fimmtudagur, ágúst 18, 2005
Hjólað í sólinni
Sit hér og skrifa í algjöru myrkri. Já, bjartar sumarnætur eru liðin tíð þetta árið. Sumarið er beisikklí búið. Eða svona næstum því.Nema hvað dagurinn í dag varð allt í einu að hinum besta sumardegi. Við Vera hittum ömmu Gunnu í sundi í skínandi sól eftir vinnu og mamman fór ófáar rennibrautarferðirnar með Veru sem skríkti af gleði og spenningi. Hún elskar að fara í sund. Get samt ekki beðið eftir því að hún geti leikið sér sjálf þar! Er ekki alveg eins mikið fyrir rennibrautirnar og þessi elska. Um átta leytið þegar Vera var á leiðinni í rúmið, skein sólin enn svo sætt inn til okkar að við fjölskyldan brugðum á það ráð að nýta okkur síðustu sólargeisla sumarsins og fara út í hjólatúr. Og það var algjör sæla. Ekkert stress, bara rólegheit, engir bílar, bara við að hjóla inn á milli sætu húsanna í gamla bænum hér í Hafnarfirði. Hjóluðum m.a. framhjá nýja húsinu okkar sem við flytjum í um áramótin næstu. Ég hlakka þvílíkt til að fara að velja mér nýtt gólfefni og eldhús. Hverfisgatan seldist hæstbjóðanda eftir að nokkrir hreinlega slógust um kofann. Það var ánægjulegt, enda er með eindæmum gott að búa hér. En framtíðarheimili okkar næstu árin mun vera á gamla Álfaskeiðinu í líka mjög litlu sætu húsi :)
Comments:
Skrifa ummæli