föstudagur, ágúst 31, 2007
Magnað Mariachi
Ævintýrin eru allsvakaleg hér!
Í dag var ALVÖRU mariachi hljómsveit að spila í garðinum mínum! Jú það var ég sjálf sem bað þá um að koma í tilefni þess að bjóða Vigga hressilega velkominn HEIM og kveðja Betu á eftirminnilegan hátt. En ekki dreymdi mig um að þetta yrði svona mögnuð lífsreynsla. Hingað komu þeir sex saman í troðningi aftan á litlum pallbíl, með hjóðfærin sín, svo fínir og vatnsgreiddir og æðislegir og spiluðu sex lög hvert öðru skemmtilegra. Lögin fjölluðu um það að loks væri eiginmaðurinn mættur á svæðið og að búhúúú Beta góða Beta væri að fara. Þetta var eins og að vera lentur í góðri bíómynd og þetta var upphafið að ástarsenunni ahhh....
Ég var með frosið brosið allan tímann en gat nú ekki annað en dillað mér og sungið með þessu lagi hér sem var óskalagið okkar. Þið bara verðið að sjá þetta! Þvílíkur fílingur!
La bamba var þvílíkt hot á sínum tíma og ég var svo skotin í Richi Valens sem þurfti endilega að deyja í flugslysi í myndinni. Flutningurinn í dag gerði lagið svo endanlega ódauðlegt í mínum eyrum.
Í dag var ALVÖRU mariachi hljómsveit að spila í garðinum mínum! Jú það var ég sjálf sem bað þá um að koma í tilefni þess að bjóða Vigga hressilega velkominn HEIM og kveðja Betu á eftirminnilegan hátt. En ekki dreymdi mig um að þetta yrði svona mögnuð lífsreynsla. Hingað komu þeir sex saman í troðningi aftan á litlum pallbíl, með hjóðfærin sín, svo fínir og vatnsgreiddir og æðislegir og spiluðu sex lög hvert öðru skemmtilegra. Lögin fjölluðu um það að loks væri eiginmaðurinn mættur á svæðið og að búhúúú Beta góða Beta væri að fara. Þetta var eins og að vera lentur í góðri bíómynd og þetta var upphafið að ástarsenunni ahhh....
Ég var með frosið brosið allan tímann en gat nú ekki annað en dillað mér og sungið með þessu lagi hér sem var óskalagið okkar. Þið bara verðið að sjá þetta! Þvílíkur fílingur!
La bamba var þvílíkt hot á sínum tíma og ég var svo skotin í Richi Valens sem þurfti endilega að deyja í flugslysi í myndinni. Flutningurinn í dag gerði lagið svo endanlega ódauðlegt í mínum eyrum.
"La la bamba..."
"linda Beeeeta"
"vuelve a miiiiiiiiii"
Og nú hefst fasi þrjú í Níkalífinu: Búin að vera single, búin að vera single mom svo nú er komið að því að vera eiginkona.
En samt bara ég sjálf.
fimmtudagur, ágúst 30, 2007
9 ára verðandi móðir
Í mæðrahúsinu „okkar“ í Bluefields dvelur nú 9 ára ólétt stúlka.
Fjölmiðlar í Níkaragúa hafa undanfarna daga sagt frá máli ungrar stúlku sem var misnotuð af frænda sínum og er nú ólétt. Stúlkan kemur frá El Tortuguero sem er afskekkt þorp á Atlantshafsströndinni. Málið komst í fréttirnar hér er móðir stúlkunnar kærði misnotkunina til yfirvalda í Bluefields. Áður hafði hún tilkynnt atburðinn til lögreglunnar í heimabæ sínum í maí en þar fékk málið ekki hljómgrunn. Í eyrum sumra þykir slík misnotkun kannski ekki svo merkileg. Þetta er því miður skuggalega algengt.
Stúlkan unga er nú komin 5 mánuði á leið og ferðaðist með móður sinni þriggja daga leið til Bluefields sem er höfuðstaður Atlantshafsstrandarinnar. Þær fór fótgangandi og á bát. Yfirvöld í Bluefields sendu mæðgurnar á spítala bæjarins þar sem stúlkan gekkst undir mæðraskoðun. Læknar segja líkama stúlkunnar náttúrulega langt í frá tilbúinn undir meðgöngu og því sé meðgangan bæði erfið og geti verið skaðleg heilsu hennar, jafnvel lífshættuleg. Spítalinn hefur ekki aðstöðu til að hýsa stúlkuna og því var hún send í mæðrahúsið í bænum. Þar mun stúlkan dvelja fram að fæðingu. Bygging mæðrahússins í Bluefields var fjármagnað af Þróunarsamvinnustofnun og var einmitt opnað nýlega.
Ofbeldismál sem þessi eru ekki óalgeng í Nicaragua.
Þetta er svo hræðilegur atburður.
Ímyndið ykkur litlu 9 ára frænku ykkar eða dóttur. Maður getur það ekki og verður flökurt. Og það sem meira er að þessar stúlkur hér sem verða þungaðar í kjölfar misnotkunar eiga ekki einu sinni möguleika á því að fara í fóstureyðingu hér því nýju fóstureyðingarlögin sem voru samþykkt í október á síðasta ári banna fóstureyðingar með öllu og taka einnig fyrir eyðingu fósturs af læknisfræðilegum ástæðum. Já, hér hefur kaþólska kirkjan kyrkingartak á samfélaginu. Mannéttindi litli stúlkunnar eru engin. Réttur hennar til að vera barn er náttúrulega löngu farinn og möguleikinn á að jafna sig og ná þó ekki sé nema sálrænni heilsu er ekki leyfilegur. Fóstureyðingarlögin eru það ströng að heyrst hefur að læknar þori oft ekki einu sinni að sinna ófrískum konum sem er byrjað að blæða eða eiga við annars konar vandamál á meðgöngunni að stríða.
Móðir stúlkunnar segist þurfa að snúa fljótlega aftur til síns heima þar sem þar bíði hennar fleiri lítil börn til að hugsa um. Litla stúlkan verður því skilin ein eftir og segjast yfirvöld ætla að reyna að finna einhvern til að sinna stúlkunni í fjarveru móður hennar.
Já, þetta er sorglegt mál og í raun lítil huggun í því að vita að stúlkan dvelji í mæðrahúsinu í Bluefields þótt það sýni okkur að starf okkar hér hafi tilgang. Ef ekki væri fyrir mæðrahúsið í Bluefields fengi hún enga þjónustu og ætti ekki í önnur hús að venda.
En því miður eru það ekki við sem getum nú haft áhrif á örlög lífs hennar, heldur bara lögin.
Fjölmiðlar í Níkaragúa hafa undanfarna daga sagt frá máli ungrar stúlku sem var misnotuð af frænda sínum og er nú ólétt. Stúlkan kemur frá El Tortuguero sem er afskekkt þorp á Atlantshafsströndinni. Málið komst í fréttirnar hér er móðir stúlkunnar kærði misnotkunina til yfirvalda í Bluefields. Áður hafði hún tilkynnt atburðinn til lögreglunnar í heimabæ sínum í maí en þar fékk málið ekki hljómgrunn. Í eyrum sumra þykir slík misnotkun kannski ekki svo merkileg. Þetta er því miður skuggalega algengt.
Stúlkan unga er nú komin 5 mánuði á leið og ferðaðist með móður sinni þriggja daga leið til Bluefields sem er höfuðstaður Atlantshafsstrandarinnar. Þær fór fótgangandi og á bát. Yfirvöld í Bluefields sendu mæðgurnar á spítala bæjarins þar sem stúlkan gekkst undir mæðraskoðun. Læknar segja líkama stúlkunnar náttúrulega langt í frá tilbúinn undir meðgöngu og því sé meðgangan bæði erfið og geti verið skaðleg heilsu hennar, jafnvel lífshættuleg. Spítalinn hefur ekki aðstöðu til að hýsa stúlkuna og því var hún send í mæðrahúsið í bænum. Þar mun stúlkan dvelja fram að fæðingu. Bygging mæðrahússins í Bluefields var fjármagnað af Þróunarsamvinnustofnun og var einmitt opnað nýlega.
Ofbeldismál sem þessi eru ekki óalgeng í Nicaragua.
Þetta er svo hræðilegur atburður.
Ímyndið ykkur litlu 9 ára frænku ykkar eða dóttur. Maður getur það ekki og verður flökurt. Og það sem meira er að þessar stúlkur hér sem verða þungaðar í kjölfar misnotkunar eiga ekki einu sinni möguleika á því að fara í fóstureyðingu hér því nýju fóstureyðingarlögin sem voru samþykkt í október á síðasta ári banna fóstureyðingar með öllu og taka einnig fyrir eyðingu fósturs af læknisfræðilegum ástæðum. Já, hér hefur kaþólska kirkjan kyrkingartak á samfélaginu. Mannéttindi litli stúlkunnar eru engin. Réttur hennar til að vera barn er náttúrulega löngu farinn og möguleikinn á að jafna sig og ná þó ekki sé nema sálrænni heilsu er ekki leyfilegur. Fóstureyðingarlögin eru það ströng að heyrst hefur að læknar þori oft ekki einu sinni að sinna ófrískum konum sem er byrjað að blæða eða eiga við annars konar vandamál á meðgöngunni að stríða.
Móðir stúlkunnar segist þurfa að snúa fljótlega aftur til síns heima þar sem þar bíði hennar fleiri lítil börn til að hugsa um. Litla stúlkan verður því skilin ein eftir og segjast yfirvöld ætla að reyna að finna einhvern til að sinna stúlkunni í fjarveru móður hennar.
Já, þetta er sorglegt mál og í raun lítil huggun í því að vita að stúlkan dvelji í mæðrahúsinu í Bluefields þótt það sýni okkur að starf okkar hér hafi tilgang. Ef ekki væri fyrir mæðrahúsið í Bluefields fengi hún enga þjónustu og ætti ekki í önnur hús að venda.
