<$BlogRSDUrl$>

laugardagur, ágúst 18, 2007

Totalmente y completamente 

Senn fer spænskukennslunni minni að ljúka.
Við Walter einkakennari höfum haft það gott saman á morgnanna í sendiráðinu og ég ábyggilega lært helling. Það er bara ekki það sama að kunna grammatík á blaði og ætla sér svo að nota hana í orði. Alla vega er skyldagatíðin og viðtengingarhátturinn fjarri því orðinn integreraður í málið hjá mér fyrir utan það hvað orðaforðinn er takmarkaður (þótt hann sé miklu betri en í upphafi). Ég tala ennþá eins og stamandi barn og finnst virkilega erfitt að hlusta á mig sánda eins og smákrakka. En það er víst hluti af leiknum við að læra nýtt tungumál. Ég fór á fyrsta fundinn minn á spænsku ein fyrir helgi og tæklaði það ágætlega held ég. Gerði mig alla vega skiljanlega með þeim fáu orðum sem ég náði að stynja upp - á einfaldri barnaspænsku. En ég skildi allt sem þau sögðu... Mér fannst ég sánda svolítið heimskulega. Mig langaði að segja svo margt en í staðinn sagði ég bara nokkur stikkorð og vonaði svo að þau haldi ekki að ég hafi engan áhuga á málefninu.

Hér má lesa áhugavert blogg frá Toshiki Toma um það hvernig hann upplifir það að lifa á íslensku (frá 13. ágúst). Ég skil hann svo svakalega vel núna, fyrir utan það hvað það hlýtur að vera algjör horror að læra ízlensku frá grunni... Ok, ég er totalmente y completamente hætt að vorkenna mér.

Comments: Skrifa ummæli

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

eXTReMe Tracker