<$BlogRSDUrl$>

miðvikudagur, nóvember 30, 2005

Skófríkin Vera 

Mamman er skófrík, það leynir sér ekkert. Ég gæti án gríns keypt mér par á dag - já, til að koma skapinu í lag! Skór eru allra meina bót. En maður heldur í sér.

Dóttirin virðist hafa smitast af dellunni. Mömmunni að kenna? (Sjá blogg "Skódella" frá 7. okt. 2004). Vera er í því að klæða sig í skó af sjálfri sér eða öðrum fullorðnum og án gríns, þá hafði hún í fyrsta sinn í morgun skoðun á því í hvaða skóm hún vildi fara! Ég ætlaði bara að setja hana í hvítu Nike strigaskóna hennar eins og flesta aðra snjólausa morgna, en mín þvertók fyrir það og náði sjálf í kuldaskóna sína og vildi fara í þá og enga aðra (mjög greinilegt á tóninum í röddinni!) takk fyrir! Mér fannst þetta þó nokkuð merkilegt. Jú, þessi kríli hafa þvílíkar skoðanir á hlutunum og vilja hafa þá svona en ekki hinssegin, en að hafa strax skoðun á því í hvaða skó á að fara á morgnanna...
Þetta á eftir að verða ævintýri!

Annars er þetta merkisdagur. Amma langamma Sólveig hefði orðið 100 ára í dag og ætlar fjölskyldan að hittast í kaffi eftir vinnu af tilefninu.

Comments: Skrifa ummæli

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

eXTReMe Tracker