En því miður eru það ekki við sem getum nú haft áhrif á örlög lífs hennar, heldur bara lögin.
miðvikudagur, ágúst 29, 2007
Beta súpernanny
Þá er hún Beta búin að vera hjá okkur í að verða mánuð. Þetta er búið að vera hin besta sambúð enda ekki einu sinni hægt að rífast um húsverkin hvað þá meira. Beta hefur séð um að passa Veru á meðan mamman er í vinnunni og það hefur gengið svakalega vel. Þær eru orðnar bestu vinkonur og Vera virkilega hlýðir henni hhmmm...
Beta er orðin kaffibrún (við köllum hana Beta brúna núna), búin að kaupa jólagjafirnar, ruggustól og hengirúm, búin að drekka alltof marga Pina colada og farin að múta löggunni til að sleppa við hraðasektir sem þýðir að það er kominn tími til að halda heim á leið.
Ég er búin að reyna að fá Betu til að vera lengur með því að bjóða henni vinnu á munaðarleysingjaheimilum, á kaffiekrum eða við götusölu en allt kemur fyrir ekki. Hún segist hafa notið dvalarinnar betur en hún bjóst við, upplifað ævintýri, passað skemmtilegustu og duglegustu þriggja ára stúlkuna en finnst hitinn og moskítóbitin svolítið hafa skyggtá gleðina og því hafi hún hafi ekki fengið Níkabakteríuna á háu stigi - eins og ég.
Beta, eins víðreist og vitur og hún er, er náttlega bara sæt og saklaus sveitastelpa sem býr í Grafarholtinu, sem finnst skemmtilegast að spila trivial og bera á bústaðinn ömmu og afa. Og jú dansa við Í svörtum fötum og baka og búa til kokteila. Hún skilur ekki bakpokaferðalanga sem nenna þessu í hitanum og hafði mestar áhyggjur af því áður en hún kom að hún þyrfti að henda klósettpappírnum í körfu við hlið klósettsins.
En gaman var þetta nú samt.
Við elskum Betu bjargvætt og segjum adíós með tár á kvarmi og söknuð í hjarta.
Núna þarf ég bara að syngja lloraras alein á kvöldin!
Beta er orðin kaffibrún (við köllum hana Beta brúna núna), búin að kaupa jólagjafirnar, ruggustól og hengirúm, búin að drekka alltof marga Pina colada og farin að múta löggunni til að sleppa við hraðasektir sem þýðir að það er kominn tími til að halda heim á leið.
Ég er búin að reyna að fá Betu til að vera lengur með því að bjóða henni vinnu á munaðarleysingjaheimilum, á kaffiekrum eða við götusölu en allt kemur fyrir ekki. Hún segist hafa notið dvalarinnar betur en hún bjóst við, upplifað ævintýri, passað skemmtilegustu og duglegustu þriggja ára stúlkuna en finnst hitinn og moskítóbitin svolítið hafa skyggtá gleðina og því hafi hún hafi ekki fengið Níkabakteríuna á háu stigi - eins og ég.
Beta, eins víðreist og vitur og hún er, er náttlega bara sæt og saklaus sveitastelpa sem býr í Grafarholtinu, sem finnst skemmtilegast að spila trivial og bera á bústaðinn ömmu og afa. Og jú dansa við Í svörtum fötum og baka og búa til kokteila. Hún skilur ekki bakpokaferðalanga sem nenna þessu í hitanum og hafði mestar áhyggjur af því áður en hún kom að hún þyrfti að henda klósettpappírnum í körfu við hlið klósettsins.
En gaman var þetta nú samt.
Við elskum Betu bjargvætt og segjum adíós með tár á kvarmi og söknuð í hjarta.
Núna þarf ég bara að syngja lloraras alein á kvöldin!
Vera tók þessa, svolítið úr fókus en mikið erum við nú samt sætar (þarna erum við pottþétt nýbúnar að taka söngtíma)
San Juan del Sur
Við stelpurnar skruppum á ströndina um helgina síðustu. Við fórum til San Juan del Sur og nutum sólarlífsins. Þetta er flottur staður, svona sólarlandastaður Nicaragua no. 1. Þeir eru orðnir nokkuð túristavænir þarna og bjóða upp á fleira heldur en kjúlla og baunir í matinn sem er tilbreyting. Við sáum samt ekki marga túrista, kannski svona 10 samtals! Það er væntanlega út af því að núna er VETUR eða rigningartímabil sem fólk virðist hræðast. Það var æðislegt að fara á ströndina á þessum tíma, nóg af skýjum til að skýla sér bakvið á milli þess sem sólin steikti mann. Og rigning á nóttunni. Sjórinn var heitur og sandurinn mjúkur mmm....
Þetta er vafalaust mynd ferðarinnar!
Þarna liggur vera ánægð með lífið í sólbaði eftir strandarleik.
Myndin er lýsandi fyrir stemminguna, mikið af sandi út um allt, mikið afslappelsi, leikur í sandinum, sólbað og sörfgæjar.
þriðjudagur, ágúst 28, 2007
Fleiri myndir af Veru
Gestur og Vera taka lagið. Eins og nöfnin þeirra eru nú falleg og fín þá heita þau samt Hestur og Bera hér!
Vera 3,1 árs
25. er kominn og farinn og því kominn tími á smá Veru updeit. Sumir afar og ömmur kvarta yfir því að Vera fái ekki nóg pláss hér og að Beta aupair bloggi meira um Veru heldur en ég... enda þær mikið saman. En hér kemur Verublogg frá Níkamömmunni.
Vera dafnar vel hér í Nicaragua. Við ákváðum að setja dömuna á leikskóla hálfan daginn til að hún fengi nú að leika sér og hitta önnur börn, svo hún er byrjuð á sænskum leikskóla og líkar vel. Þar á hún einn íslenskan vin, hann Gest hennar Gerðar, og svo 7 aðra strákavini sem tala ýmist spænsku eða skandinavísku. Strákarnir leika sér svolítið öðruvísi en Vera er vön og skilur hún ekkert í látunum í þeim á köflum, enda vön að leika bara með stúlkum á Hjalla. En Vera er töffari og tekur þátt af miklum móð þótt hún sleppi því að hrækja og ráðast á strákana eins og risaeðlur gera. Hún er mjög sátt en sagði mér samt um daginn að henni þætti kennarinn sinn leiðinlegur af því hún talaði ekki neitt við hana! Vera hefur mikla þörf fyrir að tjá sig og talar um hitt og þetta við hinn og þennan, kennarinn sýnir áhuga en getur lítið tekið undir sögurnar hennar Veru þar sem hún skilur jú ekki orð. Hún talar mikið um Hjalla og Ása og vinkonur sínar þar og er endalaust að tala um Bryndísi leikskólakennarann sinn og að hún hafi kennt henni hitt og þetta. Saknar þeirra augljóslega. Eðlilega. Hún sagði við mig um helgina: "Ég var að reyn að tala sænsku oooog spænsku en mamma það er bara svo erfitt!"
Veru finnst voða gaman að vera fyndin þessa dagana og segir brandara og sögur við hvert tækifæri. Dæmigerð saga væri til dæmis (og horfir í kringum sig til að leita að sögupersónum): "Það var einu sinni glas og gardína og borð og púsl, og þau voru að labba og svo kom bíll og keyrði yfir það! hahahaha...". eða "...þá kom bíll og keyrði EKKI yfir þau hahahaha". Ég og Beta hlæjum eins og vitleysingar að þessu bulli í dömunni og þá heldur hún auðvitað endalaust áfram. En við erum greinilega allar þrjár á sama húmorsstignum um þessar mundir. Prump og rop finnst okkur líka alvega svakalega sniðugt. "Hver var að prumpa??" spyr Vera oft á dag og setur upp prakkarasvipinn sinn og segir strax "Nei, það varst þú!".
Nýjustu frasarnir hennar annars ansi þroskaða tali eru: „Ég nenni þessu ekki“, „Láttu mig í friði“, „Mér er alveg sama!“, „mamma, hlustaðu á mig“, "mamma, heyrirðu ekki í mér??" og auðvitað "ég get ekki bíðið!!". Hún segir líka voðalega mikið: "mamma, þú ræður en ég ræður líka smmmmá. Bara pínu"...
Svo sagði hún mér um daginn að þegar hún verður stór ætlar hún að verða „elskuleg mamma eins og þú“. Ahhhh... HJARTASTOPP!
Vera vekur sannarlega athygli hér, eins lítil, ljóshærð, bláeyg og krúttleg og þegar við förum í bæinn tjáir fólk sig óspart um hana - „que bonita“, "que linda“, „muñecita bonita“... Það er mjög algengt að fólk víki sér upp að henni og horfi í augun hennar, klípi í kinnarnar á henni, strjúki á henni vangann og jafnvel kyssi hana rembingskossi. Vera setur nú yfirleitt upp einhvern vanþóknunarsvip og skilur ekkert í því hvaða óþarfa athygli þetta er nú. Mamman stendur hins vegar við hliðina á skælbrosandi stolt og alveg sammála því að þetta sé jú fallegasta barnið í Nicaragua.
Vera dafnar vel hér í Nicaragua. Við ákváðum að setja dömuna á leikskóla hálfan daginn til að hún fengi nú að leika sér og hitta önnur börn, svo hún er byrjuð á sænskum leikskóla og líkar vel. Þar á hún einn íslenskan vin, hann Gest hennar Gerðar, og svo 7 aðra strákavini sem tala ýmist spænsku eða skandinavísku. Strákarnir leika sér svolítið öðruvísi en Vera er vön og skilur hún ekkert í látunum í þeim á köflum, enda vön að leika bara með stúlkum á Hjalla. En Vera er töffari og tekur þátt af miklum móð þótt hún sleppi því að hrækja og ráðast á strákana eins og risaeðlur gera. Hún er mjög sátt en sagði mér samt um daginn að henni þætti kennarinn sinn leiðinlegur af því hún talaði ekki neitt við hana! Vera hefur mikla þörf fyrir að tjá sig og talar um hitt og þetta við hinn og þennan, kennarinn sýnir áhuga en getur lítið tekið undir sögurnar hennar Veru þar sem hún skilur jú ekki orð. Hún talar mikið um Hjalla og Ása og vinkonur sínar þar og er endalaust að tala um Bryndísi leikskólakennarann sinn og að hún hafi kennt henni hitt og þetta. Saknar þeirra augljóslega. Eðlilega. Hún sagði við mig um helgina: "Ég var að reyn að tala sænsku oooog spænsku en mamma það er bara svo erfitt!"
