sunnudagur, ágúst 07, 2005
Afmælisveislan
Vera varð 1 árs 25. júlí sl. og eyddi hún þeim góða degi í flugvél á leið heim frá Krít. Það var því lítið um afmælisveislu þann daginn. Í dag var hins vegar haldið upp á afmæli Verunnar með pompi og prakt! Það var kátt í kofanum þegar afmælissöngurinn ómaði og vera naut athyglinnar í botn. Hún fékk svaka mikið af fínum gjöfum og viljum við þakka fyrir þær. Mamman og pabbinn lögðu metnað sinn í að hafa fyrstu veislu Veru eins ánægjulega og mögulegt var og held ég barasta að það hafi tekist með ágætum. Kökuhlaðborðið var eins og í fermingarveislu, en mamman hafði sænað kökuverkefni á hinn og þennan gestinn þar sem sólarhringurinn fyrir afmælisveislu fór allur í það að gæsa vinkonu og verðandi brúður. Mömmunni og timburmönnunum tókst þó einnig að galdra fram nokkuð girnilegar veitingar í morgun eftir skrall og lítinn svefn. Jesús minn, var gaman að gæsa eða?! En það er önnur saga. Fólk ætti að gifta sig oftar - og bjóða mér í gæsunina ;)
Hér fylgja að sjálfsögðu myndir úr 1 árs afmælinu í dag. Mamman er uppgefin eftir daginn og Vera líka eftir allt átið, pakkaflóðið, söngin og skrílslætin í krökkunum sem eru jú alltaf jafn spennt í afmælum (eða uppvíruð af sykuráti!)
Vera Víglunds afmælisstelpa
Hér fylgja að sjálfsögðu myndir úr 1 árs afmælinu í dag. Mamman er uppgefin eftir daginn og Vera líka eftir allt átið, pakkaflóðið, söngin og skrílslætin í krökkunum sem eru jú alltaf jafn spennt í afmælum (eða uppvíruð af sykuráti!)
Vera Víglunds afmælisstelpa
Comments:
Skrifa ummæli