<$BlogRSDUrl$>

miðvikudagur, nóvember 15, 2006

Mamman og pabbinn 

Mamman hringdi í stressinu í vinnunni um daginn í pabbann og spyr hvort hann geti náð í dótturina á leikskólann. Það er megahávaði í símanum og skruðningar og ég rétt heyri þegar pabbinn segir: "Nei, ég get það ekki". Oh, ég pirrast lítið eitt í stresskastinu mínu og spyr af hverju í andsk... ekki! "Nú, ég er að reisa hús hérna!" svara pabbinn þá svoldið pirrí líka... Já, ok. Reisa hús, hmmm! Magnað.

Og svo í gær gerðist það sama nema þá kom: "Ég er að klára að leggja hérna þak á hús, verð að klára það..." Ekki það að mín verkefni séu ómerkileg en mér fannst þetta eitthvað fyndið. Reisa hús og klára þak. Brjálað að gera. Mamman var á kafi í miðri jólaauglýsingaherferð og að keppast við að skrifa greinar í blað sem hún sér um að gefa út. Soldið uppteknir foreldrar, svona eins og gengur og gerist býst ég við - en þokkalega á misjöfnum vettvangi hehe. Ég gæti ekki smíðað hús sem búandi væri í þótt ég fengi 100 milljónir fyrir. Veggirnir yrðu alla vega aldrei réttir og þakið myndi bókað leka. Og ég veit að pabbinn gæti ekki skrifað svo mikið sem nokkrar setningar sem vit væri í og væru birtingarhæfar í fínu blaði... En þetta hefur virkað og er greinilega hin fínasta blanda.

Comments: Skrifa ummæli

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

eXTReMe Tracker