mánudagur, nóvember 21, 2005
Heimavinna
Það er svo ljúft að eiga möguleikann á að vera heima að vinna. Er t.d. heima að vinna núna. Í heimafötunum mínum, frekar mygluð svona, liggjandi með tölvuna uppi í sófa. Jú, ég er víst að vinna og það gengur helmingi hraðar að skrifa þessa blessuðu skýrslu hér heima en í erlinum í opna rýminu. Ekki að ég fíli opna rýmið ekki vel, en það hefur sína galla á köflum þegar maður þarf að vinna effektíft og sitja við. Jú, jú, það venst, en heima er líka fínt þegar svo ber við.
Ég heyri í hana gala hér ótt og títt. Já, nágrannar mínir eiga eitt eða tvö stykki hana! Halda að Hafnarfjarðarkaupstaður sé ennþá sveit og það á Hverfó í miðjum 101 Hafnarfirði! Þvílík hneysa. Eru alla vega komin með hænsnakofa núna, en fyrst þegar ég flutti hingað átti maður á hættu að keyra á hanann sem var oftar en ekki að spóka sig á bílastæðinu hjá mér. Soldið belað.
Nú eru bara 9 dagar í afhendingu á nýjum kofa. Eða við skulum bara kalla það höll. Álfahöll.
Ég heyri í hana gala hér ótt og títt. Já, nágrannar mínir eiga eitt eða tvö stykki hana! Halda að Hafnarfjarðarkaupstaður sé ennþá sveit og það á Hverfó í miðjum 101 Hafnarfirði! Þvílík hneysa. Eru alla vega komin með hænsnakofa núna, en fyrst þegar ég flutti hingað átti maður á hættu að keyra á hanann sem var oftar en ekki að spóka sig á bílastæðinu hjá mér. Soldið belað.
Nú eru bara 9 dagar í afhendingu á nýjum kofa. Eða við skulum bara kalla það höll. Álfahöll.
Comments:
Skrifa ummæli