<$BlogRSDUrl$>

miðvikudagur, ágúst 31, 2005

Litla "frænka" 

Vinahópnum fjölgaði í dag, en þá fæddist Vilborgu vinkonu og Rúnari lítil stelpa! Til haaaamingju. Get ekki beðið eftir að fá að líta dömuna augum.

Oh, þetta er bara besta tilfinning í heimi. Ég gleymdi aldrei á meðan ég lifi þegar ég sá Veru fyrst. Hvað þá fékk hana til mín (eftir að hendurnar losnuðu af keisaraskurðarborðinu). Og ég grét yfir þessu mómenti marga mánuði á eftir. Og enn í dag ef ég heyri Steve Wonder syngja "Isn´t she lovely..." þá bara brestur mín.
Bara ólýsanlega æðislegt.

Við vinkonurnar erum allar á sama árinu og það eru komin heil 3 börn í bunkann, og það elsta er Vera, rúmlega eins árs. Svo það má segja að við séum alveg að taka okkar tíma í þetta. En nú er barnabomban vonandi sprungin og fleiri að koma í kjölfarið...Þetta er nebblega pínu smitandi.

mánudagur, ágúst 29, 2005

Gamla ég 

Ég fékk löðrung í andlitið í síðustu viku.

Síðan ég var 18 ára gömul hefur mig dreymt um að læra að syngja. Í MH bauð fjárhagurinn engan veginn upp á söngnám þótt eftir á að hyggja hafi það ekki verið svo dýrt. Það var bara dýrt fyrir mig sem lifði aðallega á spagettí með tómatsósu og seríósi í sparnaðarskyni á þessum árum.

Ég hef fullnægt þessari gaulþörf með því að vera í kórum, fyrst í Skólakór Menntaskólans við Hamrahlíð og svo núna, mörgum árum síðar í Kammerkór Hafnarfjarðar. Og jú, syngja í sturtu og partýjum.

En alltaf langar mig í aðeins meira. Að læra að syngja. Grundvallaratriðin og svo bara sjá til hvernig gengur, hvað maður fer langt eða í hvernig söng. Ég veit ég get sungið og hef svakalega gaman af því, en um leið veit ég að ég þarf að læra til að verða betri, því ég er langt frá því að vera þrusugóð.

Svo ég tók upp tólið, loks búin að ákveða að láta nú verða af þessu eftir öll þessi umhugsunar og mögru ár. Hringdi í FÍH og ætlaði sko að skrá mig í Jazzsöngnám. Fékk fiðring í magann og sá mig sem Andreu Gylfa eða Kristjönu í anda eftir nokkur ár.
Og þá fékk ég löðrunginn.

Ég var orðin of gömul. Þeir sem eru eldri en 27 ára fá ekki niðurgreitt tónlistarnám. Jahá. Hver svo sem skilgreindi þá sem eru 27 ára sem gamalt fólk sem hefur ekki þörf eða löngun eða hæfileika lengur til að hefja söngnám (tja, eða halda því áfram frá því sem horfið er) er HÁLFVITI. Eins og 27 ára og eldri séu ekki líka fólk sem langar að nema og læra áfram? Skil ekki þessa niðurstöðu. Þetta eru víst nýjar reglur sem ríkisstjórnin gerði. Fokk sjitt í helvíti.

Þeim að kenna að maður fær drauminn ekki uppfylltan. Ég veit, ég hugsaði mig alltof lengi um, og fannst rétti tíminn kannski vera löngu kominn. En núna alla vega tók ég upp tólið og hringdi, alveg hrikalega tilbúin í tuskið. Ég get svo sem farið í þetta nám, en þá kostar árið mig ekki nema rúmlega 400 þúsund krónur, í staðinn fyrir 80 áður. Og þótt draumurinn sé eflaust þess virði þá hef ég meðalmanneskjan alls ekki ráð á þessu. Hef ekki ráð á því að verða gömul. Þótt ég sé orðin gömul.

Gvuð, hvað ætli komi næst.

sunnudagur, ágúst 28, 2005

Leggjabrjótur 

Ég hef aldrei fótbrotnað og lagði því í að ganga svokallaðan Leggjabrjót á laugardaginn. Við fórum nokkur saman úr vinnunni og gengum þessa leið í alveg frábæru veðri og móral. Gæti ekki hafa verið betra. Og ég í engu formi tók þetta á hælinn. Braut engan legg, eins langir og þeir meira að segja eru!
Þetta er um 500 m hækkun, en ekkert á fótinn þannig séð, bara þægileg ganga. Grýtt eins og nafnið gefur til kynna og ég finn fyrir strengjum neðst við öklana. En thats it. Doldið gott fyrir mömmuna-í-engu-formi.


