<$BlogRSDUrl$>

föstudagur, ágúst 17, 2007

Aðlögunarhæfni 103 

Við Beta erum í ruglinu. Þetta er uppáhaldslagið okkar - pæliði í því! Og þetta hér (eitthvað heimavídeó sem við fundum, næst kemur kannski heimavídeó af okkur...) algjörlega númer tvö. Jafnvel eitt. Beta þjáist náttlega af alvarlegri moskító- eða maurabitseitrun og ég er án efa með sólsting eða uppþornuð af brjáluðu loftkælingunni í vinnunni. Ég meina hvað er að gerast?? Við sitjum hérna á hverju kvöldi að rembast við að syngja með þessum líka tsöff lögum sem eru svo vinsæl hér að þau óma í hverju götuhorni (alla vega í bílnum okkar og í tölvunni okkar). Og svo hlæjum við eins og hálfvitar, og finnst við svakalega góðar í spænsku. Við erum ekki einu sinni að drekka bjór. Bara vatn í klaka. Spurning hvort klórinn í vatninu sé að gera okkur þetta.
Talandi um að aðlagast!

Comments: Skrifa ummæli

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

eXTReMe Tracker