miðvikudagur, nóvember 30, 2005
Skófríkin Vera
Mamman er skófrík, það leynir sér ekkert. Ég gæti án gríns keypt mér par á dag - já, til að koma skapinu í lag! Skór eru allra meina bót. En maður heldur í sér.
Dóttirin virðist hafa smitast af dellunni. Mömmunni að kenna? (Sjá blogg "Skódella" frá 7. okt. 2004). Vera er í því að klæða sig í skó af sjálfri sér eða öðrum fullorðnum og án gríns, þá hafði hún í fyrsta sinn í morgun skoðun á því í hvaða skóm hún vildi fara! Ég ætlaði bara að setja hana í hvítu Nike strigaskóna hennar eins og flesta aðra snjólausa morgna, en mín þvertók fyrir það og náði sjálf í kuldaskóna sína og vildi fara í þá og enga aðra (mjög greinilegt á tóninum í röddinni!) takk fyrir! Mér fannst þetta þó nokkuð merkilegt. Jú, þessi kríli hafa þvílíkar skoðanir á hlutunum og vilja hafa þá svona en ekki hinssegin, en að hafa strax skoðun á því í hvaða skó á að fara á morgnanna...
Þetta á eftir að verða ævintýri!
Annars er þetta merkisdagur. Amma langamma Sólveig hefði orðið 100 ára í dag og ætlar fjölskyldan að hittast í kaffi eftir vinnu af tilefninu.
Dóttirin virðist hafa smitast af dellunni. Mömmunni að kenna? (Sjá blogg "Skódella" frá 7. okt. 2004). Vera er í því að klæða sig í skó af sjálfri sér eða öðrum fullorðnum og án gríns, þá hafði hún í fyrsta sinn í morgun skoðun á því í hvaða skóm hún vildi fara! Ég ætlaði bara að setja hana í hvítu Nike strigaskóna hennar eins og flesta aðra snjólausa morgna, en mín þvertók fyrir það og náði sjálf í kuldaskóna sína og vildi fara í þá og enga aðra (mjög greinilegt á tóninum í röddinni!) takk fyrir! Mér fannst þetta þó nokkuð merkilegt. Jú, þessi kríli hafa þvílíkar skoðanir á hlutunum og vilja hafa þá svona en ekki hinssegin, en að hafa strax skoðun á því í hvaða skó á að fara á morgnanna...
Þetta á eftir að verða ævintýri!
Annars er þetta merkisdagur. Amma langamma Sólveig hefði orðið 100 ára í dag og ætlar fjölskyldan að hittast í kaffi eftir vinnu af tilefninu.
mánudagur, nóvember 28, 2005
Human behaviour
Jeminn. Þeir sem horfðu á Das Experiment í gærkvöldi á RÚV vita hvað ég er að tala um. Þeir sem vita hins vegar ekki hvað ég er að tala um gjöri svo vel og horfi á ræmuna. Hún er alveg mögnuð.
Myndin er s.s. byggð á raunverulegum atburðum sem gerðust er tilraun var gerð með mannfólkið á valdi. Vald, þetta er svakalegt hugtak og hættulegt hvernig sem farið er með það. Myndin sýndi hvað getur gerst þegar maðurinn fær algjört vald yfir öðrum mönnum, hvernig hann klikkast og byrjar að misnota það - nákvæmlega bara af því hann hefur það. Ætla nú ekki að kjafta neinu, en þetta hafði nokkuð djúpstæð áhrif á mannfræðinginn mig. Muuuun meira en Survivor verð ég að segja!
Annars er dagurinn í dag búinn að vera hinn skemmtilegasti. Meini mutter á afmæli og til hamingju með það. Hún er 51 árs í dag og ég hef litlu um hana móður mína að bæta en þetta hér (Ræðumaðurinn ég, frá 3. janúar) sem ég skrifaði um hana og talaði til hennar fyrir nákvæmlega ári síðan á fimmtugsafmælinu hennar. Jú, kannski ég bæti hér með við að ég vil þakka henni fyrir að flytja loks HEIM til sín HEIM til Íslands þar sem hún á HEIMA :) Og segja henni hvað hún er svakalega skemmtileg og góð pössuamma! Hún bauð okkur út að borða í kvöld í tilefni afmælisins, með bróður mínum og spúsu hans (já, já - þið eruð langtum nær okkur í giftingu...!) og það var yndislegt afmæliskvöld.
Hluti af vinnudeginum fór í upptökur á mannlegu eðli og hegðan starfsfólks í nýju húsakynnunum. Já, það er smá grín í gangi fyrir jólaglögg fyrirtækisins sem nálgast. Og mér finnst bara gaman að standa í þessu, að segja fólki að fíbblast og taka það upp á vídeó. Og svo klippa og laga og breyta og bæta með klippiforriti sem ég er orðin svo klár á!
Margt í gangi, allt að gerast, miiiikið á döfinni.
God - hvenær á ég að pakka??
Það verður áhugaverð tilraun á mannlegri þrekraun...
Myndin er s.s. byggð á raunverulegum atburðum sem gerðust er tilraun var gerð með mannfólkið á valdi. Vald, þetta er svakalegt hugtak og hættulegt hvernig sem farið er með það. Myndin sýndi hvað getur gerst þegar maðurinn fær algjört vald yfir öðrum mönnum, hvernig hann klikkast og byrjar að misnota það - nákvæmlega bara af því hann hefur það. Ætla nú ekki að kjafta neinu, en þetta hafði nokkuð djúpstæð áhrif á mannfræðinginn mig. Muuuun meira en Survivor verð ég að segja!
Annars er dagurinn í dag búinn að vera hinn skemmtilegasti. Meini mutter á afmæli og til hamingju með það. Hún er 51 árs í dag og ég hef litlu um hana móður mína að bæta en þetta hér (Ræðumaðurinn ég, frá 3. janúar) sem ég skrifaði um hana og talaði til hennar fyrir nákvæmlega ári síðan á fimmtugsafmælinu hennar. Jú, kannski ég bæti hér með við að ég vil þakka henni fyrir að flytja loks HEIM til sín HEIM til Íslands þar sem hún á HEIMA :) Og segja henni hvað hún er svakalega skemmtileg og góð pössuamma! Hún bauð okkur út að borða í kvöld í tilefni afmælisins, með bróður mínum og spúsu hans (já, já - þið eruð langtum nær okkur í giftingu...!) og það var yndislegt afmæliskvöld.
Hluti af vinnudeginum fór í upptökur á mannlegu eðli og hegðan starfsfólks í nýju húsakynnunum. Já, það er smá grín í gangi fyrir jólaglögg fyrirtækisins sem nálgast. Og mér finnst bara gaman að standa í þessu, að segja fólki að fíbblast og taka það upp á vídeó. Og svo klippa og laga og breyta og bæta með klippiforriti sem ég er orðin svo klár á!
Margt í gangi, allt að gerast, miiiikið á döfinni.
God - hvenær á ég að pakka??
Það verður áhugaverð tilraun á mannlegri þrekraun...
sunnudagur, nóvember 27, 2005
Aðventa
Það er fyrsti í aðventu í dag.
Ég föndraði kransinn í vikunni sem leið og er svona þokkalega ánægð með útkomuna. Er svona íhaldssamur í útliti með kúlum og könglum og hvítum kertum, en þó úr cyprusgreinum og með einu fiðrildi til að poppa hann upp.
Kveikti á kertinu yfir kvöldmatnum og sötraði glas af rauðvíni með í tilefni dagsins.
Ég er nú ekki búin að skreyta neitt annað, held ég haldi jólaskrautinu í minna lagi þessi jólin þar sem flest annað verður komið ofan í kassa...
Aðventukransinn minn fíni
Ég föndraði kransinn í vikunni sem leið og er svona þokkalega ánægð með útkomuna. Er svona íhaldssamur í útliti með kúlum og könglum og hvítum kertum, en þó úr cyprusgreinum og með einu fiðrildi til að poppa hann upp.
Kveikti á kertinu yfir kvöldmatnum og sötraði glas af rauðvíni með í tilefni dagsins.
Ég er nú ekki búin að skreyta neitt annað, held ég haldi jólaskrautinu í minna lagi þessi jólin þar sem flest annað verður komið ofan í kassa...
Aðventukransinn minn fíni
laugardagur, nóvember 26, 2005
Álfahöllin
Álfahöllin er okkar!
Fengum lyklana afhenta í dag, alveg óvænt, viku á undan áætlun. Alveg skemmtileg óvænt uppákoma. Vorum að reyna að sjoppa jólagjafir í Smáralindinni þegar símtalið barst. Og við sem höfðum aðeins náð að kaupa eina gjöf höfðum ekki eirð í meira og þustum í Fjörðin í höllina okkar að taka við lyklunum. Fórum svo þar á eftir og keyptum okkur fullt af nýju spennandi dóti eins og klósett og vask og sturtu.
Það var ánægjulegt að sjá álfahöllina tóma, þ.e. án húsgagna frá öðrum álfum, og hún leit alveg þokkalega út. En stefnan er að rústa henni og gera hana að okkar. Taka hana vel í gegn. Enda langflest þar inni frá 1955. Ekki alveg nýjasta nýtt.
Vigga er farið að klægja í puttana að sjæna slotið og ætlar að hefjast handa strax á morgun að rústa út. Ég hef ekkert sérstakt hlutverk í þessu öllu saman, því er ver, ég kann hvorki að brjóta veggi né parketleggja. Hvað þá gera upp baðherbergi. Ég er því búin að ákveða að setja mig inn hlutverk the humble wife næsta mánuðinn, færandi honum mat, nuddandi á honum axlirnar og þurrkandi svitann af enninu á þessari elsku...
Svo verð ég að sjálfsögðu með heitt á könnunni fyrir gesti og gangandi sem vilja kíkja eða taka til hendinni!
Fengum lyklana afhenta í dag, alveg óvænt, viku á undan áætlun. Alveg skemmtileg óvænt uppákoma. Vorum að reyna að sjoppa jólagjafir í Smáralindinni þegar símtalið barst. Og við sem höfðum aðeins náð að kaupa eina gjöf höfðum ekki eirð í meira og þustum í Fjörðin í höllina okkar að taka við lyklunum. Fórum svo þar á eftir og keyptum okkur fullt af nýju spennandi dóti eins og klósett og vask og sturtu.
Það var ánægjulegt að sjá álfahöllina tóma, þ.e. án húsgagna frá öðrum álfum, og hún leit alveg þokkalega út. En stefnan er að rústa henni og gera hana að okkar. Taka hana vel í gegn. Enda langflest þar inni frá 1955. Ekki alveg nýjasta nýtt.
Vigga er farið að klægja í puttana að sjæna slotið og ætlar að hefjast handa strax á morgun að rústa út. Ég hef ekkert sérstakt hlutverk í þessu öllu saman, því er ver, ég kann hvorki að brjóta veggi né parketleggja. Hvað þá gera upp baðherbergi. Ég er því búin að ákveða að setja mig inn hlutverk the humble wife næsta mánuðinn, færandi honum mat, nuddandi á honum axlirnar og þurrkandi svitann af enninu á þessari elsku...
Svo verð ég að sjálfsögðu með heitt á könnunni fyrir gesti og gangandi sem vilja kíkja eða taka til hendinni!
Frægðin...
Jæja, þá er maður loksins orðinn frægur. Já, mín og mitt fólk var nú barasta í Mogganum blaði allra landsmanna í morgun. Jamm. Vera á snjóþotu og mamman á brettinu í Hlíðarfjalli á Akureyri. Reyndar var Vera kölluð Helgadóttir, soldið svekk, - ég sver það - ég þekki engan Helga! (Nema tengdó...) Og ekki það að ég hafi ekki áður komið í Mogganum, t.d. að tala um frábæra B.a. verkefnið mitt. Tja, eða komið fram í Nýtt Líf auglýsingu - ég meina, hver man ekki eftir kelerísauglýsingunni okkar Vigga - þar sem við knúsumst og kelum og allt að gerast og svo tek ég upp Nýtt líf og fer að lesa og tek blaðið s.s. fram yfir hann og hann verður geggjað fúll...pottþétt handrit hehe! Já, nei, ég bara finn það, frægðin er á næsta leyti. Go Mogginn!
föstudagur, nóvember 25, 2005
Vera 16 mánaða!
Vera litla músin mín er orðin 16 mánaða! Það þýðir að það vantar 2 mánuði í 1 1/2 árs aldurinn fyrir þá sem ekki telja í mánuðum eins og mömmur.
