mér af hverju ég fari ekki oftar. Ok, tónleikar eru jú ekki ókeypis en ef maður hugsar út í upplifunina sem maður fær fyrir peninginn þá verður virðið ómælt og peningalyktin af þessu hverfur jafn skjótt...

Ég fór sem sagt á Sykurmolatónleikana á föstudagskvöldið. Og elskaði það. Ég kann nú illa að vera spekilegur tónlistar- eða tónleikagagnrýnandi en get sagt að þetta fór alveg fram úr væntingum mínum. Ég hef ekki hlustað neitt sérstaklega á Sykurmolana um ævina, kannski helst þegar ég var 15-16 ára, en það skipti engu, ég skemmti mér hið besta.

Mér fannst þau svolítið meðvituð fyrstu lögin og Björk rýndi í textann og var þvílíkt að vanda sig en svo losnaði um og þetta flæddi eins og það átti að gera. Björk var unaður að hlusta á. Manneskjan er yfirnáttúruleg og hún söng svo veeeeel jesús minn. Og svo krúttleg í silfurlitaða speiskjólnum sínum á táslunum. Einar fór pínku í taugarnar á mér og skoppið í honum út um allt var alveg í það mesta en ég bjóst nú svo sem við því. Fílaði hvað hann talaði ítrekað illa um Árna Johnsen svo hann skoraði þar í staðinn. Luftgítar í lokin var óvænt og lætur minninguna lifa lengur enda frábært skemmtiatriði. - Ekki góð rýni hjá mér hehe?!

Ég er jafnvel að spá í að hafa eitt af áramótaheitunum mínum í ár að fara á fleiri tónleika. Og finna markvissar leiðir til að þefa þá uppi og láta einhvern pína mig til að kaupa mér miða. Því upplifunin, meira að segja fyrir tónleikanördinn mig, er unaðsleg.

Svo - tónleikar anyone?

föstudagur, nóvember 17, 2006

Föstudagsfiðringurinn 

Enn sem komið er hefur þessi föstudagur einkennst af bulli og rugli.
Ég missti af morgunmatnum í vinnunni og er að líða út af af svengd. Bíllinn kom úr viðgerð en ég heyri sama skrýtna hljóðið í honum sem var það sem átti að laga. Viðgerðin kostaði bara 60 þúsund. Mér er ískalt á tánum og illt í hnjánum. Ég get ekki einbeitt mér við skriftir og er eitthvað óþægilega strezuð innímér...

En á dagskránni er sundferð sem skal ylja mér, fyrirlestur með Jóni Gnarr sem skal koma einbeitingunni í rétt horf, ný BOSE headsett sem ég veit að koma mér í annan veruleika þegar ég set þau upp og Sykurmolatónleikar sem skulu skemmta mér.

Peppi pepp.
Enda ekki annað að gera - það er föstudagur!

fimmtudagur, nóvember 16, 2006

Takk og svekk 

Núna ætla ég að vera væmin og þakka guði eða einhverjum almáttugum sem ræður fyrir að hafa gefið mér rödd til að syngja í kór. Bara ágætis rödd sem virkar fínt í kór. Takk takk takk. Ég hef sagt áður hvað ég elska að syngja í þessum góða kór. Það veit enginn sem ekki hefur sungið í blönduðum kór hvernig er að heyra flotta tenóra syngja hátt í eyrað á sér...aaahhh gæsahúð (- og hvað þá heyra sjálfan sig ná hæstu tónunum sæmilega...eða nei, vá það er ekkert miðað við tenórana!)

Svo ætlaði ég að þakka einhverjum fyrir það að ég seldi loks fartölvuna mína í dag fyrir ágætis pening, en hætti svo við þegar ég frétti að ég þurfi að eyða þeim öllum, og gott betur í viðgerð á bílnum. Bílaviðgerðir eru blóðpeningur dauðans. Takk - eða þannig. Svekk.

miðvikudagur, nóvember 15, 2006

Mamman og pabbinn 

Mamman hringdi í stressinu í vinnunni um daginn í pabbann og spyr hvort hann geti náð í dótturina á leikskólann. Það er megahávaði í símanum og skruðningar og ég rétt heyri þegar pabbinn segir: "Nei, ég get það ekki". Oh, ég pirrast lítið eitt í stresskastinu mínu og spyr af hverju í andsk... ekki! "Nú, ég er að reisa hús hérna!" svara pabbinn þá svoldið pirrí líka... Já, ok. Reisa hús, hmmm! Magnað.

