<$BlogRSDUrl$>

laugardagur, nóvember 26, 2005

Álfahöllin 

Álfahöllin er okkar!
Fengum lyklana afhenta í dag, alveg óvænt, viku á undan áætlun. Alveg skemmtileg óvænt uppákoma. Vorum að reyna að sjoppa jólagjafir í Smáralindinni þegar símtalið barst. Og við sem höfðum aðeins náð að kaupa eina gjöf höfðum ekki eirð í meira og þustum í Fjörðin í höllina okkar að taka við lyklunum. Fórum svo þar á eftir og keyptum okkur fullt af nýju spennandi dóti eins og klósett og vask og sturtu.

Það var ánægjulegt að sjá álfahöllina tóma, þ.e. án húsgagna frá öðrum álfum, og hún leit alveg þokkalega út. En stefnan er að rústa henni og gera hana að okkar. Taka hana vel í gegn. Enda langflest þar inni frá 1955. Ekki alveg nýjasta nýtt.

Vigga er farið að klægja í puttana að sjæna slotið og ætlar að hefjast handa strax á morgun að rústa út. Ég hef ekkert sérstakt hlutverk í þessu öllu saman, því er ver, ég kann hvorki að brjóta veggi né parketleggja. Hvað þá gera upp baðherbergi. Ég er því búin að ákveða að setja mig inn hlutverk the humble wife næsta mánuðinn, færandi honum mat, nuddandi á honum axlirnar og þurrkandi svitann af enninu á þessari elsku...
Svo verð ég að sjálfsögðu með heitt á könnunni fyrir gesti og gangandi sem vilja kíkja eða taka til hendinni!

Comments: Skrifa ummæli

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

eXTReMe Tracker