Vera er orðin svo klár og sniðug. Hún er búin að bæta við orðaforðann og kann nú - fyrir utan mamma, pabbi (babba), allt búið (ahhbú), voffi (vovva), bra bra (baa baa), labba, Lala (stubbur), húfa (úa), súpa (úpa), takk (taaa), datt og nammnamm - að kveðja með því að segja bæ, bæ (baeee, baeeee), kann að segja hvað ljónið segir (aaaouuuuuww, dudda, nei, vá! (notar það mikið!) og Lella (Vera). Já, daman er búin að uppgötva að hún sé líka mikilvæg eins og mamman og pabbinn og hefur gaman af því að benda á mömmu og segja mamma, bendir svo á pabbann og segir babba og svo á sjálfa sig og segir Lella. Litla fjölskyldan. Það bætist alltaf eitthvað við sem er svo skemmtilegt.
Hún er mikið að taka eftir flugvélum sem hún heyrir í og bendir á þær, og eins tunglinu á kvöldin. Finnst það afar merkilegt. Ljós eru líka merkileg. Hún er farin að geta horft á fleira í sjónvarpinu en BARA Stubbana, Latibær virkar oft og einnig aðrar teiknimyndir sem eru sýndar fyrir fréttir. Hún er farin að hafa gaman af því að raða hlutum ofan á hvorn annan í stað bara að setja ofan í.
Vera verður nú að fá að henda bleyjunni sinni sjálf í ruslið og vill fá að bursta tennurnar í mömmunni á meðan hún burstar í henni. Hún gjörsamlega elskar að lesa bækur og það er í raun eini tíminn sem hún slakar á yfir daginn. Jú, líka þegar hún sest í fangið á mér og bendir á tölvuna og vill fá að skoða myndir af sjálfri sér! Þá hlær hún dátt og skemmtir sér yfir þessari æðislegu stelpu sem hún kannast ábyggilega vel við. Annars er hún alltaf á fullu að leika sér, búa um barnið sitt og láta það lúlla, keyra bangsana sína, draga endurnar á eftir sér, kubba, púsla og spila á hljómborðið sitt. Af og til getur hún stoppað við og t.d. reynt að setja snúruna í fartölvuna í korter og reynt að klæða sig í skó í korter. Gaman að því! Hún er orðin stríðin og finnst gaman að fela sig og fara út í alls konar horn og skot. Hleypur í burtu og vill láta ná sér. Hún sér leik í flestu og er að jafnaði mjög glöð og góð.
Annars er hún voðalega lítið knúsudýr. Hefur engan tíma til að knúsa foreldrana nema þeir virkilega biðji um það, en það er búið að búa til Stubbaknús á heimilinu til að daman knúsi foreldrana af og til! En hún elskar að kyssa og kyssir okkur oft og innilega með galopinn munninn!
Vera er alltaf dugleg að fara að sofa. Hún fær ennþá pelann sinn, sem er orðið meiri hefð en nauðsyn, og svo kyssumst við góða nótt og hún sofnar sjálf eftir að hafa talað í dágóða stund við tærnar á sér og reynt að finna sér góða stellingu til að sofna í.
Vera er bara yndislegt barn. Miðillinn sagði hana gamla sál með mjög þroskaða undirmeðvitund. Ég vissi það svo sem, finn það. Hún getur verið stygg eins og gömul kona og vill ekki mikið láta trufla sig. Hún er mjög sjálfstæð einbeitt eins og hún hafi reynslu af öllu sem hún gerir. Hún heldur að hún sé eldri en hún er þótt hún fari samt mjög varlega og er alls enginn tætari.
Vera elskar að dansa og tjúttar og dillir sér við hvert tækifæri þegar hún heyrir tónlist. Hún er farin að raula aðeins sjálf með lögum. Og syngja með einu lagi sem ég syng stundum fyrir hana um Abbalabbalá. Hún kann að segja labba svo þetta um Abbalabbalá er ekki svo flókið fyrir hana. Það er alveg yndislegt að heyra hana gaula þetta með mér!
Mamman er tótallí að missa sig yfir litlu dömunni sinni sem hún dýrkar!
Litla hafmeyjan mín að pósa
Vera er orðin svo klár og sniðug. Hún er búin að bæta við orðaforðann og kann nú - fyrir utan mamma, pabbi (babba), allt búið (ahhbú), voffi (vovva), bra bra (baa baa), labba, Lala (stubbur), húfa (úa), súpa (úpa), takk (taaa), datt og nammnamm - að kveðja með því að segja bæ, bæ (baeee, baeeee), kann að segja hvað ljónið segir (aaaouuuuuww, dudda, nei, vá! (notar það mikið!) og Lella (Vera). Já, daman er búin að uppgötva að hún sé líka mikilvæg eins og mamman og pabbinn og hefur gaman af því að benda á mömmu og segja mamma, bendir svo á pabbann og segir babba og svo á sjálfa sig og segir Lella. Litla fjölskyldan. Það bætist alltaf eitthvað við sem er svo skemmtilegt.
Hún er mikið að taka eftir flugvélum sem hún heyrir í og bendir á þær, og eins tunglinu á kvöldin. Finnst það afar merkilegt. Ljós eru líka merkileg. Hún er farin að geta horft á fleira í sjónvarpinu en BARA Stubbana, Latibær virkar oft og einnig aðrar teiknimyndir sem eru sýndar fyrir fréttir. Hún er farin að hafa gaman af því að raða hlutum ofan á hvorn annan í stað bara að setja ofan í.
Vera verður nú að fá að henda bleyjunni sinni sjálf í ruslið og vill fá að bursta tennurnar í mömmunni á meðan hún burstar í henni. Hún gjörsamlega elskar að lesa bækur og það er í raun eini tíminn sem hún slakar á yfir daginn. Jú, líka þegar hún sest í fangið á mér og bendir á tölvuna og vill fá að skoða myndir af sjálfri sér! Þá hlær hún dátt og skemmtir sér yfir þessari æðislegu stelpu sem hún kannast ábyggilega vel við. Annars er hún alltaf á fullu að leika sér, búa um barnið sitt og láta það lúlla, keyra bangsana sína, draga endurnar á eftir sér, kubba, púsla og spila á hljómborðið sitt. Af og til getur hún stoppað við og t.d. reynt að setja snúruna í fartölvuna í korter og reynt að klæða sig í skó í korter. Gaman að því! Hún er orðin stríðin og finnst gaman að fela sig og fara út í alls konar horn og skot. Hleypur í burtu og vill láta ná sér. Hún sér leik í flestu og er að jafnaði mjög glöð og góð.
Annars er hún voðalega lítið knúsudýr. Hefur engan tíma til að knúsa foreldrana nema þeir virkilega biðji um það, en það er búið að búa til Stubbaknús á heimilinu til að daman knúsi foreldrana af og til! En hún elskar að kyssa og kyssir okkur oft og innilega með galopinn munninn!
Vera er alltaf dugleg að fara að sofa. Hún fær ennþá pelann sinn, sem er orðið meiri hefð en nauðsyn, og svo kyssumst við góða nótt og hún sofnar sjálf eftir að hafa talað í dágóða stund við tærnar á sér og reynt að finna sér góða stellingu til að sofna í.
Vera er bara yndislegt barn. Miðillinn sagði hana gamla sál með mjög þroskaða undirmeðvitund. Ég vissi það svo sem, finn það. Hún getur verið stygg eins og gömul kona og vill ekki mikið láta trufla sig. Hún er mjög sjálfstæð einbeitt eins og hún hafi reynslu af öllu sem hún gerir. Hún heldur að hún sé eldri en hún er þótt hún fari samt mjög varlega og er alls enginn tætari.
Vera elskar að dansa og tjúttar og dillir sér við hvert tækifæri þegar hún heyrir tónlist. Hún er farin að raula aðeins sjálf með lögum. Og syngja með einu lagi sem ég syng stundum fyrir hana um Abbalabbalá. Hún kann að segja labba svo þetta um Abbalabbalá er ekki svo flókið fyrir hana. Það er alveg yndislegt að heyra hana gaula þetta með mér!
Mamman er tótallí að missa sig yfir litlu dömunni sinni sem hún dýrkar!
Litla hafmeyjan mín að pósa
Vera í hægindastólnum sínum að horfa á sjónvarpið (eða mínum stól - er síðan og var lítil - hann er alveg að detta í sundur...)
Vera stolt af sér - hér er hún búin að troða sér ofan í litla körfu sem barnið hennar sefur í. Um að gera að vera eins!
þriðjudagur, nóvember 22, 2005
Af himnum ofan
Ég sakna ammanna og afanna á himnum. Ég vildi að þau væru hér hjá mér. Til að sjá Veru vaxa úr grasi og til að eiga skemmtileg samtöl við. Til að faðma mjúka ömmufaðmana og heyra afa segja mig afakonuna sína.
Himnarnir opnuðu pínu gat fyrir mig í gær þegar ég fór í heimsókn og hitti liðið. Já, fór í fyrsta sinn til miðils. Hún stóð sig mjög vel. Ég heyrði í öllum sem mig langaði að heyra í án þess að biðja sérstaklega um það. Mér leið vel að heyra að það væri í lagi með fólkið mitt á himinum (og að þau væru öll á himnum!). Ég fékk staðfesetingu á því hvað lífið er furðulegt. Eða lífin. Það hljóta nefninlega að vera fleiri en þetta jarðneska samkvæmt því sem yfirnáttúran og undirmeðvitundin segir. Annað væri líka glatað.
Ég fékk líka að vita ýmislegt fróðlegt um sjálfa mig. Sumt sem ég vissi og annað sem ég vissi en hafði útilokað og enn annað sem ég vissi hreinlega ekki. Hún talaði um Veru og hennar karakter og hvað gæfi henni mikið í þroska og lífinu yfir höfuð. Hún ræddi pabba og hans mál og fleira merkilegt. Sagði m.a. mig og Vigga hafa verið saman oft áður í fyrri lífum og að við ákveðum alltaf að hittast í næsta lífi. Jahá. Vissi að þetta væri meant to be!
Ég fékk fullt af upplýsingum um lífið og tilveruna. Það er víst bara jákvætt ljós yfir mér. Gott að vita. En það er svo skrýtið að fá að vita þetta allt, bæði um sig sjálfan, fjölskylduna og Veru og vita ekkert hvað maður á að gera við upplýsingarnar. Og hvað? Bara geyma þær býst ég við. Muna það sem hún sagði mér að muna og vera sátt við að gamla fólkið sé dáið. Mig langaði að vita meira og hver veit nema ég skelli mér aftur.
Ég gekk út af fundinum mjög sátt. Útgrenjuð en sátt.
Það var yndislegt að fá að heyra og finna fyrir englunum mínum.
Himnarnir opnuðu pínu gat fyrir mig í gær þegar ég fór í heimsókn og hitti liðið. Já, fór í fyrsta sinn til miðils. Hún stóð sig mjög vel. Ég heyrði í öllum sem mig langaði að heyra í án þess að biðja sérstaklega um það. Mér leið vel að heyra að það væri í lagi með fólkið mitt á himinum (og að þau væru öll á himnum!). Ég fékk staðfesetingu á því hvað lífið er furðulegt. Eða lífin. Það hljóta nefninlega að vera fleiri en þetta jarðneska samkvæmt því sem yfirnáttúran og undirmeðvitundin segir. Annað væri líka glatað.
Ég fékk líka að vita ýmislegt fróðlegt um sjálfa mig. Sumt sem ég vissi og annað sem ég vissi en hafði útilokað og enn annað sem ég vissi hreinlega ekki. Hún talaði um Veru og hennar karakter og hvað gæfi henni mikið í þroska og lífinu yfir höfuð. Hún ræddi pabba og hans mál og fleira merkilegt. Sagði m.a. mig og Vigga hafa verið saman oft áður í fyrri lífum og að við ákveðum alltaf að hittast í næsta lífi. Jahá. Vissi að þetta væri meant to be!
Ég fékk fullt af upplýsingum um lífið og tilveruna. Það er víst bara jákvætt ljós yfir mér. Gott að vita. En það er svo skrýtið að fá að vita þetta allt, bæði um sig sjálfan, fjölskylduna og Veru og vita ekkert hvað maður á að gera við upplýsingarnar. Og hvað? Bara geyma þær býst ég við. Muna það sem hún sagði mér að muna og vera sátt við að gamla fólkið sé dáið. Mig langaði að vita meira og hver veit nema ég skelli mér aftur.
Ég gekk út af fundinum mjög sátt. Útgrenjuð en sátt.
Það var yndislegt að fá að heyra og finna fyrir englunum mínum.
mánudagur, nóvember 21, 2005
Heimavinna
Það er svo ljúft að eiga möguleikann á að vera heima að vinna. Er t.d. heima að vinna núna. Í heimafötunum mínum, frekar mygluð svona, liggjandi með tölvuna uppi í sófa. Jú, ég er víst að vinna og það gengur helmingi hraðar að skrifa þessa blessuðu skýrslu hér heima en í erlinum í opna rýminu. Ekki að ég fíli opna rýmið ekki vel, en það hefur sína galla á köflum þegar maður þarf að vinna effektíft og sitja við. Jú, jú, það venst, en heima er líka fínt þegar svo ber við.