Brynjudalur í Hvalfirði Posted by Picasa

Við hófum gönguna í Svartagili á Þingvöllum og gengum yfir í Botnsdal í Hvalfirði. Alveg æðislegt eins og sjá má á þessum myndum. Er hinn fínasti dagstúr fyrir vana sem óvana. Ætla að fara aftur sem fyrst og taka þá Vigga með mér, en hann sat heima með veikri Verunni.

Þetta var þriðji "tindurinn" í svokölluðu 5 tinda verkefni í vinnunni. Ég sjálf átti þessa hugmynd og útfærði hana með vinnufélaga og fengum við þvílíkt hrós fyrir. Fyrsti tindurinn var Keilir og þar var góð mæting. Annar tindurinn var Móskarðshnjúkar og þar var líka hin fínasta mæting. Svo núna komu bara 10 manns, og það með viðhengjum! Eins og veðrið var geggjað og meira að segja var rúta sem skutlaði okkur og sótti þar sem þetta var svona "vesenisganga" þ.e. ekki byrjað og endað á sama stað. En IMGararnir drulluðu sér ekki úr sporunum í þetta sinn. Ætli við verðum ekki bara tvö á næstu tveimur tindum sem eftir eru. Annar þeirra er Hekla 18. september nk. og eru allir sem ég þekki velkomnir, en ég býst ekki við svo mörgum vinnufélögum úr þessu...! (Já, þið vinnufélagar sem lesið þetta - skamm!)

En anyways.
Þetta var lovlí.

fimmtudagur, ágúst 25, 2005

Vera 13 mánaða 

Jæja, þá er litla Veran mín orðin eins árs og eins mánaða.
Og alltaf klárari og vitrari. Og sætari og betri og æðislegari.
Ég er alltaf að tala um hvað hún er mikið æði svo þið vitið það jafnvel og ég að sjálfsögðu :)


Vera 13 mánaða Posted by Picasa


Vera að leika  Posted by Picasa


Vera gefur nýja bangsanum sínum, sem hún fékk í afmælisgjöf frá ömmu Stefaníu og afa Helga, stubbaknús!  Posted by Picasa

Vera og Ýmir 

Við Vera erum duglegar að gera eitthvað saman eftir vinnu og dagmömmupössun, hvort sem það er að fara út að leika, í sund, út að hjóla eða í búðarráp. Skemmtilegast finnst okkur þó að fara í heimsókn til vina okkar, eða þá fá þá í heimsókn (einhvern veginn virðast þeir samt ekki svo duglegir að drífa sig í Fjörðinn... koma svo!). Vera á nokkra litla sæta vini og það er svo gaman þegar krílin hittast. Í dag heimsóttum við Ými, son Fanneyjar mannfræðivinkonu mömmunnar. Ýmir og Vera byrjuðu vel og léku sér spök við dótið inni. Ýmir er stærri og sterkari þótt hann sé mánuði yngri og kann að labba og allt. Og það var alveg augljóst að Vera var þokkalega smeyk við þennan rum! Hún fór fljótlega í var og vildi vera nálægt mömmu. Svo var farið út að leika og það gekk upp og niður eins og gengur og gerist í þessum stubbasamskiptum. Ýmir að rífa skófluna af Veru og Vera fötuna af honum... og mömmurnar á fullu að passa að allir hafi eitthvað til að það verði ekki rekið upp öskur.

Já, þetta er vinna en svaka gaman! Mömmurnar að kjafta og krakkarnir að læra að leika sér saman.

Á næstunni er stefnt að því að fara í fleiri krílaheimsóknir. Það er svo skemmtilegt :)


Ýmir og Vera búin að ramba Posted by Picasa


Ýmir í stuðinu og Vera alveg hissa á honum - eða kannski bara hissa á mömmu Ýmis sem var að fíflast fyrir aftan myndavélina til að kreista fram bros hjá krílunum...! - Reyndar brosti Vera svo stuttu síðar af fíflaganginum! Já, stundum þarf slatta til að fanga athyglina! Posted by Picasa

miðvikudagur, ágúst 24, 2005

Haustlykt á heimilinu 

Þegar ég fór út í morgun fann ég sérstaka lykt sem ég kalla skólalykt. Já, það var sko skólalykt í loftinu, svona svalt loft snemma morguns um haust. Minnti mig á skólann, og skólabækur. Það er greinilega komið haust!

