<$BlogRSDUrl$>

fimmtudagur, nóvember 17, 2005

Stjarnan ég 

Ég er stjarna.
Ó, já. Ekki bara fyrir það hvað ég er æðisleg og skín bjart daga sem nætur, heldur helst vegna þess að ég sit á svo fínni stjörnu í vinnunni. Fjórum borðum er raðað upp saman í svokallaða stjörnu og ég sit við eitt borðið. Stjörnufélagar mínir eru ekki af verri endanum: Allt karlmenn. Já, ég er ein stjarna innan um þrjá töffara, one of the guys. Allir eru þeir voðalega næs við mig grey konuna að þurfa að púkka upp á þá alla daga. Það eru auðvitað fleiri stjörnustrákar á öðrum stjörnum sem ég fíla í botn, en þeir eru bara ekki strákarnir "mínir".

Fyrst þegar ég frétti að ég ætti að sitja alein stúlkan með þremur strákum leist mér tæplega á blikuna. En núna finnst mér þetta spennandi. Ég er í smá mannfræðirannsókn alla daga. Þeir ræða allt öðruvísi hluti en við stelpurnar gerum öllu jafna og hlæja að öðruvísi hlutum. Pirrast yfir smotteríi sem ég hélt að karlmenn tækju ekki eftir og eru alls ekki eins grimmir og þeir líta út fyrir að vera. Þetta eru strákarnir mínir, mjúkir menn. Ljúfir sem lömb. Alla vega við mig. Þeir ræða mikið sjónvarpsþætti og bíla. Hvað þá hvers kyns tæki, en þeir eru tækjasjúkir. Eru voða uppteknir af fréttum og hlæja jafnvel af fréttum (ha, eru þær fyndnar?). Ég heyri í þeim tala við konurnar sínar í símann og þá breytist röddin í þeim voða sætt og þeir verða litlu krúttin kvennanna sinna. Þeir hafa áhyggjur af því hvað á að hafa í matinn og svona praktikal stöff. Sem sagt eru nokkuð eðlilegir, með áherslumun frá okkur stelpunum.

Eins frábærir gaurar og gæjarnir mínir eru þá er einn félaginn er sérlega skemmtilegur. Hann situr við hliðina á mér og er besta vinkona mín á stjörnunni. Já, vinkona. Hann er nefninlega meiri kjaftakerling heldur en nokkur önnur stelpan í fyrirtækinu og við náum vel saman. Hann er alltaf uppdeitaður um alla hluti sem eru að gerast og maður fær slúðurfregnir fyrirtækisins beint frá honum og í skemmtilegu formi. Það líður varla dagur án þess að ég fái "veistu bara hvað..." "ekkert slúður í dag??" á msn-inu. Já, við tölumst mikið á msn þrátt fyrir að sitja hlið við hlið og hlæjum eins og fíbbl í opna rýminu. Hann er jafn upptjúnaður og ég sjálf og stundum fer það í taugarnar á okkur og þá getum við þrætt eins og gömul hjón. Gott að fá bara útrás í vinnunni með svona - pirrast bara á sætisfélaganum og koma svo í besta skapinu heim!

Já, áhrif vinanna geta bjargað ýmsu. Hvað þá stjörnuvina.
Það er að miklu leyti vegna þeirra sem ég næ að skína skært í vinnunni, að öllum alvöru vinkonunum ólöstuðum.
Bling!

Ég veit ekki hvort þeir lesa þetta blogg, grunar nú samt eitthvað. En ég segi það bara plein out hér með að eftir svona fallega útreið á netinu er ég sko alveg búin að vinna mér það inn að fá að mæta á næstu strákastjörnuárshátíð!! Ég er líka stjarna!

Comments: Skrifa ummæli

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

eXTReMe Tracker