Ég heyri í hana gala hér ótt og títt. Já, nágrannar mínir eiga eitt eða tvö stykki hana! Halda að Hafnarfjarðarkaupstaður sé ennþá sveit og það á Hverfó í miðjum 101 Hafnarfirði! Þvílík hneysa. Eru alla vega komin með hænsnakofa núna, en fyrst þegar ég flutti hingað átti maður á hættu að keyra á hanann sem var oftar en ekki að spóka sig á bílastæðinu hjá mér. Soldið belað.
Nú eru bara 9 dagar í afhendingu á nýjum kofa. Eða við skulum bara kalla það höll. Álfahöll.
Ég heyri í hana gala hér ótt og títt. Já, nágrannar mínir eiga eitt eða tvö stykki hana! Halda að Hafnarfjarðarkaupstaður sé ennþá sveit og það á Hverfó í miðjum 101 Hafnarfirði! Þvílík hneysa. Eru alla vega komin með hænsnakofa núna, en fyrst þegar ég flutti hingað átti maður á hættu að keyra á hanann sem var oftar en ekki að spóka sig á bílastæðinu hjá mér. Soldið belað.
Nú eru bara 9 dagar í afhendingu á nýjum kofa. Eða við skulum bara kalla það höll. Álfahöll.
sunnudagur, nóvember 20, 2005
Sæmileg sæla
Sunnudagur til sælu?
Já, já. Alveg eins. Fékk fína heimsókn og fór á tískusýningu á Hótel Borg og horfði á geggjuð föt og skartgripi. Auðvitað langar mig í næstum allt sem ég sá, sem betur fer var ekki hægt að kaupa neitt. Spókaði mig svo á kaffihúsi, Verulaus, með múttu og móðursystur í dag á meðan Vera og Viggi voru að leggja parket hjá tengdó. Allir sælir með það. Gekk frá tonni af þvotti og borðaði afganga síðan í gær. Sæla að þurfa ekki að elda. Sælutilfinning þegar þvotturinn er kominn á sinn stað.
Laugardagurinn var alveg eins sæll líka. Pabbinn í fríi eftir allt muldrið í mér og það var sæl tilbreyting. Vera var alsæl þegar við fórum með dömuna í myndatöku. Hún dansaði í sviðsljósinu eins og húladansmær og klappaði og trallaði, pósaði og var alveg hræðilega sæt. Hlakka til að fá myndirnar, það fá kannski einhverjir mynd af dömunni í jólakorti. Reyndar hafði ég hugsað mér að vera doldið kinkí og korní og senda ykkur jólakort með fjölskyldumynd. Mig langar líka að vera með!
Svo lékum við úti við Veru, hún elskar að vera úti = ÚtiVera hehe. Hún hefur eins og margir krakkar mikla þörf fyrir að sprikla og hreyfa sig, úti sem inni. Af hverju er ekki til leikfimi fyrir eins og hálfsárs krakka? Vera yrði nú sæl með það. Til að fá útrás fyrir spriklið dönsum við svakalega mikið. Vera tók gott tjútt við þáttinn Hljómsveit kvöldins á laugardagskvöldið, en það er um það bil að verða hennar uppáhaldsþáttur. Músíkölsk eins og mamman og með sveifluna frá pabbanum.
Kaus í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Hafnarfirði til að ganga í augun á bláa tengdafólkinu mínu og konan sem ég studdi í fyrsta stætið tapaði rétt svo og ákvað að bakka út.
Varla sæl sú.
En ég grét það ekki, enda bara þokkalega sæl með góða helgi.
Já, já. Alveg eins. Fékk fína heimsókn og fór á tískusýningu á Hótel Borg og horfði á geggjuð föt og skartgripi. Auðvitað langar mig í næstum allt sem ég sá, sem betur fer var ekki hægt að kaupa neitt. Spókaði mig svo á kaffihúsi, Verulaus, með múttu og móðursystur í dag á meðan Vera og Viggi voru að leggja parket hjá tengdó. Allir sælir með það. Gekk frá tonni af þvotti og borðaði afganga síðan í gær. Sæla að þurfa ekki að elda. Sælutilfinning þegar þvotturinn er kominn á sinn stað.
Laugardagurinn var alveg eins sæll líka. Pabbinn í fríi eftir allt muldrið í mér og það var sæl tilbreyting. Vera var alsæl þegar við fórum með dömuna í myndatöku. Hún dansaði í sviðsljósinu eins og húladansmær og klappaði og trallaði, pósaði og var alveg hræðilega sæt. Hlakka til að fá myndirnar, það fá kannski einhverjir mynd af dömunni í jólakorti. Reyndar hafði ég hugsað mér að vera doldið kinkí og korní og senda ykkur jólakort með fjölskyldumynd. Mig langar líka að vera með!
Svo lékum við úti við Veru, hún elskar að vera úti = ÚtiVera hehe. Hún hefur eins og margir krakkar mikla þörf fyrir að sprikla og hreyfa sig, úti sem inni. Af hverju er ekki til leikfimi fyrir eins og hálfsárs krakka? Vera yrði nú sæl með það. Til að fá útrás fyrir spriklið dönsum við svakalega mikið. Vera tók gott tjútt við þáttinn Hljómsveit kvöldins á laugardagskvöldið, en það er um það bil að verða hennar uppáhaldsþáttur. Músíkölsk eins og mamman og með sveifluna frá pabbanum.
Kaus í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Hafnarfirði til að ganga í augun á bláa tengdafólkinu mínu og konan sem ég studdi í fyrsta stætið tapaði rétt svo og ákvað að bakka út.
Varla sæl sú.
En ég grét það ekki, enda bara þokkalega sæl með góða helgi.
fimmtudagur, nóvember 17, 2005
Stjarnan ég
Ég er stjarna.
Ó, já. Ekki bara fyrir það hvað ég er æðisleg og skín bjart daga sem nætur, heldur helst vegna þess að ég sit á svo fínni stjörnu í vinnunni. Fjórum borðum er raðað upp saman í svokallaða stjörnu og ég sit við eitt borðið. Stjörnufélagar mínir eru ekki af verri endanum: Allt karlmenn. Já, ég er ein stjarna innan um þrjá töffara, one of the guys. Allir eru þeir voðalega næs við mig grey konuna að þurfa að púkka upp á þá alla daga. Það eru auðvitað fleiri stjörnustrákar á öðrum stjörnum sem ég fíla í botn, en þeir eru bara ekki strákarnir "mínir".
Fyrst þegar ég frétti að ég ætti að sitja alein stúlkan með þremur strákum leist mér tæplega á blikuna. En núna finnst mér þetta spennandi. Ég er í smá mannfræðirannsókn alla daga. Þeir ræða allt öðruvísi hluti en við stelpurnar gerum öllu jafna og hlæja að öðruvísi hlutum. Pirrast yfir smotteríi sem ég hélt að karlmenn tækju ekki eftir og eru alls ekki eins grimmir og þeir líta út fyrir að vera. Þetta eru strákarnir mínir, mjúkir menn. Ljúfir sem lömb. Alla vega við mig. Þeir ræða mikið sjónvarpsþætti og bíla. Hvað þá hvers kyns tæki, en þeir eru tækjasjúkir. Eru voða uppteknir af fréttum og hlæja jafnvel af fréttum (ha, eru þær fyndnar?). Ég heyri í þeim tala við konurnar sínar í símann og þá breytist röddin í þeim voða sætt og þeir verða litlu krúttin kvennanna sinna. Þeir hafa áhyggjur af því hvað á að hafa í matinn og svona praktikal stöff. Sem sagt eru nokkuð eðlilegir, með áherslumun frá okkur stelpunum.
Eins frábærir gaurar og gæjarnir mínir eru þá er einn félaginn er sérlega skemmtilegur. Hann situr við hliðina á mér og er besta vinkona mín á stjörnunni. Já, vinkona. Hann er nefninlega meiri kjaftakerling heldur en nokkur önnur stelpan í fyrirtækinu og við náum vel saman. Hann er alltaf uppdeitaður um alla hluti sem eru að gerast og maður fær slúðurfregnir fyrirtækisins beint frá honum og í skemmtilegu formi. Það líður varla dagur án þess að ég fái "veistu bara hvað..." "ekkert slúður í dag??" á msn-inu. Já, við tölumst mikið á msn þrátt fyrir að sitja hlið við hlið og hlæjum eins og fíbbl í opna rýminu. Hann er jafn upptjúnaður og ég sjálf og stundum fer það í taugarnar á okkur og þá getum við þrætt eins og gömul hjón. Gott að fá bara útrás í vinnunni með svona - pirrast bara á sætisfélaganum og koma svo í besta skapinu heim!
Já, áhrif vinanna geta bjargað ýmsu. Hvað þá stjörnuvina.
Það er að miklu leyti vegna þeirra sem ég næ að skína skært í vinnunni, að öllum alvöru vinkonunum ólöstuðum.
Bling!
Ég veit ekki hvort þeir lesa þetta blogg, grunar nú samt eitthvað. En ég segi það bara plein out hér með að eftir svona fallega útreið á netinu er ég sko alveg búin að vinna mér það inn að fá að mæta á næstu strákastjörnuárshátíð!! Ég er líka stjarna!
Ó, já. Ekki bara fyrir það hvað ég er æðisleg og skín bjart daga sem nætur, heldur helst vegna þess að ég sit á svo fínni stjörnu í vinnunni. Fjórum borðum er raðað upp saman í svokallaða stjörnu og ég sit við eitt borðið. Stjörnufélagar mínir eru ekki af verri endanum: Allt karlmenn. Já, ég er ein stjarna innan um þrjá töffara, one of the guys. Allir eru þeir voðalega næs við mig grey konuna að þurfa að púkka upp á þá alla daga. Það eru auðvitað fleiri stjörnustrákar á öðrum stjörnum sem ég fíla í botn, en þeir eru bara ekki strákarnir "mínir".
Fyrst þegar ég frétti að ég ætti að sitja alein stúlkan með þremur strákum leist mér tæplega á blikuna. En núna finnst mér þetta spennandi. Ég er í smá mannfræðirannsókn alla daga. Þeir ræða allt öðruvísi hluti en við stelpurnar gerum öllu jafna og hlæja að öðruvísi hlutum. Pirrast yfir smotteríi sem ég hélt að karlmenn tækju ekki eftir og eru alls ekki eins grimmir og þeir líta út fyrir að vera. Þetta eru strákarnir mínir, mjúkir menn. Ljúfir sem lömb. Alla vega við mig. Þeir ræða mikið sjónvarpsþætti og bíla. Hvað þá hvers kyns tæki, en þeir eru tækjasjúkir. Eru voða uppteknir af fréttum og hlæja jafnvel af fréttum (ha, eru þær fyndnar?). Ég heyri í þeim tala við konurnar sínar í símann og þá breytist röddin í þeim voða sætt og þeir verða litlu krúttin kvennanna sinna. Þeir hafa áhyggjur af því hvað á að hafa í matinn og svona praktikal stöff. Sem sagt eru nokkuð eðlilegir, með áherslumun frá okkur stelpunum.
Eins frábærir gaurar og gæjarnir mínir eru þá er einn félaginn er sérlega skemmtilegur. Hann situr við hliðina á mér og er besta vinkona mín á stjörnunni. Já, vinkona. Hann er nefninlega meiri kjaftakerling heldur en nokkur önnur stelpan í fyrirtækinu og við náum vel saman. Hann er alltaf uppdeitaður um alla hluti sem eru að gerast og maður fær slúðurfregnir fyrirtækisins beint frá honum og í skemmtilegu formi. Það líður varla dagur án þess að ég fái "veistu bara hvað..." "ekkert slúður í dag??" á msn-inu. Já, við tölumst mikið á msn þrátt fyrir að sitja hlið við hlið og hlæjum eins og fíbbl í opna rýminu. Hann er jafn upptjúnaður og ég sjálf og stundum fer það í taugarnar á okkur og þá getum við þrætt eins og gömul hjón. Gott að fá bara útrás í vinnunni með svona - pirrast bara á sætisfélaganum og koma svo í besta skapinu heim!
Já, áhrif vinanna geta bjargað ýmsu. Hvað þá stjörnuvina.
Það er að miklu leyti vegna þeirra sem ég næ að skína skært í vinnunni, að öllum alvöru vinkonunum ólöstuðum.
Bling!
Ég veit ekki hvort þeir lesa þetta blogg, grunar nú samt eitthvað. En ég segi það bara plein out hér með að eftir svona fallega útreið á netinu er ég sko alveg búin að vinna mér það inn að fá að mæta á næstu strákastjörnuárshátíð!! Ég er líka stjarna!
miðvikudagur, nóvember 16, 2005
Ég hélt ég gæti dansað...
