miðvikudagur, ágúst 10, 2005
Gæsun
Ef maður pælir í því þá er gæsun - og þá steggjun - furðulegt fyrirbæri. Snýst um að taka viðkomandi vin og beisikklí stríða honum eins og hægt er í heilan dag. En þetta er svo gaman! Á gæsadaginn er yfirleitt eitthvað aðhafst sem annars ekki má dags daglega. T.d. að klæða gæsina upp eins og skrípi og láta hana gera eitthvað sem hún myndi annars aldrei gera. Þessi dagur er svona liminal dagur þar sem allt er leyfilegt!
Við stelpurnar gæsuðum vinkonu okkar og verðandi brúður síðastliðinn laugardag. Dagurinn byrjaði snemma og honum lauk seint. Maður var alveg búinn eftir þetta en á eftir að lifa á þessu geimi lengi vel svo gaman var þetta.
Gæsin byrjaði á því að fá sendar gjafir heim til sín árla morguns, sem héldu svo áfram að berast henni fram undir hádegi. Það voru gjafir allt frá rósum og upp í perlu-g-streng og handjárn... aha, þá má allt! Þema dagsins var Sex and the City og vorum við allar í píugírnum allan daginn, á hæstu pinnahælunum okkar og grúví outfitti. Sjálf gæsin var titluð sem Samantha og leiddi okkur hinar í gegnum daginn með það fyrir augum. Við fórum í eitt ógeðslega skemmtilegt - það er staður á Nesjavöllum sem kallast Adrenalíngarðurinn - sjá nánar á adrenalin.is og þar þreytti gæsin - ásamt steggnum sínum sem hún hitti þar uppfrá fyrir tilviljun - nokkrar ansi svæsnar þrautir. Þar á eftir var haldið í stúdíó þar sem gæsin söng til síns heittelskaða og einnig sungum við vinkonurnar saman eitt lag. Fyndið í meira lagi!
Svo var það auðvitað bara pottur og freyðivín og súkkulaðihúðuð jarðaber, grill og glens fram eftir nóttu.
Algjört æði.
Það er líka svo gaman að plana þetta. Koma gæsinni á óvart. Leynimakkast með þetta.
Stússið er svo ekki búið því nú er brúðkaupið næst á dagskrá, á laugardaginn næsta. Við Viggi erum sænuð sem veislustjórar og erum þegar byrjuð að undirbúa okkur! Gvuð, eigum eftir að vera eins og Gög&Gokke þarna á sviðinu... Nei, nei, þetta verður fínt, en þó fyrst og fremst skemmtilegt.
Allir með góð tips - skemmtilega leiki eða hvers kyns sniðug input kommenti NÚNA takk!
Kv,
Erla ógifta.
Við stelpurnar gæsuðum vinkonu okkar og verðandi brúður síðastliðinn laugardag. Dagurinn byrjaði snemma og honum lauk seint. Maður var alveg búinn eftir þetta en á eftir að lifa á þessu geimi lengi vel svo gaman var þetta.
Gæsin byrjaði á því að fá sendar gjafir heim til sín árla morguns, sem héldu svo áfram að berast henni fram undir hádegi. Það voru gjafir allt frá rósum og upp í perlu-g-streng og handjárn... aha, þá má allt! Þema dagsins var Sex and the City og vorum við allar í píugírnum allan daginn, á hæstu pinnahælunum okkar og grúví outfitti. Sjálf gæsin var titluð sem Samantha og leiddi okkur hinar í gegnum daginn með það fyrir augum. Við fórum í eitt ógeðslega skemmtilegt - það er staður á Nesjavöllum sem kallast Adrenalíngarðurinn - sjá nánar á adrenalin.is og þar þreytti gæsin - ásamt steggnum sínum sem hún hitti þar uppfrá fyrir tilviljun - nokkrar ansi svæsnar þrautir. Þar á eftir var haldið í stúdíó þar sem gæsin söng til síns heittelskaða og einnig sungum við vinkonurnar saman eitt lag. Fyndið í meira lagi!
Svo var það auðvitað bara pottur og freyðivín og súkkulaðihúðuð jarðaber, grill og glens fram eftir nóttu.
Algjört æði.
Það er líka svo gaman að plana þetta. Koma gæsinni á óvart. Leynimakkast með þetta.
Stússið er svo ekki búið því nú er brúðkaupið næst á dagskrá, á laugardaginn næsta. Við Viggi erum sænuð sem veislustjórar og erum þegar byrjuð að undirbúa okkur! Gvuð, eigum eftir að vera eins og Gög&Gokke þarna á sviðinu... Nei, nei, þetta verður fínt, en þó fyrst og fremst skemmtilegt.
Allir með góð tips - skemmtilega leiki eða hvers kyns sniðug input kommenti NÚNA takk!
Kv,
Erla ógifta.
Comments:
Skrifa ummæli