mánudagur, ágúst 20, 2007
Dean
Það er fellibyljaseason hér hjá mér.
Regntími náttúrulega fyrst og fremst sem einkennist af þvílíkum þrumum og eldingum að ég hrekk við í hvert sinn sem lætin gerast. Kannski engin furða, þetta er oft eins og sprenging rétt fyrir ofan mann. Það hafa gerst mörg slys hér undanfarið þegar fólk hefur orðið fyrir eldingu, heil fjölskylda bara um daginn þegar mamman reyndið að bjarga barninu sínu sem var í raflosti þar sem það var úti að leika sér í rigningunni og svo amman sem reyndi að bjarga mömmunni og bróðirinn sem reyndi að bjarga ömmunni. Hræðilegt. Ég ætla að halda mig inni í rigningu, er satt best að segja skíthrædd við þetta.
Það laust eldingu niður rétt hjá húsinu hans Gísla yfirmanns í síðustu viku og núna virkar hvorki internetið né síminn hjá honum auk þess sem græjurnar hans eru ónýtar og tölvan biluð. En skítt með dótaríið, verra er það með fólkið.
Núna snýst þetta samt allt um fellibylina. Það er augljós hræðsla við þá, enda ekki skrýtið þar sem þeir hafa margir skilið eftir sig sviðna jörð hér og það gleymist ekki. Er einhver á leiðinni? Hvert fer hann? Hvenær kemur hann? Hvað er hann hraður? Hver verða áhrifin hér? Íslensk rigning og rok verður eitthvað svo lítilvæg (þótt hún sé jú hundleiðinleg) miðað við það sem getur dunið á hér. Allt slæmt sem gerist í kjölfar fellibylja og jarðskjálfta gerist bara langt í burtu. Nema núna er þetta hér.
Á Jamaica sem er hér hinu megin við mig urðu miklar skemmdir í gær og núna er rauð viðvörun í Mexíkó og ferðamenn að flýja í flokkum heim til sín úr fríum. Þar á fellibylurinn að lenda á mesta styrk á morgun. Dean er sterkur. Hér á Atlantshafsströnd Nicaragua er græn viðvörun og fólk beðið um að vera viðbúið og alls ekki fara út að veiða. Miklar rigningar, rok og mikill öldugangur er vissulega hættulegur litlum fiskibátum.
Vonandi tekur fólkið viðvöruninni alvarlega. Við í Managua fáum bara extra mikla rigningu í kvöld og á morgun segja sérfræðingarnir.
Hvenær ætli sá næsti komi svo?
Regntími náttúrulega fyrst og fremst sem einkennist af þvílíkum þrumum og eldingum að ég hrekk við í hvert sinn sem lætin gerast. Kannski engin furða, þetta er oft eins og sprenging rétt fyrir ofan mann. Það hafa gerst mörg slys hér undanfarið þegar fólk hefur orðið fyrir eldingu, heil fjölskylda bara um daginn þegar mamman reyndið að bjarga barninu sínu sem var í raflosti þar sem það var úti að leika sér í rigningunni og svo amman sem reyndi að bjarga mömmunni og bróðirinn sem reyndi að bjarga ömmunni. Hræðilegt. Ég ætla að halda mig inni í rigningu, er satt best að segja skíthrædd við þetta.
Það laust eldingu niður rétt hjá húsinu hans Gísla yfirmanns í síðustu viku og núna virkar hvorki internetið né síminn hjá honum auk þess sem græjurnar hans eru ónýtar og tölvan biluð. En skítt með dótaríið, verra er það með fólkið.
Núna snýst þetta samt allt um fellibylina. Það er augljós hræðsla við þá, enda ekki skrýtið þar sem þeir hafa margir skilið eftir sig sviðna jörð hér og það gleymist ekki. Er einhver á leiðinni? Hvert fer hann? Hvenær kemur hann? Hvað er hann hraður? Hver verða áhrifin hér? Íslensk rigning og rok verður eitthvað svo lítilvæg (þótt hún sé jú hundleiðinleg) miðað við það sem getur dunið á hér. Allt slæmt sem gerist í kjölfar fellibylja og jarðskjálfta gerist bara langt í burtu. Nema núna er þetta hér.
Á Jamaica sem er hér hinu megin við mig urðu miklar skemmdir í gær og núna er rauð viðvörun í Mexíkó og ferðamenn að flýja í flokkum heim til sín úr fríum. Þar á fellibylurinn að lenda á mesta styrk á morgun. Dean er sterkur. Hér á Atlantshafsströnd Nicaragua er græn viðvörun og fólk beðið um að vera viðbúið og alls ekki fara út að veiða. Miklar rigningar, rok og mikill öldugangur er vissulega hættulegur litlum fiskibátum.
Vonandi tekur fólkið viðvöruninni alvarlega. Við í Managua fáum bara extra mikla rigningu í kvöld og á morgun segja sérfræðingarnir.
Hvenær ætli sá næsti komi svo?
Comments:
Skrifa ummæli