..en ég held það ekki lengur.
Ég er s.s. búin að vera að fylgjast með þeim brillíant þætti So you think you can dance? á Sirkus og það er alveg magnað að fylgjast með þessum flottu dönsurum. Ok, þetta er jú kroppasýning um leið og ég er alveg að fíla karladansarana bera að ofan fettandi sig og brettandi á sviðinu. Já, takk. Meira af því takk.
Þátttakendurnir eru öll voðalega lítil og krúttleg og í geggjaðri þjálfun með mismunandi dansbakgrunn sem gerir þetta svo fjölbreytt og skemmtilegt. Já, þau eru ábyggilega öll 150 cm á hæð sem gerir það að verkum að þau hafa möguleikann á því að hreyfa sig svo flott. Sko, þess vegna get ég ekki hreyft mig svo ýkja kúl með mína 180 cm. Vissi að það væri ástæða fyrir þessu! Mér finnst lítið fólk yfir höfuð bara hreyfa sig flottara og vera krúttlegra. Get ekki alveg lýst því. Kannski af því ég sjálf er stór og stirð.
Ég hélt eitt sinn að ég gæti kannski mögulega dansað þar sem ég var jú í jazzi þegar ég var 7-9 ára gömul, en komst fljótt að því að ég er ekki alveg að gera mig þar. Útskýring fyrir forvitna gæti legið hér í bloggi sem kallast "Ballerínan ég" (1. nóv. 2004)
En ég dansa samt smá. Fyrir Veru og úti á djamminu verð ég hreinlega að dansa. Kemst í gírinn og tek stundum flashdans tilþrif í góðra vina hópi og splittstökk á gólfið svo buxurnar rifna utan af mér. Svo þetta líf er ekkert búið endilega af því ég rakst á þennan þátt sko. Ég bara öfundast á svipaðan hátt og ég grenjaði yfir FAME á sínum tíma. Ætlaði að leggja allt í sölurnar til að hitta Leroy og fara í FAME dansskólann. Dansararnir í So you think you can dance fóru pottþétt í þann skóla.
Já, maður getur ekki verið flottur, fallegur, frábær og getað ALLT! Ég verð bara fræg fyrir eitthvað annað en dans.
Ég er s.s. búin að vera að fylgjast með þeim brillíant þætti So you think you can dance? á Sirkus og það er alveg magnað að fylgjast með þessum flottu dönsurum. Ok, þetta er jú kroppasýning um leið og ég er alveg að fíla karladansarana bera að ofan fettandi sig og brettandi á sviðinu. Já, takk. Meira af því takk.
Þátttakendurnir eru öll voðalega lítil og krúttleg og í geggjaðri þjálfun með mismunandi dansbakgrunn sem gerir þetta svo fjölbreytt og skemmtilegt. Já, þau eru ábyggilega öll 150 cm á hæð sem gerir það að verkum að þau hafa möguleikann á því að hreyfa sig svo flott. Sko, þess vegna get ég ekki hreyft mig svo ýkja kúl með mína 180 cm. Vissi að það væri ástæða fyrir þessu! Mér finnst lítið fólk yfir höfuð bara hreyfa sig flottara og vera krúttlegra. Get ekki alveg lýst því. Kannski af því ég sjálf er stór og stirð.
Ég hélt eitt sinn að ég gæti kannski mögulega dansað þar sem ég var jú í jazzi þegar ég var 7-9 ára gömul, en komst fljótt að því að ég er ekki alveg að gera mig þar. Útskýring fyrir forvitna gæti legið hér í bloggi sem kallast "Ballerínan ég" (1. nóv. 2004)
En ég dansa samt smá. Fyrir Veru og úti á djamminu verð ég hreinlega að dansa. Kemst í gírinn og tek stundum flashdans tilþrif í góðra vina hópi og splittstökk á gólfið svo buxurnar rifna utan af mér. Svo þetta líf er ekkert búið endilega af því ég rakst á þennan þátt sko. Ég bara öfundast á svipaðan hátt og ég grenjaði yfir FAME á sínum tíma. Ætlaði að leggja allt í sölurnar til að hitta Leroy og fara í FAME dansskólann. Dansararnir í So you think you can dance fóru pottþétt í þann skóla.
Já, maður getur ekki verið flottur, fallegur, frábær og getað ALLT! Ég verð bara fræg fyrir eitthvað annað en dans.
mánudagur, nóvember 14, 2005
Ég um mig frá mér til mín
Fékk þetta sent í dag frá vinkonu minni og svaraði eftir bestu getu...
1. HVENÆR VAKNARÐU Á MORGNANA?
Ég vakna kl. 7:15 - 7:30 á virkum dögum. Á undan Veru sem sefur lengur en mamman. Þarf alltaf að vekja hana þegar ég er búin að klæða mig og sjæna. Um helgar reyni ég að sofa frameftir, af því Vera gerir það (til rúmlega níu) en mér hefur ekki tekist það undanfarið...er bara eins og klukka og vakna ekki seinna en kl. 8 - sem er óþolandi! Er greinilega orðin göööömul. Bö.
2.EF ÞÚ GÆTIR SNÆTT HÁDEGISVERÐ MEÐ EINHVERJUM FRÆGUM, HVER VÆRI ÞAÐ?
Ég man aldrei hvað neinn frægur heitir eða er eða af hverju hann er frægur svo þetta er erfið spurning. Kannski bara Mandela til að fá hugmyndir hvernig bæta megi heiminn, og ræða reynslu og réttlæti.
3. GULL EÐA SILFUR?
Það er sagt að gull fari mér rauðhærðri hvítri dömunni betur, en ég fíla bæði jafn vel. Gull meira spari og silfur meira kúl.
4. HVAÐ VAR SÍÐASTA MYNDIN SEM ÞÚ SÁST Í BÍÓ?
Úff, eftir að Vera kom í heiminn er eitthvað lítið um bíóferðir...En ég fór með mömmu á kvikmyndahátíð á heimildamyndina Born into Brothels, fjallar um börn í Kalkútta á Indlandi sem fæðast í hóruhúsi og hvernig þau plumma sig. Átakanlegt maður.
5. UPPÁHALDS SJÓNVARPSÞÁTTURINN?
Er raunveruleikaþáttasökker. Survivor nr. 1,2 og 3. Svo spennandi að fylgjast með háttalagi manneskjunnar þegar hún er tekin úr umhverfi sínu og hvernig keppni getur farið með fólk.
Aðrir raunveruleikaþættir eins og So you think you can dance... kannski af því ég kann ekki að dansa!
Svo má auðvitað ekki gleyma sálugu Sexinu sem lifir ennþá hjá mér.
6. HVAÐ BORÐARÐU Í MORGUNMAT?
Oh, sakna þess svo að borða almennilegan morgunmat. Eftir að Vera kom þá fer lítið fyrir morgunmat á vikum dögum, skelli í mig banana og jógúrt á leiðinni í bílnum.
Sakna seríóssins.
Fæ mér extra góðan morgunmat um helgar í staðinn, kókópuffs og honey nut seríós!
7. HVAÐ LANGAR ÞIG AÐ GERA ÞEGAR ÞÚ ERT ORÐINN STÓR?
Skrifa bók, ferðast, eignast fleiri börn, vera hamingjusöm með Vigganum, og starfa einhvers staðar þar sem ég fæ að njóta mín sem persóna og með himinhátt kaup!
8. GETURÐU SNERT NEFIÐ Á ÞÉR MEÐ TUNGUNNI?
Nei - samt er nefið þónokkuð stórt sko
9. HVAÐ VEITIR ÞÉR INNBLÁSTUR?
Svo margt. T.d.
Hversdagslífið með fólkinu sem mér þykir svo vænt um.
Íslensk náttúra.
Fallegur kórsöngur.
Regnbogi.
Fólk sem hefur sigrast á erfiðleikum.
Fólk sem þorir að vera það sjálft.
Sakleysi barna.
10. HVAÐ ER MIÐNAFNIÐ ÞITT?
Sigurlaug - eftir ömmu Sillu sem ég sakna svo mikið...
11. STRÖND, BORG EÐA SVEITASÆLA?
Ég verð að segja strönd fyrir frí í útlöndum, Borg til að búa í á Íslandi og versla í útlöndum og sveitasæla til að endurnærast og sýna Veru dýrin!
12. SUMAR EÐA VETUR?
Sumar - því ég er þvílík kuldaskræfa.
Elska samt veturinn BARA fyrir það að gera gert mér kleift að fara á snjóbretti. Vetur í Sviss er t.d. alveg hægt að fíla.
13. UPPÁHALDS ÍS?
Tívolílurkur.
14. SMJÖR, SALT EÐA SYKUR Á POPP?
Salt að sjálfsögðu.
15. UPPÁHALDS LITURINN ÞINN?
Rauður.
Svo bleikur og brúnn.
16. UPPÁHALDS BÍLLINN ÞINN?
Landrover. Ekki endilega minn því hann er alltaf að bila, en Landi engu að síður. Langkúlaðastir. Minn stíll. Gæti ekki keyrt Golf. Ekki spyrja mig af hverju.
17. HVAÐ FINNST ÞÉR BEST AÐ BORÐA Á SAMLOKU?
Í fjallgöngum bara kæfu og spægipylsu (en sko ekki á sömu samlokunni).
Heima er það smjör og ostur.
18. HVERT FÓRSTU SÍÐAST Í FRÍ?
Til Akureyrar með litlu fjölskyldunni minni. Í tjill til vina og á snjóbretti. Það var góð endurnæring að komast í "sveitasæluna"!
19. HVAÐA PERSÓNUEIGINLEIKA FYRIRLÍTURÐU?
Lygi.
Veikgeðju = aumingjaskap.
Sjálfsumgleði í óhófi.
20. UPPÁHALDSBLÓM?
Alls konar sumarblóm, á erfitt með að gera upp á milli. Öll blóm eru mér gleðigjafar.
21. EF ÞÚ YNNIR STÓRA POTTINN Í LOTTÓINU, HVERSU LENGI MYNDIRÐU BÍÐA
ÁÐUR EN ÞÚ SEGÐIR FÓLKI FRÁ ÞVÍ?
Ég held ég myndi kjafta því strax því ég þyrfti að bjóða öllum á barinn með mér að fagna!
22. SÓDAVATN EÐA VENJULEGT VATN?
Íslenskt kranavatn
23. HVERNIG ER BAÐHERBERGIÐ ÞITT Á LITINN?
Muskugrábrúnhvítt og hvítt - með ljósgrágrænum flísum sem eru sumar hverjar með mynd af rauðu blómi á... Bara mjög krúttí og passar við kofann.
24. HVAÐ ERU MARGIR LYKLAR Á LYKLAKIPPUNNI ÞINNI?
Tveir, einn af bílnum og annar af húsinu.
25. HVAR ÆTLARÐU AÐ EYÐA ELLINNI?
Eins og ungdómsárunum - með Vigga í Hafnarfirði.
26. GETURÐU JÖGGLAÐ?
Nei, hef oft æft mig en hef aldrei fattað tæknina.
27. UPPÁHALDS DAGUR VIKUNNAR?
Laugardagur - nýkomin helgi, fjölskyldudagur, Viggi jafnvel kannski mögulega heima, matarboð eða annað djamm um kvöldið, og einn dagur eftir af helginni!
28. RAUÐVÍN EÐA HVÍTVÍN?
Bæði betra.
29. HVERNIG EYDDIRÐU SÍÐASTA AFMÆLISDEGI?
Með vinkonum mínum sem voru svo elskulegar að bjarga mér frá þunglyndi og öðrum andlegum sjúkdómum með því að bjóða mér í grill með afmælisgjöf og öllu tilheyrandi á meðan Viggi klúðraði aðeins málunum með því að velja karlakvöld FH fram yfir mig...
30. ERTU MEÐ LÍFFÆRAGJAFAR KORT?
Nei, en væri með slíkt ef það væri til á Íslandi. En fyndið samt, var einmitt að velta þessu fyrir mér um daginn í kjölfar fréttar um að móðir palestínsk drengs sem var skotinn á götu úti af tilefnislausu gaf líffærin hans og bjargaði þar með ungri ísraelskri stúlku. Þvílík góðmennska. Sagði í kjölfarið við Vigga að það ætti að gefa það -sem virkaði í mér um leið og ég þarf ekki sjálf á því að halda. Þar með er það skjalfest.
31. HVORT MYNDIRU VILJA EIGNAST STRÁK EÐA STELPU?
Á stelpu. Og væri sko til í aðra stelpu.
Og auðvitað lítinn fótboltastrák líka.
32. HVAÐ KEMUR ÞÉR Í GÍRINN?
Vinir mínir, góð tónlist og léttvín getur ekki annað en komið manni í ákveðinn gír...
