fimmtudagur, ágúst 25, 2005
Vera og Ýmir
Við Vera erum duglegar að gera eitthvað saman eftir vinnu og dagmömmupössun, hvort sem það er að fara út að leika, í sund, út að hjóla eða í búðarráp. Skemmtilegast finnst okkur þó að fara í heimsókn til vina okkar, eða þá fá þá í heimsókn (einhvern veginn virðast þeir samt ekki svo duglegir að drífa sig í Fjörðinn... koma svo!). Vera á nokkra litla sæta vini og það er svo gaman þegar krílin hittast. Í dag heimsóttum við Ými, son Fanneyjar mannfræðivinkonu mömmunnar. Ýmir og Vera byrjuðu vel og léku sér spök við dótið inni. Ýmir er stærri og sterkari þótt hann sé mánuði yngri og kann að labba og allt. Og það var alveg augljóst að Vera var þokkalega smeyk við þennan rum! Hún fór fljótlega í var og vildi vera nálægt mömmu. Svo var farið út að leika og það gekk upp og niður eins og gengur og gerist í þessum stubbasamskiptum. Ýmir að rífa skófluna af Veru og Vera fötuna af honum... og mömmurnar á fullu að passa að allir hafi eitthvað til að það verði ekki rekið upp öskur.
Já, þetta er vinna en svaka gaman! Mömmurnar að kjafta og krakkarnir að læra að leika sér saman.
Á næstunni er stefnt að því að fara í fleiri krílaheimsóknir. Það er svo skemmtilegt :)
Ýmir og Vera búin að ramba
Já, þetta er vinna en svaka gaman! Mömmurnar að kjafta og krakkarnir að læra að leika sér saman.
Á næstunni er stefnt að því að fara í fleiri krílaheimsóknir. Það er svo skemmtilegt :)
Ýmir og Vera búin að ramba
Comments:
Skrifa ummæli