<$BlogRSDUrl$>

laugardagur, nóvember 26, 2005

Frægðin... 

Jæja, þá er maður loksins orðinn frægur. Já, mín og mitt fólk var nú barasta í Mogganum blaði allra landsmanna í morgun. Jamm. Vera á snjóþotu og mamman á brettinu í Hlíðarfjalli á Akureyri. Reyndar var Vera kölluð Helgadóttir, soldið svekk, - ég sver það - ég þekki engan Helga! (Nema tengdó...) Og ekki það að ég hafi ekki áður komið í Mogganum, t.d. að tala um frábæra B.a. verkefnið mitt. Tja, eða komið fram í Nýtt Líf auglýsingu - ég meina, hver man ekki eftir kelerísauglýsingunni okkar Vigga - þar sem við knúsumst og kelum og allt að gerast og svo tek ég upp Nýtt líf og fer að lesa og tek blaðið s.s. fram yfir hann og hann verður geggjað fúll...pottþétt handrit hehe! Já, nei, ég bara finn það, frægðin er á næsta leyti. Go Mogginn!

Comments: Skrifa ummæli

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

eXTReMe Tracker