<$BlogRSDUrl$>

laugardagur, ágúst 20, 2005

Meira um brúðkaup... 

Þá er síðasta brúðkaup sumarsins fyrir mig í dag. Og kvöld. Þetta tekur jú allan daginn og kvöldið. Þetta er frændi hans Vigga sem er að gifta sig svo öll fjölskyldan verður þarna. Vera er farin í pössun og verður í pössun í allan dag og alla nótt. Samt ætla ég að vera á bíl í þessu brúðkaupi, en það er haldið í Njarðvík - og það á Menningarnótt! Skamm! Ég er held ég búin að drekka yfir mig í öllum þessum brúðkaupum og gæsunum! Og grillpartýjum og afmælum. Ég meinaða, svo ég verð í afvötnun og keyrandi. Í bili.

Já, Vera fór með "ömmu" Jónu í morgun og ætlar að hlaupa með henni 3 km í Reykjavíkurmaraþoninu! Um að gera að byrja snemma. Vera er búin að vera svo mikið eitthvað í pössun undanfarið, og er byrjuð aftur hjá dagmömmunum, að ég var alveg næstum því bara farin að gráta þegar þær keyrðu í burtu. Pabbinn sagði: "Get a grip in your life woman!" - en málið er að Veran er gripið í mínu lífi svo þetta tekur á. Tekur jú líka á fyrir pabbann, en er samt einhvern veginn öðruvísi. Hann er ekki þessi sensitíva veimiltíugrenjuskjóða eins og mamman. Sem betur fer. Vá, ímyndið ykkur ef við værum bara bæði hér alltaf í messi yfir hlutunum! Myndi ekki virka. Gott að hafa einn svona klett eins og Vigga til að styðjast við. Og klifra í og níðast á...!

Já, brúðkaup. Ég lýsti því yfir í sæluvímu hér í bloggi eftir brúðkaupið mikla síðustu helgi að þetta hafi verið skemmtilegasta brúðkaup ever sem ég hefði farið í. Já, það var alveg brillíant og ég var í sæluvímu yfir því hvað veislustjórnunin okkar Vigga hefði gengið vel og allt hefði verið svo frábært og meiriháttar. En svona til að hafa þetta allt satt og rétt þá voru tvö geggjuð brúðkaup hjá mjög góðum vinum okkar í fyrrasumar. Nei, ég var ekki búin að gleyma þeim, heldur var "sigurvíman" svo sterk að hún hreinlega kæfði allt annað. Ég get því miður ekki rætt um öll þau brúðkaup sem ég hef farið í um ævina - þau eru öll svo hrikalega skemmtileg. Nota bene - ég er ekki að gera upp á milli brúðkaupsveislanna - en auðvitað stræka þær mann misjafnlega eftir því hvernig maður tengist brúðhjónunum.

Annað brúðkaupið var sérlega skemmtilegt að því leytinu til að það var leynibrúðkaup. Okkur var boðið í þrítugsafmæli og skírn í sama partýi og allt í lagi með það. Var þetta haldið hér í kofa úti í hrauni fyrir utan Hafnarfjörð og var þema afmælisins "lopapeysa og gúmmískór" - svo þannig voru allir gestirnir klæddir. Mjög sveitó og þægilegt partýoutfitt. Svo eftir skírnina byrjar bróðir afmælisbarnsins að spila brúðarmarsinn og inn í gjótuna gengur brúðurin - Elva æðislega vinkona mín - í gúmmískóm og lopapeysu - með blómakrans í hárinu - svo sælleg og rjóð! Og þá var komið að leynigiftingunni miklu! Ég var jú kasólétt á þessum tíma og missti mig algjörlega í geðshræringunni. Ég tók smá bút af þessu upp á litlu digital kameruna mína og bakgrunnshljóðin eru mjög fyndin: Sog upp í nef, snökt, stórt andvarp...! Já, þetta var æði. Svo var bara grill og sungið og þvílíkt djamm fram undir morgun. Ég man að ég fór heim að ganga 6 - og þá var aðeins mánuður í Veruna! Mjög skemmtilegt og öðruvísi brúðkaup sem er jú ekki hægt annað en að minnast þegar rætt er um brúðkaup.

Merkilegt með mig og Elvu vinkonu, hvernig leiðir okkar hafa legið skemmtilega og svipað saman í gegnum tíðina. Við kynntumst jú í Víðó, fórum svo reyndar í sitt hvorn menntaskólann, hún í Flensborg og ég í MH. Svo stundaði ég Flensborgarböllin grimmt með henni og hélt þannig tengingu við Hafnarfjörðinn minn (var nefninlega flutt inn í Reykjavík þarna). Hún fór einnig með mér á nokkur MH böll, svo vinskapur okkar hélst vel. Svo fórum við saman í bakpokaferðalag um Indland og S-A Asíu og héldum vináttuna út þá ferð þrátt fyrir góðar hæðir og hóla á leiðinni. Við Viggi bjuggum á Njálsgötunni og Elva og spúsi fluttu á Grettisgötuna og urðu nágrannar okkar. Svo fór ég í mannfræðina og Elva kom ári á eftir, eftir að hafa hætt í Kennó. Við útskrifuðumst saman úr mannfræðinni í HÍ. Elva flutti svo í Hafnarfjörð og varð ólétt. Ári síðar flutti ég í Hafnarfjörð og varð ólétt. Úlfur litli krútti fæddist svo 12. ágúst 2003 og Vera átti að fæðast 8. ágúst 2004 - en var að flýta sér og kom 2 vikum fyrr. Nú, svo gifti Elva sig í fyrrasumar - og þá varð ég að sjálfsögðu himinlifandi þar sem það þýddi samkvæmt "reglunni" um okkur Elvu að ég myndi gifta mig ári síðar.... ehh... og sumarið að verða búið!

Nú hitt brúðkaupið var ekki síðra þar sem það var æskuvinur minn og vinkona sem voru að giftast. Og að moi stýrði veisluhöldum með glæsibrag. Veislan var í kósí sal í sveitinni fyrir utan Hafnarfjörð og það var geggjaður grillmatur og mikið sungið og spilað á gítar. Áður en við tjúttuðum svo við life band fram á nótt - og ég tjúttaði sko hevví þar til fæturnir báru mig og kúluna ekki lengur - þá kastaði brúðurin brúðarvendinum. Og ég gjörsamlega fórnaði mér algjörlega í það að ná honum - var fremst í hrúgunni með öllum ógiftu kellingunum í veislunni og tók svo á stökk þegar hún kastaði vendinum. Hann kastaðist nefninlega upp í loft og datt beint niður fyrir aftan brúðina, langt fyrir framan þar sem við stóðum. Það fór þannig að ég henti mér fram og skrikaði að sjálfsögðu fótur svo frá á fæti sem ég var á háu hælunum með bumbuna út í loftið, og það endaði þannig að ég eiginlega datt og það beint á bumbuna (nb. Vera fæddist 2 vikum síðar!) og svo slædaði á bumbunni þar til ég náði í vöndinn góða! Svo ég greip brúðarvöndinn!! Átti það ekki að þýða að brúðkaup yrði í sumar hjá mér?? Frat.


Well, er farin að sjæna mig og koma mér í brúðkaupsveislukjól sumarsins - og hér má sjá brúðkaupsveislupar sumarsins 2005 í fullum skrúða.
One day... ;)


Aha Posted by Picasa

Comments: Skrifa ummæli

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

eXTReMe Tracker