Veru finnst voða gaman að vera fyndin þessa dagana og segir brandara og sögur við hvert tækifæri. Dæmigerð saga væri til dæmis (og horfir í kringum sig til að leita að sögupersónum): "Það var einu sinni glas og gardína og borð og púsl, og þau voru að labba og svo kom bíll og keyrði yfir það! hahahaha...". eða "...þá kom bíll og keyrði EKKI yfir þau hahahaha". Ég og Beta hlæjum eins og vitleysingar að þessu bulli í dömunni og þá heldur hún auðvitað endalaust áfram. En við erum greinilega allar þrjár á sama húmorsstignum um þessar mundir. Prump og rop finnst okkur líka alvega svakalega sniðugt. "Hver var að prumpa??" spyr Vera oft á dag og setur upp prakkarasvipinn sinn og segir strax "Nei, það varst þú!".
Nýjustu frasarnir hennar annars ansi þroskaða tali eru: „Ég nenni þessu ekki“, „Láttu mig í friði“, „Mér er alveg sama!“, „mamma, hlustaðu á mig“, "mamma, heyrirðu ekki í mér??" og auðvitað "ég get ekki bíðið!!". Hún segir líka voðalega mikið: "mamma, þú ræður en ég ræður líka smmmmá. Bara pínu"...
Svo sagði hún mér um daginn að þegar hún verður stór ætlar hún að verða „elskuleg mamma eins og þú“. Ahhhh... HJARTASTOPP!
Vera vekur sannarlega athygli hér, eins lítil, ljóshærð, bláeyg og krúttleg og þegar við förum í bæinn tjáir fólk sig óspart um hana - „que bonita“, "que linda“, „muñecita bonita“... Það er mjög algengt að fólk víki sér upp að henni og horfi í augun hennar, klípi í kinnarnar á henni, strjúki á henni vangann og jafnvel kyssi hana rembingskossi. Vera setur nú yfirleitt upp einhvern vanþóknunarsvip og skilur ekkert í því hvaða óþarfa athygli þetta er nú. Mamman stendur hins vegar við hliðina á skælbrosandi stolt og alveg sammála því að þetta sé jú fallegasta barnið í Nicaragua.
mánudagur, ágúst 27, 2007
Níkagjafir og greiði II
Takk kæru lesendur.
Söfnunin gengur voðalega vel og komið vilyrði fyrir bæði tölvum og myndavélum. Ég óska þess að góssið skili sér til Níkafarans Vigga eigi síðar en á þriðjudagskvöldið nk. og minni á að reikningurinn er ennþá opinn fyrir framlögum...
Ég vissi að við ættum ykkur að.
Ég safna svo bara í gám þegar ég kem heim.
Söfnunin gengur voðalega vel og komið vilyrði fyrir bæði tölvum og myndavélum. Ég óska þess að góssið skili sér til Níkafarans Vigga eigi síðar en á þriðjudagskvöldið nk. og minni á að reikningurinn er ennþá opinn fyrir framlögum...
Ég vissi að við ættum ykkur að.
Ég safna svo bara í gám þegar ég kem heim.
fimmtudagur, ágúst 23, 2007
Níkagjafir og greiði
Mig langar að gera svolítið.
Mig langar að gera eitthvað fyrir fólkið í kringum mig hér í Nicaragua sem hefur það ágætt en skortir samt margt sem gæti gert lífið þeirra skemmtilegra og betra. Að þeirra mati og mínu. Þetta eru venjulegir níkar sem vinna fyrir kaupinu sínu og gera sitt allra besta, en þurfa að horfa í hvern cordoba.
Mig langar að vera svolítið stórtæk því ég veit að við getum það. Við eigum fyrir því og þau eiga það skilið. Fólkið sem um ræðir er Walter spænskukennarinn minn, Martin bílstjórinn minn og Eunise vinnukonan mín.
Walter er eins og áður sagði kennari í háskóla hér í borg. Hann kennir spænsku og ensku og er flottur karl. 42 ára 4 barna faðir sem keyrir um á mótorhjóli því hann á ekki fyrir bíl. Hann dreymir um að eignast tölvu til að geta orðið partur af alheimsvisku netsins og unnið og undirbúið kennsluna betur. Hann er með aðgang að tölvu af og til í háskólanum en þar sem hann er bara stundakennari á hann ekki greiðan aðgang að einni slíkri. Hann á 8 mánaða snáða og dreymir um að taka myndir af honum og brosandi spékoppunum hans. Notuð tölva og digital myndavél fer því á listann fyrir hann.
Það er með öllu ómögulegt að finna notaða tölvu hér sem hægt er að treysta að virki og því langar mig að athuga hvort þú lesandi góður á Íslandi lumir kannski á gamalli fartölvu sem þú ert hættur að nota og getur séð af? Ef svo er máttu endilega hafa þig frammi. Ég sé mest eftir því að hafa selt mína gömlu á slikk áður en ég fór. Þessar gömlu vélar eru jú nánast einskis virði í tæknisamfélaginu heima.
Martin bílstjóri á fimm ára tvíbura, stelpu og strák. Þau eiga lítið af dóti þar sem pabbi þeirra þénar 350 dollara á mánuði. Mig langar að kaupa dót handa þeim, bara til að gleðja þau og leyfa þeim að leika sér eins og krakkar eiga að gera.
Eunise á litla 9 mánaða dömu sem heitir Islene, algjör krútta. Euniser fær 5000 kall á mánuði fyrir að þrífa hjá mér fyrir 60% vinnu, sem er það kaup sem gengur og gerist fyrir svona vinnu. Ég þarf náttlega alveg að fara að hækka kaupið hennar enda stendur hún sig svakalega vel. Sú litla hefur verið í miklum læknisrannsóknum vegna heilsuleysis og enn veit enginn hvað er að. Sníkjudýr kannski, eins og mamman er líka með. Læknisþjónusta á góðum spítala, föt og leikföng gæti farið á listann fyrir hana.
Mig langar að gera þetta af því ég get það. Ég legg áherslu á að þetta fólk sem ég nefni hér er ekki fórnarlömb og þjáist ekki úr hungri eða nokkurri neyð. Þetta er vinnandi fólk sem stendur sig vel. Fólk sem elskar að lifa eins og við, en á erfiðara með það vegna peninga. Lífsgæðin þeirra snúast bara í kringum það allra nauðsynlegasta og ekkert aukreitis er leyfilegt. Þau eru hamingjusöm en mér finnst samt svo dapurt að sjá hvað ég hef það svakalega rosalega fínt miðað við þau. Ég er venjuleg íslensk og þau venjulegir Níkar og við erum eins - en samt ekki. Að ferðast er til dæmis ekki inni í myndinni en enginn af þeim hefur komið fyrir utan Nicaragua.
Að gleðja þau með þessum gjöfum er eitthvað sem mig langar til að gera - með ykkur - til að segja þeim og sýna að við erum ekkert skárri en þau. Til að segja að þótt heimurinn sé óréttlátur sé allt hægt. Til að segja að þótt þau séu héðan og þau þaðan eigi þau skilið að hafa það gott og njóta þess sem lífið hefur upp á að bjóða. Ég veit - drama - en þetta er bara raunveruleikinn.
Ég er ekki að gera þeirra "vandamál" (reyndar lít ég ekki á þeirra líf sem vandamál) eða hindranir eða takmarkanir að mínum, og alveg spurning hvort það að gefa "einskis nýta" hluti bæti heiminn eitthvað í heild sinni. Ég er ekki að bjarga heiminum. Ánægjuvog þessa fólks fer hins vegar eilítið upp á við og það skiptir líka máli. Þetta er fólk sem ég þekki orðið persónulega og mig langar að gefa af mér til að segja þeim að það skiptir mig máli að verða að liði. Þetta munar svo miklu fyrir það og svo litlu fyrir okkur.
Svo now is your chance!
Mig langar að gefa Walter aðgang að alheimsvisku netsins og gleðja börnin Martins og Eunise. Ég ætla því að setja af stað smá söfnun til að leyfa ykkur hinum sem hafið tekið þátt í ævintýrinu með mér, með því að lesa frásagnir mínar af þessu fólki. Ef skrif mín um Níkalífið hafa snert, nú eða kennt þér eitthvað - vertu endilega með. Ef þú átt gamla fartölvu sem virkar og þú ert hætt/ur að nota og/eða gamla digital myndavél máttu endilega kommenta hér þess efnis eða senda mér póst á erla.sigurdardottir@gmail.com. Viggi leggur af stað hingað út í næstu viku og gæti tekið þetta með sér svo það er vissulega smá tímapressa.
Og... EF... þú ert síðan aflögufær um nokkrar krónur og vilt vera með í þessum gjöfum sem mig langar til að gefa fólkinu mínu hér þá máttu leggja 1000 kall inn á reikning 0327 - 26 - 4770, kt. 0605763869. Ég veit að ég hlýt alla vega að eiga 10 -15 góða vini, kunningja og ættingja - af þeim 160 manns sem að meðaltali lesa síðuna á dag - sem geta hæglega séð af þúsara.
Ef þetta virkar er það æðislegt frábært og meiriháttar.
Nú ef ekki, þá alla vega var tilraunin þess virði.
E
Mig langar að gera eitthvað fyrir fólkið í kringum mig hér í Nicaragua sem hefur það ágætt en skortir samt margt sem gæti gert lífið þeirra skemmtilegra og betra. Að þeirra mati og mínu. Þetta eru venjulegir níkar sem vinna fyrir kaupinu sínu og gera sitt allra besta, en þurfa að horfa í hvern cordoba.
Mig langar að vera svolítið stórtæk því ég veit að við getum það. Við eigum fyrir því og þau eiga það skilið. Fólkið sem um ræðir er Walter spænskukennarinn minn, Martin bílstjórinn minn og Eunise vinnukonan mín.
