sunnudagur, ágúst 28, 2005
Leggjabrjótur
Ég hef aldrei fótbrotnað og lagði því í að ganga svokallaðan Leggjabrjót á laugardaginn. Við fórum nokkur saman úr vinnunni og gengum þessa leið í alveg frábæru veðri og móral. Gæti ekki hafa verið betra. Og ég í engu formi tók þetta á hælinn. Braut engan legg, eins langir og þeir meira að segja eru!
Þetta er um 500 m hækkun, en ekkert á fótinn þannig séð, bara þægileg ganga. Grýtt eins og nafnið gefur til kynna og ég finn fyrir strengjum neðst við öklana. En thats it. Doldið gott fyrir mömmuna-í-engu-formi.
Brynjudalur í Hvalfirði
Við hófum gönguna í Svartagili á Þingvöllum og gengum yfir í Botnsdal í Hvalfirði. Alveg æðislegt eins og sjá má á þessum myndum. Er hinn fínasti dagstúr fyrir vana sem óvana. Ætla að fara aftur sem fyrst og taka þá Vigga með mér, en hann sat heima með veikri Verunni.
Þetta var þriðji "tindurinn" í svokölluðu 5 tinda verkefni í vinnunni. Ég sjálf átti þessa hugmynd og útfærði hana með vinnufélaga og fengum við þvílíkt hrós fyrir. Fyrsti tindurinn var Keilir og þar var góð mæting. Annar tindurinn var Móskarðshnjúkar og þar var líka hin fínasta mæting. Svo núna komu bara 10 manns, og það með viðhengjum! Eins og veðrið var geggjað og meira að segja var rúta sem skutlaði okkur og sótti þar sem þetta var svona "vesenisganga" þ.e. ekki byrjað og endað á sama stað. En IMGararnir drulluðu sér ekki úr sporunum í þetta sinn. Ætli við verðum ekki bara tvö á næstu tveimur tindum sem eftir eru. Annar þeirra er Hekla 18. september nk. og eru allir sem ég þekki velkomnir, en ég býst ekki við svo mörgum vinnufélögum úr þessu...! (Já, þið vinnufélagar sem lesið þetta - skamm!)
En anyways.
Þetta var lovlí.
Þetta er um 500 m hækkun, en ekkert á fótinn þannig séð, bara þægileg ganga. Grýtt eins og nafnið gefur til kynna og ég finn fyrir strengjum neðst við öklana. En thats it. Doldið gott fyrir mömmuna-í-engu-formi.
Brynjudalur í Hvalfirði
Við hófum gönguna í Svartagili á Þingvöllum og gengum yfir í Botnsdal í Hvalfirði. Alveg æðislegt eins og sjá má á þessum myndum. Er hinn fínasti dagstúr fyrir vana sem óvana. Ætla að fara aftur sem fyrst og taka þá Vigga með mér, en hann sat heima með veikri Verunni.
Þetta var þriðji "tindurinn" í svokölluðu 5 tinda verkefni í vinnunni. Ég sjálf átti þessa hugmynd og útfærði hana með vinnufélaga og fengum við þvílíkt hrós fyrir. Fyrsti tindurinn var Keilir og þar var góð mæting. Annar tindurinn var Móskarðshnjúkar og þar var líka hin fínasta mæting. Svo núna komu bara 10 manns, og það með viðhengjum! Eins og veðrið var geggjað og meira að segja var rúta sem skutlaði okkur og sótti þar sem þetta var svona "vesenisganga" þ.e. ekki byrjað og endað á sama stað. En IMGararnir drulluðu sér ekki úr sporunum í þetta sinn. Ætli við verðum ekki bara tvö á næstu tveimur tindum sem eftir eru. Annar þeirra er Hekla 18. september nk. og eru allir sem ég þekki velkomnir, en ég býst ekki við svo mörgum vinnufélögum úr þessu...! (Já, þið vinnufélagar sem lesið þetta - skamm!)
En anyways.
Þetta var lovlí.
Comments:
Skrifa ummæli