<$BlogRSDUrl$>

fimmtudagur, nóvember 16, 2006

Takk og svekk 

Núna ætla ég að vera væmin og þakka guði eða einhverjum almáttugum sem ræður fyrir að hafa gefið mér rödd til að syngja í kór. Bara ágætis rödd sem virkar fínt í kór. Takk takk takk. Ég hef sagt áður hvað ég elska að syngja í þessum góða kór. Það veit enginn sem ekki hefur sungið í blönduðum kór hvernig er að heyra flotta tenóra syngja hátt í eyrað á sér...aaahhh gæsahúð (- og hvað þá heyra sjálfan sig ná hæstu tónunum sæmilega...eða nei, vá það er ekkert miðað við tenórana!)

Svo ætlaði ég að þakka einhverjum fyrir það að ég seldi loks fartölvuna mína í dag fyrir ágætis pening, en hætti svo við þegar ég frétti að ég þurfi að eyða þeim öllum, og gott betur í viðgerð á bílnum. Bílaviðgerðir eru blóðpeningur dauðans. Takk - eða þannig. Svekk.

Comments: Skrifa ummæli

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

eXTReMe Tracker