<$BlogRSDUrl$>

mánudagur, nóvember 14, 2005

Ég um mig frá mér til mín 

Fékk þetta sent í dag frá vinkonu minni og svaraði eftir bestu getu...

1. HVENÆR VAKNARÐU Á MORGNANA?
Ég vakna kl. 7:15 - 7:30 á virkum dögum. Á undan Veru sem sefur lengur en mamman. Þarf alltaf að vekja hana þegar ég er búin að klæða mig og sjæna. Um helgar reyni ég að sofa frameftir, af því Vera gerir það (til rúmlega níu) en mér hefur ekki tekist það undanfarið...er bara eins og klukka og vakna ekki seinna en kl. 8 - sem er óþolandi! Er greinilega orðin göööömul. Bö.

2.EF ÞÚ GÆTIR SNÆTT HÁDEGISVERÐ MEÐ EINHVERJUM FRÆGUM, HVER VÆRI ÞAÐ?
Ég man aldrei hvað neinn frægur heitir eða er eða af hverju hann er frægur svo þetta er erfið spurning. Kannski bara Mandela til að fá hugmyndir hvernig bæta megi heiminn, og ræða reynslu og réttlæti.

3. GULL EÐA SILFUR?
Það er sagt að gull fari mér rauðhærðri hvítri dömunni betur, en ég fíla bæði jafn vel. Gull meira spari og silfur meira kúl.


4. HVAÐ VAR SÍÐASTA MYNDIN SEM ÞÚ SÁST Í BÍÓ?
Úff, eftir að Vera kom í heiminn er eitthvað lítið um bíóferðir...En ég fór með mömmu á kvikmyndahátíð á heimildamyndina Born into Brothels, fjallar um börn í Kalkútta á Indlandi sem fæðast í hóruhúsi og hvernig þau plumma sig. Átakanlegt maður.

5. UPPÁHALDS SJÓNVARPSÞÁTTURINN?
Er raunveruleikaþáttasökker. Survivor nr. 1,2 og 3. Svo spennandi að fylgjast með háttalagi manneskjunnar þegar hún er tekin úr umhverfi sínu og hvernig keppni getur farið með fólk.
Aðrir raunveruleikaþættir eins og So you think you can dance... kannski af því ég kann ekki að dansa!
Svo má auðvitað ekki gleyma sálugu Sexinu sem lifir ennþá hjá mér.

6. HVAÐ BORÐARÐU Í MORGUNMAT?
Oh, sakna þess svo að borða almennilegan morgunmat. Eftir að Vera kom þá fer lítið fyrir morgunmat á vikum dögum, skelli í mig banana og jógúrt á leiðinni í bílnum.
Sakna seríóssins.
Fæ mér extra góðan morgunmat um helgar í staðinn, kókópuffs og honey nut seríós!

7. HVAÐ LANGAR ÞIG AÐ GERA ÞEGAR ÞÚ ERT ORÐINN STÓR?
Skrifa bók, ferðast, eignast fleiri börn, vera hamingjusöm með Vigganum, og starfa einhvers staðar þar sem ég fæ að njóta mín sem persóna og með himinhátt kaup!

8. GETURÐU SNERT NEFIÐ Á ÞÉR MEÐ TUNGUNNI?
Nei - samt er nefið þónokkuð stórt sko

9. HVAÐ VEITIR ÞÉR INNBLÁSTUR?
Svo margt. T.d.
Hversdagslífið með fólkinu sem mér þykir svo vænt um.
Íslensk náttúra.
Fallegur kórsöngur.
Regnbogi.
Fólk sem hefur sigrast á erfiðleikum.
Fólk sem þorir að vera það sjálft.
Sakleysi barna.

10. HVAÐ ER MIÐNAFNIÐ ÞITT?
Sigurlaug - eftir ömmu Sillu sem ég sakna svo mikið...

11. STRÖND, BORG EÐA SVEITASÆLA?
Ég verð að segja strönd fyrir frí í útlöndum, Borg til að búa í á Íslandi og versla í útlöndum og sveitasæla til að endurnærast og sýna Veru dýrin!

12. SUMAR EÐA VETUR?
Sumar - því ég er þvílík kuldaskræfa.
Elska samt veturinn BARA fyrir það að gera gert mér kleift að fara á snjóbretti. Vetur í Sviss er t.d. alveg hægt að fíla.

13. UPPÁHALDS ÍS?
Tívolílurkur.

14. SMJÖR, SALT EÐA SYKUR Á POPP?
Salt að sjálfsögðu.

15. UPPÁHALDS LITURINN ÞINN?
Rauður.
Svo bleikur og brúnn.

16. UPPÁHALDS BÍLLINN ÞINN?
Landrover. Ekki endilega minn því hann er alltaf að bila, en Landi engu að síður. Langkúlaðastir. Minn stíll. Gæti ekki keyrt Golf. Ekki spyrja mig af hverju.

17. HVAÐ FINNST ÞÉR BEST AÐ BORÐA Á SAMLOKU?
Í fjallgöngum bara kæfu og spægipylsu (en sko ekki á sömu samlokunni).
Heima er það smjör og ostur.