33. ERTU FEMINSTI?
Já, ég held það. Held að allar konur séu feministar inn við beinið. Er ekki gallhörð rauðsokka þótt rauðhærð sé, en vel jafnrétti og reyni að berjast og halda með þeim - þó ekki væri nema fyrir dótturina.
34. FLOTTASTI LÍKAMSHLUTINN Á HINU KYNINU?
Ætlaði að segja hárið...en það er það fyrsta sem ég tek eftir svo að segja.
En svarið er: Rassinn by far...
35. ELSKARÐU EINHVERN?
Já, vá. Vigga og Veru út af lífinu. Mömmu og Axel bró. Jú og Dódó frænku og Skarpó. MH vinkonurnar og vinnuvinkonurnar. Jafnvel vinnuvinina líka. Látnar ömmur og afa. Æskuvini og vinkonur sem ég er í sambandi við og Stelpu voffa. Og svo alla hina sem ég er að gleyma og elska mig.
35.SEGÐU EITTHVAÐ FALLEGT UM MANNESKJUNA SEM SENDI ÞÉR ÞETTA:
Begga er yndisleg manneskja. Hún er örlát á vináttuna og getur auðveldlega glatt mann. Hún er mjúk og hún er bara the næsest person! Hún kom óvænt til mín í heimsókn áðan og svona sætar heimsóknir lifa lengi skal ég ykkur segja.
FRÁ HVERJUM ERU MINNSTAR LÍKUR Á AÐ ÞÚ FÁIR ÞETTA SENT TIL BAKA?
Vigga. Því hann er svo leeeeengi að pikka (að eigin sögn sko - getur leitað óralengi að stöfunum á lyklaborðinu!)
Þar hafið þið það.
Kom nokkuð á óvart??
1. HVENÆR VAKNARÐU Á MORGNANA?
Ég vakna kl. 7:15 - 7:30 á virkum dögum. Á undan Veru sem sefur lengur en mamman. Þarf alltaf að vekja hana þegar ég er búin að klæða mig og sjæna. Um helgar reyni ég að sofa frameftir, af því Vera gerir það (til rúmlega níu) en mér hefur ekki tekist það undanfarið...er bara eins og klukka og vakna ekki seinna en kl. 8 - sem er óþolandi! Er greinilega orðin göööömul. Bö.
2.EF ÞÚ GÆTIR SNÆTT HÁDEGISVERÐ MEÐ EINHVERJUM FRÆGUM, HVER VÆRI ÞAÐ?
Ég man aldrei hvað neinn frægur heitir eða er eða af hverju hann er frægur svo þetta er erfið spurning. Kannski bara Mandela til að fá hugmyndir hvernig bæta megi heiminn, og ræða reynslu og réttlæti.
3. GULL EÐA SILFUR?
Það er sagt að gull fari mér rauðhærðri hvítri dömunni betur, en ég fíla bæði jafn vel. Gull meira spari og silfur meira kúl.
4. HVAÐ VAR SÍÐASTA MYNDIN SEM ÞÚ SÁST Í BÍÓ?
Úff, eftir að Vera kom í heiminn er eitthvað lítið um bíóferðir...En ég fór með mömmu á kvikmyndahátíð á heimildamyndina Born into Brothels, fjallar um börn í Kalkútta á Indlandi sem fæðast í hóruhúsi og hvernig þau plumma sig. Átakanlegt maður.
5. UPPÁHALDS SJÓNVARPSÞÁTTURINN?
Er raunveruleikaþáttasökker. Survivor nr. 1,2 og 3. Svo spennandi að fylgjast með háttalagi manneskjunnar þegar hún er tekin úr umhverfi sínu og hvernig keppni getur farið með fólk.
Aðrir raunveruleikaþættir eins og So you think you can dance... kannski af því ég kann ekki að dansa!
Svo má auðvitað ekki gleyma sálugu Sexinu sem lifir ennþá hjá mér.
6. HVAÐ BORÐARÐU Í MORGUNMAT?
Oh, sakna þess svo að borða almennilegan morgunmat. Eftir að Vera kom þá fer lítið fyrir morgunmat á vikum dögum, skelli í mig banana og jógúrt á leiðinni í bílnum.
Sakna seríóssins.
Fæ mér extra góðan morgunmat um helgar í staðinn, kókópuffs og honey nut seríós!
7. HVAÐ LANGAR ÞIG AÐ GERA ÞEGAR ÞÚ ERT ORÐINN STÓR?
Skrifa bók, ferðast, eignast fleiri börn, vera hamingjusöm með Vigganum, og starfa einhvers staðar þar sem ég fæ að njóta mín sem persóna og með himinhátt kaup!
8. GETURÐU SNERT NEFIÐ Á ÞÉR MEÐ TUNGUNNI?
Nei - samt er nefið þónokkuð stórt sko
9. HVAÐ VEITIR ÞÉR INNBLÁSTUR?
Svo margt. T.d.
Hversdagslífið með fólkinu sem mér þykir svo vænt um.
Íslensk náttúra.
Fallegur kórsöngur.
Regnbogi.
Fólk sem hefur sigrast á erfiðleikum.
Fólk sem þorir að vera það sjálft.
Sakleysi barna.
10. HVAÐ ER MIÐNAFNIÐ ÞITT?
Sigurlaug - eftir ömmu Sillu sem ég sakna svo mikið...
11. STRÖND, BORG EÐA SVEITASÆLA?
Ég verð að segja strönd fyrir frí í útlöndum, Borg til að búa í á Íslandi og versla í útlöndum og sveitasæla til að endurnærast og sýna Veru dýrin!
12. SUMAR EÐA VETUR?
Sumar - því ég er þvílík kuldaskræfa.
Elska samt veturinn BARA fyrir það að gera gert mér kleift að fara á snjóbretti. Vetur í Sviss er t.d. alveg hægt að fíla.
13. UPPÁHALDS ÍS?
Tívolílurkur.
14. SMJÖR, SALT EÐA SYKUR Á POPP?
Salt að sjálfsögðu.
15. UPPÁHALDS LITURINN ÞINN?
Rauður.
Svo bleikur og brúnn.
16. UPPÁHALDS BÍLLINN ÞINN?
Landrover. Ekki endilega minn því hann er alltaf að bila, en Landi engu að síður. Langkúlaðastir. Minn stíll. Gæti ekki keyrt Golf. Ekki spyrja mig af hverju.
17. HVAÐ FINNST ÞÉR BEST AÐ BORÐA Á SAMLOKU?
Í fjallgöngum bara kæfu og spægipylsu (en sko ekki á sömu samlokunni).
Heima er það smjör og ostur.
18. HVERT FÓRSTU SÍÐAST Í FRÍ?
Til Akureyrar með litlu fjölskyldunni minni. Í tjill til vina og á snjóbretti. Það var góð endurnæring að komast í "sveitasæluna"!
19. HVAÐA PERSÓNUEIGINLEIKA FYRIRLÍTURÐU?
Lygi.
Veikgeðju = aumingjaskap.
Sjálfsumgleði í óhófi.
20. UPPÁHALDSBLÓM?
Alls konar sumarblóm, á erfitt með að gera upp á milli. Öll blóm eru mér gleðigjafar.
21. EF ÞÚ YNNIR STÓRA POTTINN Í LOTTÓINU, HVERSU LENGI MYNDIRÐU BÍÐA
ÁÐUR EN ÞÚ SEGÐIR FÓLKI FRÁ ÞVÍ?
Ég held ég myndi kjafta því strax því ég þyrfti að bjóða öllum á barinn með mér að fagna!
22. SÓDAVATN EÐA VENJULEGT VATN?
Íslenskt kranavatn
23. HVERNIG ER BAÐHERBERGIÐ ÞITT Á LITINN?
Muskugrábrúnhvítt og hvítt - með ljósgrágrænum flísum sem eru sumar hverjar með mynd af rauðu blómi á... Bara mjög krúttí og passar við kofann.
24. HVAÐ ERU MARGIR LYKLAR Á LYKLAKIPPUNNI ÞINNI?
Tveir, einn af bílnum og annar af húsinu.
25. HVAR ÆTLARÐU AÐ EYÐA ELLINNI?
Eins og ungdómsárunum - með Vigga í Hafnarfirði.
26. GETURÐU JÖGGLAÐ?
Nei, hef oft æft mig en hef aldrei fattað tæknina.
27. UPPÁHALDS DAGUR VIKUNNAR?
Laugardagur - nýkomin helgi, fjölskyldudagur, Viggi jafnvel kannski mögulega heima, matarboð eða annað djamm um kvöldið, og einn dagur eftir af helginni!
28. RAUÐVÍN EÐA HVÍTVÍN?
Bæði betra.
29. HVERNIG EYDDIRÐU SÍÐASTA AFMÆLISDEGI?
Með vinkonum mínum sem voru svo elskulegar að bjarga mér frá þunglyndi og öðrum andlegum sjúkdómum með því að bjóða mér í grill með afmælisgjöf og öllu tilheyrandi á meðan Viggi klúðraði aðeins málunum með því að velja karlakvöld FH fram yfir mig...
30. ERTU MEÐ LÍFFÆRAGJAFAR KORT?
Nei, en væri með slíkt ef það væri til á Íslandi. En fyndið samt, var einmitt að velta þessu fyrir mér um daginn í kjölfar fréttar um að móðir palestínsk drengs sem var skotinn á götu úti af tilefnislausu gaf líffærin hans og bjargaði þar með ungri ísraelskri stúlku. Þvílík góðmennska. Sagði í kjölfarið við Vigga að það ætti að gefa það -sem virkaði í mér um leið og ég þarf ekki sjálf á því að halda. Þar með er það skjalfest.
31. HVORT MYNDIRU VILJA EIGNAST STRÁK EÐA STELPU?
Á stelpu. Og væri sko til í aðra stelpu.
Og auðvitað lítinn fótboltastrák líka.
32. HVAÐ KEMUR ÞÉR Í GÍRINN?
Vinir mínir, góð tónlist og léttvín getur ekki annað en komið manni í ákveðinn gír...
33. ERTU FEMINSTI?
Já, ég held það. Held að allar konur séu feministar inn við beinið. Er ekki gallhörð rauðsokka þótt rauðhærð sé, en vel jafnrétti og reyni að berjast og halda með þeim - þó ekki væri nema fyrir dótturina.
34. FLOTTASTI LÍKAMSHLUTINN Á HINU KYNINU?
Ætlaði að segja hárið...en það er það fyrsta sem ég tek eftir svo að segja.
En svarið er: Rassinn by far...
35. ELSKARÐU EINHVERN?
Já, vá. Vigga og Veru út af lífinu. Mömmu og Axel bró. Jú og Dódó frænku og Skarpó. MH vinkonurnar og vinnuvinkonurnar. Jafnvel vinnuvinina líka. Látnar ömmur og afa. Æskuvini og vinkonur sem ég er í sambandi við og Stelpu voffa. Og svo alla hina sem ég er að gleyma og elska mig.
35.SEGÐU EITTHVAÐ FALLEGT UM MANNESKJUNA SEM SENDI ÞÉR ÞETTA:
Begga er yndisleg manneskja. Hún er örlát á vináttuna og getur auðveldlega glatt mann. Hún er mjúk og hún er bara the næsest person! Hún kom óvænt til mín í heimsókn áðan og svona sætar heimsóknir lifa lengi skal ég ykkur segja.
FRÁ HVERJUM ERU MINNSTAR LÍKUR Á AÐ ÞÚ FÁIR ÞETTA SENT TIL BAKA?
Vigga. Því hann er svo leeeeengi að pikka (að eigin sögn sko - getur leitað óralengi að stöfunum á lyklaborðinu!)
Þar hafið þið það.
Kom nokkuð á óvart??
sunnudagur, nóvember 13, 2005
Ó, elsku Akureyri...
fimmtudagur, nóvember 10, 2005
Snjór snjór skín á mig
Akureyri er næst á dagskrá.
Veðurspá: Frrrrábær fyrir helgina (alla vega í lund og hjarta!). Snjórinn á að haldast - alla vega í fjallinu. Eins gott, því amma Gunna splæsti í eitt stykki snjóþotu fyrir Veru fyrir fyrstu snjóþotuferðina hennar norður.
(Plat)Akureyrísku vinir okkar (eru og verða alltaf Hafnfirðingar!) munu taka vel á móti okkur. Þau eru meira að segja með nýbakaða köku í ofninum og allt fyrir okkur. Jú, víst, fyrir okkur smá líka, maður á sko alltaf smá í vinum sínum. Þvílíkar gleðifréttir - barnablómstur út um allt í kringum okkur. Júbb, það er þessi skemmtilegi fullorðins aldur sem maður er víst loksins kominn á.
