þriðjudagur, ágúst 28, 2007
Vera 3,1 árs
25. er kominn og farinn og því kominn tími á smá Veru updeit. Sumir afar og ömmur kvarta yfir því að Vera fái ekki nóg pláss hér og að Beta aupair bloggi meira um Veru heldur en ég... enda þær mikið saman. En hér kemur Verublogg frá Níkamömmunni.
Vera dafnar vel hér í Nicaragua. Við ákváðum að setja dömuna á leikskóla hálfan daginn til að hún fengi nú að leika sér og hitta önnur börn, svo hún er byrjuð á sænskum leikskóla og líkar vel. Þar á hún einn íslenskan vin, hann Gest hennar Gerðar, og svo 7 aðra strákavini sem tala ýmist spænsku eða skandinavísku. Strákarnir leika sér svolítið öðruvísi en Vera er vön og skilur hún ekkert í látunum í þeim á köflum, enda vön að leika bara með stúlkum á Hjalla. En Vera er töffari og tekur þátt af miklum móð þótt hún sleppi því að hrækja og ráðast á strákana eins og risaeðlur gera. Hún er mjög sátt en sagði mér samt um daginn að henni þætti kennarinn sinn leiðinlegur af því hún talaði ekki neitt við hana! Vera hefur mikla þörf fyrir að tjá sig og talar um hitt og þetta við hinn og þennan, kennarinn sýnir áhuga en getur lítið tekið undir sögurnar hennar Veru þar sem hún skilur jú ekki orð. Hún talar mikið um Hjalla og Ása og vinkonur sínar þar og er endalaust að tala um Bryndísi leikskólakennarann sinn og að hún hafi kennt henni hitt og þetta. Saknar þeirra augljóslega. Eðlilega. Hún sagði við mig um helgina: "Ég var að reyn að tala sænsku oooog spænsku en mamma það er bara svo erfitt!"
Veru finnst voða gaman að vera fyndin þessa dagana og segir brandara og sögur við hvert tækifæri. Dæmigerð saga væri til dæmis (og horfir í kringum sig til að leita að sögupersónum): "Það var einu sinni glas og gardína og borð og púsl, og þau voru að labba og svo kom bíll og keyrði yfir það! hahahaha...". eða "...þá kom bíll og keyrði EKKI yfir þau hahahaha". Ég og Beta hlæjum eins og vitleysingar að þessu bulli í dömunni og þá heldur hún auðvitað endalaust áfram. En við erum greinilega allar þrjár á sama húmorsstignum um þessar mundir. Prump og rop finnst okkur líka alvega svakalega sniðugt. "Hver var að prumpa??" spyr Vera oft á dag og setur upp prakkarasvipinn sinn og segir strax "Nei, það varst þú!".
Nýjustu frasarnir hennar annars ansi þroskaða tali eru: „Ég nenni þessu ekki“, „Láttu mig í friði“, „Mér er alveg sama!“, „mamma, hlustaðu á mig“, "mamma, heyrirðu ekki í mér??" og auðvitað "ég get ekki bíðið!!". Hún segir líka voðalega mikið: "mamma, þú ræður en ég ræður líka smmmmá. Bara pínu"...
Svo sagði hún mér um daginn að þegar hún verður stór ætlar hún að verða „elskuleg mamma eins og þú“. Ahhhh... HJARTASTOPP!
Vera vekur sannarlega athygli hér, eins lítil, ljóshærð, bláeyg og krúttleg og þegar við förum í bæinn tjáir fólk sig óspart um hana - „que bonita“, "que linda“, „muñecita bonita“... Það er mjög algengt að fólk víki sér upp að henni og horfi í augun hennar, klípi í kinnarnar á henni, strjúki á henni vangann og jafnvel kyssi hana rembingskossi. Vera setur nú yfirleitt upp einhvern vanþóknunarsvip og skilur ekkert í því hvaða óþarfa athygli þetta er nú. Mamman stendur hins vegar við hliðina á skælbrosandi stolt og alveg sammála því að þetta sé jú fallegasta barnið í Nicaragua.
