<$BlogRSDUrl$>

miðvikudagur, ágúst 22, 2007

La Rojita 

Ég og Rojita

Takið eftir vel stílíseruðu lífi mínu hér - húsið, sólgleraugu og svo extra kúl framrúðusólhlíf - sem Beta keypti þegar hún var stopp á RAUÐU ljósi. Hún segist ekki hafa vitað af myndinni en hmmm.... Ég fíla hana.

Reyndar bilaði Rojita úti í miðri sveit síðustu helgi sem var ekki svo skemmtileg lífsreynsla. Þarna vorum við tvær hvítar með lítið barn, klórandi okkur í hausnum yfir opnu húddinu eftir að bíllinn hafði allt í einu drepið á sér á miðri ferð þegar við vorum á leiðina á ströndina. Það var sem sagt ekkert mokað eða sullað á ströndinni þann sunnudaginn heldur bara bið og vesen í brjáluðum hita og svita úti í sveit. Veru fannst það nú ekkert sérlega gaman, en stóð sig samt hetjulega. Eftir að hafa stoppað leigubílstjóra sem var mikið fyrir að ræða málin endalaust lengi á frekar óskiljanlegri sveitaníkaspænsku, brunnið á báðum öxlum, reynt að finna bifvélavirkja í nærsveitinni sem gæti kíkt á bílinn - sem fannst svo ekki, eftir að Gerður hafði hringt í 30 "vökubílaþjónustur" sem sögðust vera með opið 24 tíma sólarhringsins og enginn svaraði, eftir að hafa reynt að finna einhvern til að draga okkur í bæinn - sem fannst ekki heldur og eftir að hafa reynt að kaupa fötin af Juan Vega leigubílstjóra í því skyni að reyna að fá hann til að selja okkur reipið sitt (Ropa: Föt en ekki reipi - ég vissi það alveg...!) kom Saúl hennar Gerðar okkur loksins til bjargar.

Þvottasnúrurnar sem við fundum til að draga bílinn slitnuðu nokkuð oft á leiðinni heim og styttust með hverjum aukahnútnum og á endanum var varla meira en 1,5 meter á milli bílanna. Betu hetju tókst samt að klessa ekki á Saúl og fær hún extra mörg prik fyrir það. Ég var alveg viss um að þetta myndi enda illa, sérstaklega þegar Beta var alltaf að gleyma handbremsunni á á rauðu ljósi og þvottasnúrurnar slitnuðu í kjölfarið og svo átti Beta voðalega erfitt með að nota flautuna eins og umferðarlögin hér segja til um... Þetta er reyndar mjög fyndið eftir á og við plummuðum okkur vel. Bíllinn er kominn úr viðgerð og þeir segja þetta hafa verið tímareimin. Ég trúi þeim og treysti ... alla vega þangað til hann bilar aftur.

Comments: Skrifa ummæli

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

eXTReMe Tracker