Eins og sjá má var tekið try out á þotunni inni í stofu í dag, Úlfur dró Veru með smá aðstoð mammanna og það var þetta rosalega stuð. Get ekki beðið eftir því að sjá svipinn á Veru þegar ég ýti henni niður Strýtuna...
Góða ferð!
Takk, takk.
Veðurspá: Frrrrábær fyrir helgina (alla vega í lund og hjarta!). Snjórinn á að haldast - alla vega í fjallinu. Eins gott, því amma Gunna splæsti í eitt stykki snjóþotu fyrir Veru fyrir fyrstu snjóþotuferðina hennar norður.
(Plat)Akureyrísku vinir okkar (eru og verða alltaf Hafnfirðingar!) munu taka vel á móti okkur. Þau eru meira að segja með nýbakaða köku í ofninum og allt fyrir okkur. Jú, víst, fyrir okkur smá líka, maður á sko alltaf smá í vinum sínum. Þvílíkar gleðifréttir - barnablómstur út um allt í kringum okkur. Júbb, það er þessi skemmtilegi fullorðins aldur sem maður er víst loksins kominn á.
Eins og sjá má var tekið try out á þotunni inni í stofu í dag, Úlfur dró Veru með smá aðstoð mammanna og það var þetta rosalega stuð. Get ekki beðið eftir því að sjá svipinn á Veru þegar ég ýti henni niður Strýtuna...
Góða ferð!
Takk, takk.
þriðjudagur, nóvember 08, 2005
Móðir í hjáverkum
Það er ekki beint ég - en samt.
Var að koma heim úr vinnunni og klukkan að ganga 23:00. Mér finnst alltaf svo sárt þegar ég vinn þessa löööööngu daga og sér músina mína ekki neitt. Bara sofandi fallega þegar ég kem heim. Þá er allt svo tómt hér heima. Og inní mér. Vantar að hafa hana í kringum mig ískrandi glaða og spræka, sýnandi mér dótið sitt, lesa með henni og knúsa hana í ræmur. Mig langar næstum því að vekja hana núna, bara til að fá að finna hana. Get þó huggað mig við það að alla aðra daga sæki ég hana kl. 16 og eyði með henni gæðatíma fram að háttatíma.
Var að klára bókina Móðir í hjáverkum í gærkvöldi. Hún fjallar jú um móður sem vinnur svo mikið að hún hefur ekki tíma fyrir börnin sín. Eða manninn sinn. Og þjáist af samviskubiti yfir því að sjálfsögðu. Þetta er skemmtileg og fyndin bók. Svolítið ýkt á köflum en ég get séð mig í mörgum aðstæðunum eins og margar mæður án efa. En eftir að ég lauk síðustu blaðsíðunni í gær fór ég næstum því að gráta. Ég bara fékk þunglyndiskast í svona heilar 5 mínútur og fannst allt ömurlegt og ómögulegt. Bókin endaði ekkert sérlega illa en það bara þyrmdi eitthvað yfir mig eftir lesturinn. Málið er að ég sá aðallega pabbann í hlutverki móðurinnar í bókinni sem sá börnin sín praktikklí aldrei.
Sko, Vera er orðin svo stór að hún er farin að fatta að leita að pabba og kalla á pabba. Og röddin í henni þegar hún kallar á pabba oft á dag er alveg til að kremja eitt stykki hjarta. Svo þegar pabbi mætir t.d. í mat eða þá að við kíkjum stutt á hann í vinnunni bara til að hún sjái hann eitthvað, verður hún himinglöð og byrjar undir eins að vinka honum bless. "Baaa- baaaaa (bæ, bæ = nýtt!). Já, hún tengir bless og vinka bæ strax við pabbann sem er alltaf að fara. Fara í vinnuna. Fara í vinnuna. Fara í vinnuna. Svo kemur hann heim þegar hún er sofnuð. Stundum nær hann hálftíma með henni áður en hún fer að sofa og þá er kitlað og knúsað í smá tíma fyrir svefninn og þá er aftur vinkað bæ.
Hversdagslífið er okkar Veru. Hversdagslíf pabbans er í vinnunni, ekki með okkur. Svona eins og mömmunnar í hjáverkum. Sem endaði svo með því að börnin hennar vildu frekar vera hjá barnfóstrunni og pabbi þeirra fór frá mömmunni því fjarlægðin hafði slitið þau ómeðvitað í sundur. Eftir síðustu blaðsíðuna sá ég líf mitt splundrast á staðnum og allt í steik.
Þannig er það reyndar ekki, en hei. Dætur og feður þurfa án efa meiri tíma til að bonda en mæður og dætur svo nokkrar mínútur á dag duga hugsanlega skammt. Skilnaðir eru ótrúlega lúmskir og koma aftan að ótrúlegasta fólki sem telur allt vera í góðum farvegi þar til einn daginn er ekkert lengur til staðar til að byggja á. Fjarlægð býr til tómarúm. Ok, það vita allir að það þarf að rækta og vökva og allt það og það ætla allir að gera það, en tími er svo skringilega erfitt konsept í nútímasamfélagi. Alveg merkilegt. Og tími er algjört lykilatriði. Samvera í hversdagslífinu, ekki bara í humri og flugeldasýningum (ekki það að það sé eitthvað mikið að gerast í því hjá okkur samt hehe). En það er erfitt að tala um tíma við mann sem stundar iðnaðinn sjálfstætt hörðum höndum í uppgangi. Þetta snýst nebblega ekki um $, heldur eitthvað allt annað. Kröfur mikilvægra manna úti í bæ um að hann standi sig og alls konar pressu og hluti sem ég mun ábyggilega aldrei skilja.
Móðirin í hjáverkum hætti að lokum að vinna og varð almennileg 100% mamma. Henni dreeepleiddist það reyndar að mestu (fyrir utan faktorinn að njóta barnanna sinna) og fann sér annað sjálfstætt starf þar sem hún ætlaði að ráða tíma sínum sjálf og eyða meiri tíma með börnunum en í hinni vinnunni. Já, einmitt. Pabbinn á þessu heimili getur sagt henni það að hún á eftir að verða miklu meiri fangi hennar eigin vinnu en annarrar. Hún byrjar upp á frelsið að gera en svo þróast þetta óvart öðruvísi. Hún verður með sama samviskubitið. Jú, víst er eitthvað frelsi samfara því að vinna fyrir sjálfan sig, en það fer eitthvað lítið fyrir því nú og undanfarið. Þótt ég sé on going lifandi hamrandi reminder!
Ok, þetta endaði allt voða vel hjá hjáverkamömmunni og þau fluttu upp í sveit og allt voða æðislegt og allt í einu þurftu þau enga peninga og ræktuðu bara blóm og hey og allir voða happí. Og hún varð alvöru mamma svo ég eygi von um að vinnualkapabbinn fái tíma og tækifæri til að endurskoða sinn part. Þó svo að ég ætli ekki að flytja lengra upp í sveit en nú er orðið! Ég ætla að byrja á því að reyna láta pabbann lesa þessa bók til að hann geti kannski fattað 5 mínútna þunglyndiskastið mitt í gær sem hann botnaði að sjálfsögðu ekkert í.
En pabbinn skilur mig svo sem sjaldnast, sem er samt allt í lagi. Hann er svo flottur og ágætur að hann tók 5 mínútna kastið mitt alvarlega eins og vanalega. Sagðist hjartanlega sammála mér, þetta gengi auðvitað ekki lengur. Hann reyndi virkilega að finna lausn, en stundum er lausnin svo skrýtin. Hann sagðist sjá góðan tíma fyrir okkur í lok janúar, þegar við verðum flutt í nýja fína húsið... Og bætti svo við að það væri spáð niðursveiflu árið 2008...
Vera verður 4 ára þá...úff! Og það vita flestir að þolinmæði mín er ekki svooo æfð, og varla hennar heldur.
Ég veit að þessi umræddi pabbi er far frá því að vera sá eini sem vinnur mikið og er mikið í burtu. En ég sætti mig bara svo seint við þessa tilveru að fullu. Jú, auðvitað venst hún, en ég vel að berjast í stað þess að venjast!
Í niðursveiflu móðurinnar var því ákveðið að taka eina góða uppsveiflu og sameina familíuna og bruna á Akureyri næstu helgi. Mamman og pabbinn fá að taka nokkrar bunur á brettinu og Vera mun þreyta frumraun sína á snjóþotunni.
Góð byrjun.
Hef heyrt að hversdagslífið á Akureyri sé nebblega helvíti fínt :)
Var að koma heim úr vinnunni og klukkan að ganga 23:00. Mér finnst alltaf svo sárt þegar ég vinn þessa löööööngu daga og sér músina mína ekki neitt. Bara sofandi fallega þegar ég kem heim. Þá er allt svo tómt hér heima. Og inní mér. Vantar að hafa hana í kringum mig ískrandi glaða og spræka, sýnandi mér dótið sitt, lesa með henni og knúsa hana í ræmur. Mig langar næstum því að vekja hana núna, bara til að fá að finna hana. Get þó huggað mig við það að alla aðra daga sæki ég hana kl. 16 og eyði með henni gæðatíma fram að háttatíma.
Var að klára bókina Móðir í hjáverkum í gærkvöldi. Hún fjallar jú um móður sem vinnur svo mikið að hún hefur ekki tíma fyrir börnin sín. Eða manninn sinn. Og þjáist af samviskubiti yfir því að sjálfsögðu. Þetta er skemmtileg og fyndin bók. Svolítið ýkt á köflum en ég get séð mig í mörgum aðstæðunum eins og margar mæður án efa. En eftir að ég lauk síðustu blaðsíðunni í gær fór ég næstum því að gráta. Ég bara fékk þunglyndiskast í svona heilar 5 mínútur og fannst allt ömurlegt og ómögulegt. Bókin endaði ekkert sérlega illa en það bara þyrmdi eitthvað yfir mig eftir lesturinn. Málið er að ég sá aðallega pabbann í hlutverki móðurinnar í bókinni sem sá börnin sín praktikklí aldrei.
Sko, Vera er orðin svo stór að hún er farin að fatta að leita að pabba og kalla á pabba. Og röddin í henni þegar hún kallar á pabba oft á dag er alveg til að kremja eitt stykki hjarta. Svo þegar pabbi mætir t.d. í mat eða þá að við kíkjum stutt á hann í vinnunni bara til að hún sjái hann eitthvað, verður hún himinglöð og byrjar undir eins að vinka honum bless. "Baaa- baaaaa (bæ, bæ = nýtt!). Já, hún tengir bless og vinka bæ strax við pabbann sem er alltaf að fara. Fara í vinnuna. Fara í vinnuna. Fara í vinnuna. Svo kemur hann heim þegar hún er sofnuð. Stundum nær hann hálftíma með henni áður en hún fer að sofa og þá er kitlað og knúsað í smá tíma fyrir svefninn og þá er aftur vinkað bæ.
Hversdagslífið er okkar Veru. Hversdagslíf pabbans er í vinnunni, ekki með okkur. Svona eins og mömmunnar í hjáverkum. Sem endaði svo með því að börnin hennar vildu frekar vera hjá barnfóstrunni og pabbi þeirra fór frá mömmunni því fjarlægðin hafði slitið þau ómeðvitað í sundur. Eftir síðustu blaðsíðuna sá ég líf mitt splundrast á staðnum og allt í steik.
Þannig er það reyndar ekki, en hei. Dætur og feður þurfa án efa meiri tíma til að bonda en mæður og dætur svo nokkrar mínútur á dag duga hugsanlega skammt. Skilnaðir eru ótrúlega lúmskir og koma aftan að ótrúlegasta fólki sem telur allt vera í góðum farvegi þar til einn daginn er ekkert lengur til staðar til að byggja á. Fjarlægð býr til tómarúm. Ok, það vita allir að það þarf að rækta og vökva og allt það og það ætla allir að gera það, en tími er svo skringilega erfitt konsept í nútímasamfélagi. Alveg merkilegt. Og tími er algjört lykilatriði. Samvera í hversdagslífinu, ekki bara í humri og flugeldasýningum (ekki það að það sé eitthvað mikið að gerast í því hjá okkur samt hehe). En það er erfitt að tala um tíma við mann sem stundar iðnaðinn sjálfstætt hörðum höndum í uppgangi. Þetta snýst nebblega ekki um $, heldur eitthvað allt annað. Kröfur mikilvægra manna úti í bæ um að hann standi sig og alls konar pressu og hluti sem ég mun ábyggilega aldrei skilja.
