föstudagur, ágúst 31, 2007
Magnað Mariachi
Ævintýrin eru allsvakaleg hér!
Í dag var ALVÖRU mariachi hljómsveit að spila í garðinum mínum! Jú það var ég sjálf sem bað þá um að koma í tilefni þess að bjóða Vigga hressilega velkominn HEIM og kveðja Betu á eftirminnilegan hátt. En ekki dreymdi mig um að þetta yrði svona mögnuð lífsreynsla. Hingað komu þeir sex saman í troðningi aftan á litlum pallbíl, með hjóðfærin sín, svo fínir og vatnsgreiddir og æðislegir og spiluðu sex lög hvert öðru skemmtilegra. Lögin fjölluðu um það að loks væri eiginmaðurinn mættur á svæðið og að búhúúú Beta góða Beta væri að fara. Þetta var eins og að vera lentur í góðri bíómynd og þetta var upphafið að ástarsenunni ahhh....
Ég var með frosið brosið allan tímann en gat nú ekki annað en dillað mér og sungið með þessu lagi hér sem var óskalagið okkar. Þið bara verðið að sjá þetta! Þvílíkur fílingur!
La bamba var þvílíkt hot á sínum tíma og ég var svo skotin í Richi Valens sem þurfti endilega að deyja í flugslysi í myndinni. Flutningurinn í dag gerði lagið svo endanlega ódauðlegt í mínum eyrum.
Í dag var ALVÖRU mariachi hljómsveit að spila í garðinum mínum! Jú það var ég sjálf sem bað þá um að koma í tilefni þess að bjóða Vigga hressilega velkominn HEIM og kveðja Betu á eftirminnilegan hátt. En ekki dreymdi mig um að þetta yrði svona mögnuð lífsreynsla. Hingað komu þeir sex saman í troðningi aftan á litlum pallbíl, með hjóðfærin sín, svo fínir og vatnsgreiddir og æðislegir og spiluðu sex lög hvert öðru skemmtilegra. Lögin fjölluðu um það að loks væri eiginmaðurinn mættur á svæðið og að búhúúú Beta góða Beta væri að fara. Þetta var eins og að vera lentur í góðri bíómynd og þetta var upphafið að ástarsenunni ahhh....
Ég var með frosið brosið allan tímann en gat nú ekki annað en dillað mér og sungið með þessu lagi hér sem var óskalagið okkar. Þið bara verðið að sjá þetta! Þvílíkur fílingur!
La bamba var þvílíkt hot á sínum tíma og ég var svo skotin í Richi Valens sem þurfti endilega að deyja í flugslysi í myndinni. Flutningurinn í dag gerði lagið svo endanlega ódauðlegt í mínum eyrum.
"La la bamba..."
"linda Beeeeta"
"vuelve a miiiiiiiiii"
Og nú hefst fasi þrjú í Níkalífinu: Búin að vera single, búin að vera single mom svo nú er komið að því að vera eiginkona.
En samt bara ég sjálf.
Comments:
Skrifa ummæli