<$BlogRSDUrl$>

mánudagur, nóvember 06, 2006

Helgarúttektin 

Helgin mín var fín. Ég fór í tvöfalt afmæli, á opnun á listasýningu hjá Bex listakonuvinkonu, fór á kærkomið trúnó, drakk slatta af köldu hvítvíni og hitti gamla vinnufélaga sem gefur mér alltaf heilmikið. Fór í sund í hávaðaroki og hríð og borðaði slátur í sunnudagsmatinn sem smakkaðist vel sem endranær. Ef maður hugsar ekki of mikið út í það hvað er í slátri er það eitt það besta sem ég fæ. Ég gæti líka borðað rófustöppu eina og sér hvenær sem er. Viggi ældi úr hlátri yfir einhverjum Borat sketsum af netinu en ég lagði ekki í húmorinn. Ekki ennþá, held maður þurfi að vera í sérstöku húmorsstuði til að gúddera þetta. Alla vega ég. Ég veit að ég gæti svo auðveldlega dottið í pakkann að vera þessi sem hlær ekki og segir eitthvað nagandi kvabb eins og t.d.: "Djö rembuógeð er þessi gæi", eða "aumingja grey Kazakstanarnir", eða jafnvel "fávitinn er á móti lýðræði?!" og ekki má gleyma "hvernig vogar hann sér að tala svona um konur"... Sem sagt, sérstakt stuð já sem ég fann ekki hjá mér um helgina. Það er til dæmis ömurlegt að segja mér brandara um innflytjendur þótt ég sé nú farin að hlæja að ljóskubröndurum, loksins hehe. Ætli ég sé ekki bara svona sensó þótt ég sé ekkert að deyja úr alvöruleika. Fyndni er líka svo afstæð. Ég man að það var eitt sinn ein í mannfræðinni sem skrifaði B.A ritgerðina sína um íslenskan húmor. Væri til í að lesa þá úttekt.

Alla vega, ágætis helgi sem lifir vel fram að þeirri næstu.

Comments: Skrifa ummæli

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

eXTReMe Tracker