<$BlogRSDUrl$>

mánudagur, nóvember 20, 2006

Ég er keppnis 

Ég vil að það skráist á veraldarvefinn hér með að ég hljóp 6,5 km í hádeginu í dag. Á 38 mínútum. Gerir ca 10.3 km/klst meðalhraða. Í laugum. Á bretti. Í stuði. Þetta er heilum kílómeter lengra en síðasta met. Ég er ekki frá því að Bose headsettið hafi komið mér langleiðina, þvílíkur hljómur (er ég nokkuð að auglýsa því er Nýherji nokkuð umboðsaðili Bose á Íslandi?). Og svo telur það án efa líka að ég drakk ekki nema hálfan bjór alla helgina, en þetta hlaup í dag var með eindæmum létt og nett. Mindsettið var næstum því komið á það að taka bara tíu kílómetrana. Og af því mér datt það í hug í dag hef ég sett mér það markmið að hlaupa 10 km einhvern tímann áður en árið 2007 rennur upp. Gott að hafa það vel skráð á vefnum líka - þetta er sem sagt ekki bara montblogg heldur líka áskorunar- og keppnisblogg.

Ég giska að það muni lenda á mánudegi að ná markmiðinu en þeir virðast vera einstaklega hlaupavænir fyrir mig um þessar mundir. Reyndar held ég að þetta svakalega (já, mér finnst það svakalegt!) markmið mitt krefjist þess að ég drekki lítið sem ekkert áfengi næstu helgar... sem eiginlega gengur ekki upp. Ég er mikið bókuð helgarnar fram að áramótum, svona eins og vera ber í andlegu jólastuði og undirbúningi og öl og alls kyns glögg mun án efa koma þar við sögu. En líkaminn skal með í jólastuðið, þ.e. 10 kílómetrana, hvað sem það kostar (= glætan að ég sleppi jólaölinu fyrir þetta). Ég sá að það er svona hjartastuðtæki í anddyrinu á Laugum svo ég er hvergi bangin (fokk, hvað er ég búin að koma mér út í?).
En ég sagði ykkur að ég væri keppnis.

Comments: Skrifa ummæli

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

eXTReMe Tracker