fimmtudagur, nóvember 10, 2005
Snjór snjór skín á mig
Akureyri er næst á dagskrá.
Veðurspá: Frrrrábær fyrir helgina (alla vega í lund og hjarta!). Snjórinn á að haldast - alla vega í fjallinu. Eins gott, því amma Gunna splæsti í eitt stykki snjóþotu fyrir Veru fyrir fyrstu snjóþotuferðina hennar norður.
(Plat)Akureyrísku vinir okkar (eru og verða alltaf Hafnfirðingar!) munu taka vel á móti okkur. Þau eru meira að segja með nýbakaða köku í ofninum og allt fyrir okkur. Jú, víst, fyrir okkur smá líka, maður á sko alltaf smá í vinum sínum. Þvílíkar gleðifréttir - barnablómstur út um allt í kringum okkur. Júbb, það er þessi skemmtilegi fullorðins aldur sem maður er víst loksins kominn á.
Eins og sjá má var tekið try out á þotunni inni í stofu í dag, Úlfur dró Veru með smá aðstoð mammanna og það var þetta rosalega stuð. Get ekki beðið eftir því að sjá svipinn á Veru þegar ég ýti henni niður Strýtuna...
Góða ferð!
Takk, takk.
Veðurspá: Frrrrábær fyrir helgina (alla vega í lund og hjarta!). Snjórinn á að haldast - alla vega í fjallinu. Eins gott, því amma Gunna splæsti í eitt stykki snjóþotu fyrir Veru fyrir fyrstu snjóþotuferðina hennar norður.
(Plat)Akureyrísku vinir okkar (eru og verða alltaf Hafnfirðingar!) munu taka vel á móti okkur. Þau eru meira að segja með nýbakaða köku í ofninum og allt fyrir okkur. Jú, víst, fyrir okkur smá líka, maður á sko alltaf smá í vinum sínum. Þvílíkar gleðifréttir - barnablómstur út um allt í kringum okkur. Júbb, það er þessi skemmtilegi fullorðins aldur sem maður er víst loksins kominn á.
Eins og sjá má var tekið try out á þotunni inni í stofu í dag, Úlfur dró Veru með smá aðstoð mammanna og það var þetta rosalega stuð. Get ekki beðið eftir því að sjá svipinn á Veru þegar ég ýti henni niður Strýtuna...
Góða ferð!
Takk, takk.
Comments:
Skrifa ummæli