Walter er eins og áður sagði kennari í háskóla hér í borg. Hann kennir spænsku og ensku og er flottur karl. 42 ára 4 barna faðir sem keyrir um á mótorhjóli því hann á ekki fyrir bíl. Hann dreymir um að eignast tölvu til að geta orðið partur af alheimsvisku netsins og unnið og undirbúið kennsluna betur. Hann er með aðgang að tölvu af og til í háskólanum en þar sem hann er bara stundakennari á hann ekki greiðan aðgang að einni slíkri. Hann á 8 mánaða snáða og dreymir um að taka myndir af honum og brosandi spékoppunum hans. Notuð tölva og digital myndavél fer því á listann fyrir hann.
Það er með öllu ómögulegt að finna notaða tölvu hér sem hægt er að treysta að virki og því langar mig að athuga hvort þú lesandi góður á Íslandi lumir kannski á gamalli fartölvu sem þú ert hættur að nota og getur séð af? Ef svo er máttu endilega hafa þig frammi. Ég sé mest eftir því að hafa selt mína gömlu á slikk áður en ég fór. Þessar gömlu vélar eru jú nánast einskis virði í tæknisamfélaginu heima.
Martin bílstjóri á fimm ára tvíbura, stelpu og strák. Þau eiga lítið af dóti þar sem pabbi þeirra þénar 350 dollara á mánuði. Mig langar að kaupa dót handa þeim, bara til að gleðja þau og leyfa þeim að leika sér eins og krakkar eiga að gera.
Eunise á litla 9 mánaða dömu sem heitir Islene, algjör krútta. Euniser fær 5000 kall á mánuði fyrir að þrífa hjá mér fyrir 60% vinnu, sem er það kaup sem gengur og gerist fyrir svona vinnu. Ég þarf náttlega alveg að fara að hækka kaupið hennar enda stendur hún sig svakalega vel. Sú litla hefur verið í miklum læknisrannsóknum vegna heilsuleysis og enn veit enginn hvað er að. Sníkjudýr kannski, eins og mamman er líka með. Læknisþjónusta á góðum spítala, föt og leikföng gæti farið á listann fyrir hana.
Mig langar að gera þetta af því ég get það. Ég legg áherslu á að þetta fólk sem ég nefni hér er ekki fórnarlömb og þjáist ekki úr hungri eða nokkurri neyð. Þetta er vinnandi fólk sem stendur sig vel. Fólk sem elskar að lifa eins og við, en á erfiðara með það vegna peninga. Lífsgæðin þeirra snúast bara í kringum það allra nauðsynlegasta og ekkert aukreitis er leyfilegt. Þau eru hamingjusöm en mér finnst samt svo dapurt að sjá hvað ég hef það svakalega rosalega fínt miðað við þau. Ég er venjuleg íslensk og þau venjulegir Níkar og við erum eins - en samt ekki. Að ferðast er til dæmis ekki inni í myndinni en enginn af þeim hefur komið fyrir utan Nicaragua.
Að gleðja þau með þessum gjöfum er eitthvað sem mig langar til að gera - með ykkur - til að segja þeim og sýna að við erum ekkert skárri en þau. Til að segja að þótt heimurinn sé óréttlátur sé allt hægt. Til að segja að þótt þau séu héðan og þau þaðan eigi þau skilið að hafa það gott og njóta þess sem lífið hefur upp á að bjóða. Ég veit - drama - en þetta er bara raunveruleikinn.
Ég er ekki að gera þeirra "vandamál" (reyndar lít ég ekki á þeirra líf sem vandamál) eða hindranir eða takmarkanir að mínum, og alveg spurning hvort það að gefa "einskis nýta" hluti bæti heiminn eitthvað í heild sinni. Ég er ekki að bjarga heiminum. Ánægjuvog þessa fólks fer hins vegar eilítið upp á við og það skiptir líka máli. Þetta er fólk sem ég þekki orðið persónulega og mig langar að gefa af mér til að segja þeim að það skiptir mig máli að verða að liði. Þetta munar svo miklu fyrir það og svo litlu fyrir okkur.
Svo now is your chance!
Mig langar að gefa Walter aðgang að alheimsvisku netsins og gleðja börnin Martins og Eunise. Ég ætla því að setja af stað smá söfnun til að leyfa ykkur hinum sem hafið tekið þátt í ævintýrinu með mér, með því að lesa frásagnir mínar af þessu fólki. Ef skrif mín um Níkalífið hafa snert, nú eða kennt þér eitthvað - vertu endilega með. Ef þú átt gamla fartölvu sem virkar og þú ert hætt/ur að nota og/eða gamla digital myndavél máttu endilega kommenta hér þess efnis eða senda mér póst á erla.sigurdardottir@gmail.com. Viggi leggur af stað hingað út í næstu viku og gæti tekið þetta með sér svo það er vissulega smá tímapressa.
Og... EF... þú ert síðan aflögufær um nokkrar krónur og vilt vera með í þessum gjöfum sem mig langar til að gefa fólkinu mínu hér þá máttu leggja 1000 kall inn á reikning 0327 - 26 - 4770, kt. 0605763869. Ég veit að ég hlýt alla vega að eiga 10 -15 góða vini, kunningja og ættingja - af þeim 160 manns sem að meðaltali lesa síðuna á dag - sem geta hæglega séð af þúsara.
Ef þetta virkar er það æðislegt frábært og meiriháttar.
Nú ef ekki, þá alla vega var tilraunin þess virði.
E
miðvikudagur, ágúst 22, 2007
La Rojita
Ég og Rojita
Takið eftir vel stílíseruðu lífi mínu hér - húsið, sólgleraugu og svo extra kúl framrúðusólhlíf - sem Beta keypti þegar hún var stopp á RAUÐU ljósi. Hún segist ekki hafa vitað af myndinni en hmmm.... Ég fíla hana.
Reyndar bilaði Rojita úti í miðri sveit síðustu helgi sem var ekki svo skemmtileg lífsreynsla. Þarna vorum við tvær hvítar með lítið barn, klórandi okkur í hausnum yfir opnu húddinu eftir að bíllinn hafði allt í einu drepið á sér á miðri ferð þegar við vorum á leiðina á ströndina. Það var sem sagt ekkert mokað eða sullað á ströndinni þann sunnudaginn heldur bara bið og vesen í brjáluðum hita og svita úti í sveit. Veru fannst það nú ekkert sérlega gaman, en stóð sig samt hetjulega. Eftir að hafa stoppað leigubílstjóra sem var mikið fyrir að ræða málin endalaust lengi á frekar óskiljanlegri sveitaníkaspænsku, brunnið á báðum öxlum, reynt að finna bifvélavirkja í nærsveitinni sem gæti kíkt á bílinn - sem fannst svo ekki, eftir að Gerður hafði hringt í 30 "vökubílaþjónustur" sem sögðust vera með opið 24 tíma sólarhringsins og enginn svaraði, eftir að hafa reynt að finna einhvern til að draga okkur í bæinn - sem fannst ekki heldur og eftir að hafa reynt að kaupa fötin af Juan Vega leigubílstjóra í því skyni að reyna að fá hann til að selja okkur reipið sitt (Ropa: Föt en ekki reipi - ég vissi það alveg...!) kom Saúl hennar Gerðar okkur loksins til bjargar.
Þvottasnúrurnar sem við fundum til að draga bílinn slitnuðu nokkuð oft á leiðinni heim og styttust með hverjum aukahnútnum og á endanum var varla meira en 1,5 meter á milli bílanna. Betu hetju tókst samt að klessa ekki á Saúl og fær hún extra mörg prik fyrir það. Ég var alveg viss um að þetta myndi enda illa, sérstaklega þegar Beta var alltaf að gleyma handbremsunni á á rauðu ljósi og þvottasnúrurnar slitnuðu í kjölfarið og svo átti Beta voðalega erfitt með að nota flautuna eins og umferðarlögin hér segja til um... Þetta er reyndar mjög fyndið eftir á og við plummuðum okkur vel. Bíllinn er kominn úr viðgerð og þeir segja þetta hafa verið tímareimin. Ég trúi þeim og treysti ... alla vega þangað til hann bilar aftur.
Rafmagnsleysið ekki svo rómó lengur
Jæææja, þá fer þetta rafmagnsleysi alveg að verða nægilegt. Komið gott.
Þær vikur þar sem rafmagnið er tekið af kl. 19 - 22 er bara ekkert svo gaman lengur! Fyrst var þetta agalega næs og kósí. Greys Anatomy alein heima í myrkrinu var allt í lagi þegar ég var ein, en svo varla lengur þegar stelpurnar eru hér líka og ég búin með seríuna! Vera sofnar reyndar snemma í þessum myrkri sem er ágætt en ég og Beta lesum við vasaljóstýru og spilum við kertaljós. Viftan virkar ekki og við svitnum í hitanum. Ekki er svo hægt að fara í sturtu því það er ekkert vatn þegar það er ekkert rafmagn. Ef einhverjum finnst þetta rómókósí stemming þá bendi ég hinum sama á að reyna þetta kvöld eftir kvöld eftir kvöld :S
Þær vikur þar sem rafmagnið er tekið af kl. 19 - 22 er bara ekkert svo gaman lengur! Fyrst var þetta agalega næs og kósí. Greys Anatomy alein heima í myrkrinu var allt í lagi þegar ég var ein, en svo varla lengur þegar stelpurnar eru hér líka og ég búin með seríuna! Vera sofnar reyndar snemma í þessum myrkri sem er ágætt en ég og Beta lesum við vasaljóstýru og spilum við kertaljós. Viftan virkar ekki og við svitnum í hitanum. Ekki er svo hægt að fara í sturtu því það er ekkert vatn þegar það er ekkert rafmagn. Ef einhverjum finnst þetta rómókósí stemming þá bendi ég hinum sama á að reyna þetta kvöld eftir kvöld eftir kvöld :S
Hlaupa-abbó-blogg
Þeir sem hafa lesið síður þessa bloggs þekkja væntanlega hlaupabloggin mín sl. vor. Ég fékk hlaupaBÓLUNA og hljóp bara og hljóp og varð alveg ágæt. Ég varð háð og talaði ekki um annað en hlaupaveður, hlaupatíma, hlaupaleiðir, hlaupafélaga og hlaupagræjur.