Haustið finnst mér fínt. Maður á góðar minningar að baki um sumarið og er tilbúinn að hella sér í verkefni haustsins sem iðulega eru mörg og ströng í vinnunni. Eftir letilíf sumarsins og frí lifna allir við. Það kemur einhver orka og allt í einu skiptir ekki máli hvort sólin skín eða ekki. Ég er ekkert að biðja um rigningu en maður er hvort eð er bara inni, það er orðið skítkalt.

Einu sinni kom vinkona mín frá Suður-Evrópu í heimsókn til mín. Og hún var svo hissa hvað það var hlýlegt inni hjá okkur. Og raunar öllum Íslendingum. Hvað það væri mikið lagt upp úr heimilunum. Úti þar sem hún bjó sagði hún heimilið jú heilagt og allt það en að það væri ekki svona hlýlegt og kósí. Útskýringin hlýtur að vera sú að við Íslendingar eyðum jú alveg fullt af tíma alltaf inni hjá okkur, vegna veðurfarsins. Yfir veturinn er maður jú eiginlega alltaf inni nema þegar maður skreppur út í bíl og inn í vinnuna. Svo maður vill hafa kósí og hómí í kringum sig. Síðar kom ég í heimsókn til þessarar vinkonu úti í Evrópu og átti hún mjög fallegt heimili. Það var bara sama og ekkert inni hjá henni. Það var sófi og borð í stofunni og arin sem þjónaði tilgangi svölustu kvöldin. En annars bara hálf bók, eitt kerti og köttur. Og það virkaði þar og mér leið mjög vel þar. En gvuð, ekki hér heima!

Ég og Viggi erum einmitt núna að byrja að skoða okkur um fyrir nýja gamla húsið okkar. Við fáum það afhent 1. desember og þá förum við á fullt að bæta og breyta, en það hefur ansi lítið verið átt við það síðan það var byggt 1954. Viggi smiður sér strax mikla möguleika og klægjar í puttana að byrja á verkinu. Ég á ábyggilega bara eftir að vera fyrir. Nei, ég verð á hliðarlínunni að hvetja!
Það er svolítið skrýtið að þurfa að velja sér nýjan vask og gólf og svona hluti sem ég pæli jafnan ekki mikið í. En Viggi er vanari, hefur unnið mikið við að gera upp hús hjá fólki og hefur séð ýmislegt flott. Svo er bara spurning hvað budgetið leyfir manni. En hvar sem við endum og lendum í þessu þá veit ég að það verður alla vega heimilislegt a la Erla í nýja húsinu :)

þriðjudagur, ágúst 23, 2005

Nýrnaævintýri morgunsins 

Allir þeir sem hafa fengið hvers kyns nýrnaverk vita hvað hann er hrikalega vondur. Svona ólýsanlega ógeðslega vondur verkur eins og t.d. hríðar eru. Þ.e. ólýsanlega ógeðslegar. Sjálf lá ég í viku á spítala 16 ára gömul með sýkingu í nýrum og gleymi því aldrei hvað þetta var vont. Nýrnaverkur og hríðar fá alveg sömu vondu einkunnina hjá mér!

Viggi vaknaði upp við vondan draum eldsnemma í morgun og kvartaði undan verk í kviðnum. Á augnabliki varð verkurinn svo sár að þegar ég stóð upp til að pissa, spurði hann mig hvað ég væri eiginlega að gera, ég þyrfti að hringja á 112 fyrir hann! Já, hann vissi ekkert hvað í ósköpunum var að gerast með sig, enda sárþjáður.

Sjúkrabíllinn kom og keyrði með hann, þó á löglegum hraða, upp á bráðamóttöku. Það tók þó nokkurn tíma að fá greiningu á meininu, og á meðan engdist aumingja Vigginn um af verk. Og ég með af samkennd. Ég hef satt að segja aldrei séð manninn svona lítinn. Scary.

Nýrnasteinar var greiningin og myndataka stuttu síðar staðfesti það. Hann fékk verkjalyf og þar á meðal morfín undir húð! Knockaði kallinn alveg út og hann hvíldist og öðlaðist himneskt verkjalaust líf (allar konur sem hafa fengið mænudeyfingu eftir hríðar hljóta að skilja Vigga í þessu dæmi!). Svo bara leið og beið og allt í einu var allt búið. Steinninn farinn og ahbú. Og nú virðist hann vera stáli sleginn og eins og ekkert hafi gerst!
Alveg magnað morgunævintýri.
Nennum samt ekki að upplifa það aftur takk. Komið gott. Þetta tók alveg á, og þótt þetta líti út eins og draumur fyrir mér eftir á þá held ég að Viggi sé nú ekki alveg sama sinnis með það...