Og svo í gær gerðist það sama nema þá kom: "Ég er að klára að leggja hérna þak á hús, verð að klára það..." Ekki það að mín verkefni séu ómerkileg en mér fannst þetta eitthvað fyndið. Reisa hús og klára þak. Brjálað að gera. Mamman var á kafi í miðri jólaauglýsingaherferð og að keppast við að skrifa greinar í blað sem hún sér um að gefa út. Soldið uppteknir foreldrar, svona eins og gengur og gerist býst ég við - en þokkalega á misjöfnum vettvangi hehe. Ég gæti ekki smíðað hús sem búandi væri í þótt ég fengi 100 milljónir fyrir. Veggirnir yrðu alla vega aldrei réttir og þakið myndi bókað leka. Og ég veit að pabbinn gæti ekki skrifað svo mikið sem nokkrar setningar sem vit væri í og væru birtingarhæfar í fínu blaði... En þetta hefur virkað og er greinilega hin fínasta blanda.

þriðjudagur, nóvember 14, 2006

EIN mynd 


Þetta er fyrir alla Arsenal og Liverpool fótboltadýrkendur síðunnar sem lesa.

Ég veit þeir eru nokkrir. Jú, jú, karlmenn líklegast. Sem myndu kannski aldrei viðurkenna að þeir væru að lesa, en lesa samt. Viggi sem sagt fór á þennan leik um helgina í London, þar sem Arsenal burstaði Liverpool og á heilli helgi tók hann EINA MYND - bara EINA og það er þessi hér! Minn maður ekkert að ofgera hlutunum. Um að gera að spara digitalinn. En þessi eina mynd er greinilega mjög lýsandi fyrir ferðina. Fyrir utan að horfa live á þennan víst skemmtilega leik þá hittu þeir liðið á skemmtistað um kvöldið og tóku trúnó með þeim. Ok, skil kannski vel að hann hafi ekki viljað festa allt ruglið í hópnum á filmu fyrir mig og ég er ekki frá því að þessi eina mynd dugi mér bara, þótt ég myndi nú seint kallast fótboltaaðdáandi.

Einu sinni var ég samt næstum því orðin fótboltaaðdáandi. Eiginlega alveg óvart. Í gömlu vinnunni minni var mikið rætt um fótbolta og töluðu vinnufélagarnir eins og þeir væru hluti af Liverpool eða Arsenal eða hvaða liði sem er. "Við vorum svo góðir", "Hvað voruð þið að spá með að selja x?"! Híandi á hvorn annan yfir frammistöðu einhverra fótboltakalla inni í sjónvarpinu. Ég var farin að fylgjast vel með, ómeðvitað, heyrði umræðurnar og þekkti meira að segja orðið nokkra leikmenn. Gjóaði augunum jafnvel á einn og einn leik þegar Viggi var að horfa til að skilja fótboltatungumál félaganna. Hafði lúmskt gaman að þessum ímyndunarheimi þeirra. Sem þeir viðurkenna samt án efa aldrei að sé ímyndun heldur blákaldur og mikilvægur raunveruleiki. Þetta er efni í mannfræðirannsókn dauðans.

En nú er öldin önnur. Ég er dottin úr þeirri umræðu og í aðra aðeins stelpulegri þar sem ég vinn ekki lengur náið með neinum fótboltadýrkendum.

En alla vega, eigum við ekki bara að segja að þessi mynd sé fyrir félagana. Sem ég sakna. Og ég viðurkenni það sem sagt hér með að ég hafði gaman að þessu fyndna fótboltahjali þeirra, þótt ég muni aldrei skilja þetta (enda þarf maður varla að skilja allt sem maður hefur gaman að...eða hvað...?)

