<$BlogRSDUrl$>

þriðjudagur, ágúst 16, 2005

Brrrrillíant brúðkaup! 

Eins og glöggir lesendur vita kannski, þá fór ég í brúðkaup á laugardaginn var. Og ekkert venjulegt brúðkaup skal ég segja ykkur - þetta var hreinlega skemmtilegasta brúðkaup í heimi! Ok, kannski spilaði það eitthvað inn í að fyrsta góða vinkona mín var að gifta sig góðum vini mínum, og að ég og Viggi fengum þann heiður að stjórna veislunni! Ræðurnar voru frábærar, allar sem ein, þótt okkar Vigga hafi að sjálfsögðu staðið upp úr, enda sáu vinirnir brúðhjónin jú með aðeins öðruvísi augum heldur en foreldrarnir... Mín tók lagið og sló í gegn og eins vorum við vinkonurnar búnar að klippa saman vídeó úr gæsuninni sem sýnt var í brúðkaupinu, og það var náttúrulega bara hrikalega skemmtilegt! Það var þétt dagskrá allt kvöldið af atriðum og ræðum og uppákomum svo við Viggi þurftum sem betur fer ekki að fylla inn í neinar leiðinlegar eyður með lélegum bröndurum! En við stóðum okkur ágætlega og tókst að búa til partýstemmningu og léttan og skemmtilegan anda.
Svo fengum við alla út á gólf í salsa og ég tók meira að segja báðar ömmurnar í tjútt! Og það var tjúttað langt fram á nótt í góðu stuði.

Maður á bara ekki eftir að þora að gifta sig eftir svona ferlega vel heppnaða brúðkaupsveislu aldarinnar!
Best að hafa ekki áhyggjur af því fyrr en maður fær kannski einhvern tímann kannski mögulega smá pínu bónorð...

Sjálf hef ég að sjálfsögðu (haven´t we all??!) velt því fyrir mér hvernig brúðkaup og veislu ég myndi vilja fyrir sjálfa mig og minn mann. Vill ég hafa stóra veislu með öllu tilheyrandi eins og þá skemmtilegustu ever sem ég fór í um helgina? Eða er ég meira low key (hehe!) og býð bara nánustu nánustu, skorið við nögl, og býð þeim út að borða? Reyndar held ég að ef ég fæ einhvern tímann að gifta mig að ég myndi velja brjálað óformlegt og ódýrt brúðkaupspartý! Og eyða svo peningunum bara í sjálfa mig og ferðalög. Veit ekki hvort ég myndi leyfa lofræður, en það yrði alla vega dansað fram á nótt! Æj, veit ekki af hverju maður er að pæla í þessu, það er ekki eins og ég sé að fara að gifta mig í bráð!

Fyrir forvitna - kíkið á www.huxa.net/brudkaup - það koma myndir frá brúðkaupinu í vikunni ;)

Kveðja,
Erla
-Veislustjóraþjónustan.is

Comments: Skrifa ummæli

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

eXTReMe Tracker