<$BlogRSDUrl$>

miðvikudagur, ágúst 29, 2007

Beta súpernanny 

Þá er hún Beta búin að vera hjá okkur í að verða mánuð. Þetta er búið að vera hin besta sambúð enda ekki einu sinni hægt að rífast um húsverkin hvað þá meira. Beta hefur séð um að passa Veru á meðan mamman er í vinnunni og það hefur gengið svakalega vel. Þær eru orðnar bestu vinkonur og Vera virkilega hlýðir henni hhmmm...


Beta er orðin kaffibrún (við köllum hana Beta brúna núna), búin að kaupa jólagjafirnar, ruggustól og hengirúm, búin að drekka alltof marga Pina colada og farin að múta löggunni til að sleppa við hraðasektir sem þýðir að það er kominn tími til að halda heim á leið.


Ég er búin að reyna að fá Betu til að vera lengur með því að bjóða henni vinnu á munaðarleysingjaheimilum, á kaffiekrum eða við götusölu en allt kemur fyrir ekki. Hún segist hafa notið dvalarinnar betur en hún bjóst við, upplifað ævintýri, passað skemmtilegustu og duglegustu þriggja ára stúlkuna en finnst hitinn og moskítóbitin svolítið hafa skyggtá gleðina og því hafi hún hafi ekki fengið Níkabakteríuna á háu stigi - eins og ég.

Beta, eins víðreist og vitur og hún er, er náttlega bara sæt og saklaus sveitastelpa sem býr í Grafarholtinu, sem finnst skemmtilegast að spila trivial og bera á bústaðinn ömmu og afa. Og jú dansa við Í svörtum fötum og baka og búa til kokteila. Hún skilur ekki bakpokaferðalanga sem nenna þessu í hitanum og hafði mestar áhyggjur af því áður en hún kom að hún þyrfti að henda klósettpappírnum í körfu við hlið klósettsins.
En gaman var þetta nú samt.

Við elskum Betu bjargvætt og segjum adíós með tár á kvarmi og söknuð í hjarta.
Núna þarf ég bara að syngja lloraras alein á kvöldin!

Comments: Skrifa ummæli

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

eXTReMe Tracker