mánudagur, nóvember 13, 2006

Mánudagseffortið 

Ég hef svolítið skrifað um mánudaga hér á síðunni. Þessi mánudagur er þannig mánudagur. Maður þarf bara aðeins að tjá sig. Mánudagar eru spes, og ég bæði elska þá og hata. Þeir eru tjallens og ég elska tjallens. Svo hata ég hversu þreyttir þeir eru, þreytandi og margir þreytulegir í kringum mann. Elska - hata, þið þekkið þetta. Sjálf er ég oft þreytt eftir helgina enda helgarnar mínar yfirleitt yfirbókaðar, svona eins og mér finnst best að hafa þær. En þá þarf ég líka á öllum kraftinum og aukakraftinum að halda á mánudögum sem aldrei fyrr í vinnunni til að starta vikunni og verkefnunum með stæl. Setja tóninn fyrir restina af vikunni. Því ef maður byrjar illa á mánudögum er einhvern veginn eins og restin eigi ekki eins góðan sjéns. Vikan mín verður þá alls ekki eins effektíf og annars. Svo mánudagar setja bæði pressu og kröfur á mann. Og ef manni tekst vel á mánudögum þá flýtur þriðjudagur eins og bráðið smjör í kjölfarið. Afsakið, en á mánudögum finnur maður bara enga flottari samlíkingu en bráðið smjör. Glatað, ég veit.

Þegar ég hugsa um það þá geri ég ýmislegt á mánudögum til að koma mér af stað. Ég efa það ekki að hver á sína mánudagsaðferð þegar hann fer að spá í það. Sumt meðvitað og annað ekki. Þegar ég hugsa um það er ég að massa þessa mánudaga ágætlega!

Sem dæmi um mánudagsmössun fer ég til dæmis yfirleitt í skæra liti á mánudagsmorgnum. Í morgun fór ég til dæmis í hressasta buxnakjólinn minn, rauður og munstraður og ég leit út eins og jólaskreytt endurskinsmerki (svoldið mikið endurskin í hárinu ennþá eftir glænýju haustlaufshennalitunina). Merki um kraft sem svo smitast á heilann á manni og verður alvöru. Já, og svo raula ég líka O what a beautiful morning og fæ mér oft kókópuffs í morgunmat til að hressa mig við andlega. Sykurinn gerir sitt líka býst ég við. Ég fæ mér sko hafragraut alla aðra daga. Svo er ég meðvitað extra dugleg í ræktinni - 5,5 km í dag úllalla - var að afeitra mig eftir helgarsvamlið. Og svo elda ég eiginlega alltaf fisk í mánudagskvöldmatinn - steinbítur í tandorí í kvöld. Ábyggilega ómeðvitað til að stokka upp próteini og fá holla fiskifitu í kroppinn sem á að gera mann bjartsýnan. Og þriðjudagurinn rennur upp eins og bráðið smjör... :S

laugardagur, nóvember 11, 2006

Fortíðarfílingurinn í mér 

Í dag er mér búið að líða eins og ég sé bæði single og barnlaus. Enda er ég það tímabundið. Eiginmaðurinn á fótboltaleik í útlöndum (Arsenal - Liverpool fyrir fótboltaunnendur) og Vera fór í lán til ömmu og afa. Og allt í einu var ég bara alein í höllinni. Í stað þess að sýna móðurlega og húsmóðurslega takta í ástandinu og fara að þvo þvott og taka til, svona eins og venjulega ákvað ég að taka annan vinkil á dæmið. Ég rölti í bænum með vinkonum, án kerru og án þess að þurfa að hafa áhyggjur af neinum nema sjálfri mér. Ég fékk fortíðarfílinginn í æð frá því ég bjó á Njálsgötunni sem ég ber enn tilfinningar til. Fyrsta íbúðin, miiiikið stuð og djamm og húllumhæ. Allir alltaf í heimsókn á Njálsgötunni, alltaf í leiðinni. Allir göngutúrar enduðu á Laugaveginum og niðri í bæ. Maður var í hringiðunni, á réttum stað á þeim tíma. Og í dag var svoldið aftur þannig tími. Ég þurfti ekki að mæta neitt, vissi ekkert hvað tímanum leið sem er yndisleg tilfinning. Ég var í stuði og pantaði mér djúpsteiktan camenbert og hvítvínsglas um miðjan dag og keypti mér skvísubol dauðans - svona eins og hæfir single dömum vel. Og mér, í dag alla vega. Ég fékk smá svona Ítalíufíling sumarsins í dag, nema það var 2 stiga frost og ég skiljanlega ekki á bikiníinu. Var samt alveg í bikinífílingnum svo skringilega vel leið mér. Ég elska fjölskylduna og líf mitt líður áfram í ágætum ryþma en þetta ÉG týnist oft í havaríinu. Ég er alveg viss um að allir séu svona egóistar inn við beinið og ég bara þori að segja það. Mér fannst fortíðin í dag næs. Og allt kvöldið er eftir! Ah, ég ætla aðeins að leggja mig...

