miðvikudagur, ágúst 22, 2007
Hlaupa-abbó-blogg
Þeir sem hafa lesið síður þessa bloggs þekkja væntanlega hlaupabloggin mín sl. vor. Ég fékk hlaupaBÓLUNA og hljóp bara og hljóp og varð alveg ágæt. Ég varð háð og talaði ekki um annað en hlaupaveður, hlaupatíma, hlaupaleiðir, hlaupafélaga og hlaupagræjur.
Ég fékk því smá öfundsýkiskrampa í magann þegar Reykjavíkurmaraþonið var um helgina síðustu. Og hvað þá þegar ég heyrði svo frá hlaupafélögum lýsa reynslu sinni af þessu frábæra hlaupi á þessum frábæra degi. Ég átti og ætlaði að vera að hlaupa þar. Það er engin spurning að ég hefði bætt mig í rok-21-km mínum frá því á Akranesi í maí. Nema kannski fyrir þær sakir að ég er hætt að hlaupa og í engri þjálfun. Í bili. Sixpakkinn er meira að segja hægt og bítandi að hverfa úúúú...
Fyrir utan hitann, ónýtu gangstígana sem geta hæglega öklabrotið mann og það að ég er í stórhættu svona eins sexí og ég er alein úti að skokka eftir vinnu í myrkrinu, þá fást orkugelin náttúrulega ekki hér svo í raun get ég ekki hlaupið. Þetta er ekki leti eða tímaskortur. Ef þetta er ekki ástæða til að hlaupa EKKI þá veit ég ekki hvað.
Ég þarf að byrja upp á nýtt í vetur og taka þetta bara næst. Huggi hugg. Það er víst nógur tími.
Núna er ævintýratími.
Ég fékk því smá öfundsýkiskrampa í magann þegar Reykjavíkurmaraþonið var um helgina síðustu. Og hvað þá þegar ég heyrði svo frá hlaupafélögum lýsa reynslu sinni af þessu frábæra hlaupi á þessum frábæra degi. Ég átti og ætlaði að vera að hlaupa þar. Það er engin spurning að ég hefði bætt mig í rok-21-km mínum frá því á Akranesi í maí. Nema kannski fyrir þær sakir að ég er hætt að hlaupa og í engri þjálfun. Í bili. Sixpakkinn er meira að segja hægt og bítandi að hverfa úúúú...
Fyrir utan hitann, ónýtu gangstígana sem geta hæglega öklabrotið mann og það að ég er í stórhættu svona eins sexí og ég er alein úti að skokka eftir vinnu í myrkrinu, þá fást orkugelin náttúrulega ekki hér svo í raun get ég ekki hlaupið. Þetta er ekki leti eða tímaskortur. Ef þetta er ekki ástæða til að hlaupa EKKI þá veit ég ekki hvað.
Ég þarf að byrja upp á nýtt í vetur og taka þetta bara næst. Huggi hugg. Það er víst nógur tími.
Núna er ævintýratími.
Comments:
Skrifa ummæli