Ég fékk því smá öfundsýkiskrampa í magann þegar Reykjavíkurmaraþonið var um helgina síðustu. Og hvað þá þegar ég heyrði svo frá hlaupafélögum lýsa reynslu sinni af þessu frábæra hlaupi á þessum frábæra degi. Ég átti og ætlaði að vera að hlaupa þar. Það er engin spurning að ég hefði bætt mig í rok-21-km mínum frá því á Akranesi í maí. Nema kannski fyrir þær sakir að ég er hætt að hlaupa og í engri þjálfun. Í bili. Sixpakkinn er meira að segja hægt og bítandi að hverfa úúúú...
Fyrir utan hitann, ónýtu gangstígana sem geta hæglega öklabrotið mann og það að ég er í stórhættu svona eins sexí og ég er alein úti að skokka eftir vinnu í myrkrinu, þá fást orkugelin náttúrulega ekki hér svo í raun get ég ekki hlaupið. Þetta er ekki leti eða tímaskortur. Ef þetta er ekki ástæða til að hlaupa EKKI þá veit ég ekki hvað.
Ég þarf að byrja upp á nýtt í vetur og taka þetta bara næst. Huggi hugg. Það er víst nógur tími.
Núna er ævintýratími.
Ég fékk því smá öfundsýkiskrampa í magann þegar Reykjavíkurmaraþonið var um helgina síðustu. Og hvað þá þegar ég heyrði svo frá hlaupafélögum lýsa reynslu sinni af þessu frábæra hlaupi á þessum frábæra degi. Ég átti og ætlaði að vera að hlaupa þar. Það er engin spurning að ég hefði bætt mig í rok-21-km mínum frá því á Akranesi í maí. Nema kannski fyrir þær sakir að ég er hætt að hlaupa og í engri þjálfun. Í bili. Sixpakkinn er meira að segja hægt og bítandi að hverfa úúúú...
Fyrir utan hitann, ónýtu gangstígana sem geta hæglega öklabrotið mann og það að ég er í stórhættu svona eins sexí og ég er alein úti að skokka eftir vinnu í myrkrinu, þá fást orkugelin náttúrulega ekki hér svo í raun get ég ekki hlaupið. Þetta er ekki leti eða tímaskortur. Ef þetta er ekki ástæða til að hlaupa EKKI þá veit ég ekki hvað.
Ég þarf að byrja upp á nýtt í vetur og taka þetta bara næst. Huggi hugg. Það er víst nógur tími.
Núna er ævintýratími.
þriðjudagur, ágúst 21, 2007
León
Já, borgarheitin eru sum svolítið evrópsk hér - León - Lyon...
Við fórum í dagsferð til León um helgina. Það var heitt og fullt af flottum kirkjum frá colonial tímanum - eins og í Granada. Ég segi það ekki að það mætti nú samt kannski alveg taka í pensil á flestum af þessum flottu byggingum... León er háskólabær og við sáum í alvöru nokkuð marga hrímhvíta eins og okkur sem er tilbreyting. Vera var í stuði og mér finnst ekkert mál að taka hana með í svona ferðir, hún er virkilega áhugasöm - ef hún fær ís reglulega og að keyra kanínuna sína í kerrunni.
Ég sé það alltaf betur og betur að við mæðgurnar erum með sama sæta brosið :)San Pedro Dómkirkjan - stærsta kirkja í Mið - Ameríku - og hún var mun flottari inní heldur en utan á...
Götugraffítí
Gerður og Gestur að gæjast
Sprelllifandi krabbar til sölu, kosta eina tölu
Eðlu í kvöldmatinn?
mánudagur, ágúst 20, 2007
Dean
Það er fellibyljaseason hér hjá mér.
Regntími náttúrulega fyrst og fremst sem einkennist af þvílíkum þrumum og eldingum að ég hrekk við í hvert sinn sem lætin gerast. Kannski engin furða, þetta er oft eins og sprenging rétt fyrir ofan mann. Það hafa gerst mörg slys hér undanfarið þegar fólk hefur orðið fyrir eldingu, heil fjölskylda bara um daginn þegar mamman reyndið að bjarga barninu sínu sem var í raflosti þar sem það var úti að leika sér í rigningunni og svo amman sem reyndi að bjarga mömmunni og bróðirinn sem reyndi að bjarga ömmunni. Hræðilegt. Ég ætla að halda mig inni í rigningu, er satt best að segja skíthrædd við þetta.
Það laust eldingu niður rétt hjá húsinu hans Gísla yfirmanns í síðustu viku og núna virkar hvorki internetið né síminn hjá honum auk þess sem græjurnar hans eru ónýtar og tölvan biluð. En skítt með dótaríið, verra er það með fólkið.
Núna snýst þetta samt allt um fellibylina. Það er augljós hræðsla við þá, enda ekki skrýtið þar sem þeir hafa margir skilið eftir sig sviðna jörð hér og það gleymist ekki. Er einhver á leiðinni? Hvert fer hann? Hvenær kemur hann? Hvað er hann hraður? Hver verða áhrifin hér? Íslensk rigning og rok verður eitthvað svo lítilvæg (þótt hún sé jú hundleiðinleg) miðað við það sem getur dunið á hér. Allt slæmt sem gerist í kjölfar fellibylja og jarðskjálfta gerist bara langt í burtu. Nema núna er þetta hér.
Á Jamaica sem er hér hinu megin við mig urðu miklar skemmdir í gær og núna er rauð viðvörun í Mexíkó og ferðamenn að flýja í flokkum heim til sín úr fríum. Þar á fellibylurinn að lenda á mesta styrk á morgun. Dean er sterkur. Hér á Atlantshafsströnd Nicaragua er græn viðvörun og fólk beðið um að vera viðbúið og alls ekki fara út að veiða. Miklar rigningar, rok og mikill öldugangur er vissulega hættulegur litlum fiskibátum.
Vonandi tekur fólkið viðvöruninni alvarlega. Við í Managua fáum bara extra mikla rigningu í kvöld og á morgun segja sérfræðingarnir.
Hvenær ætli sá næsti komi svo?
Regntími náttúrulega fyrst og fremst sem einkennist af þvílíkum þrumum og eldingum að ég hrekk við í hvert sinn sem lætin gerast. Kannski engin furða, þetta er oft eins og sprenging rétt fyrir ofan mann. Það hafa gerst mörg slys hér undanfarið þegar fólk hefur orðið fyrir eldingu, heil fjölskylda bara um daginn þegar mamman reyndið að bjarga barninu sínu sem var í raflosti þar sem það var úti að leika sér í rigningunni og svo amman sem reyndi að bjarga mömmunni og bróðirinn sem reyndi að bjarga ömmunni. Hræðilegt. Ég ætla að halda mig inni í rigningu, er satt best að segja skíthrædd við þetta.
Það laust eldingu niður rétt hjá húsinu hans Gísla yfirmanns í síðustu viku og núna virkar hvorki internetið né síminn hjá honum auk þess sem græjurnar hans eru ónýtar og tölvan biluð. En skítt með dótaríið, verra er það með fólkið.
Núna snýst þetta samt allt um fellibylina. Það er augljós hræðsla við þá, enda ekki skrýtið þar sem þeir hafa margir skilið eftir sig sviðna jörð hér og það gleymist ekki. Er einhver á leiðinni? Hvert fer hann? Hvenær kemur hann? Hvað er hann hraður? Hver verða áhrifin hér? Íslensk rigning og rok verður eitthvað svo lítilvæg (þótt hún sé jú hundleiðinleg) miðað við það sem getur dunið á hér. Allt slæmt sem gerist í kjölfar fellibylja og jarðskjálfta gerist bara langt í burtu. Nema núna er þetta hér.
Á Jamaica sem er hér hinu megin við mig urðu miklar skemmdir í gær og núna er rauð viðvörun í Mexíkó og ferðamenn að flýja í flokkum heim til sín úr fríum. Þar á fellibylurinn að lenda á mesta styrk á morgun. Dean er sterkur. Hér á Atlantshafsströnd Nicaragua er græn viðvörun og fólk beðið um að vera viðbúið og alls ekki fara út að veiða. Miklar rigningar, rok og mikill öldugangur er vissulega hættulegur litlum fiskibátum.
Vonandi tekur fólkið viðvöruninni alvarlega. Við í Managua fáum bara extra mikla rigningu í kvöld og á morgun segja sérfræðingarnir.
Hvenær ætli sá næsti komi svo?
Walter og ég
Já, hann Walter.
Spænskukennarinn minn ágæti. Fínn kall. Hann er 42 ára og á konu og 4 börn. Hann býr með seinni eiginkonu sinni og 8 mánaða syni hjá tengdaforeldrum sínum en konan hans er í orlofi. Walter kemur nýsturtaður, í nýstraujuðum fötum í vinnuna, vel greiddur og með skjalatösku - en á eldgömlu mótorhjóli. Hárið er þá vel klesst eftir hjálminn. Hann á ekki regngalla fyrir demburnar og þarf oftar en ekki að keyra í bleytunni frá mér í kennsluna í háskólanum. Hann verslar allt sem til þarf á markaðnum, hvort sem um ræðir kjöt eða lyf, og um daginn þegar hann var að tala um að hann þyrfti að fara að kaupa þurrmjólk handa syninum áður en hann færi heim - rigningunni - sagði ég við hann að það væri nú lítið mál að koma við í La Colonia á leiðinni en sá súpermarkaður er svona eins og Bónus/Hagkaup heima.
Það var í raun þá sem ég fyrst fattaði að Walter hafði það í raun ekki eins fínt og ég hélt. Hann hristi hausinn með skrýtið augnaráð og sagði mér að versla þar væri ekki inni í myndinni.