Móðirin í hjáverkum hætti að lokum að vinna og varð almennileg 100% mamma. Henni dreeepleiddist það reyndar að mestu (fyrir utan faktorinn að njóta barnanna sinna) og fann sér annað sjálfstætt starf þar sem hún ætlaði að ráða tíma sínum sjálf og eyða meiri tíma með börnunum en í hinni vinnunni. Já, einmitt. Pabbinn á þessu heimili getur sagt henni það að hún á eftir að verða miklu meiri fangi hennar eigin vinnu en annarrar. Hún byrjar upp á frelsið að gera en svo þróast þetta óvart öðruvísi. Hún verður með sama samviskubitið. Jú, víst er eitthvað frelsi samfara því að vinna fyrir sjálfan sig, en það fer eitthvað lítið fyrir því nú og undanfarið. Þótt ég sé on going lifandi hamrandi reminder!
Ok, þetta endaði allt voða vel hjá hjáverkamömmunni og þau fluttu upp í sveit og allt voða æðislegt og allt í einu þurftu þau enga peninga og ræktuðu bara blóm og hey og allir voða happí. Og hún varð alvöru mamma svo ég eygi von um að vinnualkapabbinn fái tíma og tækifæri til að endurskoða sinn part. Þó svo að ég ætli ekki að flytja lengra upp í sveit en nú er orðið! Ég ætla að byrja á því að reyna láta pabbann lesa þessa bók til að hann geti kannski fattað 5 mínútna þunglyndiskastið mitt í gær sem hann botnaði að sjálfsögðu ekkert í.
En pabbinn skilur mig svo sem sjaldnast, sem er samt allt í lagi. Hann er svo flottur og ágætur að hann tók 5 mínútna kastið mitt alvarlega eins og vanalega. Sagðist hjartanlega sammála mér, þetta gengi auðvitað ekki lengur. Hann reyndi virkilega að finna lausn, en stundum er lausnin svo skrýtin. Hann sagðist sjá góðan tíma fyrir okkur í lok janúar, þegar við verðum flutt í nýja fína húsið... Og bætti svo við að það væri spáð niðursveiflu árið 2008...
Vera verður 4 ára þá...úff! Og það vita flestir að þolinmæði mín er ekki svooo æfð, og varla hennar heldur.
Ég veit að þessi umræddi pabbi er far frá því að vera sá eini sem vinnur mikið og er mikið í burtu. En ég sætti mig bara svo seint við þessa tilveru að fullu. Jú, auðvitað venst hún, en ég vel að berjast í stað þess að venjast!
Í niðursveiflu móðurinnar var því ákveðið að taka eina góða uppsveiflu og sameina familíuna og bruna á Akureyri næstu helgi. Mamman og pabbinn fá að taka nokkrar bunur á brettinu og Vera mun þreyta frumraun sína á snjóþotunni.
Góð byrjun.
Hef heyrt að hversdagslífið á Akureyri sé nebblega helvíti fínt :)
sunnudagur, nóvember 06, 2005
6. nóvember 2005...
...var sunddagur
...skírnardagur Vilborgar- og Rúnarsdóttur
...KFC hjá ömmu Gunnu.
Já, Vera hefur alltaf nóg að gera...
Tvær æðislega meiriháttar krúttlegar
...skírnardagur Vilborgar- og Rúnarsdóttur
...KFC hjá ömmu Gunnu.
Já, Vera hefur alltaf nóg að gera...
Tvær æðislega meiriháttar krúttlegar
Komin í fínu fötin og orðin spennt fyrir skírninni hjá Vilborgar- og Rúnarsdóttur sem fékk það fallega nafn Freyja.
laugardagur, nóvember 05, 2005
Þunnur dagur
Já, dagurinn í dag fór mest í skelfilega þynnku framan af. Maður er greinilega orðinn gamall. Kann hvorki að telja hvítvínsglös né á klukku lengur. Og líkaminn ekki alveg að höndla djammið eins og áður. En ég gef honum samt engan sjéns.
Ég var búin að gera þynnkuráðstafanir og Vera fór í pössun á meðan pabbinn fór að vinna snemma morguns eins og vanalega. Eyddi morgninum og mestum parti dagsins í þynnkast með óráði uppi í rúmi. Tók mig svo á og fór í bæjarferð með Veru og ömmunni að fá mér ferskt loft og kíkja í Koló. Eftir það og nokkrar kókómjólk og súkkulaðibombur úr bakaríinu (sykur - já takk) komst ballans á lífið og mamman farin að spá í hvað næsta helgi bjóði nú upp á...
Djammaði sem sagt í snípstuttu pilsi í gærkvöldi. Lenti ekki í neinu svæsnu sem hægt er að segja frá. Nema að [Varúð - umfjöllunin gæti vakið andúð einhverra lesenda - fjallar um gamlan kærasta!] ég hitti "kærastann" minn frá því í 11 ára bekk. Hann er víst orðinn annar af tveimur eigendum að Vegamótum þar sem djammið var framkvæmt, svo ég endurnýjaði vinskapinn með því að skála ókeypis í bjór og fá loforð um að fá alltaf að fara fremst í röðina. Já, það borgar sig að þekkja rétta liðið. Gömlu kærastarnir mínir eru þá ekki bara lúðar.
Hér má sjá á mér djúsí rassinn á djamminu í gær. Girnilegur as ever! Hann er alla vega langt frá því að vera þunnur.
Ég var búin að gera þynnkuráðstafanir og Vera fór í pössun á meðan pabbinn fór að vinna snemma morguns eins og vanalega. Eyddi morgninum og mestum parti dagsins í þynnkast með óráði uppi í rúmi. Tók mig svo á og fór í bæjarferð með Veru og ömmunni að fá mér ferskt loft og kíkja í Koló. Eftir það og nokkrar kókómjólk og súkkulaðibombur úr bakaríinu (sykur - já takk) komst ballans á lífið og mamman farin að spá í hvað næsta helgi bjóði nú upp á...
Djammaði sem sagt í snípstuttu pilsi í gærkvöldi. Lenti ekki í neinu svæsnu sem hægt er að segja frá. Nema að [Varúð - umfjöllunin gæti vakið andúð einhverra lesenda - fjallar um gamlan kærasta!] ég hitti "kærastann" minn frá því í 11 ára bekk. Hann er víst orðinn annar af tveimur eigendum að Vegamótum þar sem djammið var framkvæmt, svo ég endurnýjaði vinskapinn með því að skála ókeypis í bjór og fá loforð um að fá alltaf að fara fremst í röðina. Já, það borgar sig að þekkja rétta liðið. Gömlu kærastarnir mínir eru þá ekki bara lúðar.
Hér má sjá á mér djúsí rassinn á djamminu í gær. Girnilegur as ever! Hann er alla vega langt frá því að vera þunnur.
fimmtudagur, nóvember 03, 2005
I´m djammin...
Hver þarf ekki að djamma eftir erfiða viku?
Það er s.s. bæði vinkonu og vinnudjamm annað kvöld og mín er að sjálfsögðu geim. Ég er á djammskeiði dauðans og þyrsti í áfengi við hvert tækifæri sem gefst í góðra vina hópi.
En ef þið sjáið mig í bænum eftir kl. 03 á aðfararnótt laugardags endilega sendið mig beinustu leið heim í leigubíl. Það er komið gott af mygluðum laugardagsmorgnum í bili!
Það er s.s. bæði vinkonu og vinnudjamm annað kvöld og mín er að sjálfsögðu geim. Ég er á djammskeiði dauðans og þyrsti í áfengi við hvert tækifæri sem gefst í góðra vina hópi.
En ef þið sjáið mig í bænum eftir kl. 03 á aðfararnótt laugardags endilega sendið mig beinustu leið heim í leigubíl. Það er komið gott af mygluðum laugardagsmorgnum í bili!
Mitt faðirvor
Heyriði - hér er önnur góð saga af gömlum kærasta...Nei, bara grín, sá pakki er búinn. Í bili alla vega.
Ég er örþreytt. Vinnan er í hámarki en það eru að jafnaði 2 lööööng kvöld í viku sem fara í hana. Og auðvitað allir dagarnir líka. Það þarf mikla orku og einbeitingu til að stýra umræðuhópum, tveimur á kvöldi. Gríðarlegt álag eftir líka annasaman vinnudag. Veru sé ég ekkert þessa daga sem er sárt.
Svo var kór í kvöld. Soldið strembnar vikur. Lítið frí til að hangsa og gera ekki neitt. Í kvöld tókum við í kórnum upp 3 lög eftir Árna Björnsson, á disk sko. Eitt af þeim er alveg magnað fallegt, hef sagt áður frá því en það heitir Mitt faðirvor. Ólýsanlega fallegt. Hér er textinn, en hann segir margt og hvað þá þegar góði kórinn minn tekur lagið. Hrikalega fallegt og sorglegt í senn ef maður veit söguna á bakvið lagið.
Það var einhvern veginn þannig að hann Árni Björnsson, sem nú er látinn, var laminn all illilega niðri í bæ af einhverjum gaurum sem höfðu ekkert á hann. Tilefnislaus árás að talið er. Hann slasaðist mjög illa og varð mikill öryrki eftir þetta. Hann samdi lagið og félagi hans Kristján frá Djúpalæk samdi textann er þeir dvöldu saman á heilsuhæli. Árni var mikill tónlistarmaður en hafði ekki getað iðkað þá vinnu sökum heilsubrests. Kristján skoraði víst á hann eða eitthvað slíkt. Og Árni samdi gullfallegt lag við textann hans. Og spilaði lagið svo einu sinni á dag alla sína ævi, sem voru víst þó nokkuð mörg ár.
Alveg magnað.
Ef öndvert allt þér gengur,
og undan halla fer,
skal sókn í huga hafin
og hún mun bjarga þér.
Við getum eigin ævi
í óskafarveg leitt
og vaxið hverjum vanda
sé vilja beitt.
Hvar einn leit naktar auðnir,
sér annar blómaskrúð.
Það verður, sem þú væntir,
það vex, sem að er hlúð.
Því rækta rósir vona
í reit þíns hjarta skalt,
og búast við því bezta
þó blási kalt.
Þó örlög öllum væru
á ókunn bókfell skráð,
það næst úr nornahöndum
ef nógu heitt er þráð.
Þrjú orð að endurtaka
ég er við hvert mitt spor:
fegurð, gleði, friður -
mitt faðirvor.
Best að gera þetta að mínu faðirvori.
Um að gera að vera jákvæð og bjartsýn :) (jafnvel þótt nóttin líti ekki vel út - Vera vaaaaar að gubba út um allt rúm!)
Ég er örþreytt. Vinnan er í hámarki en það eru að jafnaði 2 lööööng kvöld í viku sem fara í hana. Og auðvitað allir dagarnir líka. Það þarf mikla orku og einbeitingu til að stýra umræðuhópum, tveimur á kvöldi. Gríðarlegt álag eftir líka annasaman vinnudag. Veru sé ég ekkert þessa daga sem er sárt.
Svo var kór í kvöld. Soldið strembnar vikur. Lítið frí til að hangsa og gera ekki neitt. Í kvöld tókum við í kórnum upp 3 lög eftir Árna Björnsson, á disk sko. Eitt af þeim er alveg magnað fallegt, hef sagt áður frá því en það heitir Mitt faðirvor. Ólýsanlega fallegt. Hér er textinn, en hann segir margt og hvað þá þegar góði kórinn minn tekur lagið. Hrikalega fallegt og sorglegt í senn ef maður veit söguna á bakvið lagið.
Það var einhvern veginn þannig að hann Árni Björnsson, sem nú er látinn, var laminn all illilega niðri í bæ af einhverjum gaurum sem höfðu ekkert á hann. Tilefnislaus árás að talið er. Hann slasaðist mjög illa og varð mikill öryrki eftir þetta. Hann samdi lagið og félagi hans Kristján frá Djúpalæk samdi textann er þeir dvöldu saman á heilsuhæli. Árni var mikill tónlistarmaður en hafði ekki getað iðkað þá vinnu sökum heilsubrests. Kristján skoraði víst á hann eða eitthvað slíkt. Og Árni samdi gullfallegt lag við textann hans. Og spilaði lagið svo einu sinni á dag alla sína ævi, sem voru víst þó nokkuð mörg ár.
Alveg magnað.
Ef öndvert allt þér gengur,
og undan halla fer,
skal sókn í huga hafin
og hún mun bjarga þér.
Við getum eigin ævi
í óskafarveg leitt
og vaxið hverjum vanda
sé vilja beitt.
Hvar einn leit naktar auðnir,
sér annar blómaskrúð.
Það verður, sem þú væntir,
það vex, sem að er hlúð.
Því rækta rósir vona
í reit þíns hjarta skalt,
og búast við því bezta
þó blási kalt.
Þó örlög öllum væru
á ókunn bókfell skráð,
það næst úr nornahöndum
ef nógu heitt er þráð.
Þrjú orð að endurtaka
ég er við hvert mitt spor:
fegurð, gleði, friður -
mitt faðirvor.
Best að gera þetta að mínu faðirvori.
