<$BlogRSDUrl$>

miðvikudagur, ágúst 31, 2005

Litla "frænka" 

Vinahópnum fjölgaði í dag, en þá fæddist Vilborgu vinkonu og Rúnari lítil stelpa! Til haaaamingju. Get ekki beðið eftir að fá að líta dömuna augum.

Oh, þetta er bara besta tilfinning í heimi. Ég gleymdi aldrei á meðan ég lifi þegar ég sá Veru fyrst. Hvað þá fékk hana til mín (eftir að hendurnar losnuðu af keisaraskurðarborðinu). Og ég grét yfir þessu mómenti marga mánuði á eftir. Og enn í dag ef ég heyri Steve Wonder syngja "Isn´t she lovely..." þá bara brestur mín.
Bara ólýsanlega æðislegt.

Við vinkonurnar erum allar á sama árinu og það eru komin heil 3 börn í bunkann, og það elsta er Vera, rúmlega eins árs. Svo það má segja að við séum alveg að taka okkar tíma í þetta. En nú er barnabomban vonandi sprungin og fleiri að koma í kjölfarið...Þetta er nebblega pínu smitandi.

Comments: Skrifa ummæli

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

eXTReMe Tracker