<$BlogRSDUrl$>

þriðjudagur, ágúst 21, 2007

León 

Já, borgarheitin eru sum svolítið evrópsk hér - León - Lyon...
Við fórum í dagsferð til León um helgina. Það var heitt og fullt af flottum kirkjum frá colonial tímanum - eins og í Granada. Ég segi það ekki að það mætti nú samt kannski alveg taka í pensil á flestum af þessum flottu byggingum... León er háskólabær og við sáum í alvöru nokkuð marga hrímhvíta eins og okkur sem er tilbreyting. Vera var í stuði og mér finnst ekkert mál að taka hana með í svona ferðir, hún er virkilega áhugasöm - ef hún fær ís reglulega og að keyra kanínuna sína í kerrunni.
Ég sé það alltaf betur og betur að við mæðgurnar erum með sama sæta brosið :)

San Pedro Dómkirkjan - stærsta kirkja í Mið - Ameríku - og hún var mun flottari inní heldur en utan á...
Götugraffítí
Gerður og Gestur að gæjast
Posted by Picasa

Comments: Skrifa ummæli

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

eXTReMe Tracker