Vera dafnar vel hér í Nicaragua. Við ákváðum að setja dömuna á leikskóla hálfan daginn til að hún fengi nú að leika sér og hitta önnur börn, svo hún er byrjuð á sænskum leikskóla og líkar vel. Þar á hún einn íslenskan vin, hann Gest hennar Gerðar, og svo 7 aðra strákavini sem tala ýmist spænsku eða skandinavísku. Strákarnir leika sér svolítið öðruvísi en Vera er vön og skilur hún ekkert í látunum í þeim á köflum, enda vön að leika bara með stúlkum á Hjalla. En Vera er töffari og tekur þátt af miklum móð þótt hún sleppi því að hrækja og ráðast á strákana eins og risaeðlur gera. Hún er mjög sátt en sagði mér samt um daginn að henni þætti kennarinn sinn leiðinlegur af því hún talaði ekki neitt við hana! Vera hefur mikla þörf fyrir að tjá sig og talar um hitt og þetta við hinn og þennan, kennarinn sýnir áhuga en getur lítið tekið undir sögurnar hennar Veru þar sem hún skilur jú ekki orð. Hún talar mikið um Hjalla og Ása og vinkonur sínar þar og er endalaust að tala um Bryndísi leikskólakennarann sinn og að hún hafi kennt henni hitt og þetta. Saknar þeirra augljóslega. Eðlilega. Hún sagði við mig um helgina: "Ég var að reyn að tala sænsku oooog spænsku en mamma það er bara svo erfitt!"
Veru finnst voða gaman að vera fyndin þessa dagana og segir brandara og sögur við hvert tækifæri. Dæmigerð saga væri til dæmis (og horfir í kringum sig til að leita að sögupersónum): "Það var einu sinni glas og gardína og borð og púsl, og þau voru að labba og svo kom bíll og keyrði yfir það! hahahaha...". eða "...þá kom bíll og keyrði EKKI yfir þau hahahaha". Ég og Beta hlæjum eins og vitleysingar að þessu bulli í dömunni og þá heldur hún auðvitað endalaust áfram. En við erum greinilega allar þrjár á sama húmorsstignum um þessar mundir. Prump og rop finnst okkur líka alvega svakalega sniðugt. "Hver var að prumpa??" spyr Vera oft á dag og setur upp prakkarasvipinn sinn og segir strax "Nei, það varst þú!".
Nýjustu frasarnir hennar annars ansi þroskaða tali eru: „Ég nenni þessu ekki“, „Láttu mig í friði“, „Mér er alveg sama!“, „mamma, hlustaðu á mig“, "mamma, heyrirðu ekki í mér??" og auðvitað "ég get ekki bíðið!!". Hún segir líka voðalega mikið: "mamma, þú ræður en ég ræður líka smmmmá. Bara pínu"...
Svo sagði hún mér um daginn að þegar hún verður stór ætlar hún að verða „elskuleg mamma eins og þú“. Ahhhh... HJARTASTOPP!
Vera vekur sannarlega athygli hér, eins lítil, ljóshærð, bláeyg og krúttleg og þegar við förum í bæinn tjáir fólk sig óspart um hana - „que bonita“, "que linda“, „muñecita bonita“... Það er mjög algengt að fólk víki sér upp að henni og horfi í augun hennar, klípi í kinnarnar á henni, strjúki á henni vangann og jafnvel kyssi hana rembingskossi. Vera setur nú yfirleitt upp einhvern vanþóknunarsvip og skilur ekkert í því hvaða óþarfa athygli þetta er nú. Mamman stendur hins vegar við hliðina á skælbrosandi stolt og alveg sammála því að þetta sé jú fallegasta barnið í Nicaragua.
Comments:
Skrifa ummæli