Oooooo, svarthvíta hetjan mín!

P.s. En hei - það kommentar enginn á það hvað við erum sérlega sæt hér á myndinni fyrir neðan!!? Hvað er að gerast með þetta blogg eiginlega?
Sætti mig samt við þá skýringu að það vita allir hvað við erum ferlega sæt og þessi mynd sé ekki að sýna neitt nýtt og því sé að sjálfsögðu óþarfi að koma að því orði... ;) I know.

mánudagur, ágúst 22, 2005

Maraþonið 

Þetta var maraþonhelgi.
Vera hljóp maraþonið með "ömmu" Jónu á laugardaginn, sofnaði reyndar í kerrunni sinni síðasta spölinn - en fékk samt bol og verðlaunapening! Geri aðrir eins árs betur. Hún fór í sólarhringspössun og það var yndislegt að hitta hana aftur eftir þennan aðskilnað! Mamman og pabbinn fóru jú í brúðkaup á meðan.
Á sunnudeginum var svo farið í sund með músina, sem fílar það alltaf svo vel, á fjölskyldudag FH áður en þeir urðu svo Íslandsmeistarar síðar um kvöldið, út að leika í rigningunni og rokinu og svo í mat til ömmu Gunnu.
Já, þetta var sko maraþonhelgi!

Ætla mér svo ekki að setja músina meira í pössun í bili - alla vega ekki svona maraþonpössun. Hún er jú búin að fara í næturpössun 3 síðustu helgar og er doldið reið út í mig fyrir þetta. Vill ekki fara til neins og vill bara mömmu. Sem er gott. Hún vill mig þó alla vega ennþá, eins gott að reyna að halda í það.

laugardagur, ágúst 20, 2005

Meira um brúðkaup... 

Þá er síðasta brúðkaup sumarsins fyrir mig í dag. Og kvöld. Þetta tekur jú allan daginn og kvöldið. Þetta er frændi hans Vigga sem er að gifta sig svo öll fjölskyldan verður þarna. Vera er farin í pössun og verður í pössun í allan dag og alla nótt. Samt ætla ég að vera á bíl í þessu brúðkaupi, en það er haldið í Njarðvík - og það á Menningarnótt! Skamm! Ég er held ég búin að drekka yfir mig í öllum þessum brúðkaupum og gæsunum! Og grillpartýjum og afmælum. Ég meinaða, svo ég verð í afvötnun og keyrandi. Í bili.

Já, Vera fór með "ömmu" Jónu í morgun og ætlar að hlaupa með henni 3 km í Reykjavíkurmaraþoninu! Um að gera að byrja snemma. Vera er búin að vera svo mikið eitthvað í pössun undanfarið, og er byrjuð aftur hjá dagmömmunum, að ég var alveg næstum því bara farin að gráta þegar þær keyrðu í burtu. Pabbinn sagði: "Get a grip in your life woman!" - en málið er að Veran er gripið í mínu lífi svo þetta tekur á. Tekur jú líka á fyrir pabbann, en er samt einhvern veginn öðruvísi. Hann er ekki þessi sensitíva veimiltíugrenjuskjóða eins og mamman. Sem betur fer. Vá, ímyndið ykkur ef við værum bara bæði hér alltaf í messi yfir hlutunum! Myndi ekki virka. Gott að hafa einn svona klett eins og Vigga til að styðjast við. Og klifra í og níðast á...!

Já, brúðkaup. Ég lýsti því yfir í sæluvímu hér í bloggi eftir brúðkaupið mikla síðustu helgi að þetta hafi verið skemmtilegasta brúðkaup ever sem ég hefði farið í. Já, það var alveg brillíant og ég var í sæluvímu yfir því hvað veislustjórnunin okkar Vigga hefði gengið vel og allt hefði verið svo frábært og meiriháttar. En svona til að hafa þetta allt satt og rétt þá voru tvö geggjuð brúðkaup hjá mjög góðum vinum okkar í fyrrasumar. Nei, ég var ekki búin að gleyma þeim, heldur var "sigurvíman" svo sterk að hún hreinlega kæfði allt annað. Ég get því miður ekki rætt um öll þau brúðkaup sem ég hef farið í um ævina - þau eru öll svo hrikalega skemmtileg. Nota bene - ég er ekki að gera upp á milli brúðkaupsveislanna - en auðvitað stræka þær mann misjafnlega eftir því hvernig maður tengist brúðhjónunum.

