<$BlogRSDUrl$>

sunnudagur, nóvember 20, 2005

Sæmileg sæla 

Sunnudagur til sælu?
Já, já. Alveg eins. Fékk fína heimsókn og fór á tískusýningu á Hótel Borg og horfði á geggjuð föt og skartgripi. Auðvitað langar mig í næstum allt sem ég sá, sem betur fer var ekki hægt að kaupa neitt. Spókaði mig svo á kaffihúsi, Verulaus, með múttu og móðursystur í dag á meðan Vera og Viggi voru að leggja parket hjá tengdó. Allir sælir með það. Gekk frá tonni af þvotti og borðaði afganga síðan í gær. Sæla að þurfa ekki að elda. Sælutilfinning þegar þvotturinn er kominn á sinn stað.

Laugardagurinn var alveg eins sæll líka. Pabbinn í fríi eftir allt muldrið í mér og það var sæl tilbreyting. Vera var alsæl þegar við fórum með dömuna í myndatöku. Hún dansaði í sviðsljósinu eins og húladansmær og klappaði og trallaði, pósaði og var alveg hræðilega sæt. Hlakka til að fá myndirnar, það fá kannski einhverjir mynd af dömunni í jólakorti. Reyndar hafði ég hugsað mér að vera doldið kinkí og korní og senda ykkur jólakort með fjölskyldumynd. Mig langar líka að vera með!

Svo lékum við úti við Veru, hún elskar að vera úti = ÚtiVera hehe. Hún hefur eins og margir krakkar mikla þörf fyrir að sprikla og hreyfa sig, úti sem inni. Af hverju er ekki til leikfimi fyrir eins og hálfsárs krakka? Vera yrði nú sæl með það. Til að fá útrás fyrir spriklið dönsum við svakalega mikið. Vera tók gott tjútt við þáttinn Hljómsveit kvöldins á laugardagskvöldið, en það er um það bil að verða hennar uppáhaldsþáttur. Músíkölsk eins og mamman og með sveifluna frá pabbanum.

Kaus í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Hafnarfirði til að ganga í augun á bláa tengdafólkinu mínu og konan sem ég studdi í fyrsta stætið tapaði rétt svo og ákvað að bakka út.
Varla sæl sú.
En ég grét það ekki, enda bara þokkalega sæl með góða helgi.

Comments:
Alveg rétt... þú gekkst inní strumpafjölskylduna...
 
Skrifa ummæli

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

eXTReMe Tracker