Ég sá það svo enn betur hvernig staðan á Walter og fjölskyldu var þegar bróðir hans dó skyndilega í síðustu viku. Maðurinn var 38 ára og fékk hjartaverk. Hann keyrði á næsta spítala sem var að sjálfsögðu public spítali. Þar fékk hann að sjálfsögðu arfaslaka þjónustu og dó á meðan blóðprufan - eina testið sem var tekið - var í rannsókn á öðrum prívat spítala. Að leggja hann inn á sæmilegan prívat spítala hefði kostað fjölskylduna of mikið eða um 150 USD á dag og það kom ekki til tals. Fyrir utan það að læknirinn á public spítalanum gaf það aldrei í skyn að maðurinn væri nálægt því að deyja. Sem sagt, engir peningar, engin þjónusta. Já, bróðirinn hrökk upp af og fjölskyldan þurfti að taka líkið með heim af spítalanum sama kvöld. Þau keyptu ódýrustu líkkistuna sem kostaði samt 500 USD. Einn bróðirinn sem býr í Californiu borgaði það víst. Walter sá svo um að hringja í alla vini og ættingja til að tilkynna andlátið, fór nokkrar ferðir á mótorhjólinu sínu að kaupa kók og smákökur fyrir gesti sem streymdu að næstu 3 sólarhringa dag og nótt og fór svo upp í kirkjugarð á þriðja degi til að grafa sjálfur holuna sem bróðir hans var jarðsettur í. Skófluna fékk hann lánað hjá vini. Þá klæddi hann bróður sinn, þriggja daga gamalt rotnandi lík (eftir 33 gráður á dag) í föt, en hann hafði dáið á boxerunum einum. Já, það er jú alltof dýrt að kaupa jarðafararþjónustu.
Walter er venjulegur Níka úr millistétt. Hann er sennilega efri millistétt. Hann er menntaður þýðandi, vinnur sem stundakennari í Háskólanum við að kenna útlendingum spænsku og Níkum ensku. Stundum fær hann svo aukapening í einkakennslu með nemandur eins og mig. Samtals um 5-600 USD á mánuði. Maður leyfir sér víst ekki mikið aukreitis með það.
Það sem ég er sífellt að upplifa hér er að ég held svo oft að fólk sé bara á svipuðu róli og ég sjálf hvað stöðu og möguleika í lífinu varðar. Nema ég versla gæði í bestu matvörubúðinni, er með miklu hærra kaup sem starfsnemi, á hús og kagga og langar til að kaupa besta 66° N regngalla á kappann.
Við sameinumst einungis í því sem gerist í skólastofunni og restin er bil sem ég ekki skil.
Spænskukennarinn minn ágæti. Fínn kall. Hann er 42 ára og á konu og 4 börn. Hann býr með seinni eiginkonu sinni og 8 mánaða syni hjá tengdaforeldrum sínum en konan hans er í orlofi. Walter kemur nýsturtaður, í nýstraujuðum fötum í vinnuna, vel greiddur og með skjalatösku - en á eldgömlu mótorhjóli. Hárið er þá vel klesst eftir hjálminn. Hann á ekki regngalla fyrir demburnar og þarf oftar en ekki að keyra í bleytunni frá mér í kennsluna í háskólanum. Hann verslar allt sem til þarf á markaðnum, hvort sem um ræðir kjöt eða lyf, og um daginn þegar hann var að tala um að hann þyrfti að fara að kaupa þurrmjólk handa syninum áður en hann færi heim - rigningunni - sagði ég við hann að það væri nú lítið mál að koma við í La Colonia á leiðinni en sá súpermarkaður er svona eins og Bónus/Hagkaup heima.
Það var í raun þá sem ég fyrst fattaði að Walter hafði það í raun ekki eins fínt og ég hélt. Hann hristi hausinn með skrýtið augnaráð og sagði mér að versla þar væri ekki inni í myndinni.
Ég sá það svo enn betur hvernig staðan á Walter og fjölskyldu var þegar bróðir hans dó skyndilega í síðustu viku. Maðurinn var 38 ára og fékk hjartaverk. Hann keyrði á næsta spítala sem var að sjálfsögðu public spítali. Þar fékk hann að sjálfsögðu arfaslaka þjónustu og dó á meðan blóðprufan - eina testið sem var tekið - var í rannsókn á öðrum prívat spítala. Að leggja hann inn á sæmilegan prívat spítala hefði kostað fjölskylduna of mikið eða um 150 USD á dag og það kom ekki til tals. Fyrir utan það að læknirinn á public spítalanum gaf það aldrei í skyn að maðurinn væri nálægt því að deyja. Sem sagt, engir peningar, engin þjónusta. Já, bróðirinn hrökk upp af og fjölskyldan þurfti að taka líkið með heim af spítalanum sama kvöld. Þau keyptu ódýrustu líkkistuna sem kostaði samt 500 USD. Einn bróðirinn sem býr í Californiu borgaði það víst. Walter sá svo um að hringja í alla vini og ættingja til að tilkynna andlátið, fór nokkrar ferðir á mótorhjólinu sínu að kaupa kók og smákökur fyrir gesti sem streymdu að næstu 3 sólarhringa dag og nótt og fór svo upp í kirkjugarð á þriðja degi til að grafa sjálfur holuna sem bróðir hans var jarðsettur í. Skófluna fékk hann lánað hjá vini. Þá klæddi hann bróður sinn, þriggja daga gamalt rotnandi lík (eftir 33 gráður á dag) í föt, en hann hafði dáið á boxerunum einum. Já, það er jú alltof dýrt að kaupa jarðafararþjónustu.
Walter er venjulegur Níka úr millistétt. Hann er sennilega efri millistétt. Hann er menntaður þýðandi, vinnur sem stundakennari í Háskólanum við að kenna útlendingum spænsku og Níkum ensku. Stundum fær hann svo aukapening í einkakennslu með nemandur eins og mig. Samtals um 5-600 USD á mánuði. Maður leyfir sér víst ekki mikið aukreitis með það.
Það sem ég er sífellt að upplifa hér er að ég held svo oft að fólk sé bara á svipuðu róli og ég sjálf hvað stöðu og möguleika í lífinu varðar. Nema ég versla gæði í bestu matvörubúðinni, er með miklu hærra kaup sem starfsnemi, á hús og kagga og langar til að kaupa besta 66° N regngalla á kappann.
Við sameinumst einungis í því sem gerist í skólastofunni og restin er bil sem ég ekki skil.
laugardagur, ágúst 18, 2007
Totalmente y completamente
Senn fer spænskukennslunni minni að ljúka.
Við Walter einkakennari höfum haft það gott saman á morgnanna í sendiráðinu og ég ábyggilega lært helling. Það er bara ekki það sama að kunna grammatík á blaði og ætla sér svo að nota hana í orði. Alla vega er skyldagatíðin og viðtengingarhátturinn fjarri því orðinn integreraður í málið hjá mér fyrir utan það hvað orðaforðinn er takmarkaður (þótt hann sé miklu betri en í upphafi). Ég tala ennþá eins og stamandi barn og finnst virkilega erfitt að hlusta á mig sánda eins og smákrakka. En það er víst hluti af leiknum við að læra nýtt tungumál. Ég fór á fyrsta fundinn minn á spænsku ein fyrir helgi og tæklaði það ágætlega held ég. Gerði mig alla vega skiljanlega með þeim fáu orðum sem ég náði að stynja upp - á einfaldri barnaspænsku. En ég skildi allt sem þau sögðu... Mér fannst ég sánda svolítið heimskulega. Mig langaði að segja svo margt en í staðinn sagði ég bara nokkur stikkorð og vonaði svo að þau haldi ekki að ég hafi engan áhuga á málefninu.
Hér má lesa áhugavert blogg frá Toshiki Toma um það hvernig hann upplifir það að lifa á íslensku (frá 13. ágúst). Ég skil hann svo svakalega vel núna, fyrir utan það hvað það hlýtur að vera algjör horror að læra ízlensku frá grunni... Ok, ég er totalmente y completamente hætt að vorkenna mér.
Við Walter einkakennari höfum haft það gott saman á morgnanna í sendiráðinu og ég ábyggilega lært helling. Það er bara ekki það sama að kunna grammatík á blaði og ætla sér svo að nota hana í orði. Alla vega er skyldagatíðin og viðtengingarhátturinn fjarri því orðinn integreraður í málið hjá mér fyrir utan það hvað orðaforðinn er takmarkaður (þótt hann sé miklu betri en í upphafi). Ég tala ennþá eins og stamandi barn og finnst virkilega erfitt að hlusta á mig sánda eins og smákrakka. En það er víst hluti af leiknum við að læra nýtt tungumál. Ég fór á fyrsta fundinn minn á spænsku ein fyrir helgi og tæklaði það ágætlega held ég. Gerði mig alla vega skiljanlega með þeim fáu orðum sem ég náði að stynja upp - á einfaldri barnaspænsku. En ég skildi allt sem þau sögðu... Mér fannst ég sánda svolítið heimskulega. Mig langaði að segja svo margt en í staðinn sagði ég bara nokkur stikkorð og vonaði svo að þau haldi ekki að ég hafi engan áhuga á málefninu.
Hér má lesa áhugavert blogg frá Toshiki Toma um það hvernig hann upplifir það að lifa á íslensku (frá 13. ágúst). Ég skil hann svo svakalega vel núna, fyrir utan það hvað það hlýtur að vera algjör horror að læra ízlensku frá grunni... Ok, ég er totalmente y completamente hætt að vorkenna mér.
föstudagur, ágúst 17, 2007
Aðlögunarhæfni 103
Við Beta erum í ruglinu. Þetta er uppáhaldslagið okkar - pæliði í því! Og þetta hér (eitthvað heimavídeó sem við fundum, næst kemur kannski heimavídeó af okkur...) algjörlega númer tvö. Jafnvel eitt. Beta þjáist náttlega af alvarlegri moskító- eða maurabitseitrun og ég er án efa með sólsting eða uppþornuð af brjáluðu loftkælingunni í vinnunni. Ég meina hvað er að gerast?? Við sitjum hérna á hverju kvöldi að rembast við að syngja með þessum líka tsöff lögum sem eru svo vinsæl hér að þau óma í hverju götuhorni (alla vega í bílnum okkar og í tölvunni okkar). Og svo hlæjum við eins og hálfvitar, og finnst við svakalega góðar í spænsku. Við erum ekki einu sinni að drekka bjór. Bara vatn í klaka. Spurning hvort klórinn í vatninu sé að gera okkur þetta.
