<$BlogRSDUrl$>

föstudagur, nóvember 03, 2006

Kryddaða ég 

Ég fór í nýja fatasamsetningu á gömlum lörfum í morgun og leit út eins og diva.
Ég keypti mér nýjan augnskugga fyrir djammhelgina á skítogkanil og leið eins og sönn diva með skærgræn augnlok.
Ég hljóp 4,5 km á brettinu í dag í stað 3,5 og fór létt með það. Ég fíla bretti.
Ég fékk eldaðan kvöldmat í gærkvöldi frá eiginmanninum sem var miklu betri á bragðið en mitt Hakk&Spagó.
Ég fékk kick út úr því að koma á fót sýningu um kvikmynda- og ljósvakabúnað í dag. Vel krydduð fullnæging þegar allt small saman og sýningin opnaði með glæsibrag.
Og þegar ég ákvað að panta mér tíma á NÝRRI hárgreiðslustofu í dag þá fattaði ég að ég er greinilega á þörfinni fyrir krydd í tilveruna! Þeir sem þekkja mig skilja hvað ég er að tala um. Ég get algjörlega misst sjálfstraustið bara við það að ganga inn á hárgreiðslustofu, þótt ég komi alltaf svakalega flott þaðan út!

Ég verð að segja að kryddaður drungalegur haustdagur smakkast mun betur en ókryddaður.

Ú hvað ég er hot´n spicy!

Comments: Skrifa ummæli

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

eXTReMe Tracker