Um að gera að vera jákvæð og bjartsýn :) (jafnvel þótt nóttin líti ekki vel út - Vera vaaaaar að gubba út um allt rúm!)
miðvikudagur, nóvember 02, 2005
SKO
Jamm og jæja.
Ef einhver særðist af síðast bloggi, hvort sem er x-ið sjálft eða aðrir vill ég biðjast afsökunar á því. Þetta átti ekki að hljóma sem blammeringar á blásaklausan aðila úti í bæ, heldur meira að vera kjánaleg saga af gömlum kærasta sem er án efa fínn gaur. Bara ekki fyrir mig.
Ef einhver er ekki að ná því þá er það sko ÉG sem er fíbblið hérna. Hef ég ekki sagt nógu margar vandræðalegar sögur af sjálfri mér hér á síðunni þannig að það sé komið í gegn? Og ég skal díla við það.
Sei, sei.
Sjálf sé ég þessa síðu sem svona liminal leiksvæði. En kannski hef ég rangt fyrir mér. Einhvers staðar verður maður samt að fá að flippa út og leika sér, alla vega ég.
Úff, eins gott að ég sé ekki virðulegur lögfræðingur eða læknir. Hvað þá í pólítík... æj, mig langar hvort eð er ekkert svo að verða forseti.
Ef einhver særðist af síðast bloggi, hvort sem er x-ið sjálft eða aðrir vill ég biðjast afsökunar á því. Þetta átti ekki að hljóma sem blammeringar á blásaklausan aðila úti í bæ, heldur meira að vera kjánaleg saga af gömlum kærasta sem er án efa fínn gaur. Bara ekki fyrir mig.
Ef einhver er ekki að ná því þá er það sko ÉG sem er fíbblið hérna. Hef ég ekki sagt nógu margar vandræðalegar sögur af sjálfri mér hér á síðunni þannig að það sé komið í gegn? Og ég skal díla við það.
Sei, sei.
Sjálf sé ég þessa síðu sem svona liminal leiksvæði. En kannski hef ég rangt fyrir mér. Einhvers staðar verður maður samt að fá að flippa út og leika sér, alla vega ég.
Úff, eins gott að ég sé ekki virðulegur lögfræðingur eða læknir. Hvað þá í pólítík... æj, mig langar hvort eð er ekkert svo að verða forseti.
þriðjudagur, nóvember 01, 2005
Lennon
Hvernig líður ykkur þegar þið rekist á gamla kærasta/kærustur bara alveg óvænt? Og hvað þá þegar þið eruð í þannig aðstæðum að geta alls ekki sleppt því að tala við viðkomandi?
Ég hélt nú að þetta myndi ekkert vera að koma fyrir mig en þetta gerðist samt í gærkvöldi. Ok, einhver ykkar kunna að hugsa að ég geti nú ekki átt marga gamla kærasta þar sem Vigginn er næstum því ævilangur hluti af mér. En ó jú. Mín hefur átt þá nokkra.
Ég var s.s. með fund í gærkvöldi og haldiði ekki að hann X gamle kjereste hafi verið mættur þarna holdi og blóði. Hef s.s. ekki séð hann í 13 ár, eða síðan hann grét á öxlinni á mér þegar ég sagði honum að ég væri ekki að meika hann. Svo lendir hann á löngum fundi með mér!! Soldið fyndið.
Ég sem sagt kom auga á hann í þvögunni í gær áður en við byrjuðum fundinn. Og hvað skyldi gjöra? Ég ákvað bara að spila þetta kúl og taka þetta létt og örugglega og vera alveg hrikalega kammó og hress. Ég ákvað að það yrði svona auðveldari leið heldur en að verða vandræðaleg. Sérstaklega þar sem ég ætti eftir að eyða heilum 2 tímum með honum!
Spurði hann hvað á daga hans hefði drifið og hann sagðist vera svo gott sem giftur í 11 ár og með 2 börn. 10 ára og 3 ára. Jesús minn- var hann orðinn svona gamall!? Nei, hann var 31 árs, ennþá 2 árum eldri en ég sjálf. Samt eitthvað svo grár og gugginn miðað við áður. Já, maður hefur greinilega elst. Well, hann spurði um mig og ég var ekkert að segja honum að ég væri með sama gæjanum síðan helgina áður en ég hætti með honum...eh...!
Síða rokkarahárið var orðið stutt og óx út í loftið en gleraugun samt voða svipuð og áður. Hann var einmitt kallaður Lennon af sumum út af kringlóttu gleraugunum sem hann var með. God og úff, hvað mér fannst það kúl þá! Je, Lennon maður! Það var alveg kjúlt þegar maður var 16. Kynntist honum í Þórsmörk um verslunarmannahelgi þar sem hann var staddur ásamt vinum sínum og ég með Elvu vinkonu. Hún fór á sjens með vini X svo það hentaði vel að ég myndi bara dingla mér með X fyrst Elva var með vini hans! Ok, ætli það ekki. Allir vinir X spiluðu á gítar og voru voða hressir hljómsveitargæjar, hver man ekki eftir Strigaskóm nr. 42 og In Memoriam...og ég var náttlega alveg að missa mig yfir því - (ó já, lenti alveg í dauðarokkinu á tímaibli) - nema X, hann var ekki hljómsveitargæi. Soldill mínus svona en hei - lét það eiga sig. Félagsskapurinn í kringum hann var nebblega mjög skemmtilegur og alveg þess virði. Svo var hann svona frekar sjöbbí gæi sem fór ekki í bað nema örsjaldan og lyktaði meira af svona hár/líkamslykt heldur en góðum rakspíra. Hann var líka mjög sérstakur, safnaði þjáningarmyndum úr tímaritum og blöðum og herbergið hans var veggfóðrað með því, eymd alheimsins vofði yfir okkur!
Svo kom auðvitað að því að ég fékk nóg. Eftir svona 4-5 mánuði eða svo (jiiii, hrikalega langur tími!). Þið vitið svona nóg þar sem ég gat hreinlega varla litið á náungann. Hvað þá horft á hann geispa eða klóra sér í hausnum. Mig hryllir bara ennþá við tilhugsuninni! Var bara allt í einu ekki að meika náungann. Elva vinkona hvatti mig til að halda áfram að hanga með honum af því það væri svo hentugt fyrir hana og alla, og ég virkilega reyndi...en svo bara allt í einu fannst mér mikilvægara að vera heima á laugardagskvöldum og lesa Brave new World fyrir enskutíma í stað þess að hitta Mr. Lennon og fann upp ýmsustu lélegustu afsakanir sem til eru til að komast hjá því að hitta hann. Elva tönglaðist á því að ég mætti ekki hætta með greyyyyið stráknum, hann væri svo góóóóóður og næææææææs og góóóóður við mig og greyið hann...
Jú, jú, hann var voða góður. En wow, það var ofan á allt ofantalið ekkert challenge í gæjanum. Hann var eins og smjör í höndunum á mér, og hvaða hörkukona er svo sem að fíla það inn við beinið hehe?
Bón Elvu virkaði ekki. Ég fór að djamma án hans og hitti Viggann eitt kvöldið á jólaballi KSÍ eins og frægt er orðið. Sem betur fer!! Og sagði kauða svo upp í kjölfarið.
Ég fílaði Lennon alveg, bara ekki þennan Lennon!
Allan fundinn var ég í hláturskasti inni í mér, það voru að rifjast upp fyrir mér alls konar X-móment og ég virkilega þurfti að einbeita mér til að hlæja ekki þegar hann opnaði munninn. Hann stóð sig samt mjög vel á fundinum, það var alltaf vit í stráksa.
Já, svona var þessi vandræðalega saga um mig. Ég á nokkrar góðar og ég held að þessi bætist bara í bunkann.
Sem betur fer á ég ekki marga gamla kærasta...
Ég hélt nú að þetta myndi ekkert vera að koma fyrir mig en þetta gerðist samt í gærkvöldi. Ok, einhver ykkar kunna að hugsa að ég geti nú ekki átt marga gamla kærasta þar sem Vigginn er næstum því ævilangur hluti af mér. En ó jú. Mín hefur átt þá nokkra.
Ég var s.s. með fund í gærkvöldi og haldiði ekki að hann X gamle kjereste hafi verið mættur þarna holdi og blóði. Hef s.s. ekki séð hann í 13 ár, eða síðan hann grét á öxlinni á mér þegar ég sagði honum að ég væri ekki að meika hann. Svo lendir hann á löngum fundi með mér!! Soldið fyndið.
Ég sem sagt kom auga á hann í þvögunni í gær áður en við byrjuðum fundinn. Og hvað skyldi gjöra? Ég ákvað bara að spila þetta kúl og taka þetta létt og örugglega og vera alveg hrikalega kammó og hress. Ég ákvað að það yrði svona auðveldari leið heldur en að verða vandræðaleg. Sérstaklega þar sem ég ætti eftir að eyða heilum 2 tímum með honum!
Spurði hann hvað á daga hans hefði drifið og hann sagðist vera svo gott sem giftur í 11 ár og með 2 börn. 10 ára og 3 ára. Jesús minn- var hann orðinn svona gamall!? Nei, hann var 31 árs, ennþá 2 árum eldri en ég sjálf. Samt eitthvað svo grár og gugginn miðað við áður. Já, maður hefur greinilega elst. Well, hann spurði um mig og ég var ekkert að segja honum að ég væri með sama gæjanum síðan helgina áður en ég hætti með honum...eh...!
Síða rokkarahárið var orðið stutt og óx út í loftið en gleraugun samt voða svipuð og áður. Hann var einmitt kallaður Lennon af sumum út af kringlóttu gleraugunum sem hann var með. God og úff, hvað mér fannst það kúl þá! Je, Lennon maður! Það var alveg kjúlt þegar maður var 16. Kynntist honum í Þórsmörk um verslunarmannahelgi þar sem hann var staddur ásamt vinum sínum og ég með Elvu vinkonu. Hún fór á sjens með vini X svo það hentaði vel að ég myndi bara dingla mér með X fyrst Elva var með vini hans! Ok, ætli það ekki. Allir vinir X spiluðu á gítar og voru voða hressir hljómsveitargæjar, hver man ekki eftir Strigaskóm nr. 42 og In Memoriam...og ég var náttlega alveg að missa mig yfir því - (ó já, lenti alveg í dauðarokkinu á tímaibli) - nema X, hann var ekki hljómsveitargæi. Soldill mínus svona en hei - lét það eiga sig. Félagsskapurinn í kringum hann var nebblega mjög skemmtilegur og alveg þess virði. Svo var hann svona frekar sjöbbí gæi sem fór ekki í bað nema örsjaldan og lyktaði meira af svona hár/líkamslykt heldur en góðum rakspíra. Hann var líka mjög sérstakur, safnaði þjáningarmyndum úr tímaritum og blöðum og herbergið hans var veggfóðrað með því, eymd alheimsins vofði yfir okkur!
Svo kom auðvitað að því að ég fékk nóg. Eftir svona 4-5 mánuði eða svo (jiiii, hrikalega langur tími!). Þið vitið svona nóg þar sem ég gat hreinlega varla litið á náungann. Hvað þá horft á hann geispa eða klóra sér í hausnum. Mig hryllir bara ennþá við tilhugsuninni! Var bara allt í einu ekki að meika náungann. Elva vinkona hvatti mig til að halda áfram að hanga með honum af því það væri svo hentugt fyrir hana og alla, og ég virkilega reyndi...en svo bara allt í einu fannst mér mikilvægara að vera heima á laugardagskvöldum og lesa Brave new World fyrir enskutíma í stað þess að hitta Mr. Lennon og fann upp ýmsustu lélegustu afsakanir sem til eru til að komast hjá því að hitta hann. Elva tönglaðist á því að ég mætti ekki hætta með greyyyyið stráknum, hann væri svo góóóóóður og næææææææs og góóóóður við mig og greyið hann...
Jú, jú, hann var voða góður. En wow, það var ofan á allt ofantalið ekkert challenge í gæjanum. Hann var eins og smjör í höndunum á mér, og hvaða hörkukona er svo sem að fíla það inn við beinið hehe?
Bón Elvu virkaði ekki. Ég fór að djamma án hans og hitti Viggann eitt kvöldið á jólaballi KSÍ eins og frægt er orðið. Sem betur fer!! Og sagði kauða svo upp í kjölfarið.
Ég fílaði Lennon alveg, bara ekki þennan Lennon!
Allan fundinn var ég í hláturskasti inni í mér, það voru að rifjast upp fyrir mér alls konar X-móment og ég virkilega þurfti að einbeita mér til að hlæja ekki þegar hann opnaði munninn. Hann stóð sig samt mjög vel á fundinum, það var alltaf vit í stráksa.
Já, svona var þessi vandræðalega saga um mig. Ég á nokkrar góðar og ég held að þessi bætist bara í bunkann.
Sem betur fer á ég ekki marga gamla kærasta...