Talandi um að aðlagast!
Talandi um að aðlagast!
fimmtudagur, ágúst 16, 2007
Níkanammi
Hér má sjá uppskeru dagsins úr garðinum í vinnunni mmm...
Ég fæ mér orðið nýtýnt mangó í hverjum kaffitíma og ferskan stjörnuávaxtasafa með hádegismatnum.
Hér má sjá upplýsingar um alla ávexti sem vaxa í Nicaragua.
Mér finnst stundum eins og Níkarnir tali um trén sín og ávextina eins og við um fiskinn, jafnvel veðrið - svo merkilegt og mikilvægt eru ávextirnir og grænmetið þeim. Æðislegt!
miðvikudagur, ágúst 15, 2007
Tækifærin - mín.
Augun mín eru farin að sjá svo margt sem þau sáu ekki áður.
Ég fór á Pizza Hut um daginn til að ná í pizzu handa okkur stelpunum þegar vinnukonan mín var í fríi. Eftir að hafa sjálf unnið bæði í veitinga- og skyndibitabransanum á mínum yngri árum, bæði hér heima og í útlöndum, fæ ég alltaf hroll þegar ég hugsa um greyið ææ aumingjans fólkið sem þarf því miður að gera sér það að góðu að vera í þessu líka ömurlega djobbi, eins sjúklega leiðinlegt og slítandi það er. Að ganga marga kílómetra á dag fram og tilbaka í stressi (Útsýniskaffihús í Svissnesku Ölpunum) og jafnvel á háum hælum og í minipilsi (veitingahúsið Ítalía), í hita (Píanóbarinn í S-Sviss), angandi af fitu (KFC - jakk) og reykingarlykt (Astro), með feikað bros (alls staðar!) bara af því þig langar í tips (útlönd), eru svo liðin tíð fyrir mig. Sem betur fer. Ég vann í bransanum með skólanum hér heima og svo í útlöndum þar sem ég var útlendingur og enga aðra vinnu að fá þannig séð. En það var samt skárra en að þrífa klósett og búa um rúm og svo var ég Íslendingurinn alltaf voðalega vinsæll þjónn og fékk alltaf miklu meira tips ein hinir innfæddu fyrir grænu augun mín og rauða hárið. Hvað þá 180 sentimetrana og tungumálið. Og fallega feikaða brosið jú. Einu sinni var meira að segja veðmál á einu borðinum mínu í Arosa um það hvað ég væri himinhá. Sá sem vann veðmálið gaf mér peninginn í tips og það var heill hellingur. Þjónar eru þrælar í gerviheimi. Og vá hvað ég fékk nóg af þessu, úff. Aldrei aftur hugsaði ég eftir að skólanum lauk. Aldrei aftur í svona skítavinnu.
Þegar ég hins vegar sat á Pizza Hut að bíða eftir matnum mínum hugsaði ég með mér hvað það væri nú fínt að vinna þarna. Þetta væri nú fín vinna. Þeir sem hér ynnu væru sko heppnir. Svo miklu betra en að selja bílamottur eða banana á miðri götu á gatnamótum, selja ristaðar hentur eða tortillur, gangandi um í hita og svita með birgðirnar á höfðinu og hvað þá að vera öryggisvörður með engin verkefni what so ever nema halda sér vakandi. Þarna vann venjulegt fólk, ábyggilega af millistétt einhvers konar, í loftkældu umhverfi, í hreinum og fínum fötum, með nóg að borða og skemmtilegan félagsskap. Það var mikið af starfsfólki á staðnum, nóg að gera og það hló og gerði grín sín á milli, á milli þess sem það sörveraði svanga Managúaborgara með vinnukonur í fríi.
Ekki það að mig langaði til að þjóna aftur, fjarri því, en ég sá að brosin voru ekki gervi. Ég þekki af eigin raun að brosin á Pizza Hut eru gervi á Íslandi – sem kannski skýrir það hversu léleg þjónusta á íslenskum veitingahúsum er.
Þetta fer jú allt eftir því við hvað miðað er. Hvaða tækifæri við höfum. Ég trúi því að við sköpum okkar tækifæri að miklu leyti sjálf, eða hef trúað því hingað til. Að það sem þú virkilega viljir komi til þín á einhvern hátt. Að þú getir valið og hafnað, ákveðið leiðina að mestu leyti sjálfur. Ég sé það hins vegar nú að þetta á bara við um sjálfa mig og fólk sem hefur það fínt. Tækifæri til hvers? Að lifa daginn, að fá að borða, að komast af. Eða að ferðast, að menntast, að verða forseti.
Tækifærin eru svo fjarri því að vera allra.
Og hér er Pizza Hut án efa gott tækifæri í lífinu fyrir marga.
Ég fór á Pizza Hut um daginn til að ná í pizzu handa okkur stelpunum þegar vinnukonan mín var í fríi. Eftir að hafa sjálf unnið bæði í veitinga- og skyndibitabransanum á mínum yngri árum, bæði hér heima og í útlöndum, fæ ég alltaf hroll þegar ég hugsa um greyið ææ aumingjans fólkið sem þarf því miður að gera sér það að góðu að vera í þessu líka ömurlega djobbi, eins sjúklega leiðinlegt og slítandi það er. Að ganga marga kílómetra á dag fram og tilbaka í stressi (Útsýniskaffihús í Svissnesku Ölpunum) og jafnvel á háum hælum og í minipilsi (veitingahúsið Ítalía), í hita (Píanóbarinn í S-Sviss), angandi af fitu (KFC - jakk) og reykingarlykt (Astro), með feikað bros (alls staðar!) bara af því þig langar í tips (útlönd), eru svo liðin tíð fyrir mig. Sem betur fer. Ég vann í bransanum með skólanum hér heima og svo í útlöndum þar sem ég var útlendingur og enga aðra vinnu að fá þannig séð. En það var samt skárra en að þrífa klósett og búa um rúm og svo var ég Íslendingurinn alltaf voðalega vinsæll þjónn og fékk alltaf miklu meira tips ein hinir innfæddu fyrir grænu augun mín og rauða hárið. Hvað þá 180 sentimetrana og tungumálið. Og fallega feikaða brosið jú. Einu sinni var meira að segja veðmál á einu borðinum mínu í Arosa um það hvað ég væri himinhá. Sá sem vann veðmálið gaf mér peninginn í tips og það var heill hellingur. Þjónar eru þrælar í gerviheimi. Og vá hvað ég fékk nóg af þessu, úff. Aldrei aftur hugsaði ég eftir að skólanum lauk. Aldrei aftur í svona skítavinnu.
Þegar ég hins vegar sat á Pizza Hut að bíða eftir matnum mínum hugsaði ég með mér hvað það væri nú fínt að vinna þarna. Þetta væri nú fín vinna. Þeir sem hér ynnu væru sko heppnir. Svo miklu betra en að selja bílamottur eða banana á miðri götu á gatnamótum, selja ristaðar hentur eða tortillur, gangandi um í hita og svita með birgðirnar á höfðinu og hvað þá að vera öryggisvörður með engin verkefni what so ever nema halda sér vakandi. Þarna vann venjulegt fólk, ábyggilega af millistétt einhvers konar, í loftkældu umhverfi, í hreinum og fínum fötum, með nóg að borða og skemmtilegan félagsskap. Það var mikið af starfsfólki á staðnum, nóg að gera og það hló og gerði grín sín á milli, á milli þess sem það sörveraði svanga Managúaborgara með vinnukonur í fríi.
Ekki það að mig langaði til að þjóna aftur, fjarri því, en ég sá að brosin voru ekki gervi. Ég þekki af eigin raun að brosin á Pizza Hut eru gervi á Íslandi – sem kannski skýrir það hversu léleg þjónusta á íslenskum veitingahúsum er.
Þetta fer jú allt eftir því við hvað miðað er. Hvaða tækifæri við höfum. Ég trúi því að við sköpum okkar tækifæri að miklu leyti sjálf, eða hef trúað því hingað til. Að það sem þú virkilega viljir komi til þín á einhvern hátt. Að þú getir valið og hafnað, ákveðið leiðina að mestu leyti sjálfur. Ég sé það hins vegar nú að þetta á bara við um sjálfa mig og fólk sem hefur það fínt. Tækifæri til hvers? Að lifa daginn, að fá að borða, að komast af. Eða að ferðast, að menntast, að verða forseti.
Tækifærin eru svo fjarri því að vera allra.
Og hér er Pizza Hut án efa gott tækifæri í lífinu fyrir marga.
Bíómyndin mín
Ég get svarið það ef ég er ekki bara stödd í bíómynd hér. Á hverjum degi gerist eitthvað súrrealískt og svo óíslenskt og langt frá því sem maður er vanur að mér finnst ég oft vera þó ekki væri nema aukaleikkonan í góðri bíómynd. Smá Evíta, slatti af Buena Vista Social Club, eitthvað af Kryddlegnum hjörtum, dass af Desperado og fullt af El Mariachi
Gerður var aðalleikkonan í gær, en þá varð konan árinu eldri. Hún fékk Mariachi hljómsveit í afmælisgjöf!! Kíkið á opnunaratriðið í nýrri mynd sem kemur út í desemeber - Las chicas Nicas...
Gerður var aðalleikkonan í gær, en þá varð konan árinu eldri. Hún fékk Mariachi hljómsveit í afmælisgjöf!! Kíkið á opnunaratriðið í nýrri mynd sem kemur út í desemeber - Las chicas Nicas...