En mikið á ég svo eftir að knúsa liðið þegar líf mitt í núinu snýr aftur.

fimmtudagur, nóvember 09, 2006

Ég er haustlauf 

Ég er haustlauf
var blómstrandi,
nú appelsínugulnað
og fölnað, en samt flott á litið
var feykt af trénu
blásið út í buskann
fór í marga hringi
og lenti á kaldri stétt
sópað út í horn
dæmd til að rotna
í friði
samt flott á litið.
Ég er haustlauf

Nei, vá maður... ég er nú varla svona illa farin þrátt fyrir ábyggilega vel vægt skammdegisþunglyndi í myrkrinu. Ljóðskáldið ég alveg að snappa. Ætla ekki að leggja það fyrir mig! Sjónvarpsdagskráin bara eitthvað extra leiðinleg og veðrið líka. En greinilega sko ekki ég...

Ég fór sem sagt í klippingu og litun í dag og fékk hennah lit í hárið sem heitir víst haustlauf. Klipparinn minn sagði að ég væri eins og haustlauf. Hrós daxins.
Já, ég er haustlauf í dag. Svaka sætt.
Góðar stundir í óveðrinu elskurnar - úú spúkí. Ég elska óveður. Vonandi verður rafmagnslaust, þá þarf maður ekki að skapa rómantíkina frá grunni.
Hei, DVD-ið er komið í tækið - Breakup með Aniston og Vaughn, og ef það er ekki uppörvandi þá veit ég ekki hvað hehe.

þriðjudagur, nóvember 07, 2006

Keppnis 

Ég keppti í keilu við vinkonurnar í gærkvöldi og rúllaði upp einum leik. Eins gott því ég sleppti því að horfa á flottu keppnis dansarana sem ég dái svo mikið í So you think you can dance. En ég dái vinkonurnar enn meira, enda þær þokkalega keppnis (þótt þær hafi tapað hehe). Ok, ég skíttapaði í pool og í seinni keiluleiknum því ég var að reyna að fylgjast með dönsurunum sem dönsuðu á risaskjá og voru að trufla mig, auk þess sem ég var með mjög sleipt nachos krydd á puttunum og búin að sötra einn bjór. Það er nú samt svoldið keppnis út af fyrir sig. Í dag var ég svo mönuð í sundkeppni og tók áskoruninni. Ég var ekki með sundföt svo ég leigði mér smart útteygðan og upplitaðan sundbol merkt SLR á bossanum. Gjörsamlega keppnis. Keypti ný keppnissundgleraugu og stakk mér útí og fékk smá fortíðarhrollatilfinningu frá því ég var ekta keppnishafmeyja á siglandi ferð í gamle dage. Það var þá, en síðan hef ég aðallega haldið mig í heitu pottunum. En ég rústaði fimmhundruð metrunum með þó nokkru forskoti og leið dável á eftir. Keppnis. Ok, ég tapaði svo fimmtíumetrunum með einu sunddtaki...en ég gat sagt ykkur að hefði laugin verið 2 metrum lengri hefði ég tekið þetta!

Svo man ég það allt í einu og endilega bókfæra það hér og nú að ég vann Helgu Hlín (um að gera að nafngreina hana til að spæla hana því hún er nefninlega líka keppnis sko!) mágkonu í SingStar fyrir ekki svo löngu síðan, á hennar heimavelli og allt og hefur það víst aldrei gerst áður. Keheppnis! Og hei - man það núna að ég vann Vigga eitt sinn í GoKart. Um að gera að skrásetja það, tína allt til, ég gleymi aldrei sigurtilfinningunni. Svo vann ég hann reyndar eitt sinn í badminton líka en komst að því eftir á að hann spilaði með vinstri...:S Bara til að fengi "sanngjarna" keppni. Æ.æ.