18. HVERT FÓRSTU SÍÐAST Í FRÍ?
Til Akureyrar með litlu fjölskyldunni minni. Í tjill til vina og á snjóbretti. Það var góð endurnæring að komast í "sveitasæluna"!

19. HVAÐA PERSÓNUEIGINLEIKA FYRIRLÍTURÐU?
Lygi.
Veikgeðju = aumingjaskap.
Sjálfsumgleði í óhófi.

20. UPPÁHALDSBLÓM?
Alls konar sumarblóm, á erfitt með að gera upp á milli. Öll blóm eru mér gleðigjafar.

21. EF ÞÚ YNNIR STÓRA POTTINN Í LOTTÓINU, HVERSU LENGI MYNDIRÐU BÍÐA
ÁÐUR EN ÞÚ SEGÐIR FÓLKI FRÁ ÞVÍ?
Ég held ég myndi kjafta því strax því ég þyrfti að bjóða öllum á barinn með mér að fagna!

22. SÓDAVATN EÐA VENJULEGT VATN?
Íslenskt kranavatn

23. HVERNIG ER BAÐHERBERGIÐ ÞITT Á LITINN?
Muskugrábrúnhvítt og hvítt - með ljósgrágrænum flísum sem eru sumar hverjar með mynd af rauðu blómi á... Bara mjög krúttí og passar við kofann.


24. HVAÐ ERU MARGIR LYKLAR Á LYKLAKIPPUNNI ÞINNI?
Tveir, einn af bílnum og annar af húsinu.


25. HVAR ÆTLARÐU AÐ EYÐA ELLINNI?
Eins og ungdómsárunum - með Vigga í Hafnarfirði.

26. GETURÐU JÖGGLAÐ?
Nei, hef oft æft mig en hef aldrei fattað tæknina.

27. UPPÁHALDS DAGUR VIKUNNAR?
Laugardagur - nýkomin helgi, fjölskyldudagur, Viggi jafnvel kannski mögulega heima, matarboð eða annað djamm um kvöldið, og einn dagur eftir af helginni!

28. RAUÐVÍN EÐA HVÍTVÍN?
Bæði betra.

29. HVERNIG EYDDIRÐU SÍÐASTA AFMÆLISDEGI?
Með vinkonum mínum sem voru svo elskulegar að bjarga mér frá þunglyndi og öðrum andlegum sjúkdómum með því að bjóða mér í grill með afmælisgjöf og öllu tilheyrandi á meðan Viggi klúðraði aðeins málunum með því að velja karlakvöld FH fram yfir mig...

30. ERTU MEÐ LÍFFÆRAGJAFAR KORT?
Nei, en væri með slíkt ef það væri til á Íslandi. En fyndið samt, var einmitt að velta þessu fyrir mér um daginn í kjölfar fréttar um að móðir palestínsk drengs sem var skotinn á götu úti af tilefnislausu gaf líffærin hans og bjargaði þar með ungri ísraelskri stúlku. Þvílík góðmennska. Sagði í kjölfarið við Vigga að það ætti að gefa það -sem virkaði í mér um leið og ég þarf ekki sjálf á því að halda. Þar með er það skjalfest.

31. HVORT MYNDIRU VILJA EIGNAST STRÁK EÐA STELPU?
Á stelpu. Og væri sko til í aðra stelpu.
Og auðvitað lítinn fótboltastrák líka.

32. HVAÐ KEMUR ÞÉR Í GÍRINN?
Vinir mínir, góð tónlist og léttvín getur ekki annað en komið manni í ákveðinn gír...

33. ERTU FEMINSTI?
Já, ég held það. Held að allar konur séu feministar inn við beinið. Er ekki gallhörð rauðsokka þótt rauðhærð sé, en vel jafnrétti og reyni að berjast og halda með þeim - þó ekki væri nema fyrir dótturina.

34. FLOTTASTI LÍKAMSHLUTINN Á HINU KYNINU?
Ætlaði að segja hárið...en það er það fyrsta sem ég tek eftir svo að segja.
En svarið er: Rassinn by far...

35. ELSKARÐU EINHVERN?
Já, vá. Vigga og Veru út af lífinu. Mömmu og Axel bró. Jú og Dódó frænku og Skarpó. MH vinkonurnar og vinnuvinkonurnar. Jafnvel vinnuvinina líka. Látnar ömmur og afa. Æskuvini og vinkonur sem ég er í sambandi við og Stelpu voffa. Og svo alla hina sem ég er að gleyma og elska mig.

35.SEGÐU EITTHVAÐ FALLEGT UM MANNESKJUNA SEM SENDI ÞÉR ÞETTA:
Begga er yndisleg manneskja. Hún er örlát á vináttuna og getur auðveldlega glatt mann. Hún er mjúk og hún er bara the næsest person! Hún kom óvænt til mín í heimsókn áðan og svona sætar heimsóknir lifa lengi skal ég ykkur segja.

FRÁ HVERJUM ERU MINNSTAR LÍKUR Á AÐ ÞÚ FÁIR ÞETTA SENT TIL BAKA?
Vigga. Því hann er svo leeeeengi að pikka (að eigin sögn sko - getur leitað óralengi að stöfunum á lyklaborðinu!)

Þar hafið þið það.
Kom nokkuð á óvart??

Comments: Skrifa ummæli

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

eXTReMe Tracker