þriðjudagur, ágúst 14, 2007
El Mirador de Santo Domingo, Km.8 1/2 Carretera a Masaya, 1 Entrada de Magfor 700 m. al oeste, 100 m. al sur
Bróðir minn talar í áttum. Afi talaði í áttum. Sunnan við húsgaflinn og austan megin við lækinn. Axel ólst upp í sveit og afi var úr Dýrafirðinum. Gerður er líka drullugóð í þessu, enda nokkuð vel uppalin Níka og líka úr sveit. Dobbelt auðvelt fyrir hana. Ég kann ekki að tala í áttum, og hvað þá rata í áttum, enda bara úr Hafnarfirðinum (sem er sko ekki sveit þótt sumum finnist það). Án gríns vissi ég ekki áður en ég kom hingað út hvort sólin risi eða settist í austri eða vestri. Hún bara rís og sest einu sinni á sólarhring og stundum sé ég það og stundum ekki.
Hér í Managua eru höfuðáttirnar höfuðatriðið - til að rata. Eins og ég hef áður sagt eru engin aktúal heimilisföng hér heldur bara leiðarvísar að stöðum og allt er miðað út frá Managúavatni, metrum, kílómetrum og auðvitað áttum!
Þegar ég ætlaði fyrst um sinn að fara ein að skoða bíl um daginn var bílstjórinn að lýsa leiðinni fyrir mig og talaði í áttum og metrum. Ég sagðist hvorki skilja upp né niður og þá fór hann með mér. Á leiðinni var hann að reyna að útskýra áttirnar út frá sólinni fyrir mér. Hún var að hans sögn byrjuð að færast í vestur því klukkan var eitt og þá var suður þangað og norður hingað. Og við vorum að keyra á fullri ferð í brjálaðri umferð beygjandi hingað og þangað en alltaf vissi hann hvaða átt var hvert. Ok, ég leit til himins og það sem ég sá var að sólin var beint fyrir ofan mig og að hún skini voðalega skært og fallega og myndaði hita. En nei, hún var sko langt frá því að vera beint fyrir ofan okkur, hún var augljóslega í vestur af því skugginn af okkur féll eilítið örlítið í austur (eða hvaða átt var það nú?). Ég á erfitt með hægri og vinstri, hvernig ætti ég að ná þessu?! 100 metrar í suður frá þessum gatnamótum og 700 metra í vestur frá hinum gatnamótunum. Ég er langt frá því að vera með innbyggt metrakerfi í mér, annað en Viggi smiður kannski, og ímynda mér alltaf sundlaugar þegar ég reyni að finna út úr metrunum, hversu margar Laugardalslaugar væri þetta nú hmmm?
Þetta hefur reyndar gengið ágætlega hjá mér, enda hef ég haft þann háttinn á að dissa þessar áttir og fá frekar nálægt hverju og hingað og þangað lýsingu. Svo tek ég bara leigara í fyrsta sinn sem ég er að fara á einhvern erfiðan stað til að stimpla leiðina inn í sjónminnið. Sé sko ekki eftir sjötíukallinum sem fer í það að sleppa við það að fá hálsríg við það að leita að sólinni og reikna svo út eins og frumbyggjarnir formúluna að leiðarendanum út frá ljósi og skugga og metrum!
Ég er með gróðurofnæmi og er hrædd við dýr, en hef nú stundum hugsað það með mér hér að ég hefði kannski samt átt að fara í sveit.
Hér í Managua eru höfuðáttirnar höfuðatriðið - til að rata. Eins og ég hef áður sagt eru engin aktúal heimilisföng hér heldur bara leiðarvísar að stöðum og allt er miðað út frá Managúavatni, metrum, kílómetrum og auðvitað áttum!
Þegar ég ætlaði fyrst um sinn að fara ein að skoða bíl um daginn var bílstjórinn að lýsa leiðinni fyrir mig og talaði í áttum og metrum. Ég sagðist hvorki skilja upp né niður og þá fór hann með mér. Á leiðinni var hann að reyna að útskýra áttirnar út frá sólinni fyrir mér. Hún var að hans sögn byrjuð að færast í vestur því klukkan var eitt og þá var suður þangað og norður hingað. Og við vorum að keyra á fullri ferð í brjálaðri umferð beygjandi hingað og þangað en alltaf vissi hann hvaða átt var hvert. Ok, ég leit til himins og það sem ég sá var að sólin var beint fyrir ofan mig og að hún skini voðalega skært og fallega og myndaði hita. En nei, hún var sko langt frá því að vera beint fyrir ofan okkur, hún var augljóslega í vestur af því skugginn af okkur féll eilítið örlítið í austur (eða hvaða átt var það nú?). Ég á erfitt með hægri og vinstri, hvernig ætti ég að ná þessu?! 100 metrar í suður frá þessum gatnamótum og 700 metra í vestur frá hinum gatnamótunum. Ég er langt frá því að vera með innbyggt metrakerfi í mér, annað en Viggi smiður kannski, og ímynda mér alltaf sundlaugar þegar ég reyni að finna út úr metrunum, hversu margar Laugardalslaugar væri þetta nú hmmm?
Þetta hefur reyndar gengið ágætlega hjá mér, enda hef ég haft þann háttinn á að dissa þessar áttir og fá frekar nálægt hverju og hingað og þangað lýsingu. Svo tek ég bara leigara í fyrsta sinn sem ég er að fara á einhvern erfiðan stað til að stimpla leiðina inn í sjónminnið. Sé sko ekki eftir sjötíukallinum sem fer í það að sleppa við það að fá hálsríg við það að leita að sólinni og reikna svo út eins og frumbyggjarnir formúluna að leiðarendanum út frá ljósi og skugga og metrum!
Ég er með gróðurofnæmi og er hrædd við dýr, en hef nú stundum hugsað það með mér hér að ég hefði kannski samt átt að fara í sveit.
Granada
Við stelpurnar gerðum okkur dagsferð til Granada um helgina.
Fyrsta upplifun mín af borginni er hvað hún er falleg ogferðamannavæn.
Það voru merktar götur og skilti sem beindu okkur á rétta staði. Við vorum okkar fínasta pússi eins og Lonely Planet sagði okkur að gera af því það væru miklar líkur á því að við myndum ekki einu sinni skíta okkur út þarna. Það reyndist rétt og við nutum dagsins í góðu veðri þrátt fyrir að spáð hafi verið rigningu. Hún kom ekki til okkar enda við allar í flottustu kjólunum okkar. Sjúkket.
Granada varð til árið 1524 og er elsta borg Ameríku. Hún er svona fín af því hún var í raun byggð sem showcase city þegar Spánverjarnir voru að reyna að sanna fyrir innfæddum og heiminum öllum að þeir hefðu nú upp á fleira að bjóða heldur en skringilega trú og herkænsku. Borgin liggur við Lago de Nicaragua, stærsta vatn í Rómönsku Ameríku og eitt stærsta vatn í heimi og sú staðreynd að Ríó San Juan var aðgengileg frá vatninu og út að sjó gerði borgina mjög mikilvæga fyrr á öldum. Mikilvæga, valdamikla og ríka. Enn í dag er borgin aðlaðandi aðsetur fyrir bisnessfólk, Níka og útlendinga, og við sáum augljóslega að íbúar Granada búa á heildina litið mun betur heldur en margur Managuabúinn.
Já, ferðamennirnir við létum keyra okkur um borgina á hestvagni eins og eðal hefðarfrúm sæmir og fórum í bátsferð á Níkaragúavatni til að líta á nokkrar af þeim 365 eyjum í vatninu. Þá heimsóttum við elstu kirkju í Mið-Ameríku og safn með Zapatera styttum sem þar er í fyrrum klaustri við hliðina á, en það er mörghundruð ára frumbyggjalist úr steinum sem fundust flestar á nokkrum eyjum í Níkaragúavatni snemma á 20. öldinni.
Fagra Granada var svolítið eins og annað land í smá tíma. Alla vega var þetta algjörlega ný hlið fyrir mér, en ég er nú svo sem svo ný ennþá.
Allt var svo svakalega myndarlegt eins og sjá má...
Fínar mæðgur við Níkaragúavatn
Fyrsta upplifun mín af borginni er hvað hún er falleg ogferðamannavæn.
Það voru merktar götur og skilti sem beindu okkur á rétta staði. Við vorum okkar fínasta pússi eins og Lonely Planet sagði okkur að gera af því það væru miklar líkur á því að við myndum ekki einu sinni skíta okkur út þarna. Það reyndist rétt og við nutum dagsins í góðu veðri þrátt fyrir að spáð hafi verið rigningu. Hún kom ekki til okkar enda við allar í flottustu kjólunum okkar. Sjúkket.
Granada varð til árið 1524 og er elsta borg Ameríku. Hún er svona fín af því hún var í raun byggð sem showcase city þegar Spánverjarnir voru að reyna að sanna fyrir innfæddum og heiminum öllum að þeir hefðu nú upp á fleira að bjóða heldur en skringilega trú og herkænsku. Borgin liggur við Lago de Nicaragua, stærsta vatn í Rómönsku Ameríku og eitt stærsta vatn í heimi og sú staðreynd að Ríó San Juan var aðgengileg frá vatninu og út að sjó gerði borgina mjög mikilvæga fyrr á öldum. Mikilvæga, valdamikla og ríka. Enn í dag er borgin aðlaðandi aðsetur fyrir bisnessfólk, Níka og útlendinga, og við sáum augljóslega að íbúar Granada búa á heildina litið mun betur heldur en margur Managuabúinn.
Já, ferðamennirnir við létum keyra okkur um borgina á hestvagni eins og eðal hefðarfrúm sæmir og fórum í bátsferð á Níkaragúavatni til að líta á nokkrar af þeim 365 eyjum í vatninu. Þá heimsóttum við elstu kirkju í Mið-Ameríku og safn með Zapatera styttum sem þar er í fyrrum klaustri við hliðina á, en það er mörghundruð ára frumbyggjalist úr steinum sem fundust flestar á nokkrum eyjum í Níkaragúavatni snemma á 20. öldinni.
Fagra Granada var svolítið eins og annað land í smá tíma. Alla vega var þetta algjörlega ný hlið fyrir mér, en ég er nú svo sem svo ný ennþá.
Allt var svo svakalega myndarlegt eins og sjá má...
Fínar mæðgur við Níkaragúavatn