Annað brúðkaupið var sérlega skemmtilegt að því leytinu til að það var leynibrúðkaup. Okkur var boðið í þrítugsafmæli og skírn í sama partýi og allt í lagi með það. Var þetta haldið hér í kofa úti í hrauni fyrir utan Hafnarfjörð og var þema afmælisins "lopapeysa og gúmmískór" - svo þannig voru allir gestirnir klæddir. Mjög sveitó og þægilegt partýoutfitt. Svo eftir skírnina byrjar bróðir afmælisbarnsins að spila brúðarmarsinn og inn í gjótuna gengur brúðurin - Elva æðislega vinkona mín - í gúmmískóm og lopapeysu - með blómakrans í hárinu - svo sælleg og rjóð! Og þá var komið að leynigiftingunni miklu! Ég var jú kasólétt á þessum tíma og missti mig algjörlega í geðshræringunni. Ég tók smá bút af þessu upp á litlu digital kameruna mína og bakgrunnshljóðin eru mjög fyndin: Sog upp í nef, snökt, stórt andvarp...! Já, þetta var æði. Svo var bara grill og sungið og þvílíkt djamm fram undir morgun. Ég man að ég fór heim að ganga 6 - og þá var aðeins mánuður í Veruna! Mjög skemmtilegt og öðruvísi brúðkaup sem er jú ekki hægt annað en að minnast þegar rætt er um brúðkaup.

Merkilegt með mig og Elvu vinkonu, hvernig leiðir okkar hafa legið skemmtilega og svipað saman í gegnum tíðina. Við kynntumst jú í Víðó, fórum svo reyndar í sitt hvorn menntaskólann, hún í Flensborg og ég í MH. Svo stundaði ég Flensborgarböllin grimmt með henni og hélt þannig tengingu við Hafnarfjörðinn minn (var nefninlega flutt inn í Reykjavík þarna). Hún fór einnig með mér á nokkur MH böll, svo vinskapur okkar hélst vel. Svo fórum við saman í bakpokaferðalag um Indland og S-A Asíu og héldum vináttuna út þá ferð þrátt fyrir góðar hæðir og hóla á leiðinni. Við Viggi bjuggum á Njálsgötunni og Elva og spúsi fluttu á Grettisgötuna og urðu nágrannar okkar. Svo fór ég í mannfræðina og Elva kom ári á eftir, eftir að hafa hætt í Kennó. Við útskrifuðumst saman úr mannfræðinni í HÍ. Elva flutti svo í Hafnarfjörð og varð ólétt. Ári síðar flutti ég í Hafnarfjörð og varð ólétt. Úlfur litli krútti fæddist svo 12. ágúst 2003 og Vera átti að fæðast 8. ágúst 2004 - en var að flýta sér og kom 2 vikum fyrr. Nú, svo gifti Elva sig í fyrrasumar - og þá varð ég að sjálfsögðu himinlifandi þar sem það þýddi samkvæmt "reglunni" um okkur Elvu að ég myndi gifta mig ári síðar.... ehh... og sumarið að verða búið!

Nú hitt brúðkaupið var ekki síðra þar sem það var æskuvinur minn og vinkona sem voru að giftast. Og að moi stýrði veisluhöldum með glæsibrag. Veislan var í kósí sal í sveitinni fyrir utan Hafnarfjörð og það var geggjaður grillmatur og mikið sungið og spilað á gítar. Áður en við tjúttuðum svo við life band fram á nótt - og ég tjúttaði sko hevví þar til fæturnir báru mig og kúluna ekki lengur - þá kastaði brúðurin brúðarvendinum. Og ég gjörsamlega fórnaði mér algjörlega í það að ná honum - var fremst í hrúgunni með öllum ógiftu kellingunum í veislunni og tók svo á stökk þegar hún kastaði vendinum. Hann kastaðist nefninlega upp í loft og datt beint niður fyrir aftan brúðina, langt fyrir framan þar sem við stóðum. Það fór þannig að ég henti mér fram og skrikaði að sjálfsögðu fótur svo frá á fæti sem ég var á háu hælunum með bumbuna út í loftið, og það endaði þannig að ég eiginlega datt og það beint á bumbuna (nb. Vera fæddist 2 vikum síðar!) og svo slædaði á bumbunni þar til ég náði í vöndinn góða! Svo ég greip brúðarvöndinn!! Átti það ekki að þýða að brúðkaup yrði í sumar hjá mér?? Frat.


