<$BlogRSDUrl$>

fimmtudagur, nóvember 02, 2006

Miðvikudagar mömmudagar 

Miðvikudagar eru mömmudagar.
Í tvennum skilningi. Mamman ég fæ eilítið meira frelsi á miðvikudögum heldur en öðrum virkum dögum þar sem það er dagurinn sem mamma mín sækir Veruna á leikskólann. Á miðvikudögum fer mín því iðulega í ræktina eftir vinnu og dúllar sér lengi í sturtu og gufu, kíkir jafnvel í búðir. Eða fer heim og tekur til án þess að hafa Veru hangandi í löppunum á mér. Vera er farin að þekkja miðvikudaga og hlakkar alltaf til að fara til ömmu Gunnu að leika eftir skóla. Er auglýsandi það allan daginn að amma Gunna komi sko að sækja sig. Svo fær mamman ég líka mömmumat á miðvikudögum. Þarf ekki að elda sem er æðislegt. Mömmumatur eins og ekta fiskibollur, slátur, steiktur fiskur og þannig dótarí sem minnir mann á æskuna.
Miðvikudagar eru bara næs mömmudagar og eru hluti af því að brjóta upp rútínuna og stuðlar að því að báðar mömmurnar fái einhverju fjölskyldulegu fullnægt :)

Comments: Skrifa ummæli

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

eXTReMe Tracker