En ég er í stuði og fíla keppni. Ég mana ykkur í að mana mig í keppnir. Reyndar er ég drulluléleg og ábyggilega hundleiðinleg líka í alls konar keppnum eins og handbolta, fótbolta, körfubolta og svoleiðis barnaleikjum, Trivial og skák myndi ég líka skíttapa svo ég veit svo sem ekki hvað er eftir sem ég gæti unnið! Keppnisvótinn kannski bara kominn for life hehe.

Talandi um keppnis, þá líður mér kannski ekki svo ýkja keppnis þegar ég hugsa til tveggja hetjuvinkvenna minna. Ég er sem sagt búin að vera að æfa mig aðeins að hlaupa í Laugum. Og það gengur vonum framar, ég er ekki eins afleitur hlaupari og mig minnti og mér er ekkert illt í baki eða hnjám. Alla vega, ég hef aukið bæði kílómetrafjöldann og hraðann jafnt og þétt undanfarinn mánuð og er komin að mér finnst á fínan stað hvað það varðar. Ég svitna en er ekki að kafna og finn hvernig mátturinn og þolið eykst með hverjum deginum nánast. Í gær tók ég t.d. 5 km en ég hljóp þá á rúmlega 30 mínútum. Á HLAUPABRETTI. Og við erum að tala um að hetjuvinkonurnar tóku 10 km á UNDIR klukkutíma - ekki á hlaupabretti sem tekur þig hálfa leið sjálfkrafa! Og önnur meira að segja nýólétt og óglatt. Því meira sem ég hleyp, því aðdáunarverðara verður þetta afrek í mínum augum! Massakeppnis. Spurning um að þær mani mig í hlaupakeppni og kenni mér að tapa! Ég er ekki einu sinni viss um að ég gæti tekið 10 km á brettinu - en langar samt að prófa einn daginn.

Alla vega, ég er keppnis núna með þessa glæsilegu titla og ég ætla bara að lifa á því.
Þar til ég tapa næst.

mánudagur, nóvember 06, 2006

Helgarúttektin 

Helgin mín var fín. Ég fór í tvöfalt afmæli, á opnun á listasýningu hjá Bex listakonuvinkonu, fór á kærkomið trúnó, drakk slatta af köldu hvítvíni og hitti gamla vinnufélaga sem gefur mér alltaf heilmikið. Fór í sund í hávaðaroki og hríð og borðaði slátur í sunnudagsmatinn sem smakkaðist vel sem endranær. Ef maður hugsar ekki of mikið út í það hvað er í slátri er það eitt það besta sem ég fæ. Ég gæti líka borðað rófustöppu eina og sér hvenær sem er. Viggi ældi úr hlátri yfir einhverjum Borat sketsum af netinu en ég lagði ekki í húmorinn. Ekki ennþá, held maður þurfi að vera í sérstöku húmorsstuði til að gúddera þetta. Alla vega ég. Ég veit að ég gæti svo auðveldlega dottið í pakkann að vera þessi sem hlær ekki og segir eitthvað nagandi kvabb eins og t.d.: "Djö rembuógeð er þessi gæi", eða "aumingja grey Kazakstanarnir", eða jafnvel "fávitinn er á móti lýðræði?!" og ekki má gleyma "hvernig vogar hann sér að tala svona um konur"... Sem sagt, sérstakt stuð já sem ég fann ekki hjá mér um helgina. Það er til dæmis ömurlegt að segja mér brandara um innflytjendur þótt ég sé nú farin að hlæja að ljóskubröndurum, loksins hehe. Ætli ég sé ekki bara svona sensó þótt ég sé ekkert að deyja úr alvöruleika. Fyndni er líka svo afstæð. Ég man að það var eitt sinn ein í mannfræðinni sem skrifaði B.A ritgerðina sína um íslenskan húmor. Væri til í að lesa þá úttekt.

Alla vega, ágætis helgi sem lifir vel fram að þeirri næstu.


Smjöttur eru flottastar. BEX listakona er tharna fyrir midju


Vid kollum okkur drottningarnar, thad tharf varla frekari utskyringa (eda eg vona ekki hehe!)


Vera med afmaelisbarninu ommu Jonu og afa Sigga


Kold helgi en fin

föstudagur, nóvember 03, 2006

Öxar við ána 

Dömur mínar og herrar,
stórsöngkonan og fimleikaveran Vera Vííííglunds syngur og leikur - gjöriði svo vel!

p.s.
þetta var í fyrsta sinn sem ég heyrði hana taka þetta lag...