Well, er farin að sjæna mig og koma mér í brúðkaupsveislukjól sumarsins - og hér má sjá brúðkaupsveislupar sumarsins 2005 í fullum skrúða.
One day... ;)


Aha Posted by Picasa

fimmtudagur, ágúst 18, 2005

Hjólað í sólinni 

Sit hér og skrifa í algjöru myrkri. Já, bjartar sumarnætur eru liðin tíð þetta árið. Sumarið er beisikklí búið. Eða svona næstum því.Nema hvað dagurinn í dag varð allt í einu að hinum besta sumardegi. Við Vera hittum ömmu Gunnu í sundi í skínandi sól eftir vinnu og mamman fór ófáar rennibrautarferðirnar með Veru sem skríkti af gleði og spenningi. Hún elskar að fara í sund. Get samt ekki beðið eftir því að hún geti leikið sér sjálf þar! Er ekki alveg eins mikið fyrir rennibrautirnar og þessi elska. Um átta leytið þegar Vera var á leiðinni í rúmið, skein sólin enn svo sætt inn til okkar að við fjölskyldan brugðum á það ráð að nýta okkur síðustu sólargeisla sumarsins og fara út í hjólatúr. Og það var algjör sæla. Ekkert stress, bara rólegheit, engir bílar, bara við að hjóla inn á milli sætu húsanna í gamla bænum hér í Hafnarfirði. Hjóluðum m.a. framhjá nýja húsinu okkar sem við flytjum í um áramótin næstu. Ég hlakka þvílíkt til að fara að velja mér nýtt gólfefni og eldhús. Hverfisgatan seldist hæstbjóðanda eftir að nokkrir hreinlega slógust um kofann. Það var ánægjulegt, enda er með eindæmum gott að búa hér. En framtíðarheimili okkar næstu árin mun vera á gamla Álfaskeiðinu í líka mjög litlu sætu húsi :)

miðvikudagur, ágúst 17, 2005

Verufréttir! 

Það er lítið að frétta svo ég dæli bara inn myndum og fréttum af Verunni minni.
Við höfum haft það svaka fínt í fríinu á Íslandi og spókuðum okkur saman um allan bæ. Það var farið í sund og út að hjóla, gefið bra bra og leikið úti og mokað. Allt að gerast. Og mamman hefur ábyggilega skemmt sér jafn vel við þessar iðjur og Vera.

Vera er orðin svo klár og sniðug stelpa og fær greinilega æ meira vit í kollinn. Hún segir þvert "nei" þegar hún vill ekki eitthvað, puðrar hvað hún getur þegar hún sér bíl, eða fer upp í bíl, segir "ba ba" þegar við hjólum framhjá tjörninni, og "vovovovovov" þegar hún sér hund eða mynd af hundi. Einnig er hún ennþá síhneggjandi í tíma og ótíma eftir ferðina um daginn í húsdýragarðinn, og þá auðvitað sérstaklega þegar hún sér hesta - er eiginlega hestasjúk!

Vera var að byrja að horfa á Stubbana og kann strax eftir 2 umferðir að segja "o,ó...." að þeirra hætti og reynir að apa allt eftir þeim - frekar fyndið að horfa á.

Já, það er s.s. ekkert markvert að frétta nema Veran vex og dafnar eins og best verður á kosið! Hún fór til dagmammanna í morgun eftir 5 vikna frí. Mamman var eitthvað stressuð yfir því að hún væri búin að gleyma og vildi ekki fara, en Vera var hin ánægðasta og brosti út að eyrum þegar hún sá dagmömmuna. Vinkaði mér svo bæj og reyndi að loka hurðinni á mig... Hana þyrstir greinilega í að leika við krakka og er greinilega búin að fá nóg af mömmunni í bili eftir allt þetta frí...

Að sama skapi var fyrsti vinnudagurinn minn í dag hinn besti þakka ykkur fyrir :)


Úti á róló að leika Posted by Picasa


Þetta er ekki "svona stór" heldur "upp, upp, upp á fjall..."! Já, Vera "kann" orðið það lag! Posted by Picasa


Blásið í lúður Posted by Picasa


Veru finnst svakalega gaman að hjóla og við reynum að hjóla smá á hverjum degi Posted by Picasa


Litli töffaraálfurinn minn í stuði! Posted by Picasa


Alltaf að tala í símann Posted by Picasa


Stelpan er strax orðin skósjúk en eitt það skemmtilegasta sem Vera gerir um þessar mundir er að setja skó á hendurnar á sér og "labba" með þá um allt Posted by Picasa