Kryddaða ég 

Ég fór í nýja fatasamsetningu á gömlum lörfum í morgun og leit út eins og diva.
Ég keypti mér nýjan augnskugga fyrir djammhelgina á skítogkanil og leið eins og sönn diva með skærgræn augnlok.
Ég hljóp 4,5 km á brettinu í dag í stað 3,5 og fór létt með það. Ég fíla bretti.
Ég fékk eldaðan kvöldmat í gærkvöldi frá eiginmanninum sem var miklu betri á bragðið en mitt Hakk&Spagó.
Ég fékk kick út úr því að koma á fót sýningu um kvikmynda- og ljósvakabúnað í dag. Vel krydduð fullnæging þegar allt small saman og sýningin opnaði með glæsibrag.
Og þegar ég ákvað að panta mér tíma á NÝRRI hárgreiðslustofu í dag þá fattaði ég að ég er greinilega á þörfinni fyrir krydd í tilveruna! Þeir sem þekkja mig skilja hvað ég er að tala um. Ég get algjörlega misst sjálfstraustið bara við það að ganga inn á hárgreiðslustofu, þótt ég komi alltaf svakalega flott þaðan út!

Ég verð að segja að kryddaður drungalegur haustdagur smakkast mun betur en ókryddaður.

Ú hvað ég er hot´n spicy!

fimmtudagur, nóvember 02, 2006

Vera er VÍGLUNDSDÓTTIR 


Eruð þið að grínast í mér!! Ég fékk næstum því hjartastopp þegar ég sá þessa mynd fyrst - Vera er ALVEG EINS OG PABBI SINN...
Þarna er Viggi sem sagt 2 ára og ef ég sæi ekki hippalega umhverfið og Auðun bróður þarna til hliðar myndi ég halda að þetta væri hún Vera mín.
Vera hélt því meira að segja sjálf fram að þetta væri hún þegar hún var spurð, og skellihló þegar við sögðum henni að þetta væri pabbi.
Pabbastelpa!

Miðvikudagar mömmudagar 

Miðvikudagar eru mömmudagar.
Í tvennum skilningi. Mamman ég fæ eilítið meira frelsi á miðvikudögum heldur en öðrum virkum dögum þar sem það er dagurinn sem mamma mín sækir Veruna á leikskólann. Á miðvikudögum fer mín því iðulega í ræktina eftir vinnu og dúllar sér lengi í sturtu og gufu, kíkir jafnvel í búðir. Eða fer heim og tekur til án þess að hafa Veru hangandi í löppunum á mér. Vera er farin að þekkja miðvikudaga og hlakkar alltaf til að fara til ömmu Gunnu að leika eftir skóla. Er auglýsandi það allan daginn að amma Gunna komi sko að sækja sig. Svo fær mamman ég líka mömmumat á miðvikudögum. Þarf ekki að elda sem er æðislegt. Mömmumatur eins og ekta fiskibollur, slátur, steiktur fiskur og þannig dótarí sem minnir mann á æskuna.
Miðvikudagar eru bara næs mömmudagar og eru hluti af því að brjóta upp rútínuna og stuðlar að því að báðar mömmurnar fái einhverju fjölskyldulegu fullnægt :)


Vera að ríða heim til Hóla með ömmu Gunnu

miðvikudagur, nóvember 01, 2006

Til sölu! 

Ég á í pokahorninu lítið notaða Dell Latitude 505 fartölvu, tæplega 2 ára gamla, sem fæst fyrir lítinn pening.
Eftir að ég byrjaði í nýju vinnunni þá fékk ég fartölvu ásamt því sem það þykir víst ekki kjul að vera með "vitlaust" vörumerki þar á bæ hehe. Segi svona.
Ég ætlaði að eiga tölvuna áfram en svo hefur hún bara rykfallið hér heima inni í skáp, ónotuð þannig að það er bezt að einhver annar fái hennar notið fyrir lítið.

Ég er búin að strauja hana og hún er í topp standi. Batteríið er líka fínt. Minnið er 40 gíg og vinnsluminnið eða hvað þetta nú allt heitir 512 mb. Ég notaði hana bara heima þegar ég átti hana (þ.e. ekki í vinnu) svo hún er lítið notuð.

Alla vega, fæst fyrir lítið.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

eXTReMe Tracker