Hér er Vera búin að koma sér vel fyrir á góðum stað - ofan á skógrindinni! Posted by Picasa


Með ömmu Gunnu í góða veðrinu Posted by Picasa


Litla prinsessan búin að skreyta sig fyrir mömmu! Posted by Picasa


Að leika úti á palli í góða veðrinu í fríinu okkar saman Posted by Picasa


Vera kann að segja "labba labba labba" (já, hún þylur það upp oft í röð þegar hún labbar!) og labbar oft með kerruna sína um húsið. Vera hefur mest tekið um 10 skref sjálf, svo þetta er svona að koma hjá henni.  Posted by Picasa

þriðjudagur, ágúst 16, 2005

Brrrrillíant brúðkaup! 

Eins og glöggir lesendur vita kannski, þá fór ég í brúðkaup á laugardaginn var. Og ekkert venjulegt brúðkaup skal ég segja ykkur - þetta var hreinlega skemmtilegasta brúðkaup í heimi! Ok, kannski spilaði það eitthvað inn í að fyrsta góða vinkona mín var að gifta sig góðum vini mínum, og að ég og Viggi fengum þann heiður að stjórna veislunni! Ræðurnar voru frábærar, allar sem ein, þótt okkar Vigga hafi að sjálfsögðu staðið upp úr, enda sáu vinirnir brúðhjónin jú með aðeins öðruvísi augum heldur en foreldrarnir... Mín tók lagið og sló í gegn og eins vorum við vinkonurnar búnar að klippa saman vídeó úr gæsuninni sem sýnt var í brúðkaupinu, og það var náttúrulega bara hrikalega skemmtilegt! Það var þétt dagskrá allt kvöldið af atriðum og ræðum og uppákomum svo við Viggi þurftum sem betur fer ekki að fylla inn í neinar leiðinlegar eyður með lélegum bröndurum! En við stóðum okkur ágætlega og tókst að búa til partýstemmningu og léttan og skemmtilegan anda.
Svo fengum við alla út á gólf í salsa og ég tók meira að segja báðar ömmurnar í tjútt! Og það var tjúttað langt fram á nótt í góðu stuði.

Maður á bara ekki eftir að þora að gifta sig eftir svona ferlega vel heppnaða brúðkaupsveislu aldarinnar!
Best að hafa ekki áhyggjur af því fyrr en maður fær kannski einhvern tímann kannski mögulega smá pínu bónorð...

Sjálf hef ég að sjálfsögðu (haven´t we all??!) velt því fyrir mér hvernig brúðkaup og veislu ég myndi vilja fyrir sjálfa mig og minn mann. Vill ég hafa stóra veislu með öllu tilheyrandi eins og þá skemmtilegustu ever sem ég fór í um helgina? Eða er ég meira low key (hehe!) og býð bara nánustu nánustu, skorið við nögl, og býð þeim út að borða? Reyndar held ég að ef ég fæ einhvern tímann að gifta mig að ég myndi velja brjálað óformlegt og ódýrt brúðkaupspartý! Og eyða svo peningunum bara í sjálfa mig og ferðalög. Veit ekki hvort ég myndi leyfa lofræður, en það yrði alla vega dansað fram á nótt! Æj, veit ekki af hverju maður er að pæla í þessu, það er ekki eins og ég sé að fara að gifta mig í bráð!

Fyrir forvitna - kíkið á www.huxa.net/brudkaup - það koma myndir frá brúðkaupinu í vikunni ;)

Kveðja,
Erla
-Veislustjóraþjónustan.is

miðvikudagur, ágúst 10, 2005

Gæsun 

Ef maður pælir í því þá er gæsun - og þá steggjun - furðulegt fyrirbæri. Snýst um að taka viðkomandi vin og beisikklí stríða honum eins og hægt er í heilan dag. En þetta er svo gaman! Á gæsadaginn er yfirleitt eitthvað aðhafst sem annars ekki má dags daglega. T.d. að klæða gæsina upp eins og skrípi og láta hana gera eitthvað sem hún myndi annars aldrei gera. Þessi dagur er svona liminal dagur þar sem allt er leyfilegt!

Við stelpurnar gæsuðum vinkonu okkar og verðandi brúður síðastliðinn laugardag. Dagurinn byrjaði snemma og honum lauk seint. Maður var alveg búinn eftir þetta en á eftir að lifa á þessu geimi lengi vel svo gaman var þetta.

Gæsin byrjaði á því að fá sendar gjafir heim til sín árla morguns, sem héldu svo áfram að berast henni fram undir hádegi. Það voru gjafir allt frá rósum og upp í perlu-g-streng og handjárn... aha, þá má allt! Þema dagsins var Sex and the City og vorum við allar í píugírnum allan daginn, á hæstu pinnahælunum okkar og grúví outfitti. Sjálf gæsin var titluð sem Samantha og leiddi okkur hinar í gegnum daginn með það fyrir augum. Við fórum í eitt ógeðslega skemmtilegt - það er staður á Nesjavöllum sem kallast Adrenalíngarðurinn - sjá nánar á adrenalin.is og þar þreytti gæsin - ásamt steggnum sínum sem hún hitti þar uppfrá fyrir tilviljun - nokkrar ansi svæsnar þrautir. Þar á eftir var haldið í stúdíó þar sem gæsin söng til síns heittelskaða og einnig sungum við vinkonurnar saman eitt lag. Fyndið í meira lagi!
Svo var það auðvitað bara pottur og freyðivín og súkkulaðihúðuð jarðaber, grill og glens fram eftir nóttu.
Algjört æði.

Það er líka svo gaman að plana þetta. Koma gæsinni á óvart. Leynimakkast með þetta.

Stússið er svo ekki búið því nú er brúðkaupið næst á dagskrá, á laugardaginn næsta. Við Viggi erum sænuð sem veislustjórar og erum þegar byrjuð að undirbúa okkur! Gvuð, eigum eftir að vera eins og Gög&Gokke þarna á sviðinu... Nei, nei, þetta verður fínt, en þó fyrst og fremst skemmtilegt.

Allir með góð tips - skemmtilega leiki eða hvers kyns sniðug input kommenti NÚNA takk!

Kv,
Erla ógifta.

sunnudagur, ágúst 07, 2005

Afmælisveislan 

Vera varð 1 árs 25. júlí sl. og eyddi hún þeim góða degi í flugvél á leið heim frá Krít. Það var því lítið um afmælisveislu þann daginn. Í dag var hins vegar haldið upp á afmæli Verunnar með pompi og prakt! Það var kátt í kofanum þegar afmælissöngurinn ómaði og vera naut athyglinnar í botn. Hún fékk svaka mikið af fínum gjöfum og viljum við þakka fyrir þær. Mamman og pabbinn lögðu metnað sinn í að hafa fyrstu veislu Veru eins ánægjulega og mögulegt var og held ég barasta að það hafi tekist með ágætum. Kökuhlaðborðið var eins og í fermingarveislu, en mamman hafði sænað kökuverkefni á hinn og þennan gestinn þar sem sólarhringurinn fyrir afmælisveislu fór allur í það að gæsa vinkonu og verðandi brúður. Mömmunni og timburmönnunum tókst þó einnig að galdra fram nokkuð girnilegar veitingar í morgun eftir skrall og lítinn svefn. Jesús minn, var gaman að gæsa eða?! En það er önnur saga. Fólk ætti að gifta sig oftar - og bjóða mér í gæsunina ;)

Hér fylgja að sjálfsögðu myndir úr 1 árs afmælinu í dag. Mamman er uppgefin eftir daginn og Vera líka eftir allt átið, pakkaflóðið, söngin og skrílslætin í krökkunum sem eru jú alltaf jafn spennt í afmælum (eða uppvíruð af sykuráti!)


Vera Víglunds afmælisstelpa Posted by Picasa


Afmælissöngurinn var sunginn svo undir tók í kofanum, enda um 40 raddir þar að verki! Vera var alveg undrandi á þessari óvæntu uppákomu og allir athyglinni sem hún fékk. Hér eru Vera og mamman að blása á afmæliskertið og að sjálfsögðu óska sér... Posted by Picasa


Flotta afmæliskakan sem "amma" Jóna gerði í tilefni dagsins  Posted by Picasa


Hei - ammæliskaka fyrir mig! Vera smakkaði súkkulaði svo heitið getur í fyrsta sinn í dag- og...hún var alveg að fílaða!!  Posted by Picasa


Amminamm! Posted by Picasa

miðvikudagur, ágúst 03, 2005

Bless... 

Snökt.
Elva, Torfi og Úlfur fluttu í dag til Danmerkur. Úlfur segist vera að fara í skóla. Sem er rétt, hann fer á leikskóla og svo fara mamman og pabbinn líka í skóla. Við söknum þeirra nú þegar!
En þá er bara að fara að týna peninga af trjánum til að kaupa sér far til Dene og kíkja í heimsókn bráðlega :)


Danmerkurfararnir fallegu Posted